Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 Spurningin Hvað finnst þér að gera ætti við Hót- el Björk (fv. Hótel Hveragerði) nú þegar það hefur lengi verið lokað? (Spurt í Hveragerði) Guðni Guðjónsson rafvirki: Það ætti að rifa það. Kári Michelsen vinnuvélastjóri: Koma því endilega í rekstur aftur. Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður í Eden: Það þarf að koma lífi í þetta hótel. Þama ætti að vera alls kyns félagsstarfsemi. Kristjana Árnadóttir, vinnur hjá Shell: Þama ætti að vera opið hús og aðstaða fyrir alls kyns félags- starfsemi fyrir unglinga. Fjóla Baldursdóttir og Kristinn Gíslason: Félag eldri borgara er á hrakhólum með húsnæði. Þarna ætti bærinn að setja upp ýmsa að- stöðu tengda félagsstörfum þessa fé- lags og annarra félaga í bænum. Svala Karlsdóttir hjúkrunar- fræðingur: Mér finnst að félög og bæjaryfirvöld í Hveragerði ættu að leggjast á eitt með aö kaupa hús- næðið og gera úr því félagsmiðstöð. Lesendur Hellusala og mis- brestur á útboði Hellur eru áberandi þáttur í framkvæmdum Reykavíkurborgar á gangstéttum og opinberum svæðum. - Hellulagning við Miðbakka á hafnarsvæðinu. Jón Hákon Bjamason sölustjóri skrifar: í DV 2. febrúar sl. fór Víglundur Þorsteinsson, foratjóri BM Vallár, óviðurkvæmilegum orðum um rétt- mætar athugasemdir Eyþórs Arn- alds borgarfulltrúa, vegna kaupa Reykjavíkurborgar á gangstéttar- hellum. Af þessu tilefni vil ég gera eftirfarandi athugasemdir: Það er viötekin regla í lýðræðis- ríkjum að stjómvöld vinni fyrir opnum tjöldum. Frá þessu eru fáar undantekningar, eins og þegar um öryggis- eða lögreglumál er að ræða. Þá gildir einnig sú regla að jafnræði skuli vera á milli borgaranna gagn- vart lögum og stjómsýslu. Á höfuðborgarsvæðinu eru starf- ræktar fjórar hellusteypur. Tilboða hefur ekki verið leitaö í gangstéttar- hellur í mög ár. BM Vallá hafur eitt fyrirtækja fengið að selja heOur til Reykjavíkurborgar. Aðrir hellusal- ar hafa ekki komist að. Þetta er ástæða réttmætrar aðfmnslu Ey- þórs Amalds. Þarna hefur orðið á misbrestur hjá Reykjavíkurborg. Þá er upplýst að BM Vallá sé með samning við Reykjavíkurborg sem fæst ekki gefinn upp. Samningurinn hefur verið endurnýjaður án útboða ár eftir ár, eða frá árinu 1991. Víglundur telur að það sé „barna- legt“ að bjóða út hellukaup borgar- innar,, þar sem enginn annar geti sinnt þörfum hennar. Víglundur fullyrðir að BM VaOá hafi ákveðna sérvöru sem borgin þarfnast, en aðrir ekki. Þetta er rangt því að aðrir framleiðendur hafa sambærúega vöru. Þess má líka geta að það tekur mest leða 2 mánuði að fá hvaða hellu- eða sér- vörumót sem er frá framleiðendum. En að sjálfsögðu eru mót ekki keypt nema kaupandi sé að vörunni. Ekki fæst upplýst á hvaða verði heOum- ar eru seldar Reykjavíkurborg og þar á bæ hafa menn ekki haft fyrir því að kynna sér verð annars staðar með útboði. Viglundur upplýsir að bein sala BM Vallár til Reykjavíkurborgar sé 30-40 milljónir króna á ári. Þá er ekki minnst á óbeina sölu til Reykjavíkurborgar í gegnum út- boðsverk, þar sem heOur frá BM VaOá eru áskOdar. Ekki heldur um hellukaup fyrirtækja borgarinnar, eins og t.d. Reykjavíkurhafnar og veitustofnana. Væri fróðlegt að fá uppgefíð hjá Reykjavíkurborg eða Víglundi hvað heOdar viðskiptin hafa verið mikO við Reykjavíkur- borg