Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Side 50
afmæli LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 13V ^ 62 Svavar Stefánsson Svavar Stefánsson, forstöðumað- ur Svæðisvinnumiðlunar Suður- lands, Hrísholti 21, Selfossi, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Svavar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1969, embættisprófí í guðfræði við HÍ 1975, og meistara- prófi í guðfræði frá Pittsburgh Theological Seminary í Bandaríkj- unum 1996. Þá lauk hann ökukenn- araprófi frá KHÍ 1994. Svavar var vígður prestur í Búð- ardal 1975 og var þar til vors 1976. Þá tók hann við starfi sóknarprests í Neskaupstað og gegndi því starfi til 1991. Hann var kosinn sóknar- prestur í Þorlákshafnarprestakalli 1991 og var fyrstur til að gegna því embætti. Svavar fékk tveggja ára launa- laust leyfi frá starfi sóknarprests 1998. Hann varð forstöðu- maður Svæðisvinnumiðl- unar Suðurlands í árs- byrjun 1998. Svæðis- vinnumiðlun er deild hjá Vinnumálastofnun. Þá hefur Svavar sinnt öku- kennslu með aðalstarfi ffá 1994. Svavar var í stjórn Prestafélags Austurlands og var formaður þess um skeið. Hann var formaður félags- málaráðs Neskaupstaðar í nokkur ár. Fjölskylda Svavar kvæntist 15.6. 1975 Auði Björk Kristinsdóttur, f. 23.3. 1951, M.Ed. og sérkennslufulltrúa á Skólaskrifstofu Suðurlands. Hún er dóttir Kristins Stefánssonar, f. 14.8. 1916, d. 8.5. 1967, vélstjóra, og Sæ- unnar Jónsdóttur, f. 4.9. 1917, hús- móður í Hafnarfírði. Böm Svavars og Auðar Bjarkar eru Hildur Björk, f. 4.1. 1975, félagsfræðing- ur og verkefnastjóri hjá Rannsóknarþjónustu HÍ, en maður hennar er Einar Freyr Magnússon, bygg- ingarfræðingur og starfs- maður VÍS, og er dóttir þeirra Sóley Björk, f. 27.12. 1994; Stefán, f. 18.2. 1980, nemi við MH; Kristinn Amar, f. 10.11. 1987, nemi. Bróðir Svavars er Þorsteinn Júli- us, f. 29.2. 1944, mjólkurfræðingur og kaupmaður á Seltjamamesi, en kona hans er Margrét Kristjánsdótt- ir, húsmóðir og kaupkona. Foreldrar Svavars: Stefán Geir Svavars, f. 4.5. 1920, viðskiptafræð- ingur og fyrrv. aðalbókari hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavik, og Ólöf Matthíasdóttir, f. 28.5. 1918, d. 14.1. 1999, fyrrv. starfsmaður Lyfja- verslunar ríkisins. Ætt Stefán var sonur Svavars, kaup- manns á Búðum við Fáskrúðsfjörð og síðar verslunarmanns í Reykja- vík, Sigurbjömssonar Svavars, b. í Reykhúsum í Hrafnagilshreppi við Eyjafjörð og síðast i Reykjavík, Jónssonar. Móðir Svavars kaupmanns Guð- rún Jónatansdóttir húsmóðir. Móðir Stefáns Geirs var Jóna Svavars Bjamadóttir, kaupmanns og hreppstjóra á Seyðisfirði, Sig- geirssonar og Jensínu Hildar Jóns- dóttur. Ólöf er dóttir Matthíasar, járn- smíðameistara í Vestmannaeyjum, Finnbogasonar, og Sigríðar Þor- steinsdóttur. Sigurður I. Ásgeirsson Sigurður Ingi Ásgeirsson, raf- eindavirki og nemi í tölvu- og kerf- isfræði, Þrastarima 13, Selfossi, er fertugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist i Reykjavík en ólst upp á Selfossi. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Sel- foss, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk prófum sem raf- eindavirki og stundar nú nám á seinna ári í tölvu- og kerfisfræði við Rafiðnaðarskólann. Sigurður vann með gagnfræða- námi í Mjólkurbúi Flóamanna og andlát hjá Pósti og síma. Með iðnnáminu vann hann á sumrin við útkeyrslu og síðan hjá Radíómiðun 1982-’84. Hann var rafeindavirki hjá Skrifvél- inni þar sem hann sinnti viðgerðum á ljósritunarvélum 1984-96 en er nú tæknimaður hjá ljósritunarvéla- deild Nýherja. Þá er Sigurður hluthafi í hljóð- verinu Hljóðmynd en hann hefur tekið upp fjölda hljómplatna. Sigurður hefur verið bassaleikari í fjölda hljómsveita. Hann leikur nú með hljómsveitinn Raflosti sem ný- lega var endurvakin eftir tuttugu og eitt ár. Aðrir meðlimir hljómsveit- arinnar eru Bergsteinn Einarsson og Bragi Sverrisson Sigurður hefur starfað með Juni- or Chamber frá 1993, verið ritari og stjómarmaður í JC-hreyf- ingunni og var forseti JC á Selfossi 1995. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Guðrún Sigurðardóttir, f. 30.8. 1964, húsmóðir. Þau hófu sambúð 1982 en giftu sig 17.5. 1986. Guðrún er dóttir Sigurðar Þórðarson- ar, fyrrv. stöðvarstjóra Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði, og Andreu Tryggvadótt- ur húsmóður. Þau búa á Selfossi Böm Sigurðar og Guðrúnar em Ásgeir Andri Sigurðsson, f. 3.1.1986; Sigþór Ingi Sigurðsson, f. 30.11.1989; Kristín Sóley Sigurðardóttir, f. 22.5. 1993; Arnór Valur Sigurðsson, f. 22.1. 1998. Systur Sigurðar eru Anna Ásgeirsdóttir, f. 15.4. 1956, klæðskeri í London, gift Chris New- mann en Anna á þrjú börn, þar af eitt frá fyrra hjónabandi; Kristrún Ás- geirsdóttir, f. 10.10. 1970, starfsmaður við Sjúkra- hús Suðurlands, en sam- býlismaður hennar er Sigurður Bjarnason og eiga þau tvö böm. Foreldrar Sigurðar eru Ásgeir Sigurðsson, f. 11.11. 1933, skólastjóri Tónlistarskóla Ámessýslu, og Krist- ín Ingveldur Ingólfsdóttir, f. 7.2. 1938, verslunarmaður. Sigurður Ingi Ásgeirsson. Sigurður Sigurmundsson Sigurður Sigurmunds- son, bóndi og fræðimað- ur í Hvítárholti í Hrana- mannahreppi, lést 5.3. sl. Útför hans fer fram frá Skálholtskirkju í dag, laugard. 13.3., kl. 14. Starfsferill Sigurður fæddist á Breiðumýri í Reykjadal og ólst þar upp til tíu ára aldurs en síðan í Laugar- ási í Biskupstungum. Hann var í bamaskólanum á Breiðumýri og í Reykholti í Bisk- upstungum, stundaði nám við íþróttaskólann í Haukadal, við Sam- vinnuskólann í Reykjavik 1932-33 og lauk búfræðiprófi frá Bændaskól- anum að Hólum 1934. Sigurður var lausamaður 1934-42. Hann keypti jörðina Hvítárholt í Hranamannahreppi 1942 og bjó þar til 1989 er hann flutti að Fiúðum. Sigurður hóf spænskunám í frí- stundum er hann var þrjátíu og fimm ára. Hann tók saman fyrstu spænsk-íslensku orðabókina, 1973, auk endurunninnar útgáfu, 1995 sem jafnframt er íslensk-spænsk orðabók. Hann þýddi spænsku bók- ina Nada, eftir Carmen Laforet, útg. 1990. Rit hans, Sköpun Njálssögu kom út 1989 og bók hans, Á milli landshoma, um æskuár höfundar, kom út 1993. Loks komu út eftir hann Ritgeröir I í árslok 1998 og á þessu ári eru von á Ritgerðum II. Þá var hann hvatamaður að samantekt Galtarættarinnar og hóf það starf. Sigurður skrifaði fjölda fræði- greina um íslenskar fomsögur. Hann sat konungsveisluna er Jó- m hann Karl Spánarkonungur heim- sótti ísland 1989 og færði þá konungi bók sína, Spænsk-íslenska orðabók. Sigurður sat um árabil í bókasafnsstjórn Hruna- mannahr., var formaður hennar og sat í stjórn Veiðifélags Ámesinga 1967-73. Fjölskylda Sigurður kvæntist 13.7. 1943 Elínu Kristjánsdótt- ur, f. 7.9. 1917, húsfreyju. Hún er dóttir Kristjáns Loftssonar, bónda í Haukadal og á Felli í Bisk- upstungum, og k.h., Guðbjargar Greipsdóttur frá Haukadal, systur Sigurðar skólastjóra. Böm Sigurðar og Elínar eru Sig- urður, f. 24.10. 1942, húsasmíða- meistari á Hvolsvelli, kvæntur Guð- laugu Oddgeirsdóttur og eiga þau tvö böm; Anna Soffla, f. 31.8. 1944, bóndi á ísabakka, ekkja eftir Helga Stefán Jónsson en þau eignuðust einn son; Kristján, f. 28.1.1946, bygg- ingameistari í Kópvogi, kvæntur Mutjalin Sigurðsson og eiga þau eina dóttur;'Guðbjörg, f. 12.12. 1947, búfræðingur, kennari og kristni- boði, búsett í Reykjavík, gift Andrew Scott Fortune og eiga þau tvo syni; Sigríður Halla, f. 12.8.1953, bóndi í Hvítárholti, en maður henn- ar er Björn Bjömsson, bóndi í Hvít- árholti, og á hún tvær dætur og eina dótturdóttur; Kolbeinn Þór, f. 27.3. 1956, bóndi í Skálmholti, fráskilinn, og á hann fimm börn; Guðmundur Geir, f. 17.5.1958, framkvæmdastjóri og nemi í markaðsútflutningsfræði við HÍ, kvæntur Evu Ulrichu Schmidhuber Sigurðsson og eiga þau þrjá syni; Hildur, f. 26.4. 1961, bóndi og húsfreyja í Hvítárholti, frá- skilin, og á hún þrjú böm. Hálfbræður Sigurðar, samfeðra: Ágúst, f. 28.8. 1904, d. 28.8. 1965, myndskeri í Reykjavík; Gunnar, f. 23.11. 1908, d. 18.6. 1991, prentari og prentstjóri í Vestmannaeyjum. Alsystkini Sigurðar: Ástríður, f. 27.11. 1913, hjúkranarfræðingur í Reykjavík; Kristjana, f. 29.11. 1917, d. 17.5. 1989, húsfreyja í Reykjavík; Eggert Benedikt, f. 27.1. 1920, fyrrv. skipstjóri, búsettur í Hveragerði; Þórarinn Jón, f. 19.5.1921, vélstjóri í Kópavogi; Guðrún Jóseflna, f. 22.3. 1923, húsfreyja í Bandaríkjunum; drengur, f. 9.7. 1932, d. 3.3. 1933. Foreldrar Sigurðar voru Sigur- mundur Sigurðsson, f. 24.11. 1877, d. 14.11. 1962, héraðslæknir, og k.h., Kristjana Anna Eggertsdóttir, f. 24.11. 1894, d. 20.8. 1932, húsmóðir. Ætt Sigurmundur var sonur Sigurðar, steinsmiðs í Bræðraborg í Reykja- vík, bróður Bjama, langafa Einars Hauks hagfræðings, foður Sólveigar leikkonu. Sigurður var einnig bróð- ir Guörúnar, langömmu Hilmars Guðlaugssonar, formanns bygging- arnefndar Reykjavíkurborgar, og Gylfa Thorlacius hrl. Þá var Guð- rún langamma Eyrúnar, ömmu Magnúsar Kjartanssonar tónlistar- manns. Sigurður var sonur Sigurðar, b. í Gelti í Grímsnesi, ættfoður Galtar- ættarinnar, Einarssonar. Móðir Sig- uröar í Gelti var Guðrún Kolbeins- dóttir, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar, en meöal afkom- enda hans má nefna Einar Jónsson myndhöggvara, Alfreð Flóka mynd- listarmann, Mugg, Pétur Sigurgeirs- son biskup og Tryggva Ófeigsson út- gerðarmann. Móðir Sigurðar steinsmiðs var Ingunn Bjamadóttir. Móðir Sigurmundar var Sigríður, dóttir Ögmundar, b. á Bíldsfelli í Grafningi, Jónssonar, hreppstjóra og silfúrsmiðs á Bíldsfelli, Sigurðs- sonar, ættföður Bíldsfellsættarinn- ar. Kristjana Anna var dóttir Eggerts Jochumssonar, kennara og sýslu- skrifara á ísafirði, bróður Matthías- ar þjóðskálds. Eggert var sonur Jochums, b. í Skógum í Þorskafirði, Magnússonar. Móðir Jochums var Sigríður, dóttir Ara Jónssonar, b. á Reykhólum, og konu hans, Helgu Árnadóttur, prests í Gufudal, Ólafs- sonar, lögsagnara á Eyri, Jónsson- ar, langafa Jóns forseta og Jens rektors, langafa Jóhannesar Nor- dals. Móðir Eggerts Jochumssonar var Þóra, systir Guðrúnar, ömmu skáld- anna Herdisar og Ólínu Andrés- dætra. Þóra var einnig systir Guð- mundar, prests og alþingismanns á Kvennabrekku, föður Theodóra skáldkonu, móður Guðmundar Thoroddsens, læknaprófessors og yflrlæknis. Guðmundur á Kvenna- brekku var einnig faðir Ásthildar, móður Muggs og ömmu Péturs Thorsteinssonar sendiherra. Móðir Önnu Kristjönu var Guð- rún, systir Kristínar, móður Sigurð- ar, skólastjóra á Laugum, Gísla rit- stjóra og Filippíu skáldkonu (Hug- rúnar) Kristjánsbarna, en sonur Hugrúnar er Helgi Valdimarsson læknir. Guðrún var dóttir Kristjáns, b. í Ytra-Garðshomi í Svarfaðardal, Jónssonar og Sólveigar Jónsdóttur, b. í Syðra-Garðshorni, Jónssonar. Sigurður Sigurmundsson. Til hamingju með afmæ ið 13. mars 90 ára Guðrún Gísladóttir, Þórannarstræti 134, Akureyri. Óskar Pétursson, Karlagötu 15, Reykjavík. 85 ára Stefán Jónsson, Hamrahlið 11, Reykjavík. 75 ára Jóna Jónsdóttir, Garðsenda 13, Reykjavík. Jörundur Þorsteinsson, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Kristján Pálsson, Krosseyri, Bíldudal. Þóra Steingrímsdóttir, Skildinganesi 35, Reykjavík. 70 ára Björg Jónsdóttir, Hvítárbakka II, Borgamesi. 60 ára Bjöm B. Ingvarsson, Kársnesbraut 113, Kópavogi. Inga Halldórsdóttir Kvaran, Grímshaga 5, Reykjavík. 50 ára Birgir Ragnarsson, Suðurbraut 16, Hafnarfirði. Guðmundur Þór Sigfússon, Höfðavegi 61, Vestmannaeyjum. Jakob Jónsson, Viðarrima 4, Reykjavík. Jóhanna Kristín Gunnarsdóttir, Hjallabrekku 1, Ólafsvík. Kristín Egilsson, Holtahólum, Höfn. Kristján Karisson, Neshömrum 4, Reykjavík. Sigurður Brynjólfsson, Álakvísl 102, Reykjavík. Svanhildur Geirarðsdóttir, Hliðahjalla 41 E, Kópavogi. Þórarinn Bjömsson, Jóraseli 13, Reykjavík. 40 ára Erla Þóra Óskarsdóttir, Melholti 6, Hafiiarfirði. Jónína Helga Helgadóttir, Löngmnýri 22 C, Garðabæ. Margrét I. Hallgrímsson, Reykjavíkurvegi 25, Reykjavík. Ólöf Óladóttir, Austurbraut 19, Höfh. Rúnar Þór Stefánsson, Trönuhjalla 6, Kópavogi. Sæmundur Pálsson, Austurbergi 30, Reykjavík. Þórunn Björk Einarsdóttir, Holtagötu 2, Reyðarfirði. Öm Ragnarsson, Eskihlíð 5, Sauðárkróki. * jjrval - 960 síður á ári - fróðleikur og skemmtun sem liflr mánuðum og árumsaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.