Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 DV fréttir_____________________________________________________ Drög að stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokks: Korpúlfsstaðir undir skóla Korpúlfsstaðir fá nýtt hlutverk í haust. Þá verður hluti af Korpúlfs- staðabyggingunni tekinn undir starfsemi grunnskóla. Þessum nýja skóla hefur þegar verið gefið nafn, Korpuskóli. Hann mun hýsa 1.-6. bekk grunnskóla og þangað sækja böm úr nýjustu hverfunum í Graf- arvogi, þ.e. Víkur- og Staðarhverfi. Nemendur 7.-10. bekkjar munu verða í Engja- skóla. Að sögn Guðbjargar Andreu Jóns- dóttur hjá Fræðslumiðstöð Reykja- víkur verður ein burst suðurhluta Korpúlfsstaða tekinn undir kennslu- húsnæði. Aðeins er um bráðabirgða- lausn að ræða, þar sem fyrirhugað er að reisa grunnskóla í Víkurhverfi og annan í Staðarhverfí. Hönnun er hafin á Víkurskóla og er gert ráð fyrir að hann verði tilbúinn árið 2002. Áætlun fyrir Staðarskóla gerir ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun 2004. Á meðan munu gömlu Korp- úlfsstaðir þjóna sem grunnskóli fyr- ir nemendur nýju hverfanna, og er búist við að þeir verði um eitt hundrað talsins næsta vetur. Að sögn Guðmundar Pálma Krist- inssonar, forstöðumanns byggingar- deildar borgarverkfræðings, er hús- næðið sem lagt verður undir skóla- starflð um 1000 fermetrar á stærð. í þessum hluta byggingarinnar er engin starfsemi eins og er, en aðrir hlutar hennar eru nýttir sem golf- skáli, aðstaða fyrir myndlistarmenn og geymslur. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar hefur nýlega fengið það verkefni að huga að fram- tíðarnotkun á Korpúlfsstöðum. Áætlaðar hafa verið 35 milljónir króna til breytinga á húsnæðinu til skólastarfs á þessu ári og 40 milljón- ir á því næsta. Samtímis þessum breytingum verður þak byggingar- innar lagfært, en gert hefur verið við hana að utan. Þær endurbætur kosta 20-30 milljónir króna. -JSS v. SJM Korpúlfsstaðir munu brátt hýsa skólabörn í Grafarvogi. Geir svitnar Töluverð taugaveiklun er meðal Istuðningsmanna Geirs H. Haarde |j og Sólveigar Pét- ursdóttur. vegna varaformannskjörs á Landsfundi Sjálf- | stæðisflokksins á morgun, sunnudag. Þeir landsfundar- fulltrúar sem DV ræddi við í gær eru sammála um að staða Sólveigar sé tölu- vert sterkari en reiknað var með fyrir fundinn. Landssamband sjálf- stæðiskvenna styður Sólveigu og dreifði í gær litprentuðu vegg- spjaldi til að styðja við bakið á frambjóðandanum. Fyrir fundinn áttu flestir von á þvi að Geir hefði nokkuð auðveldan sigur, en staða kvenna innan Sjálfstæðisflokksins er ofarlega í hugum landsfundar- fulltrúa. í gær boðaði hann til skyndifundar með stuðningsmönn- um til að fara yfir stöðuna sem áður var talinn þægileg og kosningin fremur formsatriði. „Geir er farinn að svitna,“ sagði ónefndur og kím- inn landsfundarfuiltrúi... Gengissig Stöðugleiki í efnahagsmálum þjóðarinnar er mörgum hugleik- inn og mönnum óar ef aftur skellur á verðbólga og stór- gengisfellingar. Þessu voru menn þó vanir á árum áður enda altítt að snarbreyta gengi krónunnar niður á við, einkanlega til þess að rétta af halla sjávarút- jvegsins og fiskvinnslunnar. Geng- : isfellingar voru ekki vinsælar hjá almenningi og það vissi Tómas Árnason, þáverandi seðlabanka- I stjóri, mætavol. Hann vildi því j sem minnst gera úr gengisfellingu sem gerð var eitt sinn og sagði við fréttamenn að þetta væri nú eigin- llega varla gengisfelling heldur I gengissig í einu stökki. Óviss framtíð Þau viðbrögð Harðar Sigur- gestssonar, forstjóra Eimskips, að | neita að svara spurn- f ingum fréttamanns Stöðvar 2 í fyrradag hafa vakið nokkra :undrun. Enn frem- ur þótti hinn ein- j beitti forstjóri sýna nokkra geðshrær- ingu þegar hann kvaddi fráfarandi I stjórnarform.ann, Indriða Pálsson, á aðal- fundi Eimskips og bað meira að segja að heilsa konunni hans. ÍKunningi Sandkoms heldur þeirri jkenningu á lofti að þessi óvenju- jlega framganga fbrstjórans harð- jskeytta sé merki um að hann sé J ákveðinn í að hætta innan skamms sem forstjóri Eimskips ... Friðrik í Eimskip? Eftir að Róbert Guðfinnsson á Siglufirði er orðinn stjómarfor- maður SH þykir ekki líklegt að Friðrik Pálsson verði lengi enn forstjóri SH. Kunningi Sand- korns, sem þykist vita ýmislegt um æöstu stjórn Eim- skips, segir að Friðrik gæti orðið forstjóri Eimskips. Máli sínu til staðfestingar bendir hann á að Benedikt Sveinsson, jhinn nýi stjómarformaður Eim- skips, sé náfrændi eiginkonu Frið- riks. Þau frændsystkin séu böm bræðranna og Engeyjarjarlanna Sveins og Péturs Benedikts- sona... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkora @ff. is Vilhjálmur Egilsson, alþingismað- ur og formaður stjómmálanefndar, mælti fyrir tillögu nefndarinnar að stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í gær. í upphafi hennar seg- ir að Sjálfstæðis- flokkurinn sé kjöl- festan í íslensku samfélagi. Á þeim 70 áram sem liðin eru Vilhjálmur Eg- frá stofnun hans ilsson. hafi þjóðinni vegnað best þegar áhrif flokksins í landsstjórninni hafa verið mest. í ályktuninni segir að það hafi ver- ið hlutskipti ríkisstjómarinnar á næstsíðasta kjörtímabili að leiða þjóð- ina gegnum mikla efnahagserfiðleika og inn á braut stöðugs verðlags og hagræðingar á ýmsum sviðum. í því starfi hafi heilbrigð samkeppni, ábyrgð og aukið frjálsræði í atvinnu- lífinu og ráðdeiid í stjóm ríkisfjár- mála verið haft að leiðarljósi. Á kjör- tímabilinu sem senn lýkur hafi um- bótastarfinu verið haldið áfram með því að stokka upp fjármagnsmarkað- inn, vinnulöggjöfina og lífeyrismálin. Aðhald hafi áfram ríkt í ríkisfjármál- um. Orðið hafi stórstígar framfarir í samgöngumálum og gagngerar um- bætur í dómskerfmu hafi styrkt rétt- arríkið. Stöðugleikinn varðveittur „Sjálfstæðisflokkurinn vill varð- veita stöðugt verðlag með traustri hagsfjórn. Það er forsenda þess að fólk geti tekið skynsamlegar ákvarðanir í fjármálum og rekstri heimilanna. Að- haldi verður beitt í ríkisbúskapnum og skuldir ríkisins áfram greiddar niður. Árangur atvinnulífsins við að skapa aukin verðmæti skilar meiri tekjum í ríkissjóð þrátt fyrir lækk- andi skatta og því skapast svigrúm til hóflegrar aukningar útgjalda til ým- issa þarfra verkefna. Áhersla verður lögð á aukinn sparnað," segir um þá efnahagsstefnu sem flokkurinn vill fylgja á næsta kjörtímabili. Umbætur og framfarir áfram í lok tillögunnar að stjómmálaá- lyktun segir þetta: „Sjálfstæðis- flokkurinn sækist í komandi kosn- ingum eftir stuðningi frá kjósend- um til áframhaldandi forystu um stjóm landsins. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur sýnt að undir forystu hans næst bestur árangur jafnt fyr- ir þjóðarheildina sem sérhvem ein- stakling. Atkvæði greitt Sjálfstæðis- flokknum er þannig atkvæði greitt með árangri - fyrir alla.“ -SÁ Unga fólkið í drögunum segir að unga kynslóð- in eigi nú úr fleiri tækifæram að velja til náms og starfs en nokkur önnur ís- lensk kynslóð á undan henni. Yfir henni vofi þó ýmsar hættur, ekki síst af völdum fikniefna, afskiptaleysis og félagslegar einangrunar. Mikilvægt sé því að draga úr þessum hættum sem mest, ekki síst með raunhæfri baráttu gegn fíkniefnum og að varðveita fé- lagslegt öryggi. Halda eigi áfram öflugri uppbygg- ingu í menntamálum sem stunduð svæða á landsbyggðinni sem stað- ið hafa höllum fæti í íbúa- og at- vinnuþróim síðustu ára, bæði með því að skapa ný störf þar í vaxtar- greinum atvinnulífsins í stað þeirra sem hverfa með almennri hagræðingu og breyttum atvinnu- háttmn. Með nýrri byggðaáætlun, aúknu fjármagni til byggðamála og eignarhaldsfélaga í samstarfi við sveitarfélög og stofnun fram- takssjóða á vegum Nýsköpunar- sjóðs batni mjög aðgangur fyrir- tækja á landsbyggðinni að áhættu- fé, þekkingu og sérfræðiþjónustu. „Sjálfstæðisflokkurinn vill virkja frumkvæði heimamanna til upp- byggingar og framfara. Aðgerðir til jöfnunar, svo sem vegna náms- kostnaðar og húshitunarkostnað- ar, verða auknar." hefur verið undir forystu Sjálfstæðis- Byggðamál flokks og auka beri sjáifstæði skóla og Um byggðamálin segir að eitt efla endurmenntun. stærsta verkefni næsta kjörtímabils verði að efla samkeppnishæfi þeirra Sveinn Skúlason framkvæmdastjóri, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjáifstæðisflokksins, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, frankvæmdastjóri þingflokks sjáifstæðismanna. Árni Johnsen fagnar ónefndum landsfundarfulltrúa. Við erum kjölfestan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.