Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Page 36
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 « ferðir i 4* i I Útivera í fallegu um- hverfi í Hauka- dalsskógi í Biskups- tungum við Geysis- svæðið eru nú troðnar brautir fyr- ir göngu- skíðafólk allar helgar fram yfir páska. Haukadalsskógur þykir frábært útivistarsvæði jafnt sumar sem vetur og umhverfíð ævintýri lík- ast. Ekki dregur úr að veöur er iðulega mjög milt á þessum slóð- um og náttúruperlurnar í ná- grenninu skarta sínum fegursta vetrarbúningi. Giftingarhringir Þótt þú hittir Japana sem eru ekki með giftingarhringa þá þýðir það ekki endilega að þeir hafi ekki gengið í heilagt hjónaband. Sinn er siöur í landi hverju en mörg japönsk hjón ganga ekki með giftingarhinga. Þá má nefna að Grikkir og aðir í rétttrúnaðar- kirkjunni eru með giftingar- hringa á baugfingri hægri handar en ekki þeirri vinstri. Sirkus í Disneylandi Hinn framúrstefnulegi kanadíski sirkus, Cirque de So- leil, er búinn að skjóta rótum í Disneylandi. Forráðamenn skemmtigarðsins höfðu gengið á eftir kollegum sinum í sirkusnum áður en ákveðið var að ganga til samstarfs. Höfuðstöðvar sirkusins er í Montreal og telur sirkusinn sex flokka. Tveir er u í Las Veg- as og þrír ferðast um. Þótt talsmenn sirkusins og Disneylands segi að sýningin sé fyrir börn eru skiptar skoðanir hvort svo sé þar sem sviðsmyndin er drungaleg á stundum auk þess sem karlkyns loftfimleikamenn koma stundum fram í bleikum ballettpilsum. 65 listamenn eru í flokknum sem sýnir í Disneylandi og sýna þeir tvisvar á dag fimm daga vik- unnar. Sýningin kallast „La Nouba“. Byggt var húsnæði fyrir sirkus- inn sem kostaði 27 miOjónir doU- ara og tekur það 1.671 I sæti. Sýningin tekur einn og hálfa tíma og kostar miði fyrir fuU- orðna 59.89 dollara. Það er 15 doU- urum meira en inn á Walt Disney garðana en þar er hægt að vera allan daginn. Bókmenntahátíð í „The Word“ nefnist bók- menntahátíð sem efht verð- ur tU í fyrsta sinn í London seinna í mán- uðinum. Á há- tíðinni munu 66 rithöfundar, 24 breskir og 32 frá öðrum löndum koma fram og kynna verk sín. Á hátíðinni verða 350 atburðir og meðal þekktra höfunda sem koma fram má nefha Antonu Fraser, Doris Lessing, Richard Dawkíns, Margaret Atwood, Seamus Hean- ey og Toni Morrisson. Hátiðin verður sett þann 19. mars og stendur 1 fjóra daga. Þeir sem vUja kynna sér nánar dag- skrá hátíðarinnar geta hringt i síma 44-171-837-2555 eöa sent fax í númerið 44-171-278-0480. Málaskólar í höfuðborg Andalúsíu: Lært ogleikið Nemendur Malaca Instituto læra og búa í þessu gula húsi sem stendur í brekku með Miðjarðarhafið fyrir neðan. Um 15 mínútna gangur er niður á strönd. málum liðinna alda ef þeir gætu. í aldanna rás hafa blóðþyrstir Andalúsíumenn hvíslað ástarorð- um að sínum heittelskuðu hinum megin við jámrimlana sem enn eru fyrir mörgum gluggum. Þótt veggirnir geti ekki hvíslað munu sevUlanas dansar, coplas og sangría halda hitanum í mönnum þegar skyggja tekur. -SJ Þeim fjölgar sífellt sem kjósa að setjast á skólabekk í útlenskum málaskólum í sumarfríinu. Þetta gerir fólk á öllum aldri og það slær þar með tvær flugur í einu höggi. Það lærir tungumálið - auðvitað misvel - auk þess sem í tímunum er lögð áhersla á að kynna menn- ingu og þjóðfélag í viðkomandi landi. í Málaga - höfuðborg Andalúsíu - ber að nefna skólana Malaca Instituto og Don Quijote en mis- jafnt er hvorn skólann íslenskar ferðaskrifstofur eru með á sínum snærum. Þegar skóla lýkur á dag- inn bíður Málaga með opinn arm. Hægt er að drekka í sig heilmikla þekkingu í borginni sjálfri. Rekja má sögu Málaga rúmlega 3.000 ár aftur í timann. Þar hafa ýmsir þjóðflokkar ráðið ríkjum; Fönikíumenn, Kartverjar, Róm- verjar, Vestgotar, Márar og kristn- ir menn. Picasso fæddist í Málaga. Hús- gögn frá æskuheimili hans er að finna á listasafninu Museo de Bellas Artes sem er í næsta ná- grenni við dómkirkjuna. Kirkjan er fræg fyrir þær sakir að ekki er búið að byggja annan turn hennar en síðast var unnið við hann 1783. Áður en haldið er af stað í skoð- unarferð - annaðhvort með ferða- mannastrætisvagni eða fótgang- andi - er upplagt að fara upp á Parador del Gibralfaro, sem er í 130 metra hæð, þar sem er gott út- sýni yfir borgina. Nautaatshring- urinn er beint fyrir neðan. Ströndin og heiðblátt Miðjarðar- hafið eru ómissandi fyrir lífs- þyrsta sumarstúdenta frá Fróni. Ekki er hægt að fljúga heim án Svona er útsýnið frá Parador del Gibralfaro. þess að hafa farið til nágrannaborg- anna. Granada - fæðingarborg Lorca - Córdoba fræg fyrir moskuna - og Sevilla eru í Andalúsíu. Kól- umbus er grafinn í Sevilla. Lista- mennirnir Vel- ázquez og Murillo fæddust í Sevilla og sög- urnar um Car- men og Don Juan gerast þar. Hvítkalkaðir veggimir í borg- unum myndu hvísla leyndar- Páskavikan á (safirði: Aðaláherslan á skíðaiðkun Á ísafirði verða Seljalandsdalur og Tungudalur í aðalhlutverki yfir páskavikuna. Forskot verður tekið á sæluna vikuna fyr- ir páska þegar Shell skíðamót ís- lands verður hald- ið auk FIS alþjóða- móts. Keppt verður frá mánudegi til fimmtu- dags. Ýmsar uppákomur verða svo á skíðasvæðinu yfir páskavikuna: páskaeggjamót, fjölskyldupunkta- mót og skíðamót fyrir gamlar kempur. Haldinn verður furðufata- dagur á skíöasvæðinu auk þess sem þar verður grillað. Dagskrá verður fyrir alla aldurs- hópa og finnst yngstu kynslóðinni dalurinn eflaust breytast í undra- heim þessa daga. Bömin munu sjá fólk i furðufotum renna sér niður brekkurnar og þótt það fari að rigna eða snjóa munu þau eiga von á ann- ars konar himnasendingu hvað sæl- gætisregnið áhrærir en gómsætum molum verður hent niður úr flug- vél. Á skíðasvæðinu verður sér- stakt bamasvæði þar sem verða leiktæki og einfaldar skíðaþraut- ir. Fjórar diskalyftur eru á svæðinu. Menningin mun svo setja svip sinn á ísafjarðarbæ yfir páskavikuna. Myndlistarsýn- ing verður í Slunkaríki, Litli leikklúbburinn sýnir söng- leikinn Óliver! og ýmsar uppá- komur verða á veitingastöðum. Um páskana verður mikið um að vera á skíðasvæði ísfirðinga. Á svæðinu verður sérstakt barnasvæði þar sem verða leiktæki og einfaldar skíða- þrautir. DV-mynd H.Kr. Þar má nefna djasskvöld og dans- leiki. Uppákomur verða líka í ná- grannasveitarfélögunum. Óvissu- ferð verður farin með Slysavamafé- lagi Suðureyrar og í Bolungarvík verður dorgað í gegnum ís. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.