Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 ^l^^k^^ Sætur sigur Man. Utd Bls. 22 Gummi til Spanar - semur nær örugglega við Valencia til tveggja ára „Þetta var eflaust minn síðasti leiíkur með Val, í bili að minnsta kosti. Ég hef átt í viðræðum við spænska liðið Valencia og samn- ingar eru að takast," sagði Guð- mundur Hrafnkelsson, markvörður Vals og landsliðsmarkvörður í handknattleik, 1 samtali við DV í gærkvöld. Guðmundur fékk fyrir nokkru tilboð frá Valencia sem leikur í B- deildinni á Spáni. Liðiö er taplaust í vetur og stefnir hraðbyri upp i efstu deild. Með liðinu leika tveir spánskir unglingalandsliðsmenn og til stendur að styrkja liðið fyrir komandi átök. „Forráðamenn Valencia höfðu samband við mig á miðju leiktíma- bilinu en þá kom auðvitað ekki til greina að fara til Spánar. Ég svar- aði tilboði þeirra með gagntilboði og met stöðuna þannig að ég fari nær örugglega til Spánar. Það á að- eins eftir að ganga frá smáatriðum og fínpússa þetta," sagði Guðmund- ur. Forráðamenn Valencia vilja skrifa undir tveggja ára samning við Guðmund og hann reiknar með að fara til Spánar í sumar. Guð- mundur hefur um langt árabil ver- ið besti markvörður landsins og á að baki tæplega 300 landsleiki. Verður mikill sjónarsviptir að þessum snjalla markverði. „Ég get ekki neitað því að mér hefur oft verið hugsað til atvinnu- mennskunnar og í raun má segja að þetta hafi verið minn draumur lengi. Nú hef ég tækifæri til að æfa sem atvinnumaður í stað þess að vinna fullan vinnudag og æfa að auki sem atvinnumaður eins og ég hef í raun og veru gert hér heima undanfarin ár. Þetta verða mikil viðbrigði en verkefnið er spenn- andi." Og missir Valsmanna er mikill: „Ég hefði helst af öllu viljað skilja betur við Val en hver veit nema maður komi aftur síðar til Vals. Við áttum fyrir löngu að vera bún- ir að tryggja veru okkar í úrslita- keppninni. Ég hef ekki frekar en aðrir skýringar á slöku gengi okk- ar eftir áramótin. Ég þarf að skoða þetta betur áður en ég get komið fram með einhverjar skýringar á því að við fengum aðeins 3 stig út úr síðari umferðinni," sagði Guð- mundur. Þess má geta að lið Valencia hét áður Alzira og með því léku á sín- um tíma Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson. Þegar er farið að ræða um eftir- mann Guðmundar í marki Vals. Samkvæmt heimildum DV hafa Valsmenn sett sig i samband við Sigurgeir Höskuldsson, markvörð Gróttu/KR, og er talið mjög líklegt að hann gangi til liðs við Vals- menn. -SK KR vann Rússana KRsigraði rússneska A-deildar- liöið Krylya Sovetov í fyrstu um- ferðinni á alþjóðlegu knattspyrnu- móti á Kýpur i gær. Rússarnir komust í 2-0 og 3-1 en Björgvin Vilhjálmsson jafnaði, 3-3, á lokamínútu leiksins. Áður höfðu Andri Sigþórsson og Sigþór Júlíus- son skorað fyrir KR. I vítaspyrnukeppni sigraði KR síðan, 5-4, og varði Kristján Finn- bogason tvær af spyrnum Rúss- anna. Mikil harka var í leiknum. Björn Jakobsson nefbrotnaði og Árni Ingi Pjetursson meiddist og fór af velli. Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, leysti hann af hólmi síðustu 25 sekúndur leiksins. KR mætir Flora Tallinn frá Eist- landi í undanúrslitum á föstudag en þar er Teitur Þórðarson við stjórn- völinn. Flora vann Elfsborg frá Sví- þjóð, lið Haraldar Ingólfssonar, 3-2, í hörkuleik í gær. Þórður Þórðarson lék vel í marki Norrköping frá Svíþjóð sem tapaði fyrir Haka frá Finnlandi í víta- spyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli. Hammarby frá Svíþjóð vann landslið Azerbaijan, 1-0, og mætir Haka í undanúrslitunum." Pétiu- Björn Jónsson lék ekki með Hamm- arby. -VS Nýr Júgóslavi til Víöis Víðismenn fá til liðs við sig nýjan júgóslavneskan knattspyrnumann fyrir 1. deildar keppnina í sumar. Hann heitir Nedelko Drobnjakovic, 28 ára varnarmaður frá B-deildar liðinu Javor Ivanica, og er væntan- legur í Garðinn í byrjun maí. Landi hans Goran Lukic mun leika áfram með Víði eins og tvö undanfarin ár. -VS Jóhann í KR Jóhann Þórhallsson, knattspyrnu- maður úr Þór á Akureyri, er geng- inn til liðs við KR. Jóhann, sem er 19 ára unglingalandsliðsmaður, var annar markahæsti leikmaður Þórs í 1. deildinni í fyrra. Hann fór ekki með KR á alþjóðlega mótið á Kýpur þar sem hann gekkst undir aðgerð á hné fyrir nokkrum dögum. -VS Sigurvin eftirsóttur - þó ólíklegt sé að hann leiki knattspyrnu í sumar Sigurvin Ólafsson, knattspyrnu- maður úr Vestmannaeyjum, er eft- irsóttur þessa dagana, enda þótt litlar líkur séu á að hann geti spil- að knattspyrnu í sumar. Sam- kvæmt heimildum DV vilja bæði Fram og KR fá hann í sínar raðir. Sigurvin, sem er 22 ára miðju- maður og var einn besti leikmaður íslandsmótsins 1997, lék aðeins fjóra fyrstu leiki Eyjamanna í úr- valsdeildinni í fyrra. Þá meiddist hann en um það leyti sem hann var að verða leikfær á ný fótbrotnaði hann illa, bæði á sköflungi og rist, við lundaveiðar í Eyjum. Langan tíma tekur að jafna sig á slíku og ekki eru taldar miklar líkur á að hann geti spilað í sumar. Samt sem áður hafa Framarar gert Sigurvin tilboð um þriggja ára samning, og KR-ingar hafa sýnt honum mikinn áhuga. Sigurvin er með lausan samning en Eyjamenn hafa hug á að halda honum og munu ræða við hann um nýjan samning á næstu dögum, -VS Jóner hættur með Val Miklar breytingar verða innan vallar sem utan hjá Valsmönnum í handknattleiknum fyrir næstu leik- tið. Jón Kristjánsson verður ekki áfram þjálfari Vals í handknattleik samkvæmt heimildum DV. Undir hans stjórn síðustu fjögur ár hafa Valsmenn náð mjög góðum árangri þótt ekki hafi allt gengið að óskum á þessu ári. Samkvæmt sömu heimildum DV verður Guðni Haraldsson ekki áfram formaður handknattleiks- deildar. Nafn Bjarna Ákasonar hef- ur verið nefnt þegar rætt hefur ver- ið um arftaka Guðna en heimildar- menn innan handknattleiksdeildar Vals sögðu DV i gærkvöld að ekki hefði ríkt eining innan deildarinnar með störf Guðna. Þá er búist við miklum breytingum á skipan stjórn- ar handknattleiksdeildar fyrir næsta tímabil. Líklegt er að einhverjir aðrir leik- menn en Guðmundur Hrafnkelsson munu hætta með Val. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Jón Krist- jánsson verði áfram leikmaður með Val ef hann ákveður ekki að leggja skóna á hilluna. -SK Enn mark f rá Þórði Þórður Guðjónsson skoraði þriðja mark Genk með skalla þegar liðið lagði Kortrijk, 1-3, á útivelli í belgísku A- deildinni i knattspyrnu í gærkvöld. Strupar og Oulare, hinar tvær stjörnur Genk, skoruðu hin mörkin. Genk er þar með komið með fjög- urra stiga forystu í deildinni og stefnir hraðbyri á meistaratitilinn. Bjarni Guðjónsson var meðal varamanna Genk en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmanna- hópnum. Lokeren vann Westerlo, 3-0, og lék Arnar Viðarsson síðustu 7 mín- úturnar með Lokeren. -KB/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.