Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Side 20
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 JL>"V 20 IH A sviðinu með Whitney Houston Myndirnar eru eins konar nafnspjald Kristínar. Þær þarf hún að skilja eftir þar sem hún hefur unnið og þar sem hún kemur. Kristín Margrétardóttir ákvað að flytja til Danmerkur þegar hún átti tvö ár eftir af Menntaskólan- um í Reykjavík. í Danmörku kláraði hún menntaskólann og fór síðan að vinna á veitingastaðnum Hard Rock þar sem ljósmyndari „uppgötvaði“ hana. Nú starfar hún sem fyrirsæta í New York. „í fyrrasumar kom ljósmyndari inn á Hard Rock þar sem ég var að vinna, sá mig og sagði við mig að ég ætti endilega að prófa að að fara til New York og athuga hjá nokkrum módel- skrifstofum hvort þær væru til i að styrkja mig. Ég ákvað að slá til, fann góða umboðsskrifstofu sem sam- þykkti það og nú hef ég nýlega fengið atvinnuleyfi til þriggja ára,“ segir Kristín. Sem kunnugt er þurfa fyrirsætur úti í hinum stóra heimi alfarið að brjótast áfram af eigin rammleik. Á morgnana er hringt í þær frá umboðs- skrifstofunum og þeim sagt hvert þær eiga að fara. Þær taka möppu með myndum af sér og arka af stað. Þá eru á staðnum ef til vill tuttugu stelpur frá öðrum umboðsskrifstofum og það er viðskiptavinurinn sem ákveður hverja þeirra hann vill nota. „Þá er málið að vera ofsalega næs og láta muna eftir sér,“ segir Kristín. Svo vel hefur gengið að Kristín fékk um daginn hlutverk í myndbandi Whitney Houston við lagið It’s not True But It’s O.K. af nýjustu plötunni hennar. Kristín segir að það hafi ver- ið skemmtileg vinna. Verkefnið fékk hún í gegnum módelskrifstofuna sem raunar hafði í byrjun afskrifað hana frá því. „Þetta var eitt af þessum hræðilegu castings," segir Kristín. „Þar sem maður stendur fyrir framan vídeó- myndavél og þarf að segja eitthvað um sjáifan sig. Lagið er um strák sem er að halda fram hjá stelpu, og við þurftum fyrir framan myndavélina að segja frá einhverju slæmu sem við hefðum gengið í gegnum í ástarsam- bandi. Ég hef aldrei gengið í gegnum neitt slæmt og þurfti því að búa til einhverjar reynslusögur." Kristín fékk starfið og upptökur tóku tvo daga. Fyrri daginn mætti hún klukkan tvö um daginn og var til fjögur um nóttina, þá drógust tökur vegna þess að aðalstjaman var of sein. Fyrri daginn mættu þrjátíu stelpur en aðeins helmingurinn var beðinn að koma aftur næsta dag og Kristín var í þeirra hópi. „Þetta var rosalega gaman,“ segir hún, „og jafn- framt mjög fyndið. Við stóðum fyrir aftan Whitney og áttum að vera ofsa- lega reiðar á svipinn. Hún er náttúr- lega að segja við kærastann sinn í lag- inu: „Þetta er ekki rétt en mér er al- veg sama, þú getur gert hvað sem þú vilt, ég vil ekki sjá þig lengur.” Og við þóttumst syngja með.“ Kristín er 21 árs og hefur verið á ferðalögum síðan hún fór til Dan- merkur til þess að fara í mennta- skóla. Þá tók hún vinkonu sína með sér en síðan hefur hún ferðast upp á eigin spýtur. Hún segir ekkert ógn- vekjandi fyrir unga stúlku að vera á ferðalagi í svona stórum heimi þar sem hún hafi alltaf verið sjálfstæð. Kristín er líka bjartsýn á framtíð- ina en segist ekki vera að hugsa um að gera fyrirsætustörfm að lífsstarfi sínu. Frekar ætlar hún að starfa við þau í nokkur ár og snúa sér síðan að öðru. „Ég er afskaplega ævin- týrafýsin og nýjungagjörn og mig hefur alltaf langað að fara til Banda- ríkjanna. Ég lít á störf mín hér sem gott tækifæri til þess að ferðast meðan ég er enn ung. Langskóla- nám getur komið seinna og þá fmnst mér sálfræðin heillandi kost- ur. Ég hef nægan tíma til þess að mennta mig.