Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Að smíða ísland úr járni - spjallað við hönnuðinn Georg Hollanders Um nokkurra ára skeið hafa íslenskir lista- menn og hönnuðir í ýmsum greinum lagt leið sína út á Dádýraeyju í Maine-fylki í Bandaríkj- unum, til að taka þátt í sumamámskeiðum Haystack-skólans og vera í nánum samvistum við bandaríska starfsbræður í ýmsum list- greinum. Til þess fá þeir styrki úr sérstökum sjóði sem Pamela Brement, þáverandi sendi- herrafrú á íslandi, kom á laggimar í því augna- miði að auka samvinnu íslensks og bandarísks listiðnaðarfólks. Sjálfur er Haystack-skólinn eins konar goð- sögn fyrir ýmissa hluta sakir; staðsetningin er einstök, byggingamar sérstakar og andrúms- loftið heillandi. Hafa íslenskir listamenn líkt skólanum við sérkennilegan blending af klaustri og hippanýlendu. En þeir era á einu máli um að námskeiðin þar, svo og samvistir viö kollegana, hafi gert þeim gott. Fleiri en einn hefur líkt þeim við hugljómun. í sumum tilfellum hafa þau orðið til að innleiða í islensk- ar sjónlistir ný vinnubrögð og viðhorf. í fyrrasumar fór til Haystack íslensk-hol- lenski listamaðurinn Georg Hollanders, en árið 1996 hlaut hann Menningarverðlaun DV fyrir listhönnun. Georg er búsettur á Akureyri, þar sem hann rekur leikfangasmiðju sem nefnist Stubbur. Umsjónarmann menningarsíðu fýsti að vita hvemig honum hefði reitt af í henni Ameríku. „Ég var sjálfsagt með neikvæðar fyrirfram- hugmyndir um Bandaríkjamenn og menningu þeirra, eins og svo margir aðrir. En það saxaðist á þær þegar frá leið. Auðvit- að var margt þama úti sem mér þótti yfirgengi- legt. Og margt fannst mér vera svakalega stórt í sniðum. Samt var það ekki eins ógnandi og ég hafði ímyndað mér.“ Georg hafði ákveðið að venda sínu kvæði í kross og kynna sér eldsmíði. „Ég sá þessa grein í rómantísku ljósi, svona eins og leikfangasmíðina forðum. Og gerði þá ráð Georg á járnsmíðaverk- stæðinu á Haystack fyrir að þurfa að púla í smiðju með svartskeggjuðum tröllum, en raunin var allt önnrn-. Bæði kennarinn, Ann Catrin Evans frá Wales, og aðstoðarkennarinn vora kvenkyns, svo og meirihluti nemendanna. Hópurinn náði afar vel saman og ég eignað- ist góða vini. Mér fannst skemmtilegt hve ólíkir nem- endumir vora, smnir vora fagmenn af einhverju tagi, komnir til að kynna sér eitt- hvað nýtt, aðrir höfðu tak- markaða reynslu af listiðn- aði. Svo var þama fólk á öll- um aldri. Vinnuaðstaðan var mjög góð, auk þess sem vinnustofúr vora opnar allan sólarhringinn. Okkur var líka frjálst að fylgjast með því sem menn vora að gera á hinum námskeiðunum.“ Georg blómum Draumaferð Hvemig vannst honum eldsmíðin? „Ég held ég hafi aldrei svitnað eins mikið á ævinni, ekki síst vegna þess að það var mjög heitt í veðri þann tíma sem ég var þama. Því fór fólk í sjóinn á hveijum degi til að kæla sig. Námskeiðið var þannig uppbyggt að 'fyrri vikuna lærðum við grundvaUarat- riði eldsmíði, en síðari vik- una áttum við að búa til eins konar „sveinsstykki" úr jámi. í millitíðinni var okkur uppálagt að smíða einfalda hluti, til dæmis spíssa, gaffla, keðjur og tangir. Sumir suðu þetta allt saman og bjuggu til afar skrýtna skúlptúra. Fyrst langaði mig að gera eitthvað „fríkað". Svo var fólk alltaf að spyija mig um ísland og því afréð ég að reyna að búa til eins konar tákn fyrir „mitt“ ís- land úr jámi. Ég hefði bet- ur haldið mig við eitthvað krýndur af amerfskum starfsbróður. einfaldara, því þetta reyndist mér talsvert erfitt. Enda var ég ekki búinn að læra eldsmíði nema í viku. Samt fékk ég hrós frá eldsmiðum sem bjuggu þama í grenndinni." Það var ekki síður