Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 24 Hljjómtæki NAD í Takti í Ármúla: Enn og aftur kemur NAD með magnara sem fá gagnrýnendur tímarita um hljómtæki til að standa á öndinni. Nýja linan frá NAD hefur slegið heldur betur í gegn, ekki sist vegna mikilla hljómgæða og lágs verðs. Eins og reyndar oft áður. NAD C320, minnsti magnarinn i nýju línunni, atti á dögunum kappi við magnara frá Kenwood, Arcam og Pioneer í prófun breska tímaritsins What HIFI? Þegar til- lit hafði verið tekið til þátta eins og byggingar, hljóms og notkunar var magnarinn frá NAD með fullt hús stiga, eða fimm stjömur af fimm mögulegum. Það finnst kannski sumum sem 2x40 vatta magnari sé ekki merki- legur en við magnarann má tengja öll hefðbundin jaðartæki (svo notað sé tölvuslangur) og hann má einnig tengja við kraft- magnara. í prófunum keyrði gœdi verd Nýjar tœknilausnir NAD gera þessum litla magnara kleift ad takast á vid á álagstoppa í tónlist- inni með hœgð. hann þunga hátalara mjög auð- veldlega og komst vel frá sinu i alla staði. Virðist það sérgrein NAD að framleiða litla magnara sem sannarlega geta meira en út- litið gefur til kynna. Uý lína fté Kenwoood Taktur hefur um árabil haft umboð fyrir Kenwood-hljómtæki og bíltæki. Kenwood er að setja á markað nýja línu í samstæðum sem kynnt verður í Takti á næst- unni. Þá er komin til landsins ný lína í biltækjum sem vekja ætti athygli þeirra sem vilja hafa gott sánd meðan þeir keyra. Standar og hátalatat Taktur er byrjaður að flytja inn tækja- og hátalarastanda frá Target sem eru til í ýmsum mjög smekklegum útfærslum. Þá er há- talaraúrvalið sífellt að batna. Auk hátalara frá AR, Wharfdale og verðlaimahátalara frá Tannoy býður Taktur Sonus Faber, marg- rómaða ítalska hátalara. Hefim koma þeirra til landsins fallið í afar góðan jarðveg. -hlh Sigurður Björn Blöndal, starfsmaður Takts i Ármúla, við NAD-tæki á Target- standi. Stadu- kóngarnir | Stæðurnar frá Aiwa eru og hafa verið eftirlæti } þeirra sem skrifa i hljóm- f tækjablöð. Nægir í því sambandi að minna á að } samstæða frá Aiwa hefur t ár eftir ár verið valin sem U stæða ársins eða í hópi bestu stæða ársins. Því hafa framleiðendur Aiwa ; oftar en ekki verið kallaðir | stæðukóngamir. * Radíóbær hefur umboð | yfir Aiwa. Þar býðst nú : afar vegleg Aiwa-stæða, | NSX-S909, á 49.900 krónur, Ien kostaði áður 59.900. Há- talararnir eru byggðir þannig að þeir virki einnig eins og lágbassahátalarar. í kynningarbæklingi Aiwa er magnarinn geflnn upp sem 2x210 vatta fyrir lág- bassa og 2x55 músíkvött. í tækinu er 3ja platna geisla- spilari, tvöfalt snældutæki og útvarp. Til að auvðelda alia umgengni em upplýst- ir veltihnappar sem gera > notandanum kleift að skipta milli tækja með |§ smáhreyfingu. > Radíóbær býður einnig heimabiósamstæðu frá t Aiwa, NSX-AV320. í þessari | stæðu er dolby ProLogic | kerfi, tónjafnari, velti- » hnappur til að auðvelda stjórn, tvöfalt snældutæki og þriggja platna geislaspil- | ari. Magnarinn gefur frá % sér 2x75+54+85 músíkvött. m Þessi stæöa kostar nú |j 39.900 krónur en kostaði ÍÉ áður 49.900. Á Akranesi hafa um skeið verið framleiddir sérsmíðaðir lampafor- magnarar og kraftmagnarar undir nafninu AKRAM. Framleiðslan er ekki mikil um sig en eftirspurnin hefur verið töluverð. Aðalmaðurinn á bak við AKRAM er Flemming R. Madsen, kennari við Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Flemming hefur komið fram í blöðum og sjónvarpi sem áhugamaður um hljómtæki. Á þessum vettvangi hefur verið sagt frá áhugaverðum verkefnum tengdum hljómtækjum sem nemendur hans hafa valið að vinna, þar á meðal smíði bassa- boxa (subwoofers). Sá er þetta skrif- ar hefur haft AKRAM-formagn- ara undir höndum um skeið (þann sem er á mynd- inni). Er óhætt að segja að magnarinn hafi umbylt hljómgæðunum, að minnsta kosti miðað við við forver- ann, 13 ára formagnara sem þykir loðinn og heldur slappur i saman- burði. Hátalararnir öðluðust nýtt líf, hátónarnir urðu skarpari, miðjutónamir lifnuðu allir við en héldu mýktinni og bassinn varð skýrari án þess þó að þéttast að ráði. Og þegar hækkað var fyllti tónlistin stofuna án þess nokkurn tímann þyrfti að leiða hugann að hávaða. Umræddur magnari er grunnútgáfan, með 6922-lömpum sem era eingöngu fyrir line-merki. Þrjét getð\t lampa Hægt er að velja á milli priggja mismunandi gerða af lömpum sem hver býður upp á sérstakan hljóm. Valið á lampa er háð þeim græjum sem magnarinn er notaður við. Auk þess ræðst valið af smekk og þeirri tónlist sem hlustað er á. 1. 6922 (rússnesk military-gerð 6DJ8/ECC88). Hljómurinn er jafn, miðjan þægileg en samt skýr og hreinn. isienskur formagnari sem kostar um 56.000 krónur. Lampinn er mikið notaður í bandarísk hljómtæki eins og Audio Research og Sonic frontiers. Lamp- inn er enn framleiddur í Rússlandi. Gæðin era mikil en verðið lágt. 2. Önnur gerð lampa er 5687 sem er orðinn mjög vinsæll í framleiðslu dýrari lampamagnara. Japanska fyrirtækið Audio Note notar lampann í sína magnara. Verð lampans hefur undanfarið farið á flug. Hljómurinn er skýrari og þétt- ari en þegar lampar eins og að ofan era notaðir. Lampasándið er ekki eins áberandi. Bassinn er kraftmik- ill og miðjan og háu tónarnir hrein- ir og skýrir. 3. Þriðja gerð lampa sem fá má í AKRAM er stór gamaldags lampi sem nefnist 6SN7. Hann er auðfeng- inn. Hljómurinn er mjög þéttur, sér- staklega í bassanum. Miðjan kemur vel út, eins og í nánast öllum lampamögnurum en háu tón- amar er rúnnaðri en í lömpunum sem lýst er hér að ofan. Tæknihliðin AKRAM-formagnarinn er með segullið í innganginum og þannig er hægt að stytta leiöina sem merkið fer í gegnum magnarann. Það gefur betri hljóm. Hljóðmyndin er heild- stæð en vinstri og hægri rás eru eins líkar í uppbyggingu og hægt er að hafa þær. AKRAM-magnarinn á myndinni er með spennugjafann í kassa sem AKRAM - sérsmíðaður er sér. Á magnaranum er tenging fyrir vandaða plötuspilara (mc eða mm). .Riaamagnari, fyrir plötuspil- ara, köstar hins vegar meira. Ri- aamagnara má einnig fá sem staka einingu með eig- in spennugjafa. AKRAM-magnarar eru ein- göngu sérsmíðaðir og hægt er að velja um mismunandi gerðir styrkstilla, þétta, viðnámstengla og útlit. Magnaramir eru einnig til í sam- byggðri útgáfu með spennugjafa og innbyggðum Riaa-magnara (mc eða mm). Þá er kassinn 42 sm á breidd og 7 sm á hæð eins og venjulegar japanskar græjur. Framplatan er úr eir. Hægt er að hlusta á mismun- andi gerðir af AKRAM for- og kraft- mögnuram. Þeir sem áhuga hafa á AKRAM, tæknilegum upplýsingum og fleiru, sem ekki er lýst hér, geta haft samband við Flemming í flemmma@ismennt.is -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.