Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 32
.44 * rimm LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Laugavegur milli Landmannalauga og Þórsmerkur: Jákvæð reynsla erlendra hlaupara Fyrsta formlega Laugavegshlaup- ið á vegum Reykjavíkur maraþons fór fram sumarið 1997, en þá voru þátttakendur 49 talsins. Strax á næsta ári varð umtalsverð fjölgun, 79 hlupu þessa 55 km erfiðu en fal- legu vegalengd í fyrra, þar af 7 er- lendir hlauparar. Viðavangshlaup sem þessi njóta sífellt meiri vin- sælda um allan heim. Það er trú pistlahöfundar að á næstu árum muni keppendum fjölga mjög í Laugavegshlaupinu og muni fjölg- uninn ekki hvað síst verða í hópi er- lendra þátttakenda. Á síðasta ári fóru tveir Banda- ríkjamenn í Laugavegshlaupið, Ken Monks og mágur hans, Mario Mat- riccino. Ken Monks hefur tekið þátt í fjölda almenningshlaupa í heima- landi sínu, en ekki áður farið i víða- vangshlaup af þessu tagi. Monks hefur haldið úti heimasíðu á Netinu þar sem hann greinir frá hlaupa- reynslu sinni. Hann skrifaði ítar- lega lýsingu um Laugavegshlaupið á heimaslðuna. Öll er greinin á vinsamlegri nót- unum þar sem náttúrufegurð ís- lands og vinsamlegt viðmót lands- manna er tíundað. Heimasíðu Ken Monks er auðveldast að nálgast í gegnum heimasíðu Félags maraþon- hlaupara ( http://rvik.is- mennt.is/~gisasg). Það þarf ekki að fjölyrða um hvert gildi slík auglýs- ing hefur út á við og verður eflaust til þess að fleiri erlendir gestir fá áhuga á því að taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi. Hér á eftir er gripið niður í grein Monks um hlaupið í lauslegri þýðingu. „Á ein- angruðum hluta hins fallega heim- Hópur 79 þreyttra en ánægðra hlaupara að loknu Laugavegshlaupinu milli Landmannalauga og Þórsmerkur síðast- liðið sumar. Ken Monks má sjá til hægri á myndinni, með dökk sólgleraugu, til móts við stöngina. skautalands liggur fáfarin leið sem gengur undir heitinu Laugavegur. Þessi hlaupaleið mælist vera um 55 km að lengd og liggur um fjölbreyti- legar óbyggðir sem skarta ótrúlegri fegurð. Þann 25. júlí 1998 lagði hóp- ur 79 sálna af stað á þessari leið til að reyna þrek sitt á leiðinni. Ég naut þeirra forréttinda að vera einn af þessum 79," segir Monks í grein- inni. Aðstæður komu á óvart Ken Monks æfði stíft fyrir þetta hlaup með mági sínum Mario Mat- riccino í heimaríki sínu, Pennsyl- vaníu. Þeir félagarnir hlupu helst ekki minna en 90-100 km á viku, lengst rúmlega 40 km í einu og þeir héldu sig vera að æfa fyrir aðstæð- ur sem væru svipaðar og á Lauga- veginum, þ.e. í hæðóttu landslagi. Hins vegar komust þeir félagarnir að því að hæðótt landslag táknaði eitthvað allt annað á íslandi en sú merking sem lögð var í orðið ("roll- ing hills") í Bandaríkjunum. Á mánuðunum fyrir hlaupið afl- aði Monks sér upplýsinga um að- stæður og tilgreinir þar sérstaklega Gísla Ásgeirsson og Ágúst Þor- steinsson sem hann segir að hafi Umsjón Tilkynning Hagstofu íslands um verðtryggingu húsaleigu Hagstofa íslands Með lögum nr. 168/1998 eru lög um húsaleigu sem fylgir breytingum vísitölu húsnæðiskostnaðar m. 62/1984, felld úr gildi 1. apríl nk. Hagstofa íslands hefur því hætt að reikna og birta svonefhda verðbótahækkun húsaleigu og gilti síðasta tilkynning hennar fyrir tímabilið janúar/mars 