og stofnanir hennar, en það ættu að vera auðfengnar upplýsing- ar eftir að löggjöf um upplýsinga- skyldu stjórnvalda tóku gOdi. Sé markaðsstaða BM Vallár jafn sterk og Víglundur telur, ætti hann að fagna útboði á gangstéttarheOum hjá Reykjavíkurborg. Meiðyrðadómur afhjúpaður Þorlákur skrifar: Ekki mátti tæpara standa að meiðyrðadómur sem tveir blaða- menn Pressunnar sálugu hlutu fyr- ir skrif um vafasöm málverk hjá Gallerí Borg árið 1990 yrði afhjúpað- ur. Það er einkennilegt með þennan dóm yfir blaðamönnunum tveimur að hann var aldrei mikið í umræð- unni. Ekki einu sinni meðal koOega blaðamannanna, eins og fram kem- ur hjá öðrum blaðamannanna í dag- blaði í vikunni. Uppkveðinn dómur yfir blaða- mönnum Pressunnar varð sam- stundis eins konar vottorð fyrir þá sem stunda málverkafals og inn- flutning falsaðra málverka. Nú hafa blaðamennirnir ákveðið að undir- búa beiðni um endurupptöku Pressumálsins svonefnda. Við ætt- um að fagna því þegar menn þora að krefjast endurupptöku á dómum sem ekki hafa reynst sanngjamir og oft beinlínis rangir. Hér er mikið verk að vinna fyrir lögmannastétt- ina í hinum ýmsu málum sem al- menningur telur ganga í berhögg við almenna skynsemi, að ekki sé talað um þegar svikin komast upp um síöir eins og í GaOeri Borgar- málinu. Sjonvarpiö flytur að óþorfu slegið fyrir flutningskostnaði Kjartan Ólafsson skrifar: Nú er komið að þeim tímamótum hjá Ríkissjónvarpinu að því er ætl- aður staður í nýja Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sjónvarpið skal flutt og aOt kappað og klárt um eða upp úr næstu áramótum, samkvæmt viðtali við útvarpsstjóra sl. mánu- dagskvöld. Ekki sýndist manni út- varpsstjóri bera þess merki að hann væri yfir sig glaður með framtakið, af svip hans mátti frekar ráða ógleði yfir tíðindunum. Og er það nema von; það verður að slá lán fyr- ir flutningnum - heOar 700 mOljón- ir króna! Þetta verðum við 1 nauðungará- skriftinni að greiða tO viðbótar áskriftinni hjá öOum sem gerast svo þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 minðtan - eða hringið í síma f^^GSO 5000 Hmijli kl. 14 og 16 Sjónvarpið; hirting á landsvfsu, óþarft og dýrt. - Leyfum þvf að deyja í gamla húsnæðinu og sleppum 700 milljón króna lántökunni. djarfir að kaupa sér sjónvarpskassa tO áhorfs, oft á aOt annað en á Sjón- varpið. Þannig getum við náð i ótal sjónvarpsdagskrár erlendis frá með móttökuloftneti utandyra, og aOt okkur að kostnaðarlausu - á meðan ríkið streitist á móti nútímanum og skikkar landsmenn til undirgefni á nauðungaráskriftinni. Ráðamenn (ráðherrar, ríkisstjórn og þingmenn) vita vel að Ríkissjón- varpið er úrelt fyr- irbæri. Fyrirbær- inu má líkja við það þegar t.d. roskin hjón eru plötuð tO að selja húsið sitt og kaupa rándýra íbúð í stóru blokkinni þar sem „þjónust- an“ er notuð sem aðdráttarafl en lok- um standa viðkom- andi eftir snauö og þjónustulaus og sjá eftir öOu saman. Slík er framkvæmd- in hjá Ríkisútvarp- inu, sérstaklega Sjónvarpinu. Fólk er blekkt til að kyngja nauðsyn þess að halda úti sjónvarpsdagskrá. Sjónvarpið sé t.d. öryggistæki. Sér er nú hvert örygg- istækið! Við skulum átta okkur á því að Sjónvarpið er hirting á landsvísu. Óþarft og dýrt. Það er því hreinn óþarfi að flytja Sjónvarpið um set. Leyfum því að deyja í gamla