Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Miréttir Rúna- og Brúnamenn sem sviku m.a. út tugi tonna af kjötvörum og öðrum varningi: Svikamyllumenn dæmdir í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í einu umfangsmesta fjársvika- og skjalafalsmáli síðari ára í gær þegar íjórir menn, Örn Karlsson, Magnús Hörður Jónsson, Már Karlsson og Stefán Axel Stef- ánsson, voru dæmdir í 3ja ára, 2ja og hálfs, 2ja ára og 18 mánaða fang- elsi þar sem tugir milljóna króna voru sviknir út úr tugum fyrirtækja - m.a. með því að mennimir þóttust hafa milligöngu fyrir nemendafélög framhaldsskóla um sölu á ýmsum kjötafurðum. Mennirnir tengdust fyrirtækjum sem nefndust Rúnir og Brúnir. Fimmti maðurinn var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi, sjötta og sjöunda mannin- um vora ekki gerðar refsingar en áttundi og níundi maðurinn voru sýknaðir. Málareksturinn var gríðarlega umfangsmikill og flókinn. Mennirn- ir voru m.a. sakfelldir fyrir að hafa svikið út mörg tonn af lambakjöti, kjúklingum og fiski úr ýmsum fyr- irtækjum víös vegar um landið. Fóru viðskiptin gjarnan fram með þeim hætti að hringt var á viðkom- andi staði og óskað eftir að fá visst magn af matvörum sent í hvert skipti. Lofað var að greiða með tékkum eftir tiltekinn tíma. Þannig sögðust mennimir m.a. vera að hafa milligöngu fyrir nemendafélög í framhaldsskólum. Ágóðann átti m.a. að nota fyrir skólaferðalög. Þegar tékkamir síðan bárust fyrir- tækjunum reyndust þeir innstæðu- lausir. Vélsleði, jeppi, tölvubúnaður og margt fleira var einnig svikið út ásamt ógrynni af öðrum varningi. BYKO, ÁTVR, Húsasmiðjan, Penn- inn sf., Hekla hf., og Samvinnusjóður íslands voru meðal þeirra aðila sem töpuðu miklum peningum á við- skiptum sínum við mennina. Slátur- félagið Barðinn á Þingeyri, Útgerðar- félag Akureyringa, Alifuglabúið í Akraneshreppi og Vor í Villinga- holtshreppi voru þær kjöt- og fisk- vinnslur sem töpuðu milljónum króna á viðskiptum sínum við menn- ina. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn í gær. -Ótt Meira smygl Tollverðir fundu í gær nokkra kassa af bjór til viðbótar við þegar fundið smygl um borð i' Goðafossi. Skipið var í gær kyrrsett til að leita enn frekar. Verulegar áhyggjur höfðu komið fram af hálfu forsvarsmanna Eimskips um að skipið fengi ekki að fara út á áætlun. Skipið hefur mjög vi'ða verið „skrúfað í sundur" og Ijóst hvað bíður nýrrar áhafnar i' næstu ferð á leið skipsins vestur um haf til Kanada og Bandaríkjanna - að skrúfa allt saman eftir toll- verðina. í gærkvöld var þremur af ellefumenningunum, sem hafa verið í haldi lögreglu frá því á þriðjudagskvöldið, sleppt. Fáheyrt er að svo margir sitji inni i' einu vegna sama máls. Á meðfylgjandi mynd er verið að búa Goðafoss til brottfarar í gær. Á annarri mynd er tollvörður við áfengið sem fannst f skipinu á fimmtudag en þriðja myndin er af hátt í 500 li'trum af vodka sem fundust við komu skipsins í vikunní. DV-myndir Sveinn Bæjarstjórinn ætlaði að gleðja börnin: Traktorinn hvarf ofan í skautasvelliö Mikið var um dýrðir þegar inngöngu Póllands í Atlantshafsbandalagið var fagnað. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra voru við athöfnina ásamt forseta og forsætisráðherra Póllands. DV-mynd Guðlaugur Tryggvi Börkur aflahæstur DV, Akureyri: Aflaskipið Börkur NK-122 er afla- hæsta skipið á loðnuvertíðinni sam- kvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva sem gefnar voru út í fyrradag. Stutt er þó í næstu skip, og greinileg keppni um hvaða skip verður aflahæst þegar upp verður staðið, sem getur orðið á hverjum degi héðan af. Börkur hafði landað samtals 33.858 tonnum, en í næsta sæti kom Víkingur AK-100 með 33.463 tonn. Börkur á eftir 5.409 tonn af kvóta sínum en Víkingur 6.855 tonn. Næstu skip eru Öm KE-13 með 30.921 tonn, Sigurður VE-15 með 29.705 tonn og Hólmaborg SU-11 með 29.333 tonn. Ef teknar eru með landanir erlendra skipa, hefúr mestu verið landað í Vest- mannaeyjum, 63.680 tonnum, en ijórar Austfjarðahafnir koma næstar: Seyðis- fiörður með 59.988 tonn, Eskifjörður með 59.261 tonn, Neskaupstaður með 52.382 tonn og Fáskrúðsfjörður með 44.720 tonn. -gk Sjö tonna vinnuvél, sem var að skafa skautsvellið á Stokkseyri í fyrradag, hvarf ofan i svellið fyrir augum