Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsrr, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Markaðurinn einn er réttlátur Deilan um veiðigjald í sjávarútvegi snýst ekki um, aö sjávarútvegurinn greiöi fyrir þjónustuna, sem hann fær hjá samfélaginu. Ágreiningurinn er annar og djúpstæð- ari en svo, að hann verði leystur með því að hækka op- inber þjónustugjöld greinarinnar eða fmna ný. Lausn málsins felst ekki heldur í sátt milli þeirra, sem hafa, og hinna, sem hafa ekki. Slík sátt milli óréttlætis og réttlætis finnst ekki í spilunum. Gagnrýnendur nú- verandi kerfis vilja ekki lappa upp á það, heldur láta greiða sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlind. Baráttan milli núverandi kerfis ókeypis kvóta og ým- issa hugmynda um veiðigjald er barátta um vald til að verja kerfið eða breyta því. Með því að nýtt kerfi hafi breiðara fylgi en núverandi kerfi næst að vísu meiri sátt í þjóðfélaginu, en það er ekki sátt milli deiluaðila. Skoðanir þeirra, sem vilja breyta kerfmu, eru að falla í færri og öflugri farvegi. Merkasta skrefið á þeirri leið var stofnun hóps áhugamanna um, að ríkið setji allan kvóta á markað. Þannig látum við markaðskerfið segja okkur, hvert sé sanngjarnt verð fyrir aðganginn. Ef allur kvóti fer á markað, greiða þeir, sem veiða vilja, það sem þeir treysta sér til að borga, en verða ekki að sæta því uppsprengda jaðarverði, sem nú tíðkast. Nú- verandi markaðsverð á jaðarkvóta segir ekkert um, hvert markaðsverð verði á kvótanum í heild. Kjarni málsins er, að ríkið eitt hefur framleitt verð- gildi kvótans með því að færa út fiskveiðilögsöguna í aföngum og setja strangar reglur um aðgang að fiskveið- um. Ef ríkið hefði ekki gert þetta, væri ördeyða á mið- unum og verðgildi aðgangsins nánast ekkert. Vegna þessara aðgerða ríkisins á það að fara með kvótann fyrir hönd þjóðarinnar og taka við tekjunum af auðlindinni fyrir hönd hennar. Slíkt er hins vegar ekki hlutverk þeirra, sem upphaflega fengu kvóta frítt eða hafa síðan aflað sér hans dýrum dómum. Með fimm ára aðlögunartíma miUi núverandi forrétt- indakerfis og væntanlegs markaðskerfis geta núverandi handhafar kvótans afskrifað hann. Slík aðlögun er eink- ar þægileg á þessum tíma aukinnar fiskgengdar, því að þá getur ríkið sett alla viðbótina í markaðskerfið. Ekkert réttlæti fólst í að afhenda eigendum skipa einkarétt á ókeypis aðgangi að takmarkaðri auðlind á sínum tíma. Þótt þetta óréttlæti hafi síðan gengið kaup- um og sölum, er það ekki orðið að neinu réttlæti. Mark- aðskerfið eitt felur í sér fullt réttlæti. Athyglisvert er, að þau pólitísku öfl í þjóðfélaginu, sem mestan áhuga segjast hafa á markaðsbúskap í hag- kerfinu, skuli í raun hafa mestan áhuga á að viðhalda í sjávarútvegi forréttindum, er stríða gegn markaðslög- málum Chicago-hreyfmgar hagfræðinga. Sátt getur náðst um aðlögunartíma milli núverandi óréttlætis og væntanlegs réttlætis, en engin sátt næst um að lappa upp á núverandi keríi, sem hefur rækilega kom- ið sér út úr húsi hjá þjóðinni. Sáttin verður ekki milli þeirra, sem hafa, og hinna, sem hafa ekki. Sátt getur náðst um, að kalt réttlæti markaðskeríisins verði mildað með því að heimila sveitarfélögum og rík- inu að taka þátt í uppboðum til að ýta hluta af kvótan- um til byggða, sem eiga í vök að verjast. Slíkt væri eins konar félagslegur markaðsbúskapur. Kjarni málsins er, að sáttin, sem næst, verður