Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 6
6 * lönd LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 * k stuttar fréttir Minni olía Orkumálaráðherrar fimm stærstu olíuframleiðsluríkja heims náðu í gær samkomulagi um að minnka olíuframleiðslu sína um 2 milljónir tunna á dag. Óhagganlegur Utanríkisráðherrar Rússlands og Grikklands sögðu í gær aö Slobodon Milos- evic Júgóslavíu- forseti væri óhagganlegur í afstöðu sinni gegn eftirliti NATO í Kosovo. Yfirvöld i Júgó- slavíu segja að ná verði pólitískri lausn um Kosovo áður en hægt verði að ræða um hernaðarlegan lið frið- arsamkomulagsins sem náðist í Frakklandi. Gripnir í kirkju Norska lögreglan sótti á fimmtudagskvöld króatisk- serbíska fjölskyldu í kirkju þar sem hún hafðHeitað skjóls. Fjöl- skyldan verður flutt til Austur- Slóveníu í dag. Nýr forsætisráoherra Leiðtogar miðjuflokkanna þriggja sem sigruðu í kosningun- um í Eistlandi fyrir viku vilja Mart Laar í embætti forsætisráð- herra. Rússar óánægðir Rússnesk yfirvöld lýstu í gær yflr óánægju sinni með stækkun NATO í austur. Sögðu þau hana hættuleg mistök sem gætu skipt Evrópu á ný. Ráoherra ákæröur Yfirvöld í Rúanda hafa ákært Rwigema forsætisráöherra vegna morða herskárra hútúa á nærri milljón tútsum og hófsömum hútúum árið 1994. Ástarsamband Tyrkneski herinn varaði í gær Grikki við og sagði að þeir yrðu að gjalda fyrir „ólöglegt ástar- samband" viö kúrdíska PKK-leið- togann Abdullah Öcalan. Menuhin látinn Hinn heimsfrægi fiðlusnilling- ur Yehudi Menuhin lést í Berlín í gær vegna hjartaáfalls. Menuhin, sem varð 82 ára, kom fyrst fram 7 ára gamall. Þegar hann var 13 ára hafði hann leikið á tónleikum í París, London, New York og Berlin. Menuhin fæddist í New York en gerðist breskur ríkisborgari 1985. Heimili Menuhins var í London en hann var stöðugt á ferðalög- um um heiminn. Sérkennileg yfirlýsing Gores: Ég skóp Internetið Al Gore, varaforseti Bandarikj- anna, sagðist í sjónvarpsviðtali við CNN sl. þriðjudag hafa átt frum- kvæði að því að skapa Internetið meðan hann var þingmaður. Þing- menn repúblikana hafa tekið þessari yfirlýsingu varaforsetans með háðs- glósum. Dick Armey frá Texas sagði við fréttamann Reuters að sagnfræð- ingar myndu seint flokka varaforset- ann með uppfinningamönnum á borð við Thomas Edison. Mark Foley, þingmaður frá Flór- ída, sagði að fullyrðing varaforsetans væri álika fjarri lagi og ef hann sjálf- ur tæki að þakka sér fyrir að hafa skapað þjóðvegakerfi Bandaríkjanna. Það einasta sem Al Gore hefði fundið upp í sambandi við Internetið væri að leggja á það skatta. Upphaf Inter- netsins mætti rekja til rannsókna í tengslum við varnir Bandaríkjanna sem áttu sér stað á sjöunda áratugn- um pótt það hefði hins vegar ekki komist í almenna notkun fyrr en á þessum áratug. Eichel dansar eftir pípu Schröders „Hann dansar ekki eins og Fred Astaire og hann syngur ekki eins og Caruso," sagði Gerhard Schröder Þýskalandskansl- ari eitt sinn um Hans Eichel, nýútnefndan fjár- málaráðherra Þýskalands. Þar með var Schröder að leggja áherslu á styrk Eichels, reynslu hans, ná- kvæmni og heiðarleika. En stjórnmálaskýrendur sögðu í gær að þó Eichel dansaði ekki eins og Fred Astaire myndi hann dansa eftir pípu Schröders. Eichel, sem er fráfarandi forsæt- Hans Eichel isráðherra Hessens, er sagð- ur algjör andstaða Oskars