hús- næðinu. Sleppum 700 miOjón króna lántökunni. Hún er líka sennilega yfirvarp fyrir eitthvað annað. DV Kaffihús í dreifbýliö Áslaug skrifar: í allri umræðunni um dreifbýlið og vanda þess við að halda fólkinu heima í stað þess að flykkjast til Reykjavíkur hefur það verið talið eitt helsta verkefnið að þjappa fólkinu saman i menningarhúsum, leikhúsum eða öðrum samkomu- stöðum. SvoköOuð menningarhús eru þessar byggingar nefndar. En er það þetta sem hugur fólks stendur til? Er það hin svokallaða menning eða list sem það er að sækja til Reykjavíkur? Ég held ekki. Mér finnst mun viturlegri hugmyndin sem fram kom í Degi sl. miðvikudag hjá Bimi Þorláks- syni. Þar segir af þekktum at- hafnamanni á Akureyri sem stungið hafi upp á því að ríkis- stjómin beitti sér fyrir uppbygg- ingu kaffihúsa og bættri menn- ingu þar. Ekki landsbyggðarmenn- ingarhúsum. Velgengni er vandmeöfarin Bjöm skrifar: Mér finnst Anna Kristine Magn- úsdóttir, sú annars ágæta útvarps- kona, hafa lækkaö í áliti við flutn- inginn frá Rás 2 yfir á Bylgjuna með þátt sinn „MiOi mjalta og messu“. Mér fannst hún allgrobb- in í viðtali í 19 20 á Stöð 2 hjá Þor- steini J. Líkt og hún hafi iOa þolað velgengnina eftir að þátturinn hennar mældist með mestu hlust- unina. Líklegri finnst mér sú skýr- ing á brotthvarfi hennar frá RÚV að ekki hafi verið orðið við hærri kaupkröfum hennar, frekar en að henni hafi verið „bolað brott" með athugasemdum við efnistök og við- mælendaval. Sannleikurinn er sá að Anna Kristine fékk þennan hlustunartima á sunnudögum í „arf“ frá Svavari heitnum Gests, og hélt að vísu góðum dampi. En velgengni er vandmeðfarin. Ég á örugglega eftir að hlusta frekar á „Svipmyndir" Áslaugar Dóru á Rás 2 en Önnu á Bylgjunni, a.m.k. fór Áslaug vel af stað með viðtal- inu við sr. Sigurð Pálsson og hans konu í fyrsta þættinum. Tveir aftur- batakommar Jónas Sigurðsson skrifar: Nú æOa tveir gamlir kommar, forsetar PóOands og íslands, að hittast og ræða um Nató. Ekki að ráðast á Nató eins og í þá gömlu góðu daga, heldur nú um framtíð bandalagsins. ÞvUík peninga- eyðsla! Eöa hvaða heilvita manni dytti í hug að treysta þessum tveimur persónum fyrir framtíð Nató? Hvers vegna er verið að eyöa skattpeningum okkar í slíka viUeysu? Er nú ekki nóg komiö? Smygliö í Goöafossi — rétt viðbrögð ToOgæslunnar Hinrik skrifar: Ég lýsi ánægju minni með við- brögð ToOgæslunnar hér í Reykja- vík vegna meints smygls í Goða- fossi Eimskipafélagsins. Gæslu- varðhald allrar áhafnarinnar var rétt framhald á meöan játning lá ekki fyrir um eignarhald hins ólöglega farms. Undrandi aðstand- endur verða ekki látnir eyðOeggja svona umfangsmikið smygl, né heldur talsmaður Eimskips sem kaOar vinnubrögð tollgæslunnar „undarleg". Hann telur að áhöfnin hefði átt að hringja í skiparekstr- ardeild Eimskips til aö segja hvemig komið væri. Veit ekki þessi starfskraftur Eimskips að hér er um glæpsamlegt athæfi að ræða? Auðvitað hefur áhöfnin ver- ið tekin því traustataki strax að hefta aðgang hennar að símtólum. Nema hvað! En þeir sem gerast svona stórtækir í smygli á vímu- efnum yfirleitt, hversu auðveldara er ekki fyrir þá að smygla öðrum tegundum vímuefna. Er nema von að ToOgæslan sé á varðbergi? Hún á þakkir skUdar fyrir árveknina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.