Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 33
DV FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 37 Aðgangar. Eitt verka Eyjólfs á sýn- ingu hans á Mokka. Steinþrykk Á Mokka sýnir þessa dagana Eyjólfur Einarsson tíu nýleg stein- þrykk. Rúm þrjátíu ár eru síðan Eyjólfur sýndi síðast á Mokka, en þar sýndi hann tvisvar í upphafi starfsferils síns sem spannar yfir 35 ár. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni steinþrykk en það hefur lengi verið gamall draumur minn að kynnast þessari tækni. Undanfarin þrjú haust hef ég dvalið á graf- íkverkstæði í Amsterdam undir leiðsögn góðs kennara og er það ár- angur þeirrar dvalar sem ég sýni núna á Mokka. Eftir að hafa nær eingöngu unnið með olíulitum á lé- reft á mínum starfsferli má eflaust sjá einhver merki málarans í þess- um verkum, þó tilgangurinn sé að láta hina grafísku tækni ráða ferð- inni.“ Sýningunni lýkur 6. apríl. Sýningar Sýning í söluhúsnæði í gær var opnuð sýning íjögurra myndlistarmanna í Brynjólfsbúð, sem er nokkurs konar farandgall- erí. Fjórmenningamir segja: „Við tökum húsnæði sem er til sölu eða leigu og setjum upp stuttar, áhuga- verðar sýningar hveiju sinni. Sýn- ingin sem við opnum í kvöld er til húsa I Stórholti, gengið inn við hliðina á Japis.“ Þau sem sýna eru: Carl Anders Skoglund, Hildur Mar- grétardóttir, Unnar Öm Auðarson og Imma. Vigdís og Sjón gestir Alliance Francaise Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti íslands, og Sjón rithöf- undur verða gestir Alliance Francaise á opnum rabbfundi í kvöld, kl. 20.30,1 höf- uðstöðvum félagsins í Austurstræti 3. Þar verða áhrif hins nýja upplýsingasamfélags á tungu og menn- ingu þjóða utan hins engilsaxneska heims brotin til mergjar. Vigdís Finnbogadótt- ir hefur einmitt helgað sig þessum málaflokki, upplýsingatækni, tungu og menningu, á vettvangi UNESCO frá því hún lét af embætti forseta ís- lands árið 1996. Sjón hefur, auk þess að leggja stund á ljóða- og skáld- sagnagerð, haslað sér völl á Netinu, meðal annars hjá fyrirtækinu Oz. Ámi Snævarr, forseti Alliance Francaise, stýrir umræðum. Af þessu tilefni verður Vigdís gerð að heiðursforseta félagsins. Vigdís Finn- bogadóttir. Samkomur Upplestur í Gerðarsafni I dag, kl. 17, verður upplestur í kaffístofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, á vegum Ritlistarhóps Kópavogs. Að þessu sinni munu Gylfi Gröndal, Hjörtur Pálsson, Hrafn A. Harðarson og Eyvindur P. Eiríksson lesa úr þýðingum Kópa- vogsskálda. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Kynning á framboðslista í kvöld verður haldinn fundur í Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boöi í Reykjavík. Fundurinn verður á Kaffí Reykjavík, Vesturgötu 2, og hefst kl. 20.30. Á fundinum verður framboðslistinn í Reykjavík við komandi alþingiskosningar kynnt- ur og borinn upp til afgreiðslu fé- lagsfundarins. Að því loknu verða umræður um stjórnmálaástandiö og kosningabaráttuna fram undan. Tónabær: Músíktilraunir Fyrsta tilraunakvöldið í Músíktil- raunum 1999 verður í kvöld í Tóna- bæ. Sérstök gestahljómsveit verður Unun. Annað tilraunakvöldið verð- ur að viku liðinni. þá verða gesta- hljómsveitir Ensími og Súrefni. Þriða kvöldið verður 19. mars og þá mæta Jagúar og Sigurrós sem gesta- hljómsveitir og fjórða tilrauna- kvöldiö verður 25. mars þar sem gestir verða Stænar og 200.000 Nagl- bítar. Úrslitakvöldið verður síðan 26. mars og þá verður sérstök gesta- hljómsveit, Botnleðja. Skemmtanir Gömul íslensk dægurlög í kvöld munu Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja íslensk dægurlög frá ártmum um og eftir 1950 á tónleikum í Kaffileik- húsinu í Hlaðvarpanum. Lögin sem þær munu leika og syngja eru m.a. eftir Hallbjörgu Bjarnadóttur, Freymóð Jóhannes- son, Ingibjörgu Þorbergs, Jenna Unun er gestahijómsveit á fyrsta músíktilraunakvöldinu í Tónabæ. Jóns, Hjördísi Pétursdóttur, Oliver Guðmundsson og Qeiri. Anna Sigríður stundaði nám við söngskólann í Reykjavik og síðar framhaldsnám á Ítalíu. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri og sungið kirkjulega sem veraldlega tónlist, klassík, blús og gospel. Hún hefur komið fram með ýmsum sönghópum, svo sem sönghópnum Emil og Anna Sigga, og sungið einsöng með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stund- aði nám við Tónlistarskólann á Ak- ureyri og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún hefur annast undir- leik fyrir léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur ásamt fjölda annarra kóra og einsöngvara. Almar Berg Litli drengurinn sem er á myndinni með systkin- um sínum fæddist 24. nóvember síðastliðinn kl. 9.22 á F-deild Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar. Barn dagsins Við fæðingu var hann 4210 grömm og 51 sentí- metri. Systkini hans þrjú eru Leifur, 15 ára, Sigríð- ur, 12 ára, og Andrea Rún, 5 ára. Foreldrar systkinanna eru Margrét A. Kjartansdóttir og Andrés J. Leifsson. Veðrið í dag Víða bjart veður Skammt suður af landinu er held- ur vaxandi 985 mb. lægð sem þokast suður. 1054 mb. hæð er yfir Baffins- landi. í dag verður norðaustlæg átt, all- hvöss eða hvöss á annesjum norðan til og á Vestfjörðum og víða slydda eða rigning um landið norðan- og austanvert. Mun hægari sunnan og suðvestan til og víða bjart veður. Vægt frost suðvestan til fram eftir degi en annars hiti 0 til 4 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi og léttskýjað. Vægt frost verður fram eftir degi en síðan hiti 1 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.15 Sólarupprás á morgun: 7.58 Síðdegisflóð í Reykjavik: 12.59 Árdegisflóð á morgun: 1.50 Veðrið kl . 6 í morgun: Akureyri rigning 3 Bergsstaðir rigning og súld 2 Bolungarvík Egilsstaðir 4 Kirkjubœjarkl. léttskýjaó -1 Keflavíkurflv. léttskýjaó -2 Raufarhöfn rigning 2 Reykjavík léttskýjaó -6 Stórhöfði léttskýjað -1 Bergen léttskýjaö -1 Helsinki snjókoma -6 Kaupmhöfn alskýjaö -1 Ósló léttskýjaó -9 Stokkhólmur -5 Þórshöfn rigning 3 Þrúndheimur úrkoma í grennd -9 Algarve léttskýjaó 11 Amsterdam lágþokublettir -1 Barcelona þokumóöa 11 Berlín rigning á síö.kls. 2 Chicago léttskýjaö -4 Dublin þokumóöa 2 Halifax súld 5 Frankfurt þoka í grennd -1 Glasgow skýjaö 5 Hamborg alskýjaö 1 Jan Mayen léttskýjaö 2 London léttskýjaó 1 Lúxemborg hrímþoka -1 Mallorca hálfskýjaö 6 Montreal heiöskírt -5 Narssarssuaq heiöskírt -18 New York léttskýjaö -1 Orlando heiðskírt 14 París skýjaö 4 Róm þokumóöa 6 Vín rigning 6 Washington heiöskírt -1 Winnipeg alskýjaö -5 Vegir víða hreins- aðir í morgun Víða var í morgun verið að hreinsa vegi, meðal annars á Snæfellsnesi, frá Þingeyri til Flateyrar og ísafjarðar og einnig um Óshlíð til Bolungarvíkur og um ísafjarðardjúp. Á Norðurlandi hefur víða verið snjókoma og skafrenningur og færð því spillst. _________Færð á vegum_______________ Veruleg hálka er um Köldukinn og fyrir Tjömes. Á Austurlandi er einnig slæmt veður og hefur staðið yfir hreinsun á vegum í kringum Egilsstaði, um Fjarðarheiði, Fagradal, Oddsskarð og með austur- ströndinni suður um. Ástand vega 4^ Skafrenningur m Steinkast E1 Hálka Ófært 0 Vegavinna-aögát m Þungfært h Öxulþungatakmarkanir (£) Fært fjallabílum Chlöe Sevigny og Kate Beck- insale leika vinkonurnar tvær. Síðustu dagar diskósins Kringlubíó sýnir The Last Days of Disco, sem leikstýrt er af Whit Stillman. Með The Last Days of Disco lokar Stillman trílógíu sinni um ungt fólk og næturlífiö, fyrir voru Metropolitan og Barcelona. Eins og í fyrri myndunum kemur unga fólkið frá millistéttarfjölskyld- um og er í tilvistarkreppu sem svo oft einkennir fólk sem er að klára skóla en veit varla hvað tekur við. Aðalpersónumar em Alicia og Charlotte, tvær nýútskrif- aðar stúdínur sem , ----------------////////^ Kvikmyndir vinna hjá bókaútgef- anda. Þær búa þröngt í lítilli íbúð á Manhattan ásamt þriðja leigjandanum, Holly. Kvöld eitt fara þær stöllur saman á vin- sælt diskó í New York, lenda eins og aðrir í biðröð, komast inn og dansinn bytjar... I aðalhlutverkum era Kate Beck- insale, Chlöe Sevigny, Tara Subkoff, Robert Sean Leonard og Mackenzie Astin. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Babe: Pig in the City Saga-Bíó: Pöddulíf Bíóborgin: The lce Storm Háskólabíó: Shakespeare in Love Háskólabíó: Psycho Kringlubíó: Baseketball Laugarásbíó: Very Bad Things Regnboginn: The Thin Red Line Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: nauðsyn, 5 blað, 8 púkans, 9 tvíhljóði, alO gála, 12 hlýja, 13 heppnast, 15 óður, 17 drykkur, 18 lundæmisstafir, 19 rækti, 20 elskar, 21 gæfu. Lóðrétt: 1 hagræði, 2 skjótur, 3 Qýt- ir, 4 ólykt, 5 vaða, 6 rröddin, 7 hæverskur, 11 áform, 14 lokaorð, 15 reykja, 16 fiQa. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1 benda, 6 úr, 8 arar, 9 una, 10 ugg, 11 óös, 12 gjaman, 14 vaða, 15 asi, 17 viss, 18 ís, 20 lá, 21 ekta. Lóðrétt: 1 baug, 2 ergja, 3 nagaði, 4 dró, 5 auðnast, 7 ragni, 13 rask, 14 vél, 16 sía, 17 vá, 19 sé. y'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.