Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir Davíð Oddsson boðaði þjónustugjöld á sjávarútveg við setningu landsfundar: Flokkur laus við óþægilega fortíð - sagði Davíð í setningarræðu sinni. Grautargerð vinstri manna þekkt „Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé lif- andi flokkur er hann ekki hverf- lyndur og fjarri honum er að horfa á eða hlaupa á eftir tískunni eins og þeir vingulsflokkar sem minnst hald er í. Það léttir hann í spori í pólitískum önnum og átökum að þurfa ekki að burðast með óþægi- lega fortíð eins og sumir aðrir. Hans hugsjónir döguðu ekki uppi sem nátttröll fyrir nýjum tíma,“ sagði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, í setningarræöu sinni á landsfundi síðdegis í gær. Davíð kom víða við í ræðu sinni og varð tíðrætt um stefnumál og markmið flokksins og þann árangur sem náðst hefði í efnahagsstjóm landsins á kjörtímabilinu. Hann sagði að stjórnarsamstarfið hefði verið óvenju gott, trúlega það besta milli Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks nokkru sinni. Velmegun hjá þjóðinni hefði aukist hraðar en nokkru sinni áður í aliri sögu lands- ins. Enda þótt mikilvægt væri að varðveita árangur ríkisstjómarinn- ar gengju flokkarnir þó óbundnir til kosninga. Þekktur grautur Davíð varaði við vinstri stjórn að loknum kosningum. Hann sagði að sagan sýndi að auðvelt væri að setja efnahagslífið úr skorðum ef illa væri stýrt og þjóðina þar með úr Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. efnahagslegri alfararleið 1 efnahags- legar ógöngur. Samfylkingin hefði sl. haust kynnt óbrigðula uppskrift að slíkum ógöngum en hefði reynd- ar reynt að fela hana siðar eftir við- Hættuástand í íslenskum tónlistarheimi: Allir helstu tón- listarmenn ís- lands í einum sal - tónlistarverðlaunin veitt á glæsilegri hátíð „Ef sprengju væri kastað hingað inn þá væri ekki til nein tónlist á íslandi,“ hrópaði Kristinn, hljómborðsleikari Botnleðju, þegar sveitin tók við verö- laununum sem besta hljómsveitin. Og það voru orð að sönnu. í gærkvöldi var sam- an kominn rjómi ís- lensks tónlistarlífs. Þessi árlega hátíð var að þessu sinni haldin á Grand Hótel og var yfirbragð hennar glæsilegt, bæði hvað varðaði mat og skemmtun. Fjölmargir tónlistar- menn komu fram en kjami kvöldsins og það sem beðið var Hljómsveitin auk þess að eftir var þó afhending verðlauna til þeirra tónlistarmanna sem sköraðu fram úr á síðasta ári. Sigurvegarar kvöldsins var hljómsveitin Botnleðja sem hlaut titilinn hljómsveit ársins og átti auk þess hljómplötu ársins. Aðrir sem fengu tvenn verðlaun voru hljómsveitin Ensími, Eyþór Gunn- Ensími var kosin bjartasta vonin eiga lag ársins. DV-mynd E.ÓI arsson og Björk vann að venju í þeim flokkum sem hún var til- nefnd í. Hinn frábæri tónlistar- maður Magnús Eiríksson fékk heiðursverðlaun hátíðarinnar fyr- ir framlag sitt til íslenskrar tón- listar. Nánar er fjallað um íslensku tónlistarverðlaunin í Fókusi. -sm brögð fólksins í landinu. „Hug- myndirnar sem þar grillti í voru gamalkunnar tillögur og úreltar og kokkarnir sem buðust til að laga rétt eftir uppskriftinni þekktir af fyrri grautargerð," sagði Davíð. Davíð gerði nýtingu auðlinda og fiskveiðistjómunarkerfið að umtals- efni. Hann sagði að það hefði það fram yfir fiskveiðistjórnunarkerfi annarra þjóða að sjávarútvegur hér skilaði góðum arði en væri ekki á framfæri annarra atvinnugreina. Kerfið hefði ýtt undir hagkvæmni, skynsamlega nýtingu fiskistofna og sókn í nýja auk sóknar á erlend mið. Þá hefði það leitt til hæstu sjó- mannalauna sem nokkurs staðar þekktust og aldrei í sögunni hefði fleiri átt hlut í útgerðarfyrirtækjum en nú, eða tugþúsundir fólks í stað fárra hundraða áður. Hann minntist á þá ósátt sem er um fiskveiðistjóm- unarkerfið og spurði hver sá vandi væri sem þeirri ósátt ylli. Hann sagði óskynsamlegt að gera lítið úr þeim athugasemdum sem DV-mynd E.ÓI. gerðar hafa verið við kvótakerfið, síst úr þeirri veigamestu, að verið sé með því að hafa hina sameigin- legu auðlind af þjóðinni. „Við eigum að viðurkenna að ósátt er í landinu um sjávarútvegsmál og fiskveiði- stjórnunarkerfið. Þess vegna eigum við að taka opnum örmum og um- fram allt opnum huga öllum athuga- semdum, allri gagnrýni svo ég tali ekki um nýjum hugmyndum ein- staklinga eða hópa sem telja sig hafa fundið leiðir til úrbóta.