Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Page 33
4 LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 fólk Þegar Bréf til Láru, þekktasta og um- deildasta bók Þórbergs, kom út lét nafn- kunnur geðlæknir í Reykjavík frá sér fara yfirlýsingu þess efnis að höfundur bókarinnar ætti augljóslega við geðræn vandamál að stríða. Máli sinu til stuðnings benti hann á kafla í bók- inni sem báru „hysteríu" Þórbergs vitni, þ.e. kaflann um það þegar hann hélt að hann væri óléttur og kaflarnir sem greindu frá myrk- hræðslu hans og sífelldum ótta við að ýmsir morðingjar, þessa heims og annars, sætu um að ráða hann af dögum. Þórbergur hafði pata af því að fleiri héldu að hann gengi ekki heill til skógar. Á ritunartíma Bréfsins las hann kafla úr því á samkundum á ísafirði og segir í bréfi til Kristínar Guðmunds- dóttur að það hafi verið almennt álit þar að hann væri ekki með öllum mjalla. Einstaka hafi þó haldið að hann væri þá nokkum veginn með öllu viti en aftur á móti sannfærðir um að hann hefði einhvem tímann verið á Kleppi. Lík viðhorf lögðu æ síðan stein í götu Þór- bergs við pólitísk skrif hans. Að annaðhvort væri hann „skrýtinn karl“ eða „æringi og spaug- ari“ og þar af leiðandi ekkert mark takandi á skoðunum hans. Þórbergur segir Vilmundi landlækni frá við- tökum Bréfs til Láru í bréfi frá byrjun árs 1925. Af því að dæma virðast flestir hafa verið sam- mála um að bókin væri vel skrifuð og skemmti- leg aflestrar og Þórbergur segir pólitíska and- stæðinga sína hafa verið mjög hrifna af henni. Jafnframt segir hann að sumir þeirra hafi þóst taka hana sem skáldverk spjaldanna millum. „Nokkrir þeirra þykjast ekki aðeins taka hana sem skáldverk heldur og sem gaman. Það er sjálfsblekking hræsnarans," segir hann í bréf- inu. Mikilvægi hlátursins Þórbergur segir í Bréfi til Láru: „Ég er gædd- ur þeirri dýrmætu náðargáfu að geta séð alvar- lega hluti í broslegu ljósi.“ Hann segir að þessi eiginleiki sinn sé mjög jákvæður og vísar því til stuðnings í dulspeking sem hafði sagt að megin- skilyrði fyrir verulegum framfórum í andlegum efnum væri einmitt að geta séð spaugilegar hlið- ar á öllu. Þeir sem skorti humoristiskan sans bíði hins vegar tjón á sálu sinni og á þann veg heldur hann að sé komið fyrir íslendingum: „Þeim hœttir til aö sjá alla hluti frá sömu sorg- arhliöinni. Líf þeirra er kássa af einstrengings- legri alvöru. Þaö gerir þá þröngsýna. Þaö heimsk- ar þá. Þaö gerir hugsun þeirra eintrjáningslega. Þaö varnar þeim skilnings. Þaó bakar þeim þunglyndi og sturlun." Þórbergur heldur því með öðrum orðum fram að gleðin og ærslin séu manneskjunni blátt áfram lífsnauðsyn, ekki ósvipað og sagt var um karnivöl miðalda. Þessu er slegið fram hér vegna þess að lengi hefur þess gætt í umræðunni um verk Þórbergs að fyrst og fremst beri að líta á hann sem sérvitring og spaugara en hugsjónir hans skipi annað sætið. Forvitnilegt er að velta fyrir sér ástæðunum sem liggja að baki þessu og því sem heyrst hefur að fólk líti enn þann dag í dag á bækur hans sem hreinan skemmtilestur. Sigfús Daðason ræðir þetta í grein sinni, „Þessa vitleysu líka“, þar sem hann segir það álit hafa verið furöu algengt og þrálátt að rit Þór- bergs væru vitleysa