Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Qupperneq 28
28 Qikamál LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 fari mínu, því hann afklæddist ró- lega og lagðist á rúmið. Ég fór svo að strjúka búk mannsins sem hafði nauðgað dóttur minni og hendumar sem höfðu kyrkt hana. Ég lagði mig alla um að fúllnægja þörfum hans til þess að fá vald yfir honum." Eleni tókst það. Þegar hann var að klæða sig sagði hann að stúlkur sem „kjöftuðu frá“ fengju að kenna á því. Þannig hefði farið um unga stúlku sem hann og félagar hans hefðu nauðgað. Hún hefði hótað að fara til lögreglunnar. Þá hefðu þeir sprautað heróini í hana og sent hana yfir í annan heim. „Löggan hreyfir ekki við svona málum,“ sagði Savas. „Nauðgun og morð fara oft sarnan," bætti hann svo við brosandi. Síðan lagði hann umsamda upphæð á borðið, kleip Eleni í rassinn og fór. Ráttlæti Eleni fór til rannsóknarlögregl- unnar með hljóðupptöku af játningu Savas. Til öryggis sendi hún afrit af upptökunni til gríska stórblaðsins Ethnos. Hún óttaðist að lögreglan reyndi enn að skjóta sér undan því að taka málið föstum tökum þvi orðrómur gekk um að fikniefnsalar hefðu suma innan lögreglunnar á sinu bandi. Saksóknarinn í Saloniki, Petros Raptosolous, fékk upptökuna í hendur og hlustaði á það sem Eleni hafði að segja. Niðurstaðan af því og lögreglurannsókn, sem hófst eftir að Pilarinos lögreglufulltrúi fékk of- anígjöf, varð sú að „kötturinn“ og félagar hans voru kærðir fyrir nauðgun og morð. Málflutningur hefur ekki farið fram enn en víst þykir að mannanna bíði langur fangelsisdómur eftir réttarhöld sem heQast siðar á þessu ári. Eftirmálinn Eleni Fotiadou er orðin þjóðhetja í Grikklandi. Henni er fagnað eins og væri hún þátttakandi í gömlum grískum harmleik. Hún seldi sig á götunum til þess að geta upplýst morð dóttur sínnar og komið því til leiðar að þeir seku fengju refsingu. Það þykir hetjudáð sem muni ekki gleymast í bráð. Móðirin sem gerðist vændiskona r“L'nnin af iru- nni Enginn vissi neitt Faðir Evu, Stavros, rak lítið iðnfyrirtæki en móðirin var iðn- verkakona. Þau hjón höfðu lifað fábrotnu lífi með þremur dætr- um sem þau höfðu eignast. Engan grun- aði að Eva væri fíkill og þegar það spurðist út hvemig lífi hennar lauk þótti það ekki að- eins dapurlegt heldur skömm fyrir fjölskyld- una. Málgefnar konur vom fljótar að breiða „Kötturinn" sem hét í raun Savas Chatziyannidis. út söguna um örlög Evu í næstu þorpum. Þegar bíllinn með kistuna nálgað- ist kirkjugarðinn fylltust augu El- eni af támm. Og áður en kistan var látin síga í jörðina kraup hún við hana. Að grískum sið hafði hún beð- ið um að láta opna kistuna svo hún gæti gefið dóttur sinni „síðasta kossinn". Þegar Eleni beygði sig yfir hina látnu dóttur sína tók hún eftir rauðum blettum á hálsi henn- ar, rétt eins og hún hefði verið kyrkt. Þá sá hún að tennur höfðu verið slegnar úr henni og marblett- ir vora á hand- og fótleggjum. Eleni fór að svima og gat vart staðið í fætuma, því henni var ljóst að dóttir hennar hafði verið beitt of- beldi áður en hún dó. Ýmsir við- staddra tóku eftir að ekki var allt með felldu, gengu að kistunni og sáu þá hvernig líkið leit út. Fór á diskótek Peni, sautján ára systir Evu, var sú síðasta í fjölskyldunni sem sá hana á lífi. Það var 10. júni. Þá höfðu hún og vinkona hennar hitt Evu á aðalgötunni í Saloniki. Þær höfðu fengið sér kökubita saman á veitingahúsi og talað um ný dægurlög. Mjög hlýtt var í veðri og áður en þær skildu bað Eva þjóninn um vatnsglas því hún sagðist vera þyrst. Þá bar hún engin merki þess að vera undir áhrifum fikniefna frekar en endranær. Miðað við gríska siði var Eva mjög nútímaleg. Hún umgekkst unga menn frjálslega og þegar hún kvaddi systur sína, Peni, og við- konu hennar sagðist hún ætla á diskótek. Það kvöld kom Eva ekki heim, og næstu þrjá daga spurðist ekkert til hennar. En fyrir hádegi sunnudag- inn 14. júlí, þegar Eleni var að búast til að fara tU kirkju, hringdi maður hennar, Stavros, og sagði að Eva væri dáin og líkið væri í líkhúsi. Dánarorsök ekki dregin íefa Lögreglan skýrði foreldrunum svo frá að lík Evu hefði fundist á byggingarsvæði. Við hlið þess hefði fundist sprauta og í henni hefðu verið leifar af heróínskammti. Ljóst Eleni Fotiadou í gervi vændiskon- unnar