barna sem stóðu á tjarnar- bakkanum með skauta sína og eft- irvæntingu í augum. IKvótalausir fresta aö- geröum Eigendur kvótalausra báta hafa slegið aðgerðmn í Reykjavíkurhöfn á frest vegna slæms veðurútlits. Ráðgert hafði verið að loka innsigl- ingunni í Reykjavíkurhöfh á morg- j un með því að sigla tugum skipa 1 inn í hafnarmynnið. I „Það er bölvuð bræla héma og Ívið komumst einfaldlega ekki fyrir röstina. Við ætlum að endurskipu- leggja aðgerðir en þið megið trúa því að við kommn og lokum Reykja- vikmhöfn,“ sagði Erlingur Haralds- son, útgerðarmaðm á Patareksfirði. Hann gerir út Svein Sveinsson BA : 325 sem er kvótalaus. -EIR „Þetta var í fyrsta sinn sem svellið var skaflð og við hlökkuð- um mikið til,“ sagði ungur dreng- ur sem fylgdist með aðforum bæj- arstarfsmanna. „Okkur brá.“ Forsaga málsins er sú að við umræðu í bæjarstjórn Árborgar kom fram að ekkert skautasvell væri á Selfossi en hins vegar væri ágæt tjörn á Stokkseyri sem notuð hefði verið til skautaiðkana um áratugaskeið. Brá bæjarstjórinn á það ráð að senda traktor á staðinn til að skafa svellið og gleðja börn- in. Þegar bæjarstarfsmenn voru komnir út á miðja tjörn á trakt- omum brast ísinn og tækið hvarf ofan í vatnið. Rétt grillti í yfir- byggingu traktorsins upp úr ísn- um. Dælan heitir tjörnin þar sem skautasvellið er og er botn hennar „...eitt dý og drulla", eins og íbúar á Stokkseyri orða það. Gekk því erfiðlega að ná traktornum upp, auk þess sem björgunarmenn voru á hálum ís. Allt fór þó vel að lok- um og er nú verið að þurrka trakt- orinn fyrir næsta verk. -EIR stuttar fréttir Ekki Arnþrúður Karlsdóttir, kaupkona í Reykjavík og framsóknar- maðru, segir að fullyrðingar kjördæmisfé- Ílags Frjáls- lynda flokksins á Norðurlandi Ieystra um að hún muni leiða lista flokksins í kjördæminu séu ekki réttar. Henni hafi borist áskorun | þess efnis en sé óákveðin. Góðar varnir Snjóflóðavarnir á Sigluflrði sönnuðu sig í gær þegar snjóflóð féll úr Strengsgili í átt að bænum. Varnirnar færðu farveg flóðsins, I sem var nokkuð kröftugt, þannig | að bærinn slapp alveg. Ekki er talin hætta á fleiri flóðum í kjöl- p farið. Kominn í lag | CANTAT3- sæstrengurinn, sem i bilaði 23. febrúar norðan við Fær- | eyjar, komst í lag í gær. Bannað í Samkeppnisstofhun komst að | þeirri niðurstöðu á fundi sinum í gær, að breyting Flugfélags ís- lands á Egilsstaðaflugi félagsins í samræmi við flug samkeppnis- aðilans íslandsflugs, til bæjar- ins, stríði gegn skilyrðum sem samkeppnisyfirvöld settu félag- I inu áriö 1997. Viðkvæmt Davíð Odds- son forsætis- ráðherra viður- kenndi á lands- fundi Sjálfstæð- isflokksins í gær að ákvörð- un um að skipa ISvavar Gests- son sendiherra í Kanada hefði ver- ið viðkvæm. Davíð var spurður i um málið á fundinum í gær en efa- | semdir hafa verið uppi um að rétt i hafl verið að ráða andstæðing að- ildar íslands að NATO sem sendi- herra í NATO-ríki eins og Kanada. Rúta út af Rúta, fúfl af nemendum úr Reykjavik á leið til Akureyrar, fór út af veginiun við Bönduós í gær. Engan sakaði en ferð nem- | endanna taföist því nokkra I stund tók að koma rútunni aftur upp á veginn. Fiskistofa svaraði Fiskistofa hefur gefið DV upp- Ílýsingar um viðskipti tiltekinna skipa um Kvótaþing. DV ritaði stofnuninni bréf með vísan til upp- lýsingalaga og svarið berst í gær. I Þar er tíundað hversu mikið magn j; bátarnir leigðu og fyrir hvaða : verð. Sjómannasambandið hefur ; ekki fengið svar við svipuðu er- | indi. Til bráðabirgða Heilbrigðis- og tryggingamála- 1 ráðuneytið hefur ákveðið að ráða I Guðmund Einarsson, forstjóra I heilsugæslunnar í Reykjavík, | timabundið tfl að sinna verkefn- | um framkvæmdastjóra heilsu- | gæslu Mosfellsbæjar en miklar deflur hafa átt sér stað innan * stöðvarinnar undanfarið. Ný stjórn A skiptafundi Stúdentaráðs á 1 fimmtudag var kjörin ný stjóm ;; Stúdentaráðs. Þar var Finnur 1 Beck stjórnmálafræðinemi kjör- inn formaður og Pétur Maack sálfræðinemi kjörinn fram- | kvæmdastjóri. Ný stjórn meiri- hluta Röskvu tekur formlega við 115. mars næstkomandi. Áfengi í búðir? Geir H. | Haarde fjár- I málaráðherra h telur aað ekki | verði hjá því komistánæstu I árum að leyfa ! kaupmönnum að selja bjór og p léttvín. rett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.