Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 26
26 *igtfólk LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Sextán ára og á kafí í hundasýningum: hvort krakkarnir kunna megin- reglurnar. Þaö er ein meginregla þegar hundur er sýndur, sem við hundafólkið köllum „gullnu regl- una", og það er að fara aldrei á milli hunds og dómara" segir Auð- urSif. Hvernig eru ungir sýnendur á Crufts? „Þetta er næstum eins og hérna heima nema það að keppendur eru allir með ókunnuga hunda sem þeim er afhentir klukkutíma fyrir sýningu. Á þessum tíma fá þeir að kynnast hundinum og æfa sig með hann. Við fáum að vísu að velja hundategundina sjálf. Við veljum þær tvær tegundir sem við vildum helst sýna og reynt er að redda annarri hvorri tegundinni en þeir hundar sem eru valdir eru vanir sýningarhundar." íslenskir hundaeigendur fara ekki með hundana sína á erlend- ar sýningar. Af hverju ekki? „Til þess að fara með hund inn og út úr landi þarf að láta hann vera í einangrun. Á Is- landi þurfa hundar að vera frekar langan tíma í einangr- un og þess vegna held ég að engin manneskja með til- finningar myndi leggja það á hundinn sinn fyrir eina sýningu." ... í prófil AuöurSif Sigur- geirsdótt- ir er sext- án ára nemandi Seljaskóla og er á kaf i í hundasýn- ingum. DV-mynd Hilmar Þór Ahugi á hund- um hefur aukist mjög á und- anförnum árum og þá um leið áhugi á hundasýningum. Hundaræktarfélag íslands heldur þrjár sýningar á hveriu ári og eru tvær þeirra al- þjóðlegar sýningar þar sem hundarnir geta unnið sér inn al- þjóðlegt meistarastig og orðið alþjóðlegir meistarar en til þess þarf fjógur alþjóðleg meistarastig. Á þessum sýningum er hundurinn dæmdur eft- ir fegurð, göngulagi, skapgerð og fleiru. Innan sýningarinnar er til hópur sem nefndur er „ungir sýnend- ur". í þeim hópi keppa krakkar á aldrinum tiu til sautján ára. alar glaðlega við hundinn u Auður Sif Sigurgeirsdóttir er sext- án ára nemandi í Seljaskóla og er hún einn af þessum ungu sýnendum og hefur hún oftast unnið í þessum flokki. Heima hjá henni taka fimm hundar á móti gestum, tveir labrador retriever og þrír tibetan spaniel. Uppi á vegg hanga verðlaunapeningar og á hillu eru bikarar. AUt eru þetta verð- laun sem hún hefur unnið í ungum sýnendum. Auður Sif segist hafa feng- ið áhuga á hundum strax þegar hún var lítil. „Ég fór í útilegu þegar ég var tveggja ára og þar var fólk ásamt tveimur labrador-hundum sem ég hékk utan í næstum allan tímann. Á þessum tíma kviknaði líka áhuginn hjá mömmu og pabba. Við fengum svo okkar fyrsta hund þegar ég var fimm ára." Hvað eru ungir sýnendur? „Ungir sýnendur er hópur krakka á aldrinum tíu til sautján ára en þátt- tökualdrinum var nýlega breytt úr tíu til sextán ára. Það þýðir að ég fæ að keppa út árið 1999 annars væri ég hætt núna. Ég var mjög glöð að heyra að aldrinum yrði breytt því mér finnst mjög gaman að keppa í þessum hópi. En fyrst ég er orðin nógu gömul til að sýna fyrir utan unga sýnendur sýndi ég einn af hundunum mínum á síðustu sýningu. Auk þess hjálpaði ég fólkinu sem hefur oft lánað mér hund fyrir unga sýnendur með einn af hundunum þess. Helsti munurinn á venjulegum sýningarflokki og ungum sýnendum er sá að 1 ungum sýnend- um er ekki verið að dæma fegurð hundsins heldur hvernig hundurinn og sýnandinn ná saman." rísvar best » Auður Sif byrjaði að keppa árið 1993 þegar hún var tiu ára, fljótlega eftir að byrjað var að keppa í flokki ungra sýnenda en það var gert árið 1992. Hún hefur keppt sextán sinnum á íslandi og tvisvar erlendis. „Ég hef orðið 10 sinnum í fyrsta sæti, þar af 3 sinnum besti ungi sýnandi ársins. Svo hef ég orðið 2 sinnum í öðru og 1 sinni í þriðja sæti." Hún keppti á heimssýningunni í Finnlandi í júlí 1998 og náði þeim frábæra árangri að komast í hóp tíu bestu af rúmlega fimmtíu keppendum. Hún keppti líka á Crufts sem haldin er í Bretlandi og er stærsta hundasýning í heimi en á þeirri sýningu náði hún ekki verð- launasæti en gekk samt mjög vel. Næstkomandi sunnudag er hún að fara að keppa á þessari sömu sýningu. Hvernig stendur á því að þú ert að fara að keppa á þessari stóru hunda- sýningu? „Ég var yalinn besti ungi sýnandi