1999. Hagstofan vill vekja athygli á því að ekki er lengur unnt að nota áðurnefhda verðbótahækkun til að verðtryggja húsaleigu. Þess háttar ákvæði skal því ekki taka upp í nýja húsaleigu-samninga. Leigusalar og leigutakar sem hafa slík ákvæði í leigusamningum sínum verða nú að semja að nýju um hvað skuli leysa þau af hólmi frá 1. apríl nk. Nánari upplýsingar er að finna í fréttatilkynningu Hagstofunnar frá 11. mars 1998 og á heimasíðu Hagstofunnar http://www.hagstofa.is. Upplýsingar eru einnig veittar á Hagstofunni í símum 560 9831, 560 9832 og 560 9834 eða á netfangi: rosmundur.gudnason@hagstofa.is rosmundur. gudnason@hagstofa.is. Reykjavík, ll.mars 1999 Hagstofa íslands Isak Örn Siyurðsson verið sér sérlega hjálplegir. Gísli var reyndar svo vinsamlegur að bjóðast til að vera með honum og Matriccino í sveit, en eins og kunn- ugt er, þá er Laugavegurinn bæði einstaklings- og sveitakeppni. Monks komst fljótlega að því að hlaupið var miklu erfiðara en hann hafði gert sér í hugarlund. „Strax á fyrstu mílunni gerðum við okkur grein fyrir því að það voru fjölmörg atriði í keppninni sem komu okkur á óvart. í fyrsta lagi, að landslagið var mun mishæðóttara en við gerð- um okkur í hugarlund og í öðru lagi að það var örugglega jafn fallegt og við bjuggumst við." Monks og Mat- riccino voru ekki í jafn góðu formi og Gísli Ásgeirsson. Gísli lauk hlaupinu á 6:15 klst., og endaði í 18. sæti keppenda. Monks og Mat- riccino voru 8:07 klst. á leiðinni og höfnuðu í 53. sæti en sveit þeirra fé- laga varð í 12. sæti af 18. Monks klykkir út með jákvæðum orðum um landið. „Þegar allt er meðtalið, þá er Laugavegurinn ánægjulegasta hlaupareynsla lífs míns og ég naut hverrar mínútu. Ég er nú gjörsamlega orðinn háður hlaupum af þessari tegund og það kæmi mér ekki á óvart, ef ég kæmi aftur til íslands að 10 árum liðnum til að bæta tíma minn á Laugavegin- um." Jákvæð orð af þessu tagi sem sett- ar eru á fjölsóttar heimasiður eru líklegar til að auka aðsókn erlendra hlaupara í Laugavegshlaupið. Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkur maraþons segir að mikUl áhugi virðist vera fyrir hlaupinu í ár, sem fram fer laugar- daginn 24. júlí. „Nú þegar hafa 25 manns frá ÍR skráð sig í hlaupið og um 20 manns frá Hreyfingu (áður Mætti). Rúmlega 50 manns eru þeg- ar komin á lista og mun fleiri vænt- anlegir. Ég hef fengið fjölda fyrir- spurna erlendis frá. Erlendir kepp- endur voru 7 í fyrra, en verða ör- ugglega fleiri í ár. Hlaup eins og Laugavegurinn, sem teljast til „ultra maraþons", eru sérlega vin- sæl um þessar mundir. Það kæmi mér ekki á óvart þó tala þátttak- enda kæmist yfir 100 í ár," segir Ágúst. Hvað þýða * Fjöldi srjarna segir til um staðal sem við- komandi Waup uppfyllir: (Ath.: Ef hlaup er ekki með stjörnu er ekki um keppnishlaup að ræða.) *** • Mæling á stöðluðum vega- lengdum, s.s. 5 km, 10 km, hálfmaraþon og maraþon. Æskilegt undirlag malbik. Aöili frá mótshaldara sem er ábyrgur gagnvart mælingunni. • Sjúkragæsla á hlaupaleið og við endamark. • Marksvæði lokað fyrir umferð. • Brautarvarsla á hlaupaleið. • Drykkjarstöðvar á hverjum 4-5 km og við endamark. • Tímataka. • Aldursflokkaskipting. • Verðlaun fyrir alla þátttakendur. • Aukaverðlaun, s.s. útdráttarverðlaun. ** • Sjúkragæsla við