Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 22 ^^Hljómtæki Helgi Björns, söngvari með meiru: Helgi Björns með eina klassiska pönkplötu með Sex Pistols. Plötuspilarinn er í baksýn en undir geislaspilaranum er gamalla og traustur Pioneer magnari. DV-mynd E.ÓI. mismunandi hljómtækjum? „Já. Yfirleitt erum við með fjöl- breytta línu hátalara í hljóðverinu og fáum þannig ákveðnar viðmiðan- ir. Við erum með risastóra hátalara, allt upp i 18 tomma, til að geta keyrt tónlistina alveg í botn, og allt niður í pínulitla útvarpshátalara sem eru án bassa, geta verið 4 tommur. Svo er allt þar á milli. Þegar við hljóð- blöndum færum við tónlistina á milli hátalara. Hún verður að hljóma vel í þeim öllum.“ Helgi segir að með stafrænni upp- tökutækni verði hljómurinn mjög hreinn og tær, með miklum „kontr- ast“. Það sé svolítið „shiny“ sánd. En stundum saknar hann þó ákveð- innar dýptar sem fylgir analóg- tækninni. Þess vegna skipar vinýll- inn ákveðinn sess þegar Helgi hlust- ar á tónlist heima hjá sér. -hlh Plötusnúðurinn DJ Margeir: Sömu græjur í vinnunni og Sjarni yíir snarkinu í vinylplötunum „Ég hlusta á græjurnar mínar með hléum. Ef ég er mikið að spila hlusta ég mjög lítið, fmnst gott að njóta þagnarinnar. En ef ég er í frii eykst löngunin í að hlusta á góða tónlist og ég læt það eðlilega eftir mér,“ segir Helgi Bjömsson, söngvari og leikari. Helgi segist ekki vera neinn sér- stakur græjukarl. Hann fékk sér nýj- ar græjur fyrir 2-3 árum, Sony-magn- ara og geislaspilara og Celestion-há- talara. En þær voru „þefaðar uppi“ og þeim stolið. Það er alveg nauðsyn- legt að spila vinýl- plöturnar líka. Ekki nóg með að sándið sé gott, það er alltaf viss sjarmi við að heyra snarkið og gömlu partírispurnar. „Þá var ekki annað að gera en fá sér aðrar græjur, og enn varð Sony og Celestion fyrir valinu. Ég er mjög ánægður með þær. Annars hef ég líka notað gamlan Pioneer-magnara sem ég keypti 1978. Það er einn af þessum gömlu klassísku með krómuðum fronti. Hann hefur reynst mér vel.“ Þó að geislavæðing tónlistarinnar hafi riðið yfir heldur Helgi tryggð við gömlu vinýlplötumar sínar og plötuspilarann. „Ég á mikið af vinýlplötum og þar er að finna töluvert af tónlist sem ekki hefur komið út á geislaplötum. Það er alveg nauðsynlegt að spila vinýlplöt- urnar líka. Ekki nóg með að sándið sé gott - það er allltaf viss sjarmi við að heyra snarkið og gömlu partírispum- ar. Á einni Rolling Stones plötunni, It’s Only Rock’n’Roll, man ég ná- kvæmlega hvar rispumar era og mað- ur hverfur stundum aftur í tímann." Hljómi alls staðaf vel - Spáir þú í það við upptökur hvemig tónlistin muni hljóma í Sara í Lhooq: Cfettóblaster í eldhúsinu heima hjá mér,“ segir Sara, söng- kona í hljómsveitinni Lhooq. En þó Sara hlusti mikið á geisla- plötur úr ferðatæki á hún myndar- legt safn af vinýlplötum. „Mér þykir mjög vænt um gamla plötusafnið mitt en gallinn er bara sá að plötuspilarinn hefur verið bil- aður. Ég hef ekki komið mér til þess að láta gera við hann. En það segir sig sjálft að ég hef hann ekki í eld- húsinu. Þar hlusta ég mest.“ Sara segist sátt við sinn gettó- blaster, hann skili því sem hún þurfi meðan hún er að sýsla eitt og annað. Hún segist ekki sitja mikið og pæla meðan hún hlustar. „En ein besta tilfinning sem ég þekki er að spila góða tónlist meðan ég er að keyra. Það er mjög skemmtilegt." -hlh „Ég er svo til nýbyrjuð að kaupa tónlist og á tiltölulega fáar geisla- plötur. Ég hlusta nær eingöngu á söngkonur, t.d. soulsöngkonur eða þá kóra. Allt þetta hljómar úr gettó- blaster sem ég er með inni í eldhúsi „Ég er með sams konar græjur heima og ég nota í vinnunni. Ég á engan geislaspilara en er með tvo Technics SL1210 plötuspilara sem eru klassík meðal plötusnúða, Nu- mark mixer, Crown magnara og stór Community-hátalarabox," segir DJ Margeir, einn helsti plötusnúður landsins, sem séð hefur um tónlistina á Kaffibam- um, Vegamótum, Kaffi Thomsen, REX og fleiri stöðum. DJ Margeir segist alæta á tón- list en er þó mest fyrir tónlist í ró- legri kantinum þegar hann er heima. „Ef tónlistin er góð þá skiptir í raun ekki máli hvemig tónlist það er sem ég hlusta á. Ég er á móti því að vera að flokka tónlist. Annars er ég mikið að pæla í tónlist frá árun- um 1970-1980 þessa dagana. Það er merkilegt tímabil í tón- list.“ - En hvernig gengur þér að ná í tónlist á vinýl? „Ágætlega. Ég fer í Hljómalind og Þrumuna og kaupi líka notað- ar plötur. Þá panta ég töluvert af plötum erlend- is frá.“ -hlh Re

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.