Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 4
18 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 Hljómtæki Ungt fólk og gamlir sérvitringar kaupa vinýlplötur í Hljómalind: Geislaplötur litlar, ljötar og leidinlegar TacT er alveg stafrsnm TacT Millenium er fyrsti fullkom- lega stafræni kraftmagnarinn sem kemur á almennan markað. í skrif- um um þennan grip, sem hannaður er af Dananum Lars Risbo og fyrir- tæki hans Toccata Technology, segir að með tilkomu hans fari hljóm- tækjabransinn inn á nýjar brautir sem leiða muni hlustendur inn í nýtt árþúsund. Framleið- andinn er dótturfyr- . irtæki NAD-sam- En hvað er nýtt við þennan magnara? Jú, ef hann fær stafræn merki að vinna úr, t.d. frá geispaspilara sem ekki inni- heldur D/A umbreyti, helst merkið stafrænt fá því það kemur inn og þar til því er skilað út. Leið merkisins er mjög suttt og öll bjögun er í algjöru lágmarki. Ýmsir elektrónískir hlutar venjulegs analógs magnara, sem oft virka eins og hindranir á leið hljóð- merkisins um tækið, verða óþarfir. Magnari þessi er gefmn upp sem 2x150 vatta. En hvernig er útkoman? Jú, í danska tímaritinu HI FI & Elektron- ik sagði að loks gætu menn fullyrt að stafrænn hljómur væri góð- ur hljómur. í stuttu máli þótti hljóm- urinn það góður að erfltt yrði að venja sig af hon- um. Tónlistin verður kristaltær án þess nokkru sinni að vera of tækni- lega sótthreinsuð eða klínísk. Þeir sem vilja kynnast þessum magnara ættu að hafa samband við Takt í Ármúla. Þang- að er hann væntanlegur innan skamms. Útsöluverðið verður í kring um 600 þúsund krónur. -hlh steypunnar, Vinýlplatan lifir góðu lífí, ekki bara meðal forstokkaðra sérvitringa sem neita að geislavæða græjurnar heima hjá sér, heldur hjá ungum sem gömlum áhugamönnum um tónlist. Margir þeirra eiga geisla- spilara og hlusta á geislaplötur en vfnylplatan skipar engu að síður sérstakan sess. Ófáir segja hana hljóma betur. En fram hjá því verð- ur hins vegar ekki horft að endur- reisn vinýlplötunnar má að tölu- verðu leyti rekja til pötusnúðaæðis og danstónlistar sem gengið hefur allan þennan áratug. „Við höfum selt vinýl frá stofnun, eða frá 1991. Þá var danstónlistin skollin á. Kúnnar okkar eru á öllum aldri, ungt fólk og gamlir sérvitring- ar. Reyndar eigum við ekki eins mikið af tónlist fyrir þá eldri, en margir þeirra fylgjast þó með því sem er að gerast í tónlist í dag og kaupa plötur. Og svo eru það auð- vitað plötusnúðamir. Þá sel ég út- lendingum einnig töluvert af vinýl- plötum," segir Kiddi í Hljómalind, einnig þekktur sem Kiddi kanína. Hann flytur inn mikið af danstón- list, fönki, djassi og nýju rokki, auk Vinýlplöturekkar, eins og voru alls- ráðandi I plötubúðum fyrir 12-15 árum, eru fyrirferðarmiklir i Hljóma- lind. Kári, starfsmaður í versluninni og harður vinýlmaður, skoðar hér eina góða. DV-mynd Hilmar gamals endurútgefins efnis. Þá er aðeins fátt eitt upp talið. „Flest það sem fæst á geislaplöt- um hjá mér býð ég einnig á vinýl- plötum. Reyndar sel ég meira af geislaplötum. En hjá mér kaupir mikið af vínylsinnuðu fólki sem finnst geislaplötur einfaldlega