milli hinna ýmsu sjónarmiða um fyrirkomulag veiðigjaldsins en ekki sátt milli þjóðar og forréttindahópa. Jónas Kristjánsson Vondir vinir og uppáhaldsóvinir Nú hafa Bandaríkjamenn við- urkennt aö CIA hafi átt þátt í morðum og pyntingum á tugum þúsunda óbreyttra borgara í Gvatemala. Sams konar viður- kenning á aðild Bandaríkjanna að fjöldamorðum og hryðjuverk- um í El Salvador og víðar í Mið- Ameríku mun kannski sjá dags- ins ljós með tíð og tíma. Það er hins vegar ekki aðeins í Mið-Am- eríku sem val Bandaríkjanna á bandamönnum og óvinum hefur verið með sérkennilegum hætti frá sjónarhóli flestra Evrópu- manna. í Mið-Austurlóndum hafa Bandaríkjamenn stutt ísrael dyggilega við hernám og þjóðern- ishreinsanir. Hinn helsti banda- maður Bandaríkjanna í þessum heimshluta er síðan Sádi-Arabía, sem hvað mannréttindi og lýð- ræði varðar er eitt formyrkvað- asta ríki veraldar. Uppáhaldsóvinur Bandaríkjanna er hins vegar íran, sem sagt er ógnun við ísrael og stjórn Sádi-Arabíu. Erlend tíðindi þau héldu áfram að styðja einingu íraks til mótvægis við íran. Þess vegna hafa Bandaríkin ekki viljað sjálfstæði Kúrda í Norður-írak, eða sjálfstæði shíamúslíma í Suður-írak. Um leið hef- ur andstaðan við íran ýtt undir stuðn- ing Bandaríkjanna við Tyrki og þar á meðal ógnarstjórn þeirra á landsvæð- um Kúrda. Meðal annarra mikilvægra bandamanna Bandarikjanna og Sádi- Arabíu gegn íran eru Barein, þar sem einvaldsstjórn emírsins beitir pynting- um og morðum gegn shíamúslímum sem eru meirihluti landsmanna, og Kúveit þar sem einvaldsstjórnin var endurreist eftir Persaflóastriðið, en svo mætti áfram telja. Iran Stjórnarfar í Iran er auðvitað fjarri hugmyndum Evrópumanna um lýðræði og mannréttindi. Það er hins vegar meira lýðræði í íran en í nokkru öðru riki við Persaflóa. Staða kvenna þar er líka langtum skárri en í Sádi-Arabíu þar sem konur njóta ekki ein- földustu mannréttinda. Einvaldsstjórnir konungsætt- anna við Persaflóa líða enga gagnrýni, en í fyrra kusu íranir forseta í almennum og frjálsum kosning- um. Maður úr hópi andstæðinga sitjandi valdhafa, Khatami, sigraði. í síðustu viku fóru fram byggða- kosningar þar sem ríflega 200 þúsund fulltrúar vora kosnir úr hópi hálfrar milljónar frambjóðenda til setu í sveitarstjórnum, og aftur beið gamla valdaklík- an ósigur. Dagblöð í íran njóta líka meira frelsis en nokkrir aðrir fjölmiðlar við Persaflóa og gagnrýni dagblaða í íran á valdamenn og stefnu srjórnarinnar er oft hörð, þó gagnrýninni séu líka takmörk sett. Það sem gerir umbætur erfiðar í íran eru ekki aðeins slík takmörk, heldur líka flókið valdakerfi í landinu en trúarleið- togar mynda í reynd valdakerfi til hliðar við það stjórnkerfi sem lýtur lýðræðislegum lögmálum. Leiðtogi byltingarinnar situr til hliðar við, og sumpart fyrir ofan, forsetann, og til hliðar við ráðu- neyti og stjórnkerfi eru stofnanir byltingarinnar. Þetta breytir því hins vegar ekki að íran er nú þegar miklu lýðræðislegra sam- félag en Sádi-Arabía og ættar- veldin við Persaflóa en stefna Bandaríkjamanna á svæðinu snýst um að verja þessar ein- valdsstjórnir. Khatami forseti þrýstir sífellt á um meiri umbæt- ur og bætt samskipti við Vestur- lönd en Bandaríkin beita landið viðskiptaþvingunum, eitt ríkja á svæðinu. Hryðjuverk Jón Ormur Halldórsson Auk Þess að saka Iran en ekki Sádi _______________________ Arabíu, um mannréttindabrot og skort á lýðræði, þá saka