Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 myndbönd MYHDBma GAGNRYNI Buffalo '66: Úr öskunni í eldinn ★★★i Buffalo ‘66, sem leikstýrt er af leikaranum geðþekka, Vincent Gallo, segir frá ólukkufuglinum Billy. Myndin gerist á einum degi, deginum sem hann losnar úr fangelsi eftir fimm ára vist. Hann ætlar að heimsækja foreldra sína sem vita ekki að hann hefur verið í fang- elsi og halda að hann sé giftur og á endalausum ferðalögum vegna vinnunnar. Hann gripur þvi til þess ráðs að ræna stúlku og neyða hana til að þykjast vera eiginkona hans. Vincent Gallo varpar fram á gráglettinn hátt mynd af fremur ömur- legri tilvist manns sem hefur verið heldur seinheppinn í lífinu. Hann skapar aumkunarverða persónu sem er í senn fráhrindandi og aðlað- andi og myndar skemmtilegt mótvægi við passífa persónu stúlkunnar sem bíður þess þolinmóð að Billy sætti sig við fortíð sína og aðstæður og fari að horfa fram á veginn. Allir leikaramir standa sig með sóma og Gallo sýnir einnig takta í leikstjórastólnum. Leikstjórnin og myndatak- an er jafnan fremur hráslagaleg og minnir nokkuð á myndir Scorsese og fleiri leikstjóra á áttunda áratugnum. Svo kemur hann af og til með skemmtileg stílbrögð sem falia vel inn í stemmninguna í sögunni. Allt í allt er Buffalo ‘66 athyglisverð og óvanalega góð innkoma leikara í leik- stjómarstólinn. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Vincent Gallo. Aðalhlutverk: Vincent Gallo, Christina Ricci, Ben Gazzara og Anjelica Huston. Bandarísk, 1998. Lengd: 105 mín. Bönnuð innan 16 ára.-PJ TheUgly: Nýsjálenskur tryllir : ★★★ Fjöldamorðinginn Simon Cartwright (Paolo Rotondo) er geymdur á annarlegu geðveikrahæli þar sem skera skal úr um hvort hann sé heilbrigður eður ei. Hann hefur krafist þess að Dr. Karen Shoemaker (Rebecca Hobbs) verði fengin til þess ama. Á milli hennar og Simons geisar sálræn valdabarátta sem virð- ist ganga út fyrir mörk andlegrar reynslu. Simon rekur fyrir henni bæði erf- ið æskuár og kynni sín af fómarlömbum en Karen er ekki sátt við skýring- ar hans. Hún leggur sig alla fram um að grafa upp sannleikann en spurning- in er hvort hún teygi sig of langt eftir honum. The Ugly er um margt ágæt kvikmynd. Mörg atriði hennar era skemmtilega tengd saman með persónum frá ólíkum tímaskeiðum eða stöðum. Sviðsetningar em oft áhrifamiklar, einkum þó í senum frá æsku Simons. Hann er sjálfur áhugaverð persóna og vel leikinn af Pa- olo Rotondo. Misbrestur er þó í útfærslu nokkurra aukapersóna, eink- um