Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 12
12 fólk LAUGARDAGUR 13. mars 1999 TIV í Lancaster í Bandaríkjunum bjó hinn sautján ára gamli Ter- rence Reineer ásamt íjölskyldu sinni. Drengurinn þótti einstak- lega efnilegur, gekk vel í námi og hafði ákveðnar skoðanir á þvi hvemig bæta mætti heiminn. Honum entist þó ekki aldur til þess að vinna nokkur þau verk, þar sem voðaskot varð honum að bana skömmu fyrir jól. Þegar ég heyri af brœóravígum ungra svartra manna þá verö ég mjög reióur, því ég veit aö Malcolm X og Martin Luther King dóu ekki fyrir málstaöinn til þess aó við gœt- um drepió hver annan. Þetta skrifaði Terrence Reineer í ritgerð skömmu áður en hann mætti sínum sorglegu örlögum. Ritgerð hans fjallaði um svertingja í Banda- ríkjunum og gerði Terrence tvo látna leiðtoga þeirra að umtalsefni sínu. „Ef ég gæti hitt Martin Luther King, þá segði ég honum að ég væri lifandi sönnun þess að draumur hans lifir enn. Ég er stoltur af sjálf- um mér. Hvorki ég né vinir mínir seljum eða notum eiturlyf. Ég drep ekki fólk eða ber á mér vopn. Ég hlakka til þess að klára menntaskól- ann og fara í háskóla." Þetta segir Terrence meðal annars í ritgerðinni. Kaldhæðnislegt í ljósi þess sem gerö- ist rétt fyrir síðustu jól. Kreistu höndina á mér Að kvöldi þess 13. desember sl. fór Terrence Reineer ásamt kærustunni sinni og vinum á heimili eins vinar- ins. Þau höfðu ekki staldrað lengi við þegar Keith Morgan, 17 ára, tók upp 38 kalibera skambyssu sem hann vissi af í húsinu, tók skothylkið úr, leit á það og setti það síðan aftur í byssuna. Síðan beindi hann byss- unni aö Terrence, sem sagði: „Farðu varlega með þetta!“ en þá hljóp skot úr byssunni og Keith Morgan flúði út úr herberginu. Skotið hafnaði í höfði Terrence. Svo segir Kristel kærasta hans frá í blaðaviðtali: „Terrence datt í gólfið og blóðið fossaði úr enninu á honum. Ég hljóp niður til að ná í handklæði, reyndi að þurrka blóðíð, en hélt jafn- framt í hönd hans og sagði: „Ef þú heyrir í mér Terrence, kreistu þá höndina á mér.“ Terrence kreisti ekki á henni höndina. Móðir hans fékk strax upphring- ingu þar sem greint var frá því að sonur hennar hefði verið skotinn. Hún bað þess alla leiðina á sjúkra- húsið að allt yrði í lagi, en þegar hún sá hann, hvarf henni öll von: „Höfuð hans var þrútið og það var allt í blóði. Blóðið lak úr heilanum á hon- um; það var hryllingur...hann leit ekki út eins og drengurinn minn,“ sagði Pamela. Terrence lést skömmu síðar. Hver er sekur? Engar sannanir eru fyrir því að Keith Morgan hafi viljandi skotið Terrence og reyndar þykir flestum líklegt að um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Hann fór sjálfur til lögreglunnar kvöldið sem Terrence lést, en engu að síður var Morgan ákærður fyrir manndráp og settur í fangelsi í Lancaster. Tryggingar- gjald var ákveðið 150.000 dollarar og enn hefur ekki verið réttað í mál- inu. Tveir aðrir unglingar hafa einnig verið kærðir vegna dauða Terrence. Upp komst að hinn 18 ára gamli Jason Leed, hafði stolið skammbyss- unni sem varð Terrence að bana og var hann ákærður fyrir þjófnað. Sautján ára gamall piltur, sem bjó í húsinu þar sem slysið átti sér stað, var ákærður fyrir að hafa undir höndum stolið vopn og fyrir að eyði- leggja sönnunargögn, þar sem hann faldi byssuna eftir voðaatburðinn. Byssan hefur aldrei fundist. Foreldrar Terrence segjast vera hrædd um að málinu verði ýtt til hliðar sem slysi. „Þegar byssu er beint að höfði einhvers, þá er ekki um slys að ræða,“ sagði móðir hans í viðtali við Sunday News. „Sonur okkar átti sér framtíð og við ætlum Terrence Reineer, ásamt móður sinni og systkinum, skömmu fyrir hinn örlagaríka atburð. ekki að taka dauða hans þegjandi. Við viljum vita hvers vegna þetta gerðist, af hverju þessi unglingur var með byssu og hvers vegna móð- ir hans vissi ekkert um að það væri byssa í húsinu.