Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 *! 'ir * rðir Ný hraðlest á milli Boston og New York Næsta haust verður tekin í notkun ný tegund hraðlesta hjá bandaríska samgöngufyrirtækinu Amtrak. Nýja lestin, sem kallast Acela, mun í fyrstu ganga á milli borganna Boston, New York og Washington í norðausturhluta Bandaríkjanna. Lestin getur farið með 241 km hraða og mun stytta ferðatímann á milli Boston og New York um 90 mínútur, en sú ferð tekur nú fjórar og háífa klukkustund. Þá mun ferðin á milli New York og Washington DC styttast um hálfa klukku- stund. í lestinni verða betri sæti en gengur og gerist á fyrsta farrými, komið verður fyrir innstungum fyrir tölvrn- og snyrtiherbergin verða stærri en í öðrum lestum fyrirtækisins. Lestarferðir á miUi Boston og New York verða á klukkustundar- fresti og á hálftímafresti milli New York og Washington DC. Norræna félagið með nýjar áherslur Nýjar og gjörbreyttar áherslur eru hjá Norræna félaginu í ferða- og afsláttarmálum en félagið hef- ur tekið þá ákvörðun að hætta sölu og afgreiðslu flugfarseðla til Norðurlandanna og hefur þess í stað þess samið við ferðaskrifstof- una Plúsferðir ehf. um að veita fé- lagsmönnum sínum afslátt. Fé- lagsmönnum býðst nú verulegur afsláttur í ferðum til Billund, Óslóar, Stokkhólms og Kaup- mannahafnar. Einnig mun Nor- ræna félagið bjóða félagsmönnum áhugaverðar hópferðir til áfanga- staða á Norðurlöndum og til Eystrasaltsríkjanna. Ferðirnar eru til staða sem almennt eru utan aifaraleiða en eru afar skemmtilegir heim að sækja. Nýtt félagskírteini hefur verið gefið út en það er sameiginlegt fyrir Norðurlöndin og veitir fjöl- breytt afsláttarkjör víðs vegar 1 öllum löndunum. Nánari upplýs- ingar um Norræna félagið er að finna á slóðinni http://www.nor- den.is á Netinu. Svona eru básarnir fyrir tjaldgesti, á tjörninni vagga endur börnum og fuli- orðnum til skemmtunar. DV-myndir K.Ein Hér eru þær stöllur sem taka á móti gestum Gesthúsa staddar í tjaldmiðstöðinni, t.v. Jóhanna Róbertsdóttir rekstrarstjóri, t.h. Hrafnhildur Tryggvadóttir aðstoðar- maður. Ættarmót eru afar vinsæl um þessar mundir, yfir vetrarmánuð- ina, t.d. um jól- in, eru margar ættarmóts- nefhdir skipað- ar af veislugest- um jólaboð- anna. Sú spurn- ing sem kemur fljótt upp er: Hvar á að halda mótið? Oft er reynt að vera sem næst heim- ili upphafsfólks ættbogans sem ætlar að koma saman. En oft- ast ræður sú að- staða sem mögulegt er að fá til að koma til móts við sem flestar þarfír ættingjanna. Margir staðir á landinu uppfylla marga þætti ættarmótshalds, einn þeirra er Gesthús á Selfossi. í miðjum bænum er staður varðaður af gróðri og hólum, þar hafa Gesthús aðsetur sitt. Gesthús eru rekin af ferðaþjón- ustu KÁ sem hafa lagt áherslu á að halda uppi ákveðnum standard sem lýtur að þvi að koma til móts við breiðan hóp ferðamanna. Allt frá fólki sem ferðast á puttanum til þeirra sem koma á fullbúnum ferðabílum. Frábær staður til ættar- móta „Nú í sumar ætlum við að vera með sérstaka áherslu á ættarmót- in,“ sagði Jóhanna Róbertsdóttir, rekstrarstjóri Gesthúsa. „Við höf- um góða aöstöðu til slíkra móta, t.d. eru smáhýsin okkar sérlega hentug fyrir þá sem ekki vilja gista í tjöldum. Hvert hús tekur 2-4 ein- staklinga, eldhúskrókur er í hverju húsi sem og baðherbergi með sturtu. Tjaldstæðið er skemmtilega staðsett og gestir fá möguleika á að nýta sér tjaldmið- stöðina til að elda, borða inni og vaska upp,“ sagði Jóhanna. Heitír pottar og varð- eldasvæði Á svæðinu er grillaðstaða, varð- eldasvæði, góð hreinlætisaðastaða, húsbílamóttaka og tveir heitir pottar eru við þjónustumiðstöðina. í miðstöðinni er hægt að fá keypt- an morgunmat og kvöldmat, einnig er bar sem selur léttvín og áfengt öl. Þar er einnig salur sem tekur u.þ.b. 60 manns í sæti og gefur möguleika á að efna til hátíðar þar inni. Margt í boði við bæjar- dyrnar „Ég vil endilega benda á alla þá möguleika sem eru í boði hér við bæjardyrnar," sagði Jóhanna. Gönguleiðir eru fjölmargar, frítt er fyrir gesti okkar í nýja sundlaug á Selfossi og á golfvöllinn sem er hér við bæjarmörkin. Þá er hægt að fara í kajakferðir innan við brim- garðinn við Stokkseyri, skoða fjós í fullri vinnslu að Laugarbökkum og fara á hestbak hjá þeim sem eru með hestaleigur," sagði Jóhanna, sú sem tekur á móti gestum og gangandi hjá Gesthúsum á Sel- fossi. K.Ein Vestfjarðaleið með leiguflug til Þýskalands: Beint flug til Berlínar Vestfjarða- leið hefur undanfarin ár boðið upp á leiguflug tll Frankfurt á vegum þýsku ferðaskrif- stofunnar Arktis Reisen Schehle í Kempten. Frá árinu 1997 hefur ferðatilhög- un verið á þann veg að flogið hefur verið einu sinni í viku yfir sumartímann. Farkosturinn er Airbus A320 (170 sæti) frá leiguflugfélaginu Aero Lloyd og tekur flugið í kringum 3 1/2 klst. Flugið til Frankfurt hefst þann 22. maí og verður að- faranótt sunnudags til 11. sept- emher. Beint flug til Berlínar er nýj- ung hjá Vestijarðcdeið í sumar. Einnig verður flogið aðfaranótt Flogiö verður til Berlínar einu sinni í viku í allt sumar. sunnudags og er flúgtíminn sá sami og til Frankfurt. Flogið verður með nýlegri Boeing 737 (130 sæta) frá flugfélaginu Deutsche BA. Að sögn ferðaskrif- stofunnar er flugvélin almennt notuð í áætlunarflugi og í mjög góðu standi. Miðasala fyrir sumarið er þeg- ar hafin og er nánari upplýsing- ar að fá hjá ferðaskrifstofunni. Gesthús á Selfossi bjóða aðstöðu fyrir ættarmdt Fjölbreyttir ferðamögu- leikar við bæjardymar Jeppaeigendur, athugið Nú er tími snjóaksturs og annarra vetraríþrótta og fólk flykkist til fjalla, ganganof sem akandi. Tokum tillit til skíðafólks og ökum ekki utan vega á skíðasvæðum. Það er nóg pláss fyrir okkur öll. Defender STORM, ný og öflug Storm TD5 vól, 5 strokka með túrbínu og millikæli. Umtalsvert meiri kraflur í hljóSlótari vél TogiS er 300 Nm við 2000 snúninga. Suóurlandsbraut 14 Sími S7S 1200 Söludeild 575 1210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.