og Þórbergur ekki með öll- um mjalla. Hallbjörn Halldórsson prentari og vinur Þórbergs sæmdi hann eitt sinn heiðurs- nafnbótinni Skemmtunarmaður þjóðarinnar í af- mælisgrein og hældi honum fyrir „kátlega hnykki hins knæfa skemmtunarmanns". Sigfús skoðar þau ummæli sem lítið hól um skáld og þykir slík nafnbót gera Þórbergi rangt til. Sigfús gengur þess ekki dulinn að Þórbergur hafi öðr- um þræði lagt sig fram um að skemmta fólki en álítur að með sjálfum sér hafi. hann lengst af einkum verið að leita að visku og fróðleik. Eins og hugleiðingar Sigfúsar gefa til kynna er ekki úr vegi að spyrja: Hvert er þá orðið Þór- bergs starf? Þó að Bréf til Láru sé skemmtilegt þá er það einnig mjög pólitískt verk og augljóst að höfundur þess þráði að koma á sósíalisma á íslandi. „Allan fyrri partinn af Bréfi tO Láru skrifaði ég til að skemmta Láru. Hitt skrifaði ég til að breyta þjóðskipulaginu," segir Þórbergur í viðtalinu langa við Matthías Johannessen. Er svo líklegt að eins mögnuð ádeilugrein og Eldvígslan hafi einungis verið skrifuð til að skemmta fólki? Er heldur nokkur í vafa um að Þórbergur vildi breyta þjóðskipulaginu i Opnu bréfi til Árna Sigurðssonar fríkirkjuprests, þeg- ar hann skammar prestastéttina af eldmóði fyrir að leggja meira upp úr að segja það sem lætur þægilega í eyrum en því að predika auðmönnum eld og brennistein í helvíti eins og Kristur hafði þó gert á hérvistardögum sínum. Hann gagnrýn- ir einmitt prestana fyrir að skemmta fremur en að leiða villuráfandi sauði til betra lífs. Var Þórbergur fífl? Þorsteinn Gylfason kveður fast að orði i grein sinni, „101 ár“ (TMM, 1989). Þar segir hann fóð- ur sinn í hópi manna sem álíti að Þórbergur hafi fyrst og síðast verið fifl. Máli sínu til stuðnings nefni sá hópur andatrú Þórbergs og daður við yf- irnáttúrlega hluti, jafnhliða sósíalismanum. mmMm mmm m w m F? fjf n r ra w Iti i*i n M’ *i 1 III u< Skemmtunarmaður Bernhard Shaw segir um sjálfan sig ad hann sé hirófifl kapitalistanna ensku. Fyndni hans og skemtunin af að lesa rit hans yfirgnœfir svo allar hans bitru, pólitisku ádeilur. Likt er um mig og Bréf til Láru. (Þórbergur Þórðarson) r I gær, þann tólfta mars, var hundrað og tíu ára fæðingaraf- mæli Þórbergs Þórðarsonar. Margir telja Þórberg einn besta - stílista sem Island hefur alið en eitthvað hefur þó borið á því viðhorfi að hann hafi bara verið skrýtinn karl, í ætt við þá sem fyrrum voru kallaðir tunglspek- ingar og ofvitar Andatrúin hafi verið talin til marks um heimsku J Þórbergs. Nafn greinarinnar vísar síðan til þrá- látra þræta um afmælisdag skáldsins. Aldaraf- mælið var samkvæmt orðum Þorsteins ekkert aldarafmæli heldur aldar og árs, „og vekur það“, segir hann, „spurninguna um hversu alvarlega viö eigum að taka Þórberg Þórðarson sem sann- leikselskandi nákvæmnismann og þar með manneskju og rithöfund.“ Þorsteinn spyr einnig í greininni hvort sannleiksástin og mælinga- kúnstimar hafi kannski ekki verið neitt annað en tómur afkáraskapur. Sannleiksást Þórbergs, sem Þorsteinn nefnir svo, er aftur til umfjöllunar í grein Sigurðar Guðjónssonar, „Var Þórbergur ofviti í alvör- unni?