Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 #næ/# 63 Til hamingju með afmæíið 14. mars 90ára Magnea Jónsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 85ára Árni Helgason fyrrv. símstöðvar- stjóri, Neskinn 2, Stykkishðlmi.- Esther Finnbogadóttir, Tjarnargötu 10, Njarðvík. Magnús G. Jóhannesson, Ingólfsstræti 21D, Reykjavík. 80ára Guðrún Adolfsdóttir, Lerkilundi 7, Akranesi. Guðrún Sörensdóttir, Víðiholti 1, Húsavík. 75ára Hreinn Ketilsson, Sunnuhlíð, Svalbarðsstrandarhreppi. Ragnhildur Einarsdóttir, Svarfhóli, Borgarnesi. 70ára Kristján Árnason, Skálá II, Hofsósi. Sveinn Páll Gunnarsson, Flögu 1, Kirkjubæjarkl. 60ára ^?^ Magnús Ólafsson bleikjubóndi, Efra-Skarði, Hvalfjarðar- strandarhreppi. Eiginkona hans er Anna Gréta Þorbergsdóttir frá Ólafsfirði, ráðskona í mötu- neyti íslenskra aðalverkt. Þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. Magnús verður að heiman með fjölskyldunni. Halldór Jóhannesson, Vesturbergi 120, Reykjavík. Haraldur Magnússon, Fjarðarvegi 12, Þórshöfh. Helgi F. Magnússon, Krummahólum 6, Reykjavík. Hrefna M. Magnúsdóttir, Hóli, Kópaskeri. Inga Jóna Sigurðardóttir, Flétturima 12, Reykjavík. 50 ára_____________ Benedikt Sigurjónsson, Ekrustíg 4, Neskaupstað. Bjarni L. Benediktsson, Traðarlandi 12, Bolungarvik. Hjörtur H.R. Hjartarson, Laufásvegi 20, Reykjavík. Lárus Helgason, Jakaseli 5, Reykjavík. Margrét Sigurðardóttir, Laugalind 3, Kópavogi. Ólafur Þorsteinsson, Smáratúni 15, Bessastaðahreppi. 40ára_____________ Anna María Antonsdóttir, Hverafold 27, Reykjavík. Elísabet I. Þorsteinsdóttir, Hlaðhömrum 20, Reykjavík. Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson, Hrauntúni 59, Vestmannaeyjum. Jarl Bjarnason, Hjallavegi 1E, Njarðvik. Jarþrúður Jónasdóttir, Framnesvegi 65, Reykjavík. Laufey B. Agnarsdóttir, Urðarbakka 6, Reykjavík. Sesselja Haraldsdóttir, Jórufelli 12, Reykjavík. Þórður Helgi Jónsson, Þóröargötu 2, Borgarnesi. Kristín Sinfúsdóttir Kristin Sigfúsdóttir menntaskóla- kennari, Oddeyrargötu 28, Akur- eyri, er fimmtug i dag. Starfsferill Kristín fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og ólst þar upp. Hún var í Barnaskóla Svalbarðshrepps, lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum að Laugum 1966, var í Húsmæðra- skólanum á Varmalandi í Borgar- firði 1967-68, lauk kennaraprófi frá Húsmæðrakennaraskóla íslands 1971, stúdentsprófi frá MA 1975, prófi í uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1986, og svæðisleiðsögupróf frá Leiðsöguskólanum við MK. Hún hefur sótt fjölda námskeiða í líf- fræði og næringarfræði við HÍ og University of Western Ontario. Kristín hefur kennt við MA frá 1983 og sinnt stundakennslu við HA frá stofnun skólans. Kristín er formaður áfengis- og vimuvarnanefndar Akureyrar, full- trúi í skólanefnd, félagi í Zonta- klúbbi Akureyrar, stjórnarformað- ur í HL-stöðinni á Akureyri, gjald- keri í Hjarta- og æðaverndarfélagi Akureyrar og nágrennis, fulltrúi kennara í skólanefnd MA. Kristin hefur haldið fjölda fyrir- lestra og kennt á mörgum nám- skeiðum um næringu og hollustu. Kristín giftist 26.12. 1970 Ólafi HergUs Odds- syni, f. 28.12. 1946, hér- aðslækni. Hann er sonur Odds Ólafssonar, yfir- læknis og alþm. á Reykjalundi, og k.h., Ragnheiðar Jóhannes- dóttur húsfreyju. Börn Kristínar og Ólafs eru Oddur Ólafs- son, f. 17.7. 1971, læknir, kvæntur Meredith Cricco læknanema; andvana tví- burasystur, f. 12.2. 1973; Sigfús Ólafsson, f. 20.5. 1974, leiðsögumað- ur og sagnfræðinemi; Lýöur Ólafs- son, f. 15.3. 