Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Side 25
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Wlkx Lennox Lewis: Mamma er best Lennox Lewis er mörgum kunnur fyrir þung högg sín í boxhringnum. í kvöld mætir Lennox hinum svaka- lega Evander Holyfield sem hafði svo eftirminnilega lystaraukandi áhrif á Mike Tyson. í nýlegu viðtali í OK sýnir Lennox á sér mjúku hlið- ina og kemur fram með móður sinni sem honum þykir, eins og öllum góðum drengjum, langbest. í viðtalinu segir að hún sé ekki bara móðir hans heldur í raun ailra sem í kringum Lennox eru. Hún gef- ur öllum að borða mat sem Lennox segir einstakan í sögu alheimsins, þvær og lítur eftir starfsliðinu. Violet Lewis segist vera mjög ánægð með að geta orðið syni sín- um að liði þótt hún sakni auðvitað hvolpanna sinna sem hún varð að skilja eftir á heimili sínu í Kanada. Lennox leggur mikið upp úr bar- daganum í kvöld og segist ekkert vera hræddur við Holyfield. Það eina sem hann hræðist er að tapa. Hann segist vilja vinna fyrir Bret- land. Margir hafa haldið því fram að hann sé kanadískur en hann seg- ist vera breskur, fæddur þar og upp alinn. Violet vonar aö Lennox geri sitt besta, meira fer hún ekki fram á. Hún vonar þó að hann vinni þvi að honum hafi sámað mjög i það eina skipti sem hann tapaði bardaga. -sm Möguleikar á skíðaferðum til Noregs með stuttum fyrirvara: irl 'mÆ-M Diskótekið hafið á ný eftir kl. 1ÖU föstudags- og laugardagskvöld Erotic Nightclub pors||g^fé BRAUTARHOLTI 20 SÍMI 552 8100 www.thorscafe.com DV. Holmenkollen:________________ Þegar Lasse Kjus fer jafnhratt aft- ur á bak og áfram niður brekkum- ar og Björn Dæhlie er kominn í guðatölu meðal Norðmanna, þarf engan að undra þótt útlendingum detti í hug að framtíð lands og þjóð- ar sé á skíðum. Saga þjóðarinnar er líka skíðasaga og stökkpallurinn á Holmenkollen er álíka helgur stað- ur og Þingvellir á íslandi. Hvar sem snjó er að finna - og hann er um allt land - verður vart þverfótað fyrir jafnvel agnarsmáum Norðmönnum með þessar undar- legu löngu spýtur undir fótunum. Smákríli sem efast má um að geti gengið óstudd, þjóta niður brekk- umar og sýna að nýir afreksmenn eru að vaxa upp úr sköflunum. Ört vaxandi áhugi Norðmanna á þjóðaríþrótt sinni, skíðunum, gerir það og að verkum að aðstæður til skiðaiðkunar batna ár frá ári. Á næstu tveimur ámm er talið að fjár- fest verði fyrir 30 milljarða ís- lenskra króna í skíðalöndum Norð- manna. Það segir mikið um hvern hlut Norðmenn ætla sér í framtíð- inni. Samkeppni við Alpana Það em umfram alit einkaaðilar sem veðja á að ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, fjölgi ár frá ári. Því þarf fleiri og stærri hót- el, lengri lyftur, fleiri brekkur og fleiri fjaliakofa. Ferðaþjónar leggja nú höfuðáherslu á að lokka fólk til landsins á vetrum í samkeppni við Alpalöndin, sem til þessa hafa boðið eftirsóttustu skíðasvæðin. islendingar hafa alltaf sótt i ein- hverjum mæli til Noregs, til að renna sér við skárri aðstæður en fást á íslandi. Af norsku skíðasvæð- unum er það Geilo og Lillehammer sem alitaf hafa notið mestra vin- sælda meðal íslendinga og á báðum þessum stöðum hafa íslenskir lands- liðsmenn á skíðum verið við æfing- ar. Úr mörgum fleiri stöðum er þó ao velja „Hér eru lyftur og gisting mun ódýrari en á vinsælli skíðasvæðum í Austurríki eða Frakklandi,” segir Marías Stefánsson, gæslumaður í skíðalöndunum í Geilo, við DV en hann hefur undanfarið aðstoðað ís- lendinga sem vilja komast á skíði í Noregi í samvinnu við ferðaskrif- stofuna Islandia Travel í Ósló. Stuttur fyrirvari „Hér getur fólk iíka mjög auðveld- lega bjargað sér upp á eigin spýtur. Menningarmunur er lítill og auð- velt að gera sig skiljanlegan. Hér er hægt að komast í fyrsta flokks skíðalönd án verulegrar fyrirhafnar eða langrar skipulagningar,” segir Marías. Ókostirnir eru hins vegar að mat- ur er yfirleitt dýrari en sunnar í Evrópu og svo eru norsku skíða- brekkurnar styttri en brekkurnar í Ölpunum. „Það er eðlilegt að fólk frá íslandi skoði fremur þann möguleika að fara til Noregs en sunnar í Evrópi til að fara á skíði. Hingað er styttra að fara,” segir María Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstof- unnar Islandvia Travel í Ósló, við DV. Hún verður vör við vaxandi áhuga landa sinna á norsku skíða- brekkunum. Páskar nálgast Nú þegar líður að páskum er rétt að huga að þeim möguleika að bregða sér á skiði í Noregi. Geilo hefur lengi verið vinsælasti staður- inn meðal íslendinga. Þar eru 5 þús- und gistipláss af öllum gerðum, en vissara er að panta í tíma því stað- urinn er fjölsóttur. Norefjell er innan seilingar frá Ósló. Þar eru góðar skíðabrekkur og margar lyftur en gistimöguleikar eru færri vegna nálægðarinnar við höfuðborgina. Á hótelum þar eru gistirými fyrir 340 manns og fyrir 600 í smáhýsum. í Trysil, nærri sænsku landamær- unum norðaustan Óslóar, er þjón- usta við skíðafólk stór atvinnugrein og þar eru 24 lyftur fyrir svigkapp- ana. Hér reyna skíðafrömuðimir að laða til sín fjölskyldufólk - og það er vissara að panta með góðum fyrir- vara. Þarf ekki úr borginni í Hafjell við Lillehammer eru ein- hverjar bestu brekkurnar í Noregi. Þar var keppt á ólympíuleikunum árið 1994 og í Lillehammer eru fin- ustu skíðahótelin. Alþýðlegri, fjöl- skylduvænni og ódýrari skíðalönd er hins vegar að finna í Hoveden, alllangt vestan Óslóar. Möguleikarnir eru sem sagt nær óendanlegir og ekki má gleyma að ef hugurinn stendur bara til skíða- göngu, þá er nóg að fara til Óslóar. Borgin býður upp á 30 merktar göngubrautir. Ekki hefur skort snjó í Noregi í vetur og sumir skíðastað- irnir lofa fjögurra metra snjódýpt. Stökkpallurinn á Holmenkollen er þjóðarhelgidómur í Noregi og helsta tákn skíðaiðkunar í landinu. Þaðan er hægt að leggja upp í óbyggðaferð á skíð- um eða bara njóta útsýnisins. Sigurhjörtur og Helga Valgerður Snorrabörn létu útsýnið duga. DV-mynd Gísli Kristjánsson Fyrir þá sem eru tengdir Netinu er hægt að fá allar upplýsingar um skíðalöndin í Noregi á slóðinni www.skiinfo.no og er hægt að panta gistingu á þeim 33 stöðum sem bjóða þjónustu sína um þetta net- fang. -GK Auivelt skíialand

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.