Lafontaines, fyrrverandi fjár- málaráðherra, í flestum mál- efnum. Hann tilheyrir þeim minnihluta stjórnmálamanna sem ekki vill vera/ sviðsljós- inu. Eins og Lafbntaine til- heyrir Eichel vinstri væng þýska jafnaðarmannaflokks- ins en er ekki læstur í hug- myndafræði, að því er stjórn- málaskýrendur segja. Hann nefur sérstaka hæfileika til að setja sig inn í öll smáatriði í hvaða efnahags- málum sem um er að ræða. Eichel er yfirvegaður og hefur fengið þá umsögn að hann sé með jafnmikla útgeislun og soðin makkaróna. Schröder samþykkti í gær að taka að sér formennsku í Jafnaðar- mannaflokknum og hyllti í leiðinni Lafontaine sem hann hafði átt í mikilli baráttu við um stjórnun í efnahagsmálum. Lafontaine svaraði engum símhringingum í gær, ekki heldur frá Schröder. Stjórnmálaskýrendur sögðu í gær að jafnaðarmenn myndu fiykkjast um Schröder jafnvel þó að vinsam- leg stefna hans í garð viðskiptalífs- ins stangist á við skoðanir manna á vinstri væng Jafnaðarmannaflokks- ins og verkalýðssamtaka. Oskar Lafontaine: Kom alltaf á óvart Oskar Lafontaine, sem sagði af sér embætti fjármálaráðherra Þýskalands í fyrradag og for- mennsku í Jafnaðarmannaflokkn- um, hefur alltaf komið á óvart. Hann hefur aldrei látið neitt stöðva sig, hvorki stórtap fyrir Hehnut Kohl, fyrrverandi Þýskalandskansl- ara, né morðtilræði. Skoðanir manna á Lafontaine eru fleiri og ólíkari en á flestum öðrum stjórn- málamönnum. Sumir lita á Lafontaine sem ræðuskörung. Aðrir segja að hann sé svalur og kænn stjórnandi. Það eina sem allir eru sammála um er að Lafontaine kemur alltaf á óvart. Tilkynningin um afsögn hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Oskar Lafontaine fæddist árið 1943 í Saarbriicken við frönsku landamærin. Hann er eðlisfræðing- ur að mennt og var hann látinn gjalda þess í starfi sínu sem fjár- málaráðherra. „Lafontaine heldur að efnahags- málum sé stjórnaö af sams konar lögmálum og náttúruvísindunum," sögðu gagnrýnendur um stefnu hans í fjármálum. Fjármálaráðherrann fyrrverandi gekk í þýska jafnaðarmannaflokk- inn er hann var 23 ára gamall. Frami hans í flokknum var skjótur. Níu árum seinna var hann orðinn bæjarstjóri í heimabæ sínum og fljótlega varð hann ríkisstjóri í Saarland. í fyrstu kosningunum eftir sam- einingu þýsku ríkjanna árið 1990 var Lafontaine kanslaraefhi jafhað- armanna. Hann tapaði stórt fyrir Helmut Kohl. í kosningabaráttunni var Lafontaine stunginn með hnífi og hlaut hann hættulegt sár. Margir töldu að Lafontaine myndi gefa pólitískan frama upp á bátinn eftir tilræðið og ósigurinn. En árið 1995 komst hann í for- mannsstól í Jafnaðarmannaflokkn- um og tókst, mörgum til undrunar, Rauöi Oskar á þingi í síöustu viku. Valdaafsal hans á fimmtudaginn kom öllum í opna skjöldu. Símamynd Reuter að sameina flokkinn sem mikil sundrung ríkti í. Þegar kosningabaráttan í fyrra nálgaðist kaus Lafontaine að hleypa Gerhard Schröder að sem kanslara- efni jafnaðarmanna. Ein af ástæð- unum voru vinsældir Schröders meðal kjósenda. Einnig þykir lík- legt að Lafontaine hafi vegna tilræð- isins ekki viljað vera á ný í fremstu víglinu í erfiðri kosningabaráttu. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann væri i fararbroddi í samninga- viðræðunum við græningja eftir kosningasigurinn í september. Framganga hans þá var á þann veg að margir veltu því fyrir sér hvort Schröder eða Lafontaine væri aðal- maður stjórnarinnar. Lafontaine, sem krafðist pólitískrar stjórnunar á peninga- málum, tapaði í valdabaráttunni og dró sig í hlé. í nokkurra lína bréfi til flokksins óskaði Lafontaine hon- um góðs gengis í baráttunni fyrir „frelsi, réttlæti og einingu". Hæðni þykir felast í kveðjunni þar sem fjármálaráðherrann vék eftir átök á ríkisstjórnarfundinum á miðviku- daginn. Kauphallir og vöruverð erlendis New York 9000 fíf 9897,44 London Frankfurt PowJoiw* N D 400 300 200 100 0 $/t mhmBHhI Hong Kong 20000 15000 10000 5000 ; 10662,81 HangSeng 0 N D $A S $A S 0 N D $A S 0 N 25 20 15 10 5 0 tunna S 12,16 N D f=ct Fíkniefna- kóngur Evrópu handtekinn Einn af valdamestu fíkni- efnakóngum Evrópu, Princ Dobrocki, sem er frá Pec í Kosovo, var nýlega handtekinn í Tékklandi þrátt fyrir að hann hefði gengist undir milljóna króna aðgerð til að breyta út- liti sinu. Um var að ræða sam- starf lögreglu í Svíþjóð, Noregi og öðrum Evrópulöndum. Lög- reglan telur að samtök Dobroc- is, sem er af albönskum upp- runa, og önnur gengi Albana standi á bak við 90 prósent af öllum heróíninnflutningi til Skandinavíu. Heróínið er flutt eftir svokallaðri Balkanleið til Tékklands og þaðan til Norður- landa. Dobroci var dæmdur í fang- elsi í Noregi en tókst að flýja 1996. Hann hefur verið eftir- lýstur síðan. ítengslum við handtöku Dobrocis nú hafa 42 til viðbótar verið handteknir í Evrópu. Þeir eru allir grunaðir um að tilheyra sömu samtök- um. Frá því að Dobroci flúði úr fangelsinu í Noregi hefur hann gert allt til þess að villa um fyrir lögreglunni. Hann rakaði af sér hárið og safhaði utan á sig spiki auk þess sem hann fór í aðgerð hjá lýtalækni. Lögreglan telur að hagnaður af heróínsölu Dobrocis renni til hernaðar Frelsishers Albana í Kosovo. Ofurbaktería á sænskum sjúkrahúsum Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa nú gefið út viðvórun vegna ofurbakteríu sem breið- ist út á sjúkrahúsum landsins. Umerræða svokallaða MRSA- bakteríur sem eru gulir stafýlokokkar. Á vissum stofn- um hennar vinna engin lyf. Á undanfbrnum árum hafa verið skráð um 50 tilfelli á ári i Sví- þjóð en í fyrra voru tilfellin 185. Heubrigðisyfirvöld í Sví- þjóð óttast að ekki verði ráðið við útbreiðslu bakteríunnar og að faraldur geti brotist út. Hundur ældi í neðri deiid breska þingsins Það varð uppi fótur og fit í neðri deild breska þingsins á fmuntudaginn þegar fylgdar- hundi Davids Blunketts menntamálaráðherra varðsvo mikið um árás á húsbónda sirin að hann ældi. Árásin kom frá David Willetts í skugga- ráðuneyti íhaldsmanna. Fylgd- arhundurinn er svört labrador- tík sem gegnir nafninu Lucy. Talsmaður frjáslyndra demókrata í menntamálum, Don Foster, sagði síðar í umræðun- um á þingi að hann skildi Lucy. „Mér verður líka óglatt þegar ég heyri i honum," sagði Foster og átti þá við Willetts. Banvænn útblástur frá dísilbílum Talið er að um átta hundruð Danir deyi árlega af útblæstri frá dísilbnum. Skaðvaldurinn er sótagnir sem ekki brenna að fullu. Sótagnirnar valda krabbameini og geta orsakað bólgu í lungum, að því er pró- fessor við Kaupmannahafnar- háskóla, Steffen Loft, greinir frá. Hægt er að leysa vanda- málið með því að setja sérstaka síu á farartækin sem fjarlægir 90 til 95 prósent af óhreinind- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.