Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 11
:ov LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 11 Skýr skilaboð Eitt orð lýsir nútímaheimilis- haldi betur en flest önnur. Það er hraði. Heimilið er allt á fullri ferð. Báðir foreldrar í vinnu og börnin í skóla. Hver morgunn hefst þvi með látum. Allir þurfa að komast á sinn stað hafandi áður sturtað sig í snatri og gleypt i sig morgunskattinn á hlaupum. Það er nefnilega freistandi að sofa fimm mínútur í viðbót eftir að klukkan hringir og jafnvel aðrar fimm, að því gefnu að klukkan hringi aftur. Þá hella þeir fullorðnu sér út í morgunumferðina - sem er allt of þung vegna þess að þeir féllu fyr- ir freistingunni að sofa í tíu við- bótarmínútur. Sama ástandið er greinilega á þúsundum annarra heimila því allir ætla sér að ná áfangastað tímanlega þótt þeir fari ekki af stað fyrr en á síðustu stundu. Þegar í vinnuna er komið er nóg að gera og atið heldur síðan áfram á heimleið úr vinnu. Þá þarf að kaupa í matinn, bjargi menn ekki málunum með skyndirétti, sækja og senda börn- in í myndlist, íþróttir, tónlist eða annað uppbyggilegt sem börn taka þárt í. Þarfasti þjónninn Til þess að allt þetta gangi upp þarf fjölskyldan bíl. Hraðinn næst ekki nema geta skotist á milli, ávallt á síðustu stundu, á bílnum. Hann er það heimilistæki sem dýrast er, en einna verst að vera án, hafi menn á annað borð vanið sig á þægindi einkabílsins. Sumir eru að visu svo viljasterkir og um- hverfisvænir að nota strætó eða hjól, en þeir ná aldrei meðalhraða hefðbundinnar fjölskyldu. Bíll er heimilistæki sem þarf að endurnýja á ákveðnu árabili. Sumir eru að vísu hagir í höndun- um og geta gert við tækið sjálfir, gefi sig eitthvað, og átt bílinn lengi. Aðrir kunna ekki að gera við bíla, opna ekki húdd og treysta því einu að vélin sé á sín- um stað, fari billinn í gang. Pistil- skrifari er í síðari flokknum. Því taldi hann á dögunum tíma til kominn að huga að bílaskiptum. Fjölskyldubillinn var orðinn sex ára og hafði staöið sig vel, raunar ekki slegið feilpúst frá fyrsta degi. Gott væri hins vegar að selja bíl- inn áður en bilanir létu á sér kræla, meðan ástand hans væri gott og þá með góðri samvisku. Endurnýjun íhuguð Fjölskyldubílinn okkar er spar- neytinn, enda af hæfilegri stærð. Konan vildi endurnýja bílinn í annan eins. Sagði góða reynslu af þessum. Þar sem karlar eru að- eins ofvaxnir drengir og sífellt að leika sér, eins og allar konur vita, freistaði nýtt og stærra leikfang undirritaðs. Ég fékk því léðan til reynslu fullvaxinn jeppa, dísilknúinn, hjá umboði einu í borginni. Konurnar tvær sem helst eru með mér í bíl, eiginkona og yngri dóttir, afgreiddu málið snarlega. Sú yngri settist afturí, mátaði sig og lagði og kvað upp sinn dóm. „Það er ekki gott að sofa í honum." Konan var stuttorð en gagnorð. „Hann er eins og traktor," sagði hún. Sennilega var það dísilhljóðið en það skiptir svo sem engu máli. Dómur var fall- inn. Ég skilaði stóra jeppanum. Ég hélt áfram að spá í málin og fór í umboðið sem selur bila eins og okkar, mátaði mig og frúna og reynsluók. Við náðum saman eins og jafnan áður og ákváðum að þarna væri bíllinn fyrir okkur. Hæfilega stór, hagkvæmur í rekstri og duglegur í ófærð. „Eig- um við að fá okkur svartan?" sagði ég við konuna og benti henni á sanseraðan sýningarbil, gott ef liturinn var ekki demant- svartur samkvæmt sýningarskrá. „Það er svolítið þjóðhöfðingja- legt," bætti ég við og gaf henni veifu að hætti Elísabetar drortn- ingar sem er sérhæfð í slíkum. „Nei," sagði