“ -þhs Ofurstjarna fellur frá: Hvert fórstu, Joe DiMaggio? Ein af ofurstjörnum amerískrar iþróttasögu er Joe DiMaggio sem féll frá fyrr í þessari viku. Hann var einn af þeim mönnum sem ná því að verða goðsagnir í lifanda lifi. íslendingar kynntust honum lítt nema í gegnum fjöldann allan af amerískum kvik- myndum, þar sem minnst er á hann með mikilli lotningu. Þegar andláts- fregnin barst hljómaði gamalkunnugt stef í kolli margra, stef sem er ættað úr lagi Simons og Garfunkels um Mrs. Robinson. Línan hljómaði svo: „Where have you gone, Joe DiMaggio?" eða „Hvert fórstu, Joe DiMaggio?“. Hinn nýi Babe Ruth Jolton DiMaggio fæddist í Martinez í Kaliforniu, þann 25. nóv- ember árið 1914, og var áttundi í röð níu systkina af sikileyskum ættum. Tveir bræður hans náðu einnig svo langt að komast í æðstu deildina, eða „Major League“, í hafnabolta. Dom DiMaggio með Boston Red Sox og Vince DiMaggio með Philadelphia Phillies. í San Franciso, þar sem Joe ólst upp, var mun auðveldara og raun- særra að láta sig einungis dreyma um að komast í „Major League“. Nær- tækara var að sætta sig við að leika með The Seals sem lék í neðri deild- um. Með þeim lék Joe og stóð sig svo vel að eigandi New York Yankees, Jacob Rubbert, ákvað að kaupa hann. DiMaggio lauk neðri deilda ferli sín- um með Selunum árið 1935. Vorið 1936 mætti DiMaggio síðan á æflngu hjá Yankees þar sem stjarna liðsins, Lou Gherig, tók á móti hon- um. Joe var mjög hógvær og ákvað að vinna sér virðingu félaga sinna með því að láta kylfuna og köstin tala. Þau töluðu svo sannarlega á afar sannfær- andi máta og í íþróttalýsingum var því haldið fram að fram væri kominn nýr Babe Ruth. Stórkostlegur ferill Joe kvæntist í fyrra sinn árið 1939. Konan var leikkona að nafni Dorothy Arnold. Þau eignuðust saman son, Joe. Þau skildu árið 1944. Á þessum árum var Joe á hátindi ferils síns. Hann var kjörinn verð- mætasti leikmaður deildarinnar árin 1939, 1941 og 1947. Hann lék með Yankees til úrslita í Heimsmeistara- mótinu í hafnabolta árin 1936, 1937, 1938, 1939, 1941, 1942, 1947, 1949, 1950 og 1951. Yankees unnu öll árin nema 1942. Árið 1941 setti hann met sem átti Joe DiMaggio sagði eftir sigur í heimsmeistara- keppninni: ,.Ég vil þakka Drottni tyrir að gera mig að Yankee-leikmanni." Joe DiMaggio sýnir gamla Joe var giftur gyðjunni Marilyn Mon- roe í níu mánuði árið 1954. að strax í október sama ár. Joe var miður sín og héldu þau góðum vin- skap allt til dauða Marilyn þann 5. ágúst 1962. Sögusagnir hermdu að Joe hefði verið að því kominn að biðja hana að giftast sér aftur. Joe sá um út- fqr gyðjunnar og rósir hans prýddu gröf hennar mörg ár á eftir. -sm eftir að standa í 40 ár. í febrúar árið 1943 gekk Joe i her- inn og var við líkamsþjálfun fyrir flugherinn til loka striðsins og fór því aldrei á slóðir bardaganna. Átta árum siðar, eða 11. desember 1951, tilkynnti Joe að hann væri búinn að leggja kylf- una á hilluna. Við það tilefni sagði hann: „Mér finnst ég hafa náð því stigi þar sem ég get ekki lengur sýnt félag- inu mínu, þjálfara, félögum og aðdá- endum, þann hafnabolta sem tryggð þeirra við mig á skilið.“ Árið 1955 var Joe kosinn í Baseball Hall of Fame eftir að hafa verið kjör- gengur í þrjú ár. 14 árum síðar var hann kjörinn mesti þálifandi hafna- boltamaður heimsins. Gyöjan Þrátt fyrir að ferillinn væri á enda var lífi Joes svo sannarlega ekki lok- ið. Þann 14. janúar árið 1954 gengu Joe og Marilyn nokkur Monroe í hjónaband í ráðhúsinu í San Francisco. Þau höfðu verið kynnt skömmu áður á veitingastað í New York. Almenningur fylgdist grannt með ástarsambandi þeirra sem var skammvinnt. Marilyn sótti um skiln-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.