með viðskiptavini. Honum var hins vegar sagt að á því væri eðlileg skýring því Eva hefði dottið í vímu. Þegar Eleni sá blettina þar sem hún stóð yfir opinni kistu dóttur sinnar útfarardaginn vöknuðu með henni miklar grunsemdir. Fljótlega eftir jarðarförina fór hún að umgangast fikla og spyrja hvort þeir hefðu þekkt dóttur henn- ar. Enginn þeirra kannaöist við hana. Það styrkti enn gruninn um að Eva hefði verið myrt. Símhringingin Eleni fór til lögreglunnar og sagð- ist hafa rökstuddan grun um að málið hefði ekki fengið þá athygli sem þörf hefði verið á. Nikolas Pilatinos lögreglufulltrúi svaraði því þá til að hann gæti vel skilið sorg hennar en í þessu máli væri ekki hægt að gera meira. Það væri ekki nýtt að foreldrar fikla neituðu að trúa því hvernig komið væri fyr- ir bömum þeirra. Miðvikudaginn 19. júlí var Eleni ein heima þegar síminn hringdi. Þegar hún svaraði sagði ungur mað- ur sem vildi ekki segja til nafns: „Ég veit hver myrti dóttur þína. Þaö er fikniefnasali sem gengur undir nafninu Gattissios. Hann og félagar hans í genginu nauðguðu Evu fyrir aftan gömlu jámbrautarstöðina. Á eftir myrtu þeir hana og sprautuðu heróíni í líkið svo lögreglan héldi að hún hefði dáið af of stórum skammti." Leitin hefst Daginn eftir fór Eleni til einka- spæjarans Stratos Barkirtziz og bað hann að finna Gatissios, en það var þó aðeins það nafn sem hann gekk undir meðal fíkla, því orðið þýðir „köttur“. Einkaspæjar- anum leist illa á verkefnið. Hann kvaðst óvanur málum af þessu tagi og þar að auki væru fíkniefnasalar í Saloniki hættulegir menn. Eftir þennan fund ákvað Eleni að taka málið í sínar eigin hendur. Hún fékk sér ljósrauða hárkollu og stuttpils. Síðan fór hún að venja komur sínar í vændishverfið í Saloniki á kvöldin. Til öryggis bað hún Barkirtziz einkaspæjara að hafa auga með sér úr fjarlægð ef hún skyldi lenda í lífsháska. Þegar Eleni hafði vanið komur sínar í hverfið um hríð kynntist hún Litsu, stúlku vann fjármagnaði fíkn sína með vændi. 9. október trúði Litsa Eleni fyrir því að „kötturinn" héti Savas Chatziyannidis. „Hann er mjög hættulegur," sagði Litsa. „Haltu þig frá honum því hann er samvisku- laus morðingi." Litsa gaf Eleni síð- an nöfnin á þeim sem vom í gengi „kattarins". Eleni skömmu eftir morð dóttur hennar. „Ég skalf af ótta við að ég gæti ekki leynt hatrinu á honum,“ sagði El- eni síðar er hún lýsti því hvernig það var að fara í rúmið með mann- inum sem hún taldi víst að heföi myrt dóttur sína. „En hann virtist ekki taka eftir neinu óvenjulegu í Kirkjúklukkurnar hringdu í litla þorpinu rétt utan við Saloniki í Grikklandi þann 17. júní í fyrra. Jarðsetja átti tvítuga konu, Evu Fotiadou. Þorpsbúar í sorgarklæð- um hvísluðu dapurlega sín á milli að Eva hefði dáið af of stómm skammti af fíkniefni. Flestir þeirra höfðu þekkt hana frá því hún var lítil stúlka. Hún var fædd í þorpinu, rétt eins og hin fiörutíu og fiögurra ára gamla móðir hennar, Eleni Fotiadou. væri að Eva hefði dáið af því að sprauta sig með of stóram skammti. Þetta kom Fotiadou-fiölskyldunni í opna skjöldu því ekkert hafði nokkra sinni komið fram sem benti til þess að Eva væri háð fíkniefnum. Stavros, faðir Evu, tók eftir blett- um á líkinu þegar hann kom til að staðfesta að það væri af dóttur hans. Eva Fotiadou. Krossinn vísbending Eleni fór nú að fylgjast með Savas. Og dag einn sá hún systur hans. Hún var með kross um háls- inn sem Eva hafði átt. Þá var Eleni ljóst að morðinginn hlaut að vera sá sem ungi maðurinn, sem hafði hringt án þess að segja til nafns, hafði sagt. Eleni hélt áfram að lifa hinu tvö- falda lífi sínu. Á daginn var hún iðnverkakona en á kvöldin reyndi hún að komast að því í gervi vænd- iskonu hvar og hvernig hún gæti komist í kynni við „köttinn“. Þann 25. nóvember, fimm mánuð- um eftir að Eva dó, hitti hún hann á krá við höfnina. í fyrstu fannst henni hann Ijótur og heimskur að sjá. Mest langaði hana til að ráðast á hann en í þess í stað gekk hún til hans og sagði: „Gefurðu í glas, myndarlegi mað- ur?“ Það gerði hann. Þau töluðu saman og hann tók boði hennar um að fara í rúmið með hon- um gegn greiðslu. Þau fóru á ódýrt hótel þar sem Eleni hafði herbergi á leigu. Undir rúm- inu var upptöku- tæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.