félagslífið og samskiptin við aðra nemendur og kennara sem Georg þótti varið í. „Máltíðir þama vora meiri háttar uppákom- ur. Enda var hringt til þeirra eins og kirkju- legra athafna. Bæði var maturinn fjölbreyttur og hollur, og borðfélagamir viðræðugóðir. Fyrstu dagana var viðkvæðið: Hi, what’s your name“ eða „What shop are you in“. Út frá þessu spunnust skemmtileg samtöl, krydduð miklum fróðleik. Svo hittist fólk á kvöldin til að skoða litskyggnur með verkum eftir kenn- ara eða nemendur, eða þá að bókmenntamenn vísiteraðu og lásu upp úr verkum sínurn." Georg bjó að þessum kynnum að námskeið- inu loknu, en þá tóku nokkrir samverkamenn hann með sér í útilegu og lóðsuðu hann síðan um Boston og New York. „Þetta var draumaferð sem ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa. Nú dreymir mig um að komast aftur á þessar slóðir og endur- nýja kynnin við bandaríska kunningja." -AI menning » *** Halldór númer eitt, tvö og þrjú? Hver er bók aldarinnar á íslandi? Það er Bókasamband íslands sem spyr og fá lands- menn að greiða atkvæði um bókina í Morg- unblaðinu, DV og Degi nú á fostudaginn, en auk þess á Vefbókasafninu, www.vefboka- mu atkvæðaseðlar liggja frammi á bókasöfnum og í bókaverslunum þá daga sem atkvæða- greiðslan stendur yfir, það er 12.-21. mars. Hver og einn getur valið þrjár bækur og sett þær í 1„ 2. og 3. sæti. Eina skilyrðið er að bækurnar séu eftir íslenska höfunda og séu gefnar út á þessari öld. Það er Bókasam- band íslands sem stendur fyrir þessari kosn- ingu í því augnamiði að beina athygli lands- manna að bókum og bókalestri. Úrslit kosninganna verða kynnt á alþjóð- legum degi bókarinnar, 23. april, og verður þá gert veggspjald með nöfnum 50-100 „bestu bókanna" og hengt upp á bókasöfnum og víð- ar. Umsjónarmaður menningarsiðu (mis)not- ar hér með tækifærið og kunngjörir sinn eig- in vinsældalista. Á þeim lista er aðeins einn höfundur, Halldór Laxness, en verkin eru: 1. Heimsljós 2. Sjálfstætt fólk 3. íslandsklukkan. Einar Gariöaldi og goðsögnin um Kjarval Hljótt hefur verið um umræðufund sem haldinn verður að Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.30 „um stöðu meistara Kjar- vals sem hluta af ís- Ienskum menning- ararfi og gildi hans fyrir okkar sam- tíma,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Kveikjan að þessum fundi mun vera bráð- snjöll sýning Einars Garibaldi Einarssonar, „Blámi“, sem haldin er í miðrýminu að Kjar- valsstöðum, en þar íjallar hann á lunkinn hátt um „táknræna verund” Kjarvals. Um leið er fundinum ætlað að minna á sýning- una Af trönum meistarans, sem haldin er í vestursal hússins, en hún hefur verið nefnd hér áður í þessum dálkum. Þátttakendur á fundinum eru þeir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur, Ólafur Gíslason blaðamaður og Guðbjörg Lind Jóns- dóttir myndlistarmaður. Væntanlega tekst þeim aö brjóta til mergjar „goðsögnina um hetjuna og höfundinn og gildi slíkra goð- sagna fyrfr menningarvitund þjóðarinnar". Elsa Waage. Það verður að teljat gleði- efhi þegar tvær af okkar fremstu söng- konum koma saman til þess að ylja okkur um hjartarætur með söng sínum, likt og þær Sólrún Bragadóttir og Elsa Waage gerðu á tónleikum Styrktarfélags íslensku óperunn- ar á þriðjudagskvöldið. Þeim til fulltingis var svo Gerrit Schuil píanóleikari, sem er fyrir löngu búinn að hasla sér völl sem vin- sælasti undirleikari sem við eigum í dag. Efnisskráin var að mestu byggð á dúettum í bland við einsöngslög og aríur. Strax í upp- hafi tónleikanna runnu raddir þeirra Sólrún- ar og Elsu ljúflega saman í þremur sönglög- um Felix Mendelssohns, Abschiedslied