“ Tíðni morða, sjálfsmorða og slysa af völdum skotvopna meðal ung- lingspilta á aldrinum 15-19 ára, hef- ur meira en tvöfaldast í Bandaríkj- unum hin síðari ár. Stöðvum ofbeldið Þegar Terrence var jarðaður var snjófól yfir jörðu. Presturinn talaði um persónu Terrence, dýptina og hlýjuna sem einkenndu hann. „Hann var djúpur eins og hafið og persónuleiki hans var hlýr eins og sólin sjálf. í fjarveru hans þurfum við öll að endurskoða lífið.“ Fjölskylda Terrence hefur stofn- að samtök sem bera nafnið Stop the Violence, eða Stöðvum ofbeldið. Fyrsta verkefni þeirra var að dreifa stuttermabolum með mynd af Ter- rence framan á, og slagorðinu Stöðvum ofbeldið aftan á. Ágóðinn af sölunni verður lagður í sjóð sem veittur mun þeim sem vinnur upp- byggjandi starf í þágu unglinga. Þeim sem leggja sitt af mörkum svo að ofbeldinu megi linna. -þhs Frændi Terrence Reineers: Eiga byssur eins og við vasaljós Guðmundur R. Karlsson, dóm- vörður hjá Hæstarétti, er náskyld- ur Terrence heitnum Reineer. „Amma drengsins, Sigríður systir mín, fór til Bandaríkjanna árið 1947. Frænka okkar hafði gifst hermanni og flust með honum til Bandaríkjanna í stríðslok. Sigga fór að heimsækja hana en kom ekki aftur til baka. Hún giftist í Bandaríkjunum, eignaðist tjögur börn og lést 1991.“ Ein dóttir Sigríðar heitinnar er Pamela móðir Terrence, en fjöl- skylda þeirra hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Guðmundur seg- ist hafa haldið góðu sambandi við skyldmenni sín og síðast heimsótt ’fjölskylduna i fyrrasumar. Þá hitti hann líka Terrence. „Ég heyrði síðan ekkert frá þeim um jólin og þótti það skrýtið, en það skýrðist auðvitað þegar mér bárust þessar ömurlegu frétt- ir. Fiölskyldan hafði orðið fyrir því mikla áfalli að missa drenginn og ekki haldið jól með venju- bundnum hætti,“ segir Guðmund- ur. Þegar Guðmundur er spurður hvernig atburðurinn komi honum fyrir sjónir, segist hann sannfærð- ur um að um slysaskot hafi verið að ræða. „Terrence fór með kunn- ingjum sínum í hús og einn drengjanna fór að fíflast með byssu. Hann ætlaði sennilega að hræða kunningjana og spila sig stóran karl, eins og strákar gera, en allt fór á annan veg.“ Málið hefur fengið mikla athygli fjölmiðla. Gerist svona lagað ekki á hverjum degi í Bandaríkjunum? „Þetta gerist víst allt of oft, en engar kann ég skýringar á því hvers vegna þetta mál vekur svo mikla athygli. Ef til vill er það vegna þess að Lancaster er fremur lítil borg, eða svipuð Reykjavík að stærð og „rólegur lítill bær“ á bandaríska vísu, þó að mikið sé um ofbeldi í hinum og þessum stórborgum." Guðmundur segir að íslenskum ættingjum Terrence flnnist málið allt hið hörmulegasta og játar að hann hafi fengið áfall þegar frétt- irnar bárust. „Terrence var mjög efnilegur piltur. Dauði hans var slys og slys- in geta afls staðar gerst, en rót vandans er auðvitað sú að byssur eru til næstum á hverju einasta heimili i Bandaríkjunum. Byssu- eign er fyrir þeim eins og fyrir okkur að eiga vasaljós. Maður hef- ur séð þetta í amerískum bíó- myndum; ef fólk heyrir þrusk að kvöldlagi rífur það upp byssuna og fer svo og gáir hvað er að ger- ast. Nú höfum við fengið að kynn- ast óþyrmilega hvað getur gerst ef óvarlega er farið með þessi vopn.“ -þhs Guðmundur R. Karlsson, dómvörður í Hæstarétti. Hann hitti Ter- rence, foreldra hans og systkini í fyrrasumar. Öll fjölskyldan er vitaskuld harmi slegin yfir atburðinum. DV-mynd Teitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.