Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Qupperneq 27
l^V LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 fóik Stanley Kuhrick er látinn: Ósýnilegi snillingurinn Stanley Kubrick, einn mesti snill- ingur kvikmyndasögunnar, lést síð- astliðinn sunnudag á heimili sínu í London, áttræður að aldri. Eftir hann liggja ódauðleg meistaraverk sem hafa haft og munu hafa gífurleg áhrif á kvikmyndaheiminn. Síðustu árin hafði hann unnið að kvik- myndinni Eyes Wide Shut þar sem hjónin Nicole Kidman og Tom Cru- ise léku aöalhlutverkin. Þrátt fyrir dauða Kubricks stefnir Warner Bros. enn að því að myndin verði frumsýnd 16. júlí í sumar. Líkt og með aðrar myndir Kubricks var reynt að halda öllu er varðaði myndina og söguþráðinn leyndu og skrifuðu Cruise og Kidman undir samning þess efnis. Það eina sem vitað er um myndina er að hún fjall- ar um afbrýðisemi og þráhyggju. Hvort myndin sem sýnd verður í sumar verður alveg eins og Kubrick vildi hafa hana er óvíst en hann var með fullkomnunaráráttu. Fróðleiksþyrstur Ijós- myndari Stanley Kubrick fæddist 26. júli í Bronx í New York árið 1928. Ungur byrjaði hann að taka ljósmyndir og þegar hann var 13 ára hafði hann gíf- urlega ánægju af skák og djas- strommuleik og svo auðvitað ljós- myndun. Þegar hann var í mennta- skóla seldi hann ljósmyndir til tíma- ritsins Look. Eftir menntaskólann varð hann að hætta námi vegna lélegra einkunna. Hann fékk hins vegar fasta stöðu sem ljósmyndari hjá Look. í því starfi ferð- aðist hann um öU Bandarikin og opn- aði það augu hans fyrir umheiminum og vakti hjá honum mikinn fróðleiks- þorsta. Þá sótti hann námskeið við Kólumbíu-háskóla án þess þó að hafa prófrétt. Á þessum árum var ekki óvanalegt að sjá Kubrick að teUa fyrir peninga í klúbbum á Manhattan og í Wash- ington Square-garðinum. Þá sótti hann sýningar Nútímalistasafnsins á kvikmyndum og sá hverja einustu. Upphaf ferilsins Árið 1951, þegar hann var 23 ára, gerði hann fyrstu kvikmyndina. Hún var 16 mínútna löng og var heimildarmynd um boxarann Walt- er Cartier og hét Day of the Fight. Kvikmyndafyrirtækið RKO varð svo hriíið af verki Kubricks að það keypti myndina og varð því smá- gróði af fyrstu mynd Kubricks. Eftir þetta sagði Kubrick upp starfi sínu hjá Look og einbeitti sér að kvikmyndunum. RKO lét hann fá peninga til að gera stuttmynd og gerði Kubrick 9 mínútna mynd, Flying Padre, sem fjallaði um Fred Stadtmueller, prest sem Uaug um sókn sína í Nýja-Mexíkó. Líkt og með fyrri myndina sá Kubrick al- gjörlega um alla tæknivinnu. Árið 1953 gerði Kubrick myndina The Seafarers fyrir opinbera aðila og var það fyrsta mynd hans í lit. Sama ár skrapaði hann saman 13 þúsund dölum til að fjármagna fyrstu mynd sína i fullri lengd og hét hún Fear and Desire. Kubrick náði ekki upp í kostnað og því leit- aði hann á önnur mið til að fjár- magna næstu mynd sína, Killer’s Kiss, sem hann seldi United Artists til dreifingar. Myndin fékk góð við- brögð gagnrýnenda. Árið 1956 kynntist Kubrick fram- leiðandanum James B. Harris og fóru þeir saman til HoUywood til að gera sína fyrstu mynd í myndveri. Myndin hét The Killing og var gerð eftir skáldsögu. Eftir gerð þeirrar myndar gerði Kubrick, ásamt rit- höfundinum Calder Willingham, handrit upp úr bók eftir Stefan Zweig. Sú mynd var aldrei gerð. Kubrick og WUlingham sneru sér, 2001: A Space Odyssey. Hrottalegir tilburðir til nauðgunar í myndinni A Clockwork Orange. Peter Sellers í hlutverki sínu í Dr. Strangelove. Jack Nicholson í The Shining. ásamt Jim Thompson, að því að gera handrit upp úr skáldsögunni Paths of Glory eftir Humphrey Cobb. Þeir gengu á milli kvik- myndavera