litlar, ljótar og leiöinlegar," segir Kiddi sem sjálfur hlutaði mikið á vinýl áður en segist ekki „forstokkaður“ lengur. mst mm mm «tm wmt nsm mss Viö höfum selt vinýl frá stofnun, eöa frá 1991. Þá var danstón- listin skollin á. Kúnn- ar okkar eru á öllum aldri, ungt fólk og gamlir sérvitringar. mm. mm mm mm mm mm mm Vetöuf $©ur leiður Hann segir nokkuð um að fólk kaupi vinýlplötur fyrir 10-40 þúsund krónur á mánuði: „En þá eru menn veikir. Það er ekkert öðruvísi." - En hvað er það við vinýlplötur sem heillar? „Það er eitthvað í sándinu sem maður fellur fyrir. Ég hlusta á tónlist allan liðlangan daginn. Þegar því er þannig háttað fer maður að hlusta öðruvísi á tónlist, lærir að meta hluti eins og vinýlplötur. Svo lifa þær leng- ur þar sem á þeim eru tvær hliðar, a og b. Þannig hlustar maður á aðra hliðina fyrst og hina kannski nokkrum dögum seinna, eða kannski enn seinna. Þannig verður maður síður leiður á vínylplötunni." Hægt er að hlusta á vinýlplötur í Hljómalind. Úti á gólfi er Numark- plötuspilari og mixer og heyrnartól. „Það er svo mikið af liði með svona græjur heima hjá sér, einn til tvo plötuspilara og mixer. Það er farið heim, leikið sér og blandað. Þetta er ákveðinn llfsstíll. Það er mikil eftirspurn eftir góðum plötu- spilurum, alltaf verið að auglýsa. Það vilja allir Technics-spilara. Þeir eru klassískir í plötusnúðabransan- um og hafa verið í mörg ár.“ Trú á mannkynið Kiddi segir að eldri áhugamönn- um um tónlist sé óhætt að kíkja inn því alltaf sé eitthvað af endurút- gefnu efni á vinýlplötum. „Ég hef marga eldri viðskipta- vini, fólk á miðjum aldri og upp úr, sem líka er að fylgjast með. Þeir hlusta á sérþætti í útvarpi og kaupa stundum það sama og krakkamir. Það gefur manni trú á að mannkyn- ið sé ekki alveg búið að vera,“ segir Kiddi kanína. -hlh ÚtlitiS skipti miklu fyrir Sigurð Jónsson: Smellpassar 1 íbúdina mína Marantz hefur farið nýjar leiðir i hönnun til að mæta ákveðinni eftirspurn. „Það hefur náttúrlega alltaf skipt máli að eignast góð hljómtæki sem hljóma vel. En fyrir mér skipti útlit- ið einnig miklu máli. Ég var búinn að leita töluvert og fannst flest sem ég sá Ijótt og lítt áhugavert. En svo rakst ég á þetta Marantz-tæki með nettum hátölurum. Tækið er mjög skemmtilega hannað og smellpassar „Þótt dönsku tækin séu flott fannst mér þau allt of dýr. Það var Marantz-tæk- ið hins vegar ekki. Og Það gefur þeim dönsku ekkert eftir i hönnun." Sigurður er að láta smiða sérstakan stand undir tækin og ætti hann að verða tilbúinn á næst- unni. - Ertu ánægður með hljóminn? „Já. Ég hlusta á mjög fjölbreytta tónlist, t.d. óp- erur. Mér finnst ég fá mik- ið út úr þessum græjum. Þær eru miklu meira en bara útlitið." -hlh inn í íbúðina mína sem ég er að gera upp í fúnkisstíl," segir Sigurður Jónsson sem keypti sér sambyggt Marantz-tæki og hátalara í Hljómsýn. Sigurður segist ekki hafa pælt mikið í hljómtækjum en segist lengi hafa haft auga á tækjum frá danska framleiðandanum Bang&Olufsen. Sigurður Jónsson með sambyggða Marantztækið sem hann keypti i Hljómsýn. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.