1976, læknanemi og tón- listarmaður, kvæntur Rósu Hrönn Haraldsdóttur hjúkrunarnema en dóttir þeirra er Anna Hlíf Lýðsdótt- ir, f. 6.12. 1998. Systkini Kristínar eru Jóhannes Sigfússon, f. 14.5.1953, bóndi og odd- viti á Gunnarsstöðum, kvæntur Berghildi Grétu Björgvinsdóttur; Steingrímur J. Sigfússon, f. 4.8. 1955, alþm, kvæntur Bergnýju Mar- vinsdóttur; Árni Sigfússon, f. 22.7. 1957, véltæknifræðingur í Ósló, kvæntur Ingibjörgu K. Jónsdóttur; Ragnar Már Sigfússon, f. 20.10.1959, bóndi á Gunnarsstöðum, kvæntur björg Þuríður Sigfúsdóttir, f 18.8. 1967, dagmóðír á Sauðárkróki, gift Jóni Halli Ingólfssyni. Foreldrar Kristínar: Sig- fús A. Jóhannsson, f. 5.6. 1926, bóndi á Gunnarsstöð- um, og k.h., Sigríður Jó- hannesdóttir, f. 10.6. 1926, húsfreyja Ástu Laufeyju Þórarinsdóttur; Aðal ^Ætt Kristín Sigfúsdóttir. "-"¦ Sigfús er bróðir Jóns, föður Jóhanns, forstjóra á Þórshöfh. Sigfús er sonur Jóhanns, b. í Hvammi í Þistilfirði, Jónssonar, b. og skálds í Hávarsstöðum, bróður Sigurveigar, ömmu AUa ríka. Jón var sonur Samsonar Björnssonar, langafa Kristjáns frá Djúpalæk, foður Kristjáns heimspekings. Móðir Sigfúsar var Kristín Sig- fúsdóttir, b. í Hvammi, Vigfússonar, b. í Hvammi, Sigfússonar, b. i Hvammi, Jónssonar, bróður Katrín- ar, langömmu Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar. Móðir Sigfúsar Vigfússonar var Guðrún Þorsteinsdóttir. Móðir Kristínar var Aðalbjörg Jóhannesdóttir. Sigríður er dóttir Jóhannesar, b. á Gunnarsstöðum, bróður Sigríðar, ömmu Björns Teitssonar skóla- meistara. Bræður Jóhannesar voru Gunnar, skrifstofustjóri hjá Búnað- arfélaginu, og Davíð, faðir Aðal- steins orðabókahöfundar. Systir Jó- hannesar var Ingiríður, amma Árna Harðarsonar söngstjóra. Systir Jó- hannesar var einnig Sigríður, móð- ir Bjarna ráðunautar og verkfræð- inganna Guðmundar og Steingríms Arasona. Jóhannes var sonur Árna, b. á Gunnarsstöðum, Davíðssonar, b. á Heiði á Langanesi, Jónssonar. Móðir Árna var Þuríður, systir Jóns á Skútustöðum, langafa Þórs Vilhjálmssonar dómara. Jón var" einnig langafi Jónasar Jónssonar búnaðarmálastjóra og Hjálmars Ragnarssonar tónskálds. Þuríður var dóttir Árna, b. á Sveinsströnd í Mývatnssveit, bróður Kristjönu, móður Jóns Sigurðssonar, alþm. á Gautlöndurm ættfóður Gautlanda- ættarinnar. Árni var sonur Ara, b. á Skútustöðum, Ólafssonar. Móðir Jó- hannesar var Arnbjörg Jóhannes- dóttir, systir Árna, föður Ingimund- ar söngstjóra. Móðir Sigríðar var Aðalbjörg, systir Árna læknis á Vopnafirði, og Guðmundar kaupfé- lagsstjóra, afa Halldórs Reynisson- ar, pr. í Neskirkju. Guðmundur er afi Kára Eiríkssonar listmálara. Að- albjörg var dóttir Vilhjáhns, b. á ( Ytri-Brekkum á Langanesi, Guð- mundssonar, og Sigríðar Davíðs- dóttur. Kristín er að heiman. Baldur Vagnsson Baldur Vagnsson, bóndi á Eyjar- dalsá í Bárðardal, verður sextugur á morgun. Starfsferill Baldur stundaði nám við Bænda- skólann á Hólum og lauk þaðan bú- fræðiprófi. Baldur stundaði ýmis almenn störf fram til 1967 en varð þá útibús- stjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar á Fosshóli og vann við það í þrjú ár. Hann flutti að Eyjardalsá í Bárðar- dal 1970 og hefur búið þar síðan. Baldur hefur m.a. setið í hrepps- nefhd Bárðdælahrepps, stjórn Bún- aðarfélagsins, og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknar- flokkinn og Bárðdælahrepp. Baldur kvæntist 14.9. 1967 Sæ- unni Sigríði Gestsdóttur, f. 6.8.1949, húsfreyju. Börn Baldurs og Sæunnar eru Vordís f. 14.4. 1968, launafulltrúi á Akureyri, gift Guðmundi H. Helga- syni matreiðslumeistara en þeirra börn eru Jónína Sæunn, f. 1990, og Baldur Már, f. 1991; Jón Viðar, f. 10.5. 