der Zuvögel, Grufl og Herbstlied, þó svo öll þeirra hefðu þolað aðeins meiri fin- pússningu. Dúettar eftir Benjamin Britten: Mother Comfort og Undemeath the Abject Willow, sjást ekki oft á efhisskrám, enda frekar leiðinlegir, en ljóðin (eftir Montagu Slater og W. H. Auden) eru afar falleg og eiga betra skilið. Flutningurinn á þeim var líka heldur stirður, söngkonumar allt of bundnar af nótunum og virkuðu óöruggar. Þær náðu sér þó fljótt á strik í La Pesca og La Tegata Veneziana eftir Rossini og þá sér- lega í þvi síðara, sem var flutt með léttri sveiflu og húmor. Bátsöngur úr Ævintýrum Hoffmanns var að sama skapi ágætlega flutt- ur og leikur Gerrits í intróinu afar fallega mótaður. Hinn þekkti dúett úr Lakmé eftir Dúe Léo Delibes, C’est l’heure ou je te vois so- urire, var sennilega best fluttur af þeim stöllum og smaug þessi undurfagra tón- list beint að hjartanu, enda sungið blað- laust og auð- heyrt að þær áttu auðvelt Sólrún Bragadóttir. með að samsama sig henni. Raddir sem smellpassa Atriði úr Madame Butterfly eftir Puccini, Scuoti quella fronda di ciliegio, var svo síð- ast á efnisskrá og var það vel flutt þó punkt- inn yfir i-ið hefði vantað uppá að maður fyndi bókstciflega angan af vorinu. Einhvem veginn hafði ég á tilfinningunni að æfinga- tími hefði veriö af skomum skammti, því þær Sólrún og Elsa hafa allt til þess að bera að geta glansað saman, því eins og ég gat um Tónlist Amdís Bjíirk Ásgeirsdóttir áðan smellpassa glæsilegar og voldugar raddir þeirra saman og hvorug skyggir á hina. Sam- hæfingin og öryggið var bara ekki upp á það besta. Þær skiptu svo fjórum sönglögum Johannesar Brahms á milli sín: Sólrún söng Wie Melodien ziet es og gerði það afar fallega og enn betur naut hún sín í Immer leiser wird mein Schlum- mer, sem er með sorglegri lögum og var það flutt af mikilli tilfinningu. Elsa söng Vergebliches Standchen og gerði það ágætlega og lifandi, þrátt fyrir einhvern textarugling í síðasta erindi, og í Von ewi- ger Liebe naut sín dramat- isk rödd hennar einkar vel. Elsa söng svo Habaneruna úr Carmen eftir Bizet af full- komnu öryggi og verulegri list og það sama má segja um Je dis que rien ne m¥épouvante úr sömu óperu, sem Sólrún söng glimrandi vel. Elsa sýndi svo falleg lit- brigði sinnar raddar í Amour, viens eider ma fablesse úr Samson og Delila eftir Saint- Saens sem hún söng með miklum tilþrifum og það gerði Sólrún lika í hinni frægu aríu Madame Butterfly sem var virkilega áhrifa- mikil í meðfórum hennar og Gerrits, sem var eftir hlé í hlutverki heillar hljómsveitar og fór glæsilega með það. Mikið aðsókn að Gerðubergi Það hefur einnig verið fremur hljótt um þá miklu aðsókn sem myndlistarsýningar að Gerðubergi hafa fengið á undanfórnum vik- um. Nú um helgina var opnuð samsýning á verkum nokkurra íslenskra einfara í mynd- list, sem Hannes Sigurðsson og menningar- samsteypan art.is tók saman. Á opnun fyllt- ist húsið gjörsamlega og er það ætlan aðstand- enda Geröubergs að gestir hafi verið um 600 talsins þegar mest var, „rífandi stemmning, harmóníkuleikur og kátína," eins og einn þeirra orðaði það. Einnig seldust tólf verk listamannanna, flest eft- ir Þórð Valdimarsson eða „Kíkó Korriró" eins og hann nefnir sig. Sömuleiðis sýndu gestir verkum Sigurlaugar Jónasdóttur mikinn áhuga, en þau voru nær öll í einkaeigu og þar af leiðandi ekki fól. Ann- ars staðar í bænum, jafnvel á stærstu sýning- arstöðum, mæta iðulega ekki nema 2-300 manns á opnanir. Gerðuberg er augljóslega búið að „finna fjölina sína“, eins og menn segja í boltanum. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.