endamark. • Marksvæöi lokaö fyrir umferð. • Brautarvarsla á viðsjárverðum stöðum. • Drykkjarstöðvar. • Tímataka. • Aldursflokkaskipting. • Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í mark í karla og kvennaflokki og e.t.v. fleiri þátttakendur. * • Sjúkragæsla við endamark. • Brautarvarsla á viðsjárverðum stöðum. • Drykkjarstöðvar. • Tímataka á a.m.k. fimm fyrstu körlum og konum í mark. • Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í mark í karla og kvennaílokki. Fram undan... Mars: 27.Marsmarabon(***) Hefst kl. 10:00 og 11:00 við Ægisíðu, Reykjavík (fyrri tíma- setningin er fyrir þá sem ætla sér að vera yfir 4:15 tíma að hlaupa vegalengdina). Vega- lengd: maraþon með timatöku. Allir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Paraboðhlaup þar sem hvor aðili fyrir sig (verður að vera kona og karl) hleypur hálfmaraþon. Upplýsingar Pét- ur I. Frantzson í síma 551 4096 og símboða 846 1756. Apríl: 3. Flóahlaup UMF Samhygdar (**) Hefst kl. 14:00 við Félagslund, Gaulverjabæjarhreppi. Vega- lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 14 ára og yngri (3 km), konur 39 ára og yngri, 40 ára og eldri (5 km), opinn flokk- ur kvenna (10 km), karlar 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50 ára og eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar veitir Markús ívarsson í sima 486 3318. 22.Víðavangshlaup ÍR og Elkó {***) Hefst kl. 13:00 við Ráðhús Reykjavikur. Vegalengd: 5 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Keppnisflokkar í sveitakeppni eru íþróttafélög, skokkklúbbar og opinn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum aldursflokki. Boðið verður upp á kaffihlaðborð eftir hlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá kl. 11:00. Upplýsingar Kjart- an Árnason í síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 22. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar (**) Hefst kl. 13:00 á Víðistaðatúni í Hafnarfírði.. Vegalengdir: 1 km, 1,4 km og 2 km með tíma- töku og flokkaskiptingu bæði kyn: 5 ára og yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, 19-29 ára, konur 30 ára og eldri, karlar 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 km). Sigurveg- ari í hverjum flokki fær farand- bikar. Upplýsingar: Sigurður Haraldsson í síma 565 1114. 22.VíðavangshlaupVókuf) Upplýsingar: Fanney Ólafs- dóttir í síma 486 3317. 22.Víðavangshlaup Skeiðamanna (*) Upplýsingar: Valgerður Auð- unsdóttir í síma 486 5530. 24. ísfuglshlnup UMFA {**) Hefst við iþróttahúsið að Varmá, Mosfellsbæ. Skráning og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 11:30. Vegalengd- ir: 3 km án tímatöku, hefst kl. 13:00 og 8 km með tímatöku og sveitakeppni hefst kl. 12:45. Sveitakeppni: Opinn flokkur 3 eða 5 í hverri sveit. AUir sem ljuka keppni fá verðlaunapen- ing. Útdráttarverðlaun. Upplýs- ingar: Kristín Egilsdóttir í síma 566 7261. Maí: 1.1.maíhaupUFA(**) Hefst kl. 13:00 við Sportver. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku og flokkaskipt- ingu bæði kyn: 6 ára og yngri (1 km), 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í öll- um flokkum og allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Skólakeppni. Upplýsingar UFA, pósthólf 385, 602 Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.