Bandaríkjamenn Ir- an um stuðning við hryðjuverkasamtök. Þar er fyrst og fremst um að ræða Hizbollah-samtökin í Líbanon, en ísraelskur herforingi sagði nýlega að Hizbollah væri þjóðfrelsishreyfing en ekki hryðjuverkasamtök, enda berjast samtökin við hernámslið ísraels í Lí- banon. Um leið viðurkennir forseti Bandaríkjanna beina aðild CIA að einhverjum stórfelldustu og mann- skæðustu hryðjuverkum seinni tíma, og það án þess að sérstaka athygli veki í fjölmiðlum. Evrópa Nokkur ríki Evrópu hafa reynt að færa sig undan skugga Bandaríkjanna í stefnu sinni gagnvart Mið- Austurlöndum, og eins raunar gagnvart Kúbu, sem Bandaríkjamenn héldu í viðskiptabanni á meðan þeir studdu stjórnir fjöldamorðingja um alla Mið-Amer- íku. Þarna ráða viðskiptahagsmunir Evrópu auðvit- að, ekki síður en pólitík, en stuðningur Evrópuríkja við tilraunir Khatamis til umbóta í íran getur skipt miklu í glímu hans við íhaldssama trúarleiðtoga sem enn ráða oft ferðinni, bæði í utanríkis- og innanríkis- málum írana. Vinirnir Fyrir utan konungsættina í Sádi-Arabíu, þar sem sjö þúsund prinsar ríkja yfir tuttugu milljón manna ríki, varð Saddam nokk- ur Hussein að mikilvægasta bandamanni Bandaríkjanna í baráttunni gegn íran eftir að keisarastjórnin þar í landi féll fyrir uppreisn almennings. Bandaríkin skiptu um skoðun á Saddam, eins og kunnugt er, en „Þetta breytir því hins vegar ekki að Iran er nú þegar miklu lýðræðislegra samfélag en Sádi-Arabía og önnur ættarveldi við Persaflóa en stefna Banda- ríkjamanna á svæðinu snýst um að verja þessar einvaldsstjórnir." Qkoðanir annarra____ Njósnir Kínverja „Það er ógnvekjandi að uppgötva að léleg öryggis- gæsla við kjarnorkuvopnarannsóknarstöðina Los Ala- mos á miðjum níunda áratugnum kanna að hafa leitt til þess að Kínverjar stálu leynilegum teikningum af kjarnaoddum. Það vekur einnig óróa að komast að því að stjórn Clintons brást ekki nógu hart við þegar hún heyrði fyrst af mögulegum bresti á þjóðaröryggisgæsl- unni fyrir nær fjórum árum. Sumir embættismenn gefa í skyn að Hvíta húsið hafl gert eins lítið úr mál- inu og hægt var þegar verið var að bæta samskiptin við kínversk yfirvöld." Úr forystugrein New York Times 10. mars. Stækkun NATO „Þegar Pólland, Ungverjaland og Tékkland gerast i dag formlega ný aöildarríki að NATO ummyndast best heppnaða bandalag sögunnar mitt í hjarta Evrópu. NATO verður „pólítískara" bandalag, einnig vegna þess að ekki er nein hernaðarógn úr austri í dag. En þróunin á Balkanskaga sýnir að hernaðarvaldi er ekki lokið í Evrópu. Þess vegna er nauðsynlegt að NATO verði sameiginlegt og trúverðugt hernaðarbandalag. Viö þurfum að geta brugöist við í Evrópu. Við þurfum ekki fleiri pólítísk umræðubandalög. Við vitum að NATO er ekkert hvíldarheimili og enginn sunnudags- skóli. NATO snýst um að taka ábyrgð, í sameiningu." Úr forystugrein Aftenposten 11. mars. Brottför frá Líbanon „Árum saman hefur verið rætt um mögulegt brott- hvarf ísraela frá Líbanon og nú virðist sem það geti orðið. Þessar góðu fréttir eru afleiðingar tveggja at- burðarása: áframhaldandi og sársaukafulls mannfalls ísraela í Líbanon og baráttunnar fyrir kosningarnar í ísrael. Svo virðist sem ísraelar ðski eftir hléi í samn- ingaviðræðunum við Palestínumenn og vilji snúa sér að vandanum i Líbanon sem í sjálfu sér er aðkallandi verkefni." Úr forystugrein Washlngton Post 9. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.