ársins á Islandi og bestu ungu sýnendurnir frá rúmlega þrjátiu löndum fara til Bretlands og keppa á Crufts. Þessi keppni er eins konar heimsmeistarakeppni fyrir unga sýnendur og kallast International Junior handling final." Hvernig er besti ungi sýnandi árs- | ins valinn hér á ísiandi? „Á þessum þremur sýningum sem í haldnar eru á hverju ári eru veitt j stig fyrir fjögur efstu sætin. Stiga- j hæsti sýnandinn eftir árið er sjálf- | krafa besti ungi sýnandi ársins og fær hann verðlaunapening og bikar. Tvö síðustu ár hefur Sláturfélag Suð- urlands gefið sigurvegarunum ferð í stóru keppnina á Crufts." gullna reglan Hundasýningar snúast ekki all- ar um fegurð og týpu hundsins vegna þess að í ungum sýnendum er farið eftir öðru. „Þegar besti ungi sýnandinn er val- inn er farið eftir því hvernig hundur- inn er sýndur, hvernig sambandið milh sýnandans og hundsins er og A Islandi geta sýnend- ur keppt með sína eigin hunda eða fengið þá lánaða hjá öðru hunda- fólki. Það fer bara eftir því hvað krakkarnir vilja. Það er þá hægt að þjálfa hundana eins og hver þarf fyr- ir sýningar. Ef mað- ur á ekki hundinn sjálfur getur verið mjög gott að heim- sækja hann öðra hvoru og fara út í göngutúr. Auður Sif segir að fyrir sýningar séu oft- ast haldnar þrjár eða fjórar æfingar sem allir geta mætt á, bæði ungir sýnendur og aðrir. Þar eru leiðbein- endur frá Hundaskólanum á Bala, sem kenna grundvallaratriðin og hjálpa til við að þjálfa hundana. Hvernig eru hundarnir verðlaunaðir fyrir góðan árangur? „Sumir gefa hundunum sínum nammi en aðrir hrósa þeim eða klappa þeim og knúsa." Hvað gerir þú? „Það er misjafnt, oftast tala ég bara glaðlega við hundinn og svo fær hann stundum nammi." Geta allir hundar keppt á þessum hundasýningum? „Nei, bara þeir hundar sem eru hreinræktaðir, með ættbók og skráð- ir i Hundaræktarfélag íslands". Eru hundarnir stressaðir fyrir þessar sýningar? „Það er mjög misjafnt. Sumir hundar eru stressaðir en aðrir salla- rólegir. Margir hundar eru líka stressaðir fyrir sýninguna en eru svo eins og einhverjir kóngar um leið og þeir koma inn í hringinn. Þetta fer allt eftir týpu hundsins. Annars held ég að við sýnendurnir séum miklu stressaðari en hundarnir." kkert leyndarmál Auður Sif ætlar sér að halda i» áfram í hundunum og eignast draumategundirnar sínar. En draumategundirnar eru rotweiler, norwich terrier, irish setter og svo auðvitað tibetan spaniel og labrador retriever. Þegar hún er spurð um hvort það sé eitthvað leyndarmál á bak við alla þessa sigra fer hún að hlæja og segir: „Nei, ég held ekki, það þarf bara að muna eftir gullnu reglunni og gera sitt besta". Ásta María Guðbergsdóttir Höfundur er 16 ára nemandi í Seljaskóla og var þetta viðtal verkefni hennar ífjölmiolafrœði. Jóhann G. leikari Fullt nafn: Jóhann Gunnar Jó- hannsson. Fæðingardagur og ár: 23. 11.1971. Maki: Guðrán Kaldal. Börn: Bráðum. Starf: Leikari. Skemmtilegast: Réttir. Leiðinlegast: Veikindi. Uppáhaldsmatur: Svið. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Bergur vinur minn Geirsson. Fallegasta röddin: Engin spurning; Jói Gísla. Uppáhaldslíkamshluti: Rass- inn, hann er eitthvað svo nauðsynlegur. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) rik- isstjórninni: Hlynntur. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vilja eyða nótt? Hómer Simpson. Uppáhaldsleikari: Kevin Spacey. Uppáhaldstónlistarmaður: Allra tíma er Michael Jackson. Sætasti stjórnmálamaðurinn: Magnús Árni Magnússon. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: The Late Show. Leiðinlegasta auglýsingin: Sjónvarpsmarkaðurinn eins og hann leggur sig. Leiðinlegasta kvikmyndin: Þær eru svo margar jafnvond- ar, það væri óréttlátt gagnvart hinum ef ég tæki eina vonda fram yfir aðra. Sætasti sjónvarpsmaðurinn:! Það hlýtur að vera sá kynj þokkafyllsti, Þórhallur Gunnl arson. Uppáhaldsskemmtistaður: Vegamót. Besta „pikköpp"-línan: „Hey píka, áttu sígó". Ég held hún hafi aldrei virkað en ég hvet til frekari reynslu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Eitthvað mik- ilvægt. Eitthvað að lokum: Gleðilegt vor!!!!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.