Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Page 22
22 "1 • útlönd 1*0 LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Flóttakóngurinn Gamli verslunarskólinn í Fred- rikssund á Sjálandi í Danmörku, þar sem léttarhöldin yfir heims- fræga sænska flóttakónginum og kvennabósanum Clark Olofsson fara fram, líkist nú víggirtum kast- ala. Allt í kringum skólann standa lögreglumenn í skotheldum vestum meö vélbyssur. Yfir bænum, þar sem alla jafna ríkir ró og friður, sveimar lögregluþyrla. Af ótta við að reynt verði að frelsa Olofsson var ákveðið að halda ekki réttarhöldin yfir honum í Kaupmannahöfn held- ur í litlum bæ úti á landsbyggðinni. Olofsson er ákærður fyrir að hafa, ásamt fimm öðrum, smyglað 60 kílóum af amfetamíni og 300 kíló- um af hassi til Danmerkur. Olofs- son, sem er 51 árs og hefur dvalið samtals 26 ár á bak við lás og slá, hélt því fram árið 1991 að hann myndi framvegis feta vegi dyggðar- innar. Það var þegar hann var bú- inn að afplána síðasta fangelsisdóm sinn. Sextán Ein vinsælasta lækningajurt heims! Éh eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri herbergja lúxusvilla Síðustu árin hefur Olofsson búið í sextán herbergja lúxusvillu í bæn- um Zonhoven í Belgíu ásamt fjöl- skyldu sinni, konu og þremur böm- um. Hann hefur titlað sig blaða- mann og rithöfund. í apríl í fyrra var Olofsson handtekinn á Gran Canaria. Hann var fluttur til Dan- merkur í september síðastliðnum. Undanfarna fjóra mánuði hefur hann setið í einangrunarklefa. Eig- inkonan kveðst ekkert vita um mál- ið. Elsta dóttir Olofssons, sem hann var að heimsækja er hann var hand- tekinn, segir föður sinn fullan ör- væntingar og ekki vita um hvað málið snúist. Hann sé alls ekki sek- ur um það sem hann er ákærður fyrir. Olofsson, sem átti áfengissjúkan föður og geðveika móður, hefur hins haft ýmislegt á samviskunni. Hann varð góðkunningi lögreglunnar á sjöunda áratugnum. Hann stundaði innbrot og bilaþjófnaði. Þegar hann var 19 ára var talað um hann eins og stórglæpamann. Lögreglan kom að Olofsson og fé- laga hans í einu innbrotanna. Félag- inn skaut til bana lögreglumann og mikil leit hófst að þeim félögum. Þeim tókst þó að ræna banka áður en þeir náðust mánuði seinna. Olofsson var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir drápstilraun. Hann komst á forsíður dagblað- anna árið 1969. Þá tókst honum að flýja til Tenerife frá rammgirtasta fangelsi Svíþjóðar í Kumla. Olofsson var um skeið í felum á eyjunni áður en hann hélt til Frakklands. Þar var Flóttakóngurinn og bankaræninginn Clark Olofsson er nú fyrir rétti í Danmörku. 150 vopnaðir lögreglumenn gæta byggingarinnar þar sem réttað er til að koma í veg að reynt verði að frelsa flóttakónginn. hann handtekinn og sendur til Sví- þjóðar. Gíslataka á Norrmalmstorg Árið 1972 flúði Olofsson á ný og rændi banka. Hálfu ári seinna var handtekinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Þann 24. ágúst 1973 átti sér svo Jóhann Hannó Jóhannsson, lögg. bifreiðasali Sigríður Jóhannsdóttir, lögg. bílasali Friðbjörn Kristjánsson, sölufulltrúi Jóhann M. Olafsson sölufulltrúi EVROPA BÍLASALA „TÁKN UM TRAUST“ Faxafen 8 Sími 581-1560 Fax 581-1566 Opnum kl. 8.30 virka daga ault Megane Scenic ek. 28 þús. km. Verö i0 þús. Renault Megane Opera '98 1. skrán. d. 06 98. ek. 11 þús. km. Veró 1.520 þús bí; L. EVRÓPA-BlLASALA býður nú fyrst bílasala upp á sölumeðferð fyrir þig sem þarft að selja bílinn þinn. það er ekki eftir neinu að bíða- hafðu samband við sölumenn okkar strax, fáðu upplýsingar og skráðu bílinn í meðferð. við vinnum fyrir þig. Opið alla daga Sími 581 1560 stað það sem gerði Olofsson, sem þá var 26 ára, heimsfrægan. Þá tók glæpamaðurinn Jan-Erik Olsson fjóra gísla í Kreditbanken á Norrmalmstorg i Stokkhólmi. Hann krafðist þriggja milljóna sænskra króna, vopna, bils og þess að Clark Olofsson yrði látinn laus. Sænska ríkisstjóminn varð við kröfum mannræningjans. Olofsson var fluttur frá fangelsinu og í bank- ann. Gíslarnir fengu ekki frelsi fyrr en fimm dögum seinna þegar