“ sagði Davíð. Hann sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn og raunar báðir stjóm- arflokkarnir hefði sýnt vilja sinn til að ná samstöðu um þessi mál meðal þjóðarinnar og samþykkt tillögu stjórnarandstöðunnar um að leita sameiginlegrar lausnar með skipun sérstakrar auðlindanefndar. Þótt það hefði komiö stjórnarandstöðu- flokkunum í opna skjöldu þá væri vilji stjómarflokkanna einlægur og þeir fullir áhuga á að ná ásættan- legri niðurstöðu um þetta mikla mál. -SÁ Ys og þys á þingi við að ljúka málum: Mætti halda að jól- in væru að koma - sagði Guðmundur Árni Stefánsson á Alþingi „Ætla mætti að jólin væru að ganga í garð. Svo er þó ekki heldur er það landsfundur Sjálfstæðis- flokksins," sagði Guðmund- ur Ámi Stefánsson alþingis- maður á Alþingi í gær er hann kvaddi sér hljóðs um störf þingsins skömmu eftir hádegið í gær. Guðmundur Ámi kvaðst ekki myndu ganga gegn því samkomulagi sem náðst hafði í gærmorgun um þing- störfin en kvaðst þó leggja til að þing kæmi saman á ný eftir helgina til að ljúka þeim málum sem til stæði að af- Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður. greiða fyrir þinglok. Þannig yrði komist hjá því að afgreiða þau undir mikilli timapressu. Hugmynd þingmannsins hlaut ekki hljómgrunn enda var þá búið að ganga frá samkomulagi þingflokkanna um þinglokin í gær. Tiilaga forsætisráðherra um að fresta fundum alþingis til 25. mars var siðan samþykkt með 43 samhljóða atkvæðum. Hlé var gert á fundum þingsins í gær milli kl. 14.30 og 15.30 meðan útfór Ólafs Bjömssonar, prófess- ors og fyrrverandi alþingismanns, var gerð. Fundum var síðan haldiö áfram fram á kvöld. -SÁ Dæmt í Þrymsmálinu Eigandi skipshræsins Þryms á Tálknafirði og hjálparmaður hans hafa verið dæmdir í Hæstarétti fyr- ir aö draga skipshræið út á Tálkna- fiöð og sökkva því þar. DV sagði frá þessu máli fyrst gölmiðla. Ögmundur efstur Ögmundur Jónasson alþing- ismaður verður í efsta sæti á hsta Vinstri hreyfing- ar-græns fram- boðs. i öðra sæti er Kolbrún Hall- dórsdóttir leik- stjóri og í því þriðja Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður, Drifa Snæ- dal tækniteiknari í Qórða og Guð- mundur Magnússon, forstöðumaður dagvistar Sjálfsbjargar, í fimmta sæti. Þarf ekki að loka Landssíminn þarf ekki að loka fyr- ir ókeypis Interaettengingu til þeirra sem hennar njóta i þrjá mánuði sam- kvæmt sérstöku tilboði Landssímans og DV frá því fyrir áramótin. Miðlun kærði málið til Samkeppnisráðs sem hefur úrskurðað í málinu. Ráðið úr- skurðaði einnig að ekki væri ástæða til að amast við ókeypis aögangi sem Landssíminn veitir að símaskránni á Netinu. Staða LA skárri Búið er að gera endurskoðaða út- tekt á fjárreiðum Leikfélags Akur- eyrar. Samkvæmt upplýsingum Dags er staðan skárri en búist var við. Leikhússtjóri neitaði hins veg- ar að afhenda Degi skýrsluna. Fjölþrepa skattkerfi Hið „einfalda“ íslenska tekju- skattskerfi er goðsögn. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASÍ, seg- ir í Degi að bamlaust og skuldlaust fóik búi við tvö skattþrep, fólk með húsnæðisskuldir við sex og verið sé að koma þvi sjöunda á. Iðnaðartónlistarsjóður Við afhendingu íslensku tónlistar- verðlaunanna til- kynnti Ámi Magn- ússon, aðstoðar- maður iðnaðarráð- herra, að á vegum iðnaðarráðuneyt- isins yrði stofnað- ur sérstakur sjóður til að styrkja út- rás íslenskrar tónhstar. 800 þús. fyrir óveginn humar Hæstiréttur hefur staðfest dóm á hendur tveimur mönnum fyrir að vigta ekki við löndun 227 kg af humri sem þeir höfðu veitt þar sem þeir töldu hann verðlausan úrgangsfisk. Mennimir voru dæmdir til að greiöa 400.000 krónur hvor í ríkissjóð. Aftur festist kona Við lá að kona slasaðist þegar hún festist í stólalyftu á skíðasvæð- inu í Skálafelli í fyrradag. Fyrir 10 dögum festi önnur kona sig í þess- ari sömu lyftu og féli hún niður þrjá metra og hryggbrotnaði. Morgun- blaðið sagði frá. Fá biðlaun Hæstiréttur hefur dæmt ríkið til að greiða framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðju rikisins og tveimur öðrum starfsmönnum bið- laun í sex mánuði. Mennimir hafa fengið sambærileg störf hjá verk- smiðjunni eftir að hún var seld einkaaðilum. Arnþrúður til Sverris Amþrúður Karlsdóttir, sem verið hefur vara- þingmaður Framsóknar- flokksins, verður í efsta sæti á lista Fijálslynda flokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra við alþingis- kosningaraar í vor. Stöð 2 sagði frá. Nauðlending Tveggja hreyfla smáflugvél af gerðinni Cessna Skymaster nauð- lenti á Höfn í Homafirði eftir að annar hreyfillinn hafði stöðvast um 250 km suðaustur af Hornafirði í gær. Vélin kom frá Skotlandi og er á leið til New York. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.