hún. Þótt hún segði ekki neitt, skynjaði ég að henni þætti ég lítt þjóðhöfðingjalega vaxinn. „Það er útilokað að halda svörtum bílum hreinum," sagði hún. „Ég vil svona," sagði hún og benti á annan lit, praktískari. „Allt í lagi," sagði ég og treysti henni fyrir valinu. Hún er enda smekkleg í litavali. Hjá mér skipti meira máli að eignast nýja leik- fangið, óháð litnum. Einn af fjölskyldunni „Ég vil ekki nýjan bíl, ég vil að við eigum okkar áfram," sagði yngri dóttir okkar hjóna, þegar við sögðum henni frá ákvörðun okkar. „Þið seljið ekki bílinn minn." Hún hleypti í brúnir, munnurinn varð þvert strik, auk þess sem hún kross- lagði hendur á brjóst. Það var kom- ið babb í bátinn. Barnið var nánast alið upp í aftursæti þessa tiltekna bíls. Þar hafði hún setið undanfarin sex ár með okkur á ferðalögum og einkum með móður sinni á eilífu flandri og sendiferðum, fram og til baka um stræti borgarinnar. Hún hafði í upphafi setið þar í barnastól, þá á hækkunarpúða og loks ein og óstudd eftir því sem hún stækkaði. í þessu aftursæti hafði hún hlegið og grátið, hallað sér aftur í sætið og sofið eða hreinlega legið undir teppi, vakandi eða sofandi eftir lengd ferðanna. Henni þótti einfald- lega vænt um þennan bíl en ekki aðra. Þetta var hvíti bíllinn okkar, einn af fjölskyldunni. Við reyndum að róa hana og segja henni að svona gengi þetta fyrir sig. Bíla, þótt góðir væru, þyrfti að endurnýja á ákveðnu ára- bili. Nú væri komið að því hjá okk-- ur. Fortölurnar höfðu lítil áhrif. Hún stóð fast með sínum bíl. Ekki var alveg komið að fyrirhuguðum Lauqardagspistill Jónas Haraldsson skiptum svo við létum málið niður falla um hrið. Stúlkan var þvi sæl í sínum bíl næstu daga. Aftursætið var hennar heimur, hennar yfir- ráðasvæði. Einn hjá ókunnugum Skiptin voru þó ákveðin. í huga mér voru blendnar tilfinningar. Ég hlakkaði til að fá nýja bílinn, en fannst um leið vont að þurfa aö særa barnið sem augljóslega tók þetta nærri sér. „Viltu koma með mér að sækja nýja bílinn?" spurði ég þegar þar að kom. Hún féllst á það. Við héldum því á vettvang i okkar gamla og góða bíl. Ég gekk frá pappírsvinnunni og tók við lyklunum að þeim nýja. „Komdu," sagði ég við stúlkuna og gekk að nýja bílnum. „Förum við ekki á okkar bíl heim?" spurði hún með angist í röddinni. „Nei," sagði ég, „nú eigum við þennan." Hún sert- ist inn með tárin í augunum og horfði á gamla bílinn hverfa þeg- ar við héldum heim á leið. Hún var þögul á heimleiðinni. „Held- uröu að þér geti ekki þótt vænt um hann?" spurði ég og átti við nýja bílinn. „Ekki eins og okkar," sagði hún og var enn með hugann hjá þeim fjölskyldumeðlimi sem var skilinn eftir, einn og yfirgef- inn hjá ókunnugum. Kveðjustund Daginn eftir hafði stúlkan enn ekki tekið nýja bílinn almennilega í sátt. „Eigum við að fara og kveðja gamla bílinn betur?" spurði ég. Hún vildi það. „Þarna er hann," hrópaði hún þegar hún sá bílinn á bílasöluplaninu. Ég beið í nýja bílnum meðan hún fór út, gekk í kringum bílinn sinn, kíkti á glugg- ana og strauk varadekkinu. Með því kvaddi hún þennan fjölskyldu- vin. Hún fékk þann tíma sem hún þurfti. Þótt hún þurrkaði sér um augun sá ég að hún hafði grátið. Við sögðum því ekki margt á heim- leiðinni. Henni leið betur á eftir og er smám saman að ná sáttum við þann nýja. Aftursætið í honum er líka gort og mér leið betur þegar ég sá hana sofna þar í fyrsta sinn. Það var áfangasigur. Skilaboöin sem hún sendi föður sínum voru þó alveg skýr. Maður selur ekki vini sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.