lög- reglan gerði áhlaup á bankann. Lög- reglan hélt því ffam að Olofsson hefði skipulagt gíslatökuna til þess að komast út úr fangelsinu en hann var sýknaður við réttarhöld. Eftir þessa dramtísku sólarhringa í bank- anum lýstu nokkrir gíslanna því hversu hrífandi, gáfaður og aðlað- andi Clark Olofsson væri. Bonnie og Clyde-sögur Næstu árin voru blööin full af Bonnie og Clyde-sögum af því þegar Olofsson var gripinn í félagsskap kvenna. I fangelsinu varð ungur fé- lagsráðgjafi ástfanginn af Olofsson. Þau trúlofuðu sig og hún var með honum þegar hann flúði til Þýska- lands eftir fjölda bankarána á Norð- urlöndum. Olofsson kom til Danmerkur 1975 og rændi þar nokkra banka. Eftir bankarán í Kolding flúði hann ásamt félaga sínum í stórum mótor- bát. Mótorinn sprakk og félaginn brenndist illa. Þeim tókst þó að halda áfram í gúmmíbát til Samso þar sem þeir stálu nýjum mótorbát og hurfu. ídesemher 1975 rændi Olofsson banka í Árósum. Mánuði seinna komst hann undan eftir átök við belgísku lögregluna. Eftir tvö bankarán til viðbótar í Árósum og Gautaborg, þar sem hann tók bankastjórann og aðalgjaldkerann í gíslingu, var komiö að skuldadög- um. Olofsson var dæmdur í átta ára fangelsi. Frelsaður úr fangelsinu Hann hafði setið á bak við lás og slá í Norrköping í eitt ár þegar vörubíl, sem í voru þrír menn vopn- aðir vélbyssum, var ekið inn um þrjú hlið fangelsisins. Clark Olofs- son og þrír aðrir fangar stukku upp í Ford Mustang bifreið sem ók á eft- ir vörubílnum. í þetta sinn naut Olofsson frelsis í tæpan mánuð áður en hann varð að gefast upp fyrir lögreglunni sem hafði umkringt hann. Að þessu sinni var Olofsson settur í einangrun í Kumlafangelsinu. Hann fór í hungurverkfall til að mótmæla aðstæðunum í fangelsinu og léttist um 22 kíló á 50 dögum. Þegar Olofsson var látinn laus ár- ið 1984 var það í fyrsta sinn sem hann steig út fyrir fangelsismúrana í 20 ár án þess að um flótta væri að ræða. Hann lýsti því þá yfir að hann ætlaði að verða blaðamaður og lifa eðlilegu lífi. Góðar gáfur Góðar gáfur Olofssons, greindar- vísitcda hans er 126, hafa átt sinn þátt í að til varð goðsaga um hann. Hann lagði stund á nám í blaða- mennsku og félagsffæöi í fangels- inu. Hann var því langt frá því að vera lítt gefinn smákrimmi sem átti ekki annarra kosta völ en að feta glæpabrautina. Samt sem áður leið ekki nema hálft ár áður en Clark Olofsson var handtekinn í Belgíu að beiðni sænsku lögreglunnar. Hann var dæmdur fyrir að vera höfuðpaurinn á bak við fíkniefnahring. Hann var látinn laus 1991. Og árið 1997 var Olofsson á ný bendlaður við fikniefnahring. Lög- reglumenn í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi og Spáni höfðu haft samvinnu þegar Olofsson var hand- tekinn á Gran Canaria. Saksóknarar halda því fram að um alþjóðlegan fikniefnahring sé að ræða þar sem hver aðili hafi gegnt ákveðnu hlutverki. Sumir hafi fjár- magnað flkniefnakaupin, aðrir selt efnin og enn aðrir séð um flutning á þeim. Hleranir Aðalsönnunargögn saksóknara eru hleranir. Saksóknarar hafa und- ir höndum 1000 klukkustunda upp- tökur. Af þeim hafa þeir valið 216 samtöl upp á þrettán klukkustundir sem kviðdómur þarf að hlusta á. Clark Olofsson hefur viðurkennt smygl á 80 kílóum af hassi frá Marokkó til Danmerkur. Hann vís- ar á bug öllum öðrum ásökunum. Við réttarhöldin hafa sakboming- ar verið spurðir um persónulegar aðstæður. Þegar röðin kom að Olofs- son neitaði hann að segja frá sjálf- um sér. „Til hvers? Ég hef verið kvæntur í 24 ár, á fimm börn og bý í Belgíu. Það er allt og sumt.“ Hann lét þó tilleiðast og bætti við að sext- án ár væm liðin síðan hann hét Clark Olofsson. Nú væri hann belgískur ríkisborgari og héti Dani- el Oderth Demuynck. Húsið hans væri á nafni eiginkonunnar. Hann á byggingafyrirtæki, skrifar bækur og flytur út geisladiska. Við réttarholdin hefur komið fram að danska lögreglan hefur í tvígang gripið fikniefnasmyglara sem höfðu í fómm sínum byssur í eigu Clarks Olofssons. Byggt á Jyllands-Posten

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.