með handritið en því var alls staðar hafnað þangað tU Kirk Douglas samþykkti að leika að- alhlutverk. Kvikmyndin hlaut mik- ið lof og er talin ein besta kvikmynd sem gerð hefur verið um stríð. Næstu ár undirbjó hann tökur fyrir myndir og skrifaði handrit sem aldrei voru framleidd. Næsta stórverkefni hans var að taka við leikstjórn Spartacus af Anthony Mann sem var rekinn. Það var fyrsta stórmynd Kubricks. Tímamótaverkið Seint á sjöunda áratugnum flutti Kubrick til Englands þar sem hann bjó til æviloka. Ástæðan fyrir flutn- ingum var meðal annars í sambandi við lagamál er vörðuðu gerð mynd- arinnar Lolita sem hann gerði eftir umdeildri sögu Vladimirs Nabo- kovs. Það var síðasta verkefnið sem Kubrick og Harris unn'u saman. Harris fór heim tU Bandaríkjanna þar sem hann sneri sér aftur að kvikmyndaleikstj órn. Næsta mynd Kubricks var hin martraðarkennda gamanmynd, Dr. Strangelove, með sniUinginn Peter Sellers í aðalhlutverki. Gagn- rýnendur og áhorfendur tóku mynd- inni fagnandi og Kubrick var tU- nefndur til óskarsverðlauna sem meðhöfundur, leikstjóri og framleið- andi. Hann fékk þó ekkert af þeim verðlaunum. Stórmyndin 2001: A Space Odyssey var næsta mynd. Hún hefur ekki einvörðungu verið álitin algjört meistaraverk heldur einnig tíma- mótaverk í sögu kvikmyndanna. ÓskarsverðlaunatUnefningum rigndi yfir Kubrick og hann fékk einu óskarsverðlaunin sem hann hlaut á ferli sínum og voru þau fyr- ir leikstjórn á tæknibreUum. Ofbeldi og hryllingur A Clockwork Orange var næsta mynd Kubricks. Hún var mjög um- deild vegna ofbeldis og geðsýki sem hún sýndi. Það gekk svo langt að sýn- ingar á henni i Bretlandi voru bann- aðar og gildir það bann enn í dag. Meðal þeirra atriða sem þóttu óviðeig- andi var að aðalsöguhetjan syngur lagið þekkta, Singin’ in the Rain, þeg- ar hann lemur mann á hrottafenginn hátt. Næstu 27 árin gerði Kubrick aðeins fjórar myndir. Sú fyrsta var Barry Lyndon sem fékk fjöldann allan af til- nefningum til óskarsverðlauna. Næsta mynd var The Shining árið 1978. Sú mynd varð griðarlega vinsæl meðal almennings en gagnrýnendur voru ekki ánægðir og myndin fékk enga tilnefningu til óskarsverðlauna. Árið 1987 gerði Kubrick stríðs- myndina Full Metal Jacket. Þrátt fyr- ir að hafa komið strax á eftir stór- myndinni Platoon var mikU aðsókn að myndinni í kvikmyndahúsunum og gagnrýnendur héldu vart vatni yfir henni þrátt fyrir að hún fengi aðeins eina tUnefningu til óskarsverðlauna. Á síðustu árum var Kubrick með kvikmynd, AI, sem fjallaði um gervi- greind í koUinum en vegna tækni- legra vandkvæða setti hann þá mynd í geymslu og hóf að vinna að mynd um gyðinga í Póllandi. Þegar hann sá mynd Stevens Spielbergs, Jurassic Park, sá hann aö tæknin sem hann hafði beðið eftir var komin og því tók hann upp þráðinn þar sem frá var horfið í AI. Árið 1995 tUkynnti fram- leiðandi hans að áður en AI yrði gerð myndi Kubrick gera myndina Eyes Wide Shut. Fjarri glaumnum Stanley Kubrick hefur aUtaf þótt mjög sérstök manngerð. Árið 1974 tfikynnti hann að hann væri sest- ur að í Englandi og eftir það veitti hann engin viðtöl og hélt sig eins fiarri sviðsljósinu og hann gat og má segja að hann hafi verið nær ósýnUegur. Einangrun hans var slík að árið 1996 þóttist enskur svikahrappur vera hann og komst upp með það um nokkurra mán- aða skeið. LAGERSALA IKEA Seld verða sýnishorn úr versluninni, útlitsgallaðar vörur og síðustu eintök. Samsettar og ósamsettar vörur. 40-80% AFSLATTUR Aðeins laugardag og sunnudag. Fyrstur kemur - fyrstur fær! OPIÐ UM HELGINA 10:00-17:00 LAUGARDAG 12:00-17:00 SUNNUDAG - fyrir alla muni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.