Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Keppnis- BROT MS sigraði Menntaskólinn við Sund var síðasta liðið sem tryggði sér þátttökurétt í fjögurra liða úr- slitum Gettu betur - spurninga- keppni framhaldsskólanna. MS- ingar sigruðu lið Menntaskólans á Akureyri, á heimavelli norðan- manna, örugglega með 35 stigum gegn 23. Áður höfðu lið Mennta- skólans í Reykjavík, Menntaskól- ans við Hamrahlíð og Fjöl- brautaskóla Suðurlands tryggt sér sæti í undanúrslitum keppn- innar. Dregið var í lok keppn- innar sl. föstudag og verða það lið MR og FSu sem mætast í fyrri leiknum á morgun í Út- varpshúsinu og MH og MS mæt- ast á sama stað að viku liðinni... Stjórnandinn Starfsfólk keppninnar þarf oft að standa í ströngu, enda mikið lagt upp úr þvi að allt fari vel fram. Það tryggja þau Þóra Arn- órsdóttir stigavörður, Logi Berg- mann Eiðsson stjórnandi og 111- ugi Jökulsson dómari. Sá sem Andrés Indriðason. stendur hins vegar baksviðs og minnst ber á, heitir Andrés Ind- riðason og stjórnar upptöku. Hann hefur enn fremur sam- skipti við keppnislið, forráða- menn nemendafélaga, þá sem sýna skemmtiatriði og alla aðra sem að keppninni koma. Andrés hefur verið viðriðinn keppnina í mörg ár og á stóran þátt í hversu glæsileg hún er í dag... Stigin Árangur Menntaskólans i Reykjavik í Gettu betur í gegn- um árin þarf vart að tíunda. í ár hefur liðið fengið 52 stig úr tveimur leikjum og andstæðing- amir 33, en liðið sat hjá í fyrstu umferð þar sem það var sigur- vegari síðasta árs. Mismunurinn á fengnum stigum og stigum andstæðinga er því 19, eða 9,5 stig á leik. Fjölbrautaskóli Suð- urlands, Selfossi, hefur fengið 65 stig í þremur leikjum og and- stæðingamir 11 stigum færra, eða 54. Fyrir hvem leik er þá munurinn á fengnum stigum og stigum andstæðinga tæp 4 stig. FSu hefur þó tapað einum leik í keppninni, í annarri umferð gegn Menntaskólanum á Akur- eyri, en komst áfram þar sem liðið var stigahæsta taplið þeirr- ar umferðar... Þóra Arnórsdóttir stigavörður: Menntaskólinn í Reykjavík á að margra mati auðveldan leik fyrir höndum í kvöld. Þeir hafa unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í keppninni undanfarin ár. Keppendur liðsins eru hér f.v. Hjalti Snær Ægisson, Sverrir Guð- mundson og Arnar Þór Stefánsson. Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi, er það lið sem hef- ur komið hvað mest á óvart í vetur. Þeirra lið skipa f.v. Eyjólfur Þorkelsson, Herdís Sigurgrímsdóttir og Sigur- sveinn Sigurðsson. Genúa á Italíu. „Eins fárán- legt og það hljómar þá er ég reyndar sú eina sem er með stúdentspróf af þessu þriggja manna starfsliði Gettu betur,“ segir Þóra sem starfar í dag sem dag- skárgerðarmaður hjá Dægurmálaútvarpinu á rás 2. „Það samræmist því al- veg ágætlega að vera stiga- vörður og dagskrárgerðar- maður. Ég var þannig vön að vinna í útvarpi áður en keppnin byrjaði en það eru margir sem gleyma því að það er keppt tuttugu sinnum í útvarpi áður en sjónvarps- keppnin byrjar. Eini gallinn sem fylgir þessu er kannski helst til tíðar fjarvist- ir frá vinnu," segir hún og bætir því við að henni finn- ist ágætt að skipta yfir í brosandi, fá- málan stiga- vörð eftir langan vinnudag í Dægurmála- útvarpinu. Þóra fylgd- ist aðeins með keppn- inni þegar hún var í menntaskóla. „Já, og keppti einu sinni fyr- ir MH í henni þegar ég var á mínu síðasta ári í skólanum. Við duttum út í bráðabana í seinni útvarps- umferðinni en síðan þá hef- ur leiðin legið upp að mestu leyti hjá þeim ágæta skóla. Þóra segir ástæðuna fyrir því að kvenmaður sé alltaf stigavörður þá að karlmað- ur sé alltaf spyrill. „Og svo eru þær náttúru- lega svo samviskusamar, eins og þið vitið á DV,“ seg- ir hún. En er Logi Berg- mann ekki að standa sig þar? „Logi er frábær og samstarf okkar hefur verið með ágætum. Hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Þóra. Hún er ánægð með keppnina í ár. „Eiginlega hefur hún tekist of vel. Við áttum svona hálft í hvoru von á því að eitthvað hlyti að klikka þar sem við erum öll ný. Ekkert stórvægilegt hefur gerst enn þá og bara þrír þættir eftir. Nema nátt- úrlega hið stórkostlega svindlmál sem mátt hefur lesa um á síðum DV síðustu daga. Annars er samkomulagið og samstarflð með besta móti - eins ólíkir og þeir eru, dómarinn og spyrill- inn, þá eru þeir báðir perl- ur.“ Horfirðu alltaf á keppn- ina í sjónvarpinu? „Já, við hittumst alltaf nokkur hjá vini mínum á fjóröu hæð á Meistaravöll- unum og röðum i okkur ým- iss konar krásum. Nema síðast, því ég var í flugi á leið heim frá Akureyri þeg- ar þátturinn var sendur út. Svo eru úrslitin auðvitað í beinni," segir Þóra. En hvernig var þaó, hafði hún áhrif á hvaóa lið drógust saman í keppninni? „Auövit- aó. MR borgaöi mér fúlgur fjár, svo fœ ég prósentur af auglýsingatekjum Sjón- varpsins og svo er ég bara flagö og falsari aó upp- lagi. Mér sýnist þetta vera rökréttasta svariö vió umrœöu á jafnlágu plani," sagði Þóra aó lok- um. -hb Þóra Arnórsdóttir er stigavörður í Gettu betur, gætir þess að keppnislið- in fái stig á töfluna sína fyrir rétt svör. Þóra er enn fremur dagskrárgerðar- maður hjá Dægur- málaútvarpi rásar 2 og gerði á sínum tíma garðinn fræg- an sem hægri hornamaður í handknattleiksliði Vals en síðar var hún keypt yfir til HK og leikur nú með Breiðabliki. Þóra varð stúd- ent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1994 af náttúrufræði- og nýmála- braut og nam svo heimspeki við Há- skóla ís- lands og há- skól- ann í Gettu betur Undanúrslit 12. mars Menntaskólinn í Reykjavík Fjölbrautaskóli Suðurlands 19. mars Menntaskólinn við Hamrahlíö Menntaskólinn viö Sund Úrslitaleikur 26. mars Logi og lllugi eru perlur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.