Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 sýiðsljós Olyginn sagði... ... að Bruce Willis væri í mikiu uppáhaldi hjá lesbíum. Ætla mætti að hin rakaða og harða Ikona Brúsa, Demi Moore, væri átrúnaðargoð lesbía, en svo er ekki. Bruce var um daginn við- staddur opnun sýningarinnar Enginn er fullkominn í safni samkynhneigðra í Berlín. For- stöðumaður safnsins segir að þær persónur sem Bruce Willis leiki séu yfirleitt eins og lesbíur vildu haga sér. Þær hugsi jafn- an að þannig áhrif vildu þær hafa á konu. ... að Courtney Love væri gjör- breytt. Hún hefur algjörlega horfið frá fyrra og sukksamara líferni. Nú síðast hætti hún að reykja. Skýringin á þvf er sú að Courtney lofaði dóttur sinni, Francis Bean, að hún myndi fleygja sígarettupakkanum þeg- ar hún væri svo dugleg að lesa að hún gæti lesið bók Dr. Seuss, Green Eggs and Ham, alein. Það gerðist um daginn og þvf er rettan flogin. ... að Brad Pitt svæfi ekki vel um þessar mundir. Þrátt fyrir að Athena Marie Rolando, stúlkan sem hefur lagt hann í einelti, hafi verið dæmd til að halda sig fjarri honum, var hegðun hennar í rétt- arsalnum ekki til að gera Brad bjartsýnni. Hún sagðist vera Amor og viðurkenndi einnig að hún heyrði raddir og birti nekt- armyndir af sjálfri sér á Netinu. Þegar hún var spurð hvort hún væri biluð svaraði hún að hún væri biluð að því leyti að hún kallaði sig Amor. Amor væri hins vegar bilaður. ... að hin unga söngkona Brandy væri ekki mjög skap- góð þessa dagana. Nýtt 16 ára söngstirni vestanhafs, Britney Spears, fékk að kynnast því um daginn þegar hún sá Brandy á förnum vegi. Britney þótti mjög gaman að sjá stöllu sína og fór til hennar og sagðist dá verk hennar. Hún bjóst við því að geta rætt bransann við Brandy, en það eina sem Brandy sagði var: „Fínt á þér hárið.“ Meira var það ekki. að Jerry Seinfeld, ís- landsvinurinn litli, væri í vand- ræðum. Nýlega var hann sak- aður um að stela giftri konu að nafni Jessica Sklar Nederiander. Hann lét hins vegar ekki þar við sitja heldur er hann einnig búinn að endurnýja sam- bandið við gamla kærustu, Eveiin locolano. Þau sáust nýlega á veit- ingahúsi þar sem þau virtust vera að endurnýja ástarfunann. Sama dag gaf Seinfeld henni tennisarm- band að verðmæti kr. 800 þúsund. Alltaf í sportinu. ... að illa gengi hjá Helen Hunt að ná unnusta sínum, Hank Azaria, upp að altarinu. Helen hefur sagt vinkonum sfnum að þau rífist mik- ið og nýiega rifust þau í hverfis- verslun- inni sinni. Svo virð- ist sem brúðar- kjóllinn, sem kost- aði tæpa eina og háifa míllj- ón króna, megi fær- ast innar í fataskáp- inn. ... að í sambandi Liams Gallagher og Patsyar Kensit væri að glaðna til. Liam flaug á tökustað nýjustu myndar Patsyar á Mön en myndin er um George Best. Patsy og Liam voru óaðskiljanleg allan tímann. ... að Kate Moss hefði opnað sig um fíkniefnavandræði sín. Kate fór sem kunn- ugt er í eitur- lyfjameðferð í London fyr- ir skömmu. Hún segir að hún muni aldrei fara aftur í sama farið. Kate var nýlega edrú á tísku- sýningu og var það í fyrsta skipt- iðMOár. GRUVIDIG i M i ll GRUnDIG II • 29" Super flatur/svartur myndlampi • 100Hz myndtækni • Rykfrír Clear Color myndlampi • CTI og Perfect Clear litakerfi • 2x20 watta Nicam Stereo magnari • Textavarp meb íslenskum stöfum • Valmyndakerfi • RCA tengi framan á tækinu • Tvö Scart tengi • Fjarstýring M72100 rn? eþírítí] • 29" Super flatur Black Line myndlampi • 2x20 watta Nicam Stereo hljóökerfi • Textavarp meb íslenskum stöfum • Allar abgerbir á skjá • Hátalara tengi • RCA tengi framan á tækinu • Tvö Scart tengi • Fjarstýring TVC293 • 29" Super Megatron rykfrír myndlampi • Dínamískur fókus • CTI Clear Color litakerfi • 2x20 watta Nicam Stereo hljóbkerfi • Textavarp meb íslenskum stöfum • Valmyndakerfi • RCA tengi framan á tækinu • Tvö Scart tengi • Fjarstýring ST72860 • 28" Black Matrix myndlampi • 2x20 watta Nicam Stereo hljóbkerfi • Textavarp meb íslenskum stöfum • Allar abgerbir á skjá • Scart tengi • Fjarstýring UTV8028 HICAM STEREO I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.