Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 17
FTMMTUDAGUR 11. MARS 1999 17 Frá Lúxemborg. Þar er hagstætt að fjárfesta vegna þess hve skattaviðmót stjórnvalda er vingjarnlegt. Hækk- anir FBA spáir því í Netfréttablaöi sínu, Morgunkomi, að vísitala neysluverðs muni hækka í þess- um mánuði um 0,27-0,33%. Helstu forsendur þessarar spár eru hækkanir á fötum og skóm eftir útsölur í febrúarmánuði. Þá er gert ráð fyrir því að matvörur hækki lítillega og einnig húsnæð- isliður vísitölunnar. Ollan hækkar Olíu- og bensínverð hefur ver- ið mjög lágt undanfarna mánuði, raunar verið í sögulegu lág- marki. Það er nú um helmingi lægra en fyrir tveimur árum. Heimsmarkaðsverðið á hráolíu hækkaði nokkuð í fyrradag eftir að írakar sögðust ætla að reyna að fá ráðamenn OPEC-ríkjanna til að draga úr olíuframleiðslunni á fundi þeirra 23. mars. Hvorki hækkunarinnar í fyrradag né hugsanlegra hækkana eftir fund OPEC mun gæta hér á landi fyrr en í vor, haldist þær á annað borö. -SÁ Stanley Pálsson verkfræðingur er þaulvanur í verðbréfaviðskiptum á Netinu. Hann ráðleggur engum að hella sér út í slíkt nema að hafa áður aflað sér staðgóðrar þekkingar á verðbréfaviðskiptum og rekstri fyrirtækja og halda henni síðan stöðugt við. DV-mynd Hilmar Þór en ekki áhrif á markaðinn. „Ég giska á að til að eitthvert vit sé í þessu fyrir sæmilega greindan mann þá verði hann að taka í þetta um tvo til þrjá tima á dag. Hafi menn ekki þann tíma eiga þeir að velja nokkra góða sjóði og láta at- vinnumenn sjóðanna um þetta,“ segir Stanley. Hann mælir með því að menn velji þá þrjá eða fleiri sjóði þannig að áhættan sé dreifð, bæði innan sjóðanna og eins í milli þeirra. -SÁ Fjárfestingar í Lúxemborg: Verðbréf á Eins og fram kemur í aðalfréttinni á þessari síðu þá er nauðsyn- = legt að kunna vel til UPP“ 0§ IUOUrl0IO verka ef fjárfesta - síöastliðna 30 daga - skal erlendis upp á eigin spýtur um Intemetið. Erlendir verðbréfasjóðir, eins og raunar íslenskir líka, eru undir umsjá sérfræðinga sem stöðugt kanna ástand og horfur markaða og hjá þeim fyrirtækj- um sem sjóðirnir eiga hlutabréf í. Þeir kaupa í væn- legum fyrirtækjum og selja i þeim sem þeir telja síðri eða eru á niðurleið. Fjárfestingar í erlendum sjóðum eru því tiltölulega öruggar og því ör- uggari sem áhætt- unni er dreift milli fleiri sjóða. Kaupþing hf. býður fjárfestingu I fórum sjóðum í Lúx- emborg; alþjóðlegum hlutabréfasjóði, al- þjóðlegum skuldabréfa- sjóði, íslensk- um hlutabréfa- Frumherji hf. Þormoí'ur Ramm hf. Héðinn smlöja hf. íslensklr aöalverktakar hf. Fisklöjusamlag Húsavíkur hf. -m Kaupfélag Eyfirölnga svf. -m Síldar- vinnslan hf. SR-mjöl hf. -15% sjóði og íslenskum skuldabréfa- sjóði. Sjóðirnir eru allir skráðir í kauphöllinni í Lúxemborg og starfa samkvæmt reglum Evrópu- sambandsins. Fjárfestar í verð- bréfasjóðum í Lúxemborg sem búa utan Lúx- emborgar þurfa hvorki að greiða stimpil- gjald af hlut- deildarskírtein- um né fjár- magnstekjuskatt af arðgreiðslum eða söluhagnaði í Lúxemborg. í Lúxemborg er ekki lagður erfðafjárskattur á eigendur hlut- deildarskír- teina sem bú- settir eru utan landsins. -SÁ Grandl hf. Hraöfrystlstöö Þórshafnar hf. -15% Fjárfestingar og verðbréfaviðskipti um Netið: rúlletta - segir Stanley Pálsson verkfræðingur - þekking eina vopnið til árangurs Nokkur hópur íslendinga stundar viðskipti á Netinu með erlend verð- bréf. Stanley Pálsson verkfræðingur er einn þeirra. Hann varar fólk hins vegar eindregið við því að leggjast sisvona í þessi viðskipti og halda að maður geti grætt einhver ósköp. Mjög auðvelt sé að fara flatt á þeim. Höfuðskilyrði sé að afla sér fyrst þekkingar á þessum viðskiptum áður en byrjað sé á þeim. Annað sé hrein vitleysa og kæruleysi, jafnvel hrein geðveiki, sem geti haft alvar- legar afleiðingar. Stanley segir að allar upplýsingar sem máli skipta fyrir þá sem stunda verðbréfaviðskipti sé hægt að nálg- ast á Netinu. Hægt sé að fá ársreikn- inga fyrirtækja þar fjögur til fimm ár aftur í tímann, hverjir eru að kaupa og selja hlutabréf o.s.frv. Hægt sé að fmna bókstaflega allt sem máli skipti. Vandinn sé hins vegar að vita hvers eigi að leita og hvar. Hann ræður fólki eindregið frá því að hella sér út í erlend verð- bréfaviðskipti nema að hafa kynnt sér rækilega áður hvemig verð- bréfamarkaðir virka, hvernig verð- bréfaviðskipti fara fram, kunna að afla sér ársreikninga fyrirtækja og að lesa úr þeim og safna síðan að sér netföngum þar sem upplýsing- arnar liggja frammi. Þekking eina vopnið Hann telur að til að afla sér lág- marksþekkingar á markaðinum þurfi menn að gefa sér í það minnsta tvo til þrjá mánuði. Síðan, þegar menn eru byrjaðir að kaupa og selja, þá verði þeir að gefa sér í það minnsta tvo til þrjá klukkutíma á dag til að viðhalda þekkingunni og bæta við hana, m.a. með því að fylgjast með viðskiptafréttum er- lendra fjölmiðla. „Það er klárt mál tapa nokkram milljónum króna.“ Stanley segir að hugsanlegt sé að menn sem hella sér út í verðbréfa- viðskipti með litla þekkingu geti verið heppnir af og til. Það sé þó heppni svipaðs eðlis þeirri að vera heppinn í rússneskri rúllettu og hreint íjárhættuspil. Fylgjast með Ætli menn sér hins vegar að breyta ágóðalíkunum í þessu spili sér i vil er verkfærið aðeins eitt - þekking. Til að geta hagnast í við- skiptunum verði menn að vita meira en aðrir. Þeir verði að kunna að lesa ársreikninga fyrirtækja eins og áður sagði og kunna skil á því árangur fyrirtækin eigi að sýna og hvað sé árangur og hvað hið gagn- stæða. Þá sé næst að marka sér fjár- festingarstefnu og fylgja henni. Meðal þess sem menn verði að átta sig á eru ýmiss konar hættumerki í rekstri fyrirtækja og vera þá tilbún- ir til að draga sig út og selja í tíma, áður en verð bréfanna hrapar. „Menn verða að hafa taugar til að viðurkenna að hafa tekið ranga ákvörðun og selja bréf sem eru byrj- uð að lækka,“ segir Stanley. Hann segir að jafnframt þessu sé nauðsyn- legt að fylgjast vel með markaðs- fréttum, t.d. á CNN og fleiri fjölmiðl- um, því að gengi hlutabréfa er jafn- an mjög fréttatengt. Ef eitthvað ger- ist einhvers staðar þá hafi það oftar að fólk getur tapað öflum sínum fjármunum og meira en það á skömmum tíma. Það er fjöldi dæma um hundraða milljóna dollara tap á örskömmum tíma þannig að það er enga stund gert fyrir einstakling að hvað skuli skoða í rekstri fyrirtækja og geta skilgreint hvaða Skattfrelsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.