“ í sama hefti Tímaritsins. Sigurður segir þar Þórberg hafa „fórnað" einlægni og hrein- skilni og orðið í staðinn æringi og spaugari. Það sem átti að vera satt og hreinskilið í bókum hans t hafi ekki verið satt heldur lygi. Þórbergur hafi aldrei sýnt lesendum snefil af „sál sinni" í verk- unum þó að hann væri „sí og æ að skrifa um þennan Þórberg Þórðarson". Þröngsýni Þórbergs sem höfundar komi ekki síst fram í því að „stíl- gáfan er svo ofvaxin að hún ber allt annað ofur- liði. Verður eins og hálfgerð vansköpun. Hann rogast um bækur sínar með risastórt útblásið stílhöfuð. En formi og byggingu er ábótavant. Mannlýsingarnar eru sömuleiðis of mikið upp á fyndni og skringilegheit." Sigurði fmnst Þórbergur sem sagt ekki hafa verið sannur í listsköpun sinni, ekki staðið und- ir því sem hann gaf sig út fyrir að vera. En hvað t gaf Þórbergur sig út fyrir að vera? Sjálfur sagði hann að hann kappkostaði að hafa öÚ sannreyn- anleg atriði nákvæmlega rétt en þar sem þeim sleppti gætu skrifin verið færð í stilinn. Auðvit- að var Þórbergur alltaf að ljúga að okkur, líkt og aðrir sem hafa skriftir að lifibrauði sinu, og það hvort hann „gekk framhjá" eða ekki þegar hann ætlaði að heimsækja elskuna sína er vart sönn- un þess að ekkert mark sé á honum takandi sem rithöfundi. Slíkt er eðli skáldskaparins. Lesend- ur eru alla tíð að láta ljúga að sér að verið sé að segja þeim satt - og hafa nautn af. Ekki tekinn alvarlega Þórbergur vildi láta taka sig alvarlega sem pólitískan rithöfund. Hann skrifaði líka ótal greinar um stjórnmál og má þar nefna nokkrar gegn nasistum þegar þeir höfðu ný- lega komist til valda í Þýskalandi. Fyrir þær var hann dæmdur fyrir óviðurkvæmileg um- mæli um hinn „erlenda þjóðhöfðingja", Ad- olf Hitler. í blöðum birtust svo nafnlausar greinar sem höfðu það að innihaldi að um- mæli Þórbergs skiptu raunar ekki svo miklu máli því að „Þórbergur Þórðarson væri mað- ur sem enginn tæki mark á“. Þórbergur segir í svargrein sinni, sem birtist í Alþýðublaðinu 1934, aö það væri ekki óalgengt að slá niöur þá andstæðinga sem menn fyndu að væru þeim ofurefli með slíku. Þeir gerðu sér lítið fyrir og bara kunn- gerðu lesendunum að þeir væru brjálaðir, eða að þeir væru menn sem enginn tæki al- varlega. Honum reynist þó í greininni erfitt að skilja til hvers er verið að lýsa yflr því að enginn taki mark á manni, úr því að gengið er jafnframt út frá því sem þjóðkunnri stað- reynd að enginn taki mark á honum. Ekki er undarlegt þó að Þórbergur hafl furðað sig á þessu. Rök þeirra sem halda slíku fram verða líka einkar þunnur sam- setningur þegar bent er á að sjaldan eru grunlausir spaugarar sviptir stöðum og styrkjum vegna skoðana sinna. Þórbergur var þess fullviss að pólitískir andstæðingar hans hefðu unnið að því hörðum höndum að koma honum úr landi eftir útkomu Bréfs til Láru. Rennir það enn frekar stoðum undir að orðróm um að ekki væri hægt að taka mark á Þórbergi hafi hreinlega verið komið af stað af þeim sem einmitt tóku mark á hon- -t um en töldu hann hættulegan ríkjandi stefnu stjórnvalda. Þórbergur skrifaði til þess að breyta þjóð- skipulaginu, þó að hann hafi öðrum þræði talið mikilvægt að skemmta fólki. Verk hans sanna að annað þarf ekki að útiloka hitt. -þhs jr +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.