Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 48
'W %m *% m 60 iðivon LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 it -k 100 veiðimenn knmu á Vatnshlíðarvatn - um 300 fiskar veiddust Þessa dagana fer fram dorgveiði- keppni víða um land, enda kjörið að renna fyrir silung á vötnum lands- ins núna. ísinn er þykkur og fiskur- inn er ekki langt undan. Það styttist líka í íslandsmótið í dorgveiði sem haldið verður núna á Laxárvatni 20. mars við Blönduós. Um síðustu helgi hélt ferðamála- braut Hólaskóla, á Hólum í Hjalta- dal, dorgveiðikeppni á Vatnshlíðar- vatni á Vatnsskarði. Um 100 veiði- menn komu, um 300 fiskar veiddust og allir fengu eitthvað en til þess var leikurinn gerður. Stóru tjaldi hafði verið komið fyrir úti á vatn- inu. Það voru ýmis fyrirtæki i Skagafirði sem styrktu pessa keppni og tókst hún mjög vel. „Þetta hafa liklega verið um 100 veiðimenn og næstum 300 fiskar veiddust, sagði Bjarni Jónsson er við spurðum hann frétta af mótinu. Bjarni kenn- ir fiskeldi við Hólaskóla og þessi dorgveiðikeppni var eitt af þeim verkefnum sem hópurinn í fiskeldi átti að vinna. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni er haldin en ekki var hægt að halda hana í fyrra vegna veðurs. „Flestir veiðimennirnir fengu fisk og hann Þorsteinn Hafþórsson á Blönduósi veiddi þá flesta, eða 38. Stærsti fiskurinn var kringum pundið. Við erum mjög hress með keppnina og þátttökuna en fjöldi fyrirtækja gaf verðlaunin," sagði Bjarni enn fremur. Laxárvatn varð fyrir valinu „Við ætlum að halda íslandsmót- ið í dorgveiði laugardaginn 20. mars og verður mótið haldið á Laxár- vatni. Það vatn hentar vel fyrir þetta mót," sagði Björn G. Sigurðs- •zm _______ . ¦_________________________________ ________ Það er alltaf gaman að dorga f gegnum ís í góðu veðri. son í Dorgveiðifélagi íslands. Laxár- vatn er fornfrægt veiðivatn en í það rennur Fremri-Laxá á Ásum en úr því Laxá á Ásum. Mjög misjöfn stærð er á fiskinum í vatninu pg einn og einn vænn á örugglega eftir að taka agn veiðimanna. Áður hefur mótið verið haldið þrisvar sinnum á Ólafsfjarðarvatni, einu sinni á Arn- arvatnsheiði, Mývatni og Reynis- vatni. „Ég held að þátttakan gæti orðið góð á Blönduósi því það hefur mik- ið verið spurt um mótið. Þetta fer þó Umsjón Gunnar Bender idge auðvitað mikið eftir veðri eins og alltaf," sagði Björn enn fremur. Móbergstjörn í Langadal hefur gefið góða veiði í gegnum is síðustu daga og veiðimaður sem gjörþekkir stáðhætti var þar fyrir fáum dögum. Hann veiddi 5-6 fiska og voru þeir stærstu 6 pund. Veiðin hefur líka verið fin á Reynisvatni siðan um áramót og hafa veiðst um 1000 fisk- ar. Það hefur oft verið líflegt á vatn- inu suma dagana, enda stutt að fara í veiðiskapinn af þéttbýlissvæðinu. Stangaveiðifélagið með könnun Það er mikið líf og fjör í kringum Stangaveiðifélag Reykjavíkur, enda félagið 60 ára á þessu ári. Opin hús hafa verið fjörug í vetur og margir lagt leið sína þangað. í síðasta opna húsi var talað um Blöndu og Ásgeir Heiðar talaði um Sage-stangir en hann var fyrir skömmu í Sage-verk- smiðjunum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur ætlar líka að láta gera könnun fyrir sig en í henni verða fé- lagsmenn spurðir um framboð veiðileyfa, fyrirkomulag umsókna um veiðileyfi og úthlutun veiðileyfa meðal annars. Verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður úr þessari könnun þegar hún verður birt. i-jf ^, MasterCard-mótið í sveitakeppni: Átta sveitir frá Reykjavík oy tvær frá Reykjanesi í úrslitin Undankeppni íslandsmótsins í bridge var spiluð um sl. helgi og náðu átta sveitir frá Reykjavík og tvær frá Reykjanesi að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, sem fer að venju fram um Bænadagana. Á dögum kostunar sveita er erfið- ara að gera sér grein fyrir liðskipan, en þeir sem þekkja til, vita hverjir skipa sveitir Landsbréfa og Sam- vinnuferða-Landsýnar, en kannski síður Heitra Samloka eða Holta- kjúklinga. Samt skulu taldar upp all- ar þær sveitir sem spila í úrslitum: Sveit Landsbréfa (Jón, Sverrir, Að- alsteinn, Sigurður, Bjöm, Magnús) Sveit Samvinnuf. (Helgi, Guð- mundur, Þorlákur, Karl, Guðm. Páll) Sveit Spotlight Club (Isak, Sverrir, Jón, Hermann, Hrólfur, Oddur) Sveit Heitra Samloka (Jón, Stein- berg, Hjálmar, Gísli, Friðjón, Sigfús) Sveit Strengs (Júlíus, Matfhías, Ragnar, Páll, Sigurður, Hrannar) Sveit Þriggja Frakka (Kristján, Rúnar, Jónas, Steinar, Hjalti, Eirík- ur) Sveit Stillingar (Sigtryggur, Bragi, Guömundur, Valur, Erlendur) Sveit Þróunar (Bernódus, Georg, Guðjón, Rúnar, Hróðmar) Sveit Holtakjúklinga (Örn, Guð- laugur, Anton, Sigurbjörn, Jakob, Ásm.) Sveit Þrastar Ingimarss. (Þröstur, Hermann, Ólafur, Ragnar, Þórður) Hér er „slönguspil" úr síðustu um- ferð sem olli usla hjá nokkrum bridgemeisturum. -BM/h j±i 168,900 kr.| S/A-V * G7632 «» - ? KG96542 *5 * A4 •»KDG5 * 1073 * AD97 N * KD105 VA107 ? A # G8432 \OKKAR BESTU MEÐMÆIJ ERU SER LEGA ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR ¦SrÆLKOMIN(IM) í ÞEIRRA HÖPOATÚNf 12 tOS RtVKJAVÍK SÍMr 5S2-S200 / SS2-57S7 PAXs SS2-6208 I * 98 V986432 * D8 * K106 I leik Samvinnuferða-Landsýnar og Bílaspítalans gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur 2 ? pass 2 Gr pass 3 » pass 4 » pass pass pass í norður-suður sátu Þorlákur Jóns- son og Guðmundur Páll Arnarson. Guðmundur Páll er hugmyndaríkur bridgemeistari og kann vel að lesa aðstæður og viðbrögð andstæðinga við spilaborðið. Það hafði því ekki farið fram hjá honum, að vestur ætti Guðmundur Pálsson. töluvert af tígulspilum og þegar hann síðan spilaði út spaðatvisti, þá var sviðið sett fyrir svíningu ársins. Guðmundur drap á ásinn í blind- um, spilaði laufi og svínaði tíunni. Síðan tók hann laufkóng og brosti i kampinn þegar vestur kastaði tígli. Enn kom lauf, síðan laufás og Guð- mundur henti spaða. Þótt byrjunin sé góð, þá er ennþá hætta á að hægt sé að upphefja tromptíuna. Til þess að koma í veg fyrir það, þá kastaði Guðmundur spaða og skar þannig á samgang varnarinnar. Sjáum hvað gerist ef hann kastar tígli. Hann spilar síðan trompkóng, drepinn á ás, tigulás tek- inn, síðan litill spaði. Vestur fer inn á gosann, spilar tígulkóng og tromp- tían er orðinn slagur. í leik Þróunar og Holtakjuklinga var sama spil kært til keppnisstjóra. Þar sátu í qpnum sal n-s Jakob Krist- insson og Ásmundur Pálsson, en a-v Bernódus Kristinsson og Stefán Stef- ánsson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur Pass 2* dobl 4* 5 «» pass pass dobl pass 5 4 dobl pass pass pass Sagnirnar þarfnast útskýringa. Opnun vesturs var Tartan, eða Jón og Simon, þ. e. 5+ spaðar og 4+ láglit- ur, undir opnun. Síðan gekk allt eðli- lega fyrir sig, þar til fimm hjörtu komu að austri. Eftir nokkra um- hugsun doblaði hann og vestri leist illa á það með sína skiptingu. Hann tók því út í fimm spaða. Þessar stöð- ur þekkir Jakob Kristinsson mæta vel, enda einn af reyndustu keppnis- stjórum landsins. Hann gat þvi do- blað frítt eins og kallað er. Að sögn- um loknum var keppnisstjóri kallað- ur til og eftir útskýringar og athuga- semdir hélt spilið áfram. Jakob spil- aði út hjartakóng, þar með hvarf laufið og stuttu síðar var spihð unn- ið með yfirslag. Úrskurður keppnisstjóra kom eng- um á óvart. í þannig stöðum er svo til ávallt dæmt gegn þeim sem hefur hugsað lengur en góðu hófi gegnir. Dæmt var að spila skyldi fimm hjörtu dobluð og þau færu tvo niður, 300 til a-v í staðinn fyrir 1090. Ekki hefur keppnisstjóri séð fyrir að hægt væri að sleppa einn niður, eins og Guðmundur Páll sýndi fram á, eða ef til vill var hann bara að milda refs- inguna. Úrskurðinum var ekki áfrýjað, en báðar hliðar hefðu getað gert það. Ásmundur hefði haft alla burði til þess að sleppa einn niður og a-v gátu reynt að ströggla áfram. Allavega skemmtilegt spil! Stefán Guðjohnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.