Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 13 Ýmsar hliðar náttúruverndar „Hefði flugvöllurinn hefði ekki komið þar sem hann er nú hefði byggðin breitt sig yfir mýrina, út að Skerjafirðinum." - Sumir segja þetta hafa ver- ið alvarlegt skipulagsslys, segir greinarhöf. m.a. Þegar höfundur þessa pistils fluttist til höfuðborgarinnar, niu ára gamall, til ævilangrar búsetu, var fyrsti dvalarstað- urinn af mörgum á Skildinganesi. Þá var byggð þar strjál og húsakostur misjafn, frá hálfgerðum hreys- um upp í einbýlishús sem eru enn mjög reisuleg. Vatnsmýrin breiddi úr sér til norðurs og austurs. Þá kúrðu þar örfáir bæir og líklega hefur verið þar huldufólk því okkur krökkunum var ráðlagt að vera ekki að flækjast um mýrina í myrkri. En mýrin og fjaran við Skerjafjörðinn var víðáttumikill leikvöllur og þar var enn fjörugt fuglalíf. Ströndin inn með firðinum var baðstaður Reykvíkinga á sumrum og jafnvel á vetrum, fjaran var sendin og hrein. Höfundur átti heima á Skildinganesinu í tvö ár og kom ekki aftur í Vatnsmýrina fyrr en Bretar hófu þar flugvallar- gerð í síðari heimsstyrjöld. Það var upphaf Bretavinnunnar. Þar kynntist höfundur þeirri verk- fræðisnilli Bretanna að nota frosn- ar þúfur sem undirstöðu undir flugvöll en þegar sú undirstaða reyndist ótrygg fundu þeir aðrar og stærri þúfur sem urðu traustari undirstaða. Það voru Rauðhólamir. Lífríki var raskað Því er ástæða til að rifja þessa liðnu at- burði upp nú þegar rætt er um framtíð Reykj avíkurflugvall- ar og í umræðunni hafa menn velt því fyrir sér hvort flutn- ingur vallarins út í Skerjafjörö muni trufla fuglalíf og eða aðra þætti í lífríki fjarðarins og um- hverfis hans. Of langt mál er að rekja tengsl Skerjafjarðar og Vatnsmýrarinnar við flugsöguna en á Skerjafirði lenti flugsveit Balbos flugmarkskálks er þeir vösku sveinar flugu um álf- una til að sýna fram á að svo myndarlegir menn hlytu að fmna hjá sér hvöt til að framkalla and- arteppu hjá negr- um, eins og segir í sögu Halldórs Laxness, Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík. Svo var flugbraut í Vatnsmýrinni þegar Bretar her- námu landið. Mýrin og fjörður- inn voru því á sinn hátt flug- miðstöð íslands. Val Bretanna á stað fyrir herflug- völl kom því af sjálfu sér. Við flugvallargerðina voru framin náttúruspjöU á tveimur stöðum. Lífríki Vatnsmýrarinnar og Skerjafjarðarins var raskað, að- aUega fuglalífinu, og Rauðhólamir voru eyðilagðir. Þessi náttúru- spjöU verða aldrei bætt. En er munur á þessu tvennu? Vissulega, Vatnsmýrin og Skerjafjörðurinn voru á útjaðri vaxandi borgar sem fyrr eða síðar hlaut að breiðast út yfir nærliggjandi svæði með óhjá- kvæmUegum afleiðingum fyrir líf- ríkið. Skoðum Rauðhólana Hefði flugvöUurinn hefði ekki komið þar sem hann er nú hefði byggðin breitt sig yfir mýrina, út að Skerjafirðinum. FlugvöUur í nágrenni borgarinnar hefði senni- lega lent í Skerjafirðinum eða á Álftanesi. Sumir segja að þetta hafi verið alvarlegt skipulagsslys. Látum það liggja miUi hluta en skoðum Rauðhólana. Náttúrufræð- ingar, þ. á m. Sigmður heitinn Þórarinsson, hafa sagt að Rauðhól- amir séu einstakt náttúrufyrir- bæri á jörðinni. Þegar þeir voru eyðUagðir voru framin óbætanleg náttúmspjöU, að ástæðulausu, því efni i flugvöUinn hefði mátt sækja annað, t.d. á sjávarbotn og þó byggð sé nú farin að nálgast leif- arnar af þeim heföi sú staða verið öðruvísi ef Vatnsmýrin væri hluti af miðbæ Reykjavíkur. Þvi er þessi saga rifjuð upp nú að umræða um náttúmvemd hef- ur aldrei verið jafn mikU. En við þurfum að nota réttar áherslur tU að tekið sé mark á henni. Hugsan- legt er að fiutningur flugvaUarins út í Skerjafjörð kunni að valda truflunum á fuglalífi á svæðinu, en fuglarnir á þessu svæði hafa síðan höfundur lék sér þar forðum þurft að hafa nokkur vistaskipti, því ný byggð veldur aUtaf truflun á lífríki og gUdir einu hvort byggð- in er húsaþyrping eða flugvöllur. AUt öðm máli gegnir um nátt- úrufyrirbæri eins og Rauðhólana. Það hafa aldrei verið og verða tæp- ast tU aðrir Rauðhólar. Með eyði- leggingu þeirra varð ekki aðeins náttúra íslands fátækari heldur náttúra jaröarinnar allrar. Virkjunarsinnar og tUbiðjendur stóriðju vilja sökkva Þjórsárver- um og Eyjabökkum og em tilbún- ir tU að fóma lífríki Mývatns fyr- ir mannabyggð sem á að nærast á stóriðju. Það em bara tU ein Þjórsárver, einir Eyjabakkar og eitt Mývatn á jörðinni, þannig að þessi einstöku náttúrufyrirbæri em því eign jarð- arinnar allrar. Emm við íslending- ar svo hrokafuUir og eigingjamir að við treystumst tU að ráðstafa þeim um cdla framtíð, fyrir eigin stundarábata og gera jörðina þar með fábreyttari og fátækari? Ámi Björnsson Kjallarinn Árni Björnsson læknir „Allt öðru máli gegnir um náttúru- fyrirbærí eins og Rauðhólana. Það hafa aldrei verið og verða tæpast til aðrir Rauðhólar. Með eyðilegg- ingu þeirra varð ekki aðeins nátt- úra íslands fátækari heldur nátt- úra jarðarinnar allrar.u Eitt sinn í Edensgarði Andúð á skriðdýmm hefur löng- um verið talin eðlislæg mannin- um. Samkvæmt þróunarkenning- unni þola menn ekki skriðdýr síð- an daginn i Eden þegar ormurinn Uli kom Evu tU að borða epli sem hún í kurteisi gaf Adam að smakka á með dramatískum af- leiðingum. Enn í dag era skriðdýr fómarlömb ofsókna og fordóma af þessum sökum og njóta ekki sömu réttinda og önnur dýr. Hver hefur tU dæmis séð gáfað og gott skrið- dýr í bíómynd eða bók? Meðan WUly er bjargað aftur og aftur voru aUar slöngur reknar frá ír- landi af heUögum Patreki. Og með- an það þykir stórsynd að rota eins og einn akfeitan selkóp og gera úr honum kápu gerir enginn sér reUu þegar tigulegum krókódU er mis- kunnarlaust slátrað í skó. Eðlislægt eðluhatur Þetta eðlislæga eðluhatur gaus upp umhverfis mig þegar ég í sak- leysi mínu flutti í húsið tvær fin- legar salamöndrur. Fólk greip andann á lofti og talaði um skrímsli og óeðli, og hingað tU hef- ur enginn þorað að halda á þess- um smágerðu dýrum; en það „að halda á“ era yfirleitt klassísk viðbrögð gagn- vart gæludýram og börnum og sýnir berlega hina dýrslegu snertiþörf mann- skepnunnar. Sér- staklega hafa viðbrögð karl- kyns-vina minna verið sterk. Þeir hryUa sig gríðar- lega og æpa og skrækja við tU- hugsunina um að ég skuli hafa þessi dýr inni á heimUinu. Og ekki nóg með það heldur virðast strákarnir fyllast einverjum furðulegum freudisma þvi þeir ótt- ast það helst að salamöndrurnar skríði upp úr búrinu einhverja nóttina og gleypi mig í heUu lagi. Enda ekki ólíklegt, þær era rúmlega 10 sentímetra langar og ég hef aldrei verið talin stór manneskja. Nú hefur þeirri tUgátu verið haldið á lofti aö samskipti skriðdýrsins og Evu hafi verið eitt- hvað grunsamleg og ásókn hennar í eplið því óeðlUeg, eða eðlu-leg. Þannig hafi Eva og ormurinn náð sér- lega vel saman því í konunni búi ein- hvers konar skrið- dýrseðli, öfúgt við öpun karlmanns- ins. Mér flaug þessi gamla biblíu- skýring bara svona í hug þegar þriðji pilturinn lýsti yfir áhyggj- um sínum varðandi gleypigetu salamandranna. Eðlileikinn orðinn eðli-leikur Þessi ítrekaða hugmynd um óeðli sló mig ákaflega, sérstaklega þegar hún kom frá sveitastrák sem finnst sjálfsagt að velkjast endalaust með hrossum og öðrum loðveram. Því það er náttúrlega ljóst að viðhorf okkar tU dýra era okkur ekki eðlislæg heldur tamin; við lær- um (meðal annars af Biblíunni) hvaða dýr era þóknanleg og hver ekki. Þannig er andúð okkar á eðlum forrituð í okkur frá bemsku, á sama hátt og okkur er kennt að segja aaaa við aUt loðið og mjúkt. Skriðdýrið er talið lúm- skt og undirfórult (ref- ur, einhver?), banvænt og bráðsmitandi og þar með óeðlUegt. Ekkert af þessu skipt- ir í raun máli þegar á það er litið að aUar hug- myndir um eðlileika eru orðnar algerlega úr- eltar í samfélagi sem er orðið svo fjarlægt náttúranni að það kynnist henni bara í gegnum fjölmiðla eða annars konar miðl- un. Þannig er eðlUeikinn orðinn eðli-leikur, eða bara eðlu leikur: ég er búin að sjá svo margar myndir með tölvuvæddum eðlu- legum dýrum að ég stend mig hvað eftir annað að því að mæna inn í salamöndrabúrið mitt eins og það sé sjónvarp og þær sjálfar ekkert annað en ótrúlega góðar tæknibreUur. Úlfhildur Dagsdóttir „Nú hefurþeirri tilgátu verið hald- ið á lofti að samskipti skriðdýrs- ins og Evu hafi verið eitthvað grunsamleg og ásókn hennar í eplið því óeðlileg, eða eðlu-leg. Þannig hafí Eva og ormurinn náð sérlega vel saman því í konunni búi einhvers konar skriðdýrseðli, öfugt við öpun karlmannsins. “ Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur Með og á móti Á bann við íslenskum áfengisauglýsingum að standa? Bannið standi Þorgoröur Ragnars- dóttir, fram- kvæmdastjóri Afcngis- og vímu- varnaráós. „I þessari umræðu má ekki gleymast að hún snýst um einn stærsta og dýrasta heUbrigðis vanda landsmanna sem teygir sig tU miklu fleiri en þeirra sem hafa ekki stjórn á áfengisneyslu sinni. Þeir sem era fylgjandi áfeng- isauglýsingum vilja gjarnan tala um áfengi eins og hverja aðra neysluvöra og jafnvel al- gjöra nauðsynja- vöru. Áfengi er það hins vegar ekki. Áfengi er skU- greint vímueftii og þannig skulum við tala um það. Þegar talsmenn áfengisauglýsinga vitna tU mannréttinda og jafnræð- isreglu og að bannið brjöti gegn þeim má ekki gleyma að heilbrigð issjónarmiðin vega á móti. Fjöl- margar þjóðir, og það var einnig mat Hæstaréttar á dögunum, telja að heilbrigðissjónarmið og al- mannaheUl vegi þyngra en gróði og hagsmunir fárra. Hvað varöar þau rök að útlendingar fái að auglýsa hér en íslendingar ekki þá era út- lendu auglýsingarnar óbeinar og hafa ekki beina skírskotun tU okk- ar, barna okkar og unglinga á sama hátt og auglýsingar á íslensku í ís- lenskum miðlum. Það er þekkt meðal margra þeirra þjóða sem við berum okkur saman við að áfengis- auglýsingar eru takmarkaðar á ýmsan hátt. Það er gert vegna þess að sérstaklega er verið að hugsa um áhrif auglýsinga á böm. Böm era ginnkeyptari en fuUorðnir fyr- ir þeim skrumskælda raunvera- leika sem auglýsingar sýna. Áhuga- vert væri að heyra hvort þeir sem vilja leyfa áfengisauglýsingar vUja fá tóbaksauglýsingar líka. Ég held að almennt sé fólk sátt við bann við tóbaksauglýsingum vegna þess að það er viðurkennt að reykingar era heilsuspillandi." Stenst ekki „Bannið er brot gegn öUum jafn- ræðisreglum sem gilda í nútíma- þjóðfélagi og sérlega skrýtið í ljósi þess að hvem einasta dag flæða áfengisauglýsingar yfir fólk í nán- ast öUum sjónvarpsútsendingum af hvers konar við- burðum utan úr heimi, ekki sist útsendingum frá kappleikjum og hvers konar íþróttaviðburð- um, bæði í bein- um útsendingum og ekki beinmn. Við sjáum þess- ar auglýsingar í t.d. knattspymukappleikjum og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða heimsmeistarakeppni, Evr- ópukeppni eða landsleiki. Viö sjá- um þær í skíðamótum þar sem t.d. Kristinn Bjömsson er merktur Carlsberg á bak og í Formúla eitt kappakstrinum og hingað koma dagblöð og tímarit uppfuU af áfeng- isauglýsingum. Það er ljóst að á ferðinni eru feiknalegir fjármunir og ömurlegt að hugsa tU þess að ís- lendingar geti ekki átt þess kost að styrkja sína starfsemi með þeim eins og aðrar þjóðir gera sem við keppum. Við þessu er ekkert nema annað af tvennu að gera: Annars vegar er að heimila áfengisauglýs- ingar, í það minnsta á öli, sem ég mæli með. VUji menn það ekki verða þeir bara að horfast í augu við veruleikann og vera sjálfum sér samkvæmir og stöðva algjörlega aUt flæði þessara auglýsinga í sjón- varpsútsendingum, blöðum og tímaritum sem hingað koma. Það er ekkert þama í miUi.“ -SÁ Þórhallur Jóseps- son rítstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.