1972, rafvirki í Reykjavík, en sambýliskona hans er Kolbrún Harðardóttir rekstrarfræðingur; Birna Guðrún, f. 20.10.1975, sjúkra- liði í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Rögnvaldur B. Rögn- valdsson lagermaður og er sonur þeirra Rökkvi, f. 1998; Haukur Bald- ursson, f. 17.12. 1978, nemi á Akur- eyri; Anna Guðný, f. 22.7. 1988; Gestur Vagn, f. 5.2. 1991. Bræður Baldurs eru Viðar, f. 22.11. 1934; Sig- tryggur f. 5.11. 1937, kvæntur Ásdisi Jónsdótt- ur; Ólafur Geir, f 16.6. 1943, kvæntur Vigdísi Hreiðarsdóttur; Bragi, f. 2.8. 1946, kvæntur Björgu Einarsdóttur; Ingvar, f. 12.5. 1949, kvæntur Anítu Þórarinsdóttur. Foreldrar Baldurs: Vagn Sigtryggsson, f. 28.07. 1900, d. 28.06. 1966, og Birna Sigurgeirsdótt- ir, f. 21.02. 1907. Þau bjuggu í Hriflu. Ætt Baldur Vagnsson Vagn var sonur Sig- tryggs, b. á Hallbjarnar- stöðum í Reykjadal, Helgasonar, b. á Hall- bjarnarstöðum, Jónsson- ar, b. í Máskoti, Jónsson- ar. Móðir Vagns var Helga Jónsdóttir, b. á Arndisar- stöðum, Árnasonar, b. í Hólsgerði í Kinn, Indrið- asonar. Birna er dóttir Sigur- geirs, b. á Hóli í Keldu- hverfi, ísakssonar, b. á Auðbjargar- stöðum, Sigurðssonar. Móðir Birnu var Ólöf Jakobína Sigurbjörnsdótt- ir, b. í Keldunesi í Kelduhverfi, Ólafsonar. Baldur er að heiman. Bryndís Karlsdóttir Bryndis Karlsdóttir, fyrrv. flokkstjóri bréf- bera, Klettagötu 4, Hafn- arfirði, er sjötug á morg- un. Starfsferill Bryndís fæddist við Óðinsgötuna í Reykjavík og ólst upp lengst af við Öldugötuna í vesturbæn- um. Hún lauk stúdents- prófi frá MR 1950. Á unglingsárunurh starfaði Bryn- dís af og til í Blikksmiðjunni Gretti. Hún vann í Frystihúsi Árna Böðv- arssonar og sona hans í Kópavogi 1951-53 og sá síðan um vöruaf- greiðslu flutningafyrirtækis á Egils- stöðum sem hún rak ásamt þáver- andi manni sínum, Þorsteini Krist- jánssyni. Bryndís starfaði í fiskvinnu hjá BÚH 1972-75 og starfaði síðan hjá Pósti og sima í Hafharfirði 1976-97. Bryndís Karlsdóttir. Þá hefur Bryndís jafn- framt verið húsmóðir lengst af. Bryndís bjó í Kópavog- inum 1951-61, á Egilsstöð- um 1961-66 en hefur síðan verið búsett í Hafharfirði frá 1966. Fjölskylda Eiginmaður Bryndísar er Reynir Albertsson, f. 6.9. 1938, starfsmaður hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðar. Börn Bryndísar eru Karl Hjartar- son, f. 11.4. 1948, lögregluþjónn í Reykjavík, kvæntur Hrefnu Gunn- arsdóttur og eiga þau fjögur börn; Þórólfur Þorsteinsson, f. 9.6. 1953, leigubilstjóri í Reykjavík, kvæntur Ingveldi Gisladóttur og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn; Þor- steinn Þorsteinsson, f. 24.6.1954, bú- settur í Kópavogi; Sesselja Þor- steinsdóttir f. 23.8. 1959, starfrækir rafnuddstofu í Hafharfirði og á hún fjögur börn; Snorri Þorsteinsson, f. 13.1.1965, húsasmiður í Hafnarfirði, kvæntur Hafdísi Valdimarsdóttur og eiga þau tvö börn; Kristján Þor- steinsson, f. 15.12. 1967, bílasmiður, búsettur i Reykjavík, kvæntur Berglindi Einarsdóttur og eiga þau tvö börn. Systkini Bryndísar eru Baldur Karlsson, f. 23.6. 1934, blikksmiður, búsettur í Boston í Bandaríkjunum; Halldóra Karlsdóttir, f. 10.5. 1936, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Bryndísar voru Karl Kristófer Stefánsson, f. 24.6. 1905, d. i janúar 1983, blikksmiður í Blikk- smiðjunni Gretti, og Þóra Sigurveig Sigfúsdóttir, f. 8.12. 1903, d. í júní 1982, húsmóðir og verkakona í Blikksmiðjunni Gretti. Karl Kristófer og Þóra Sigurveig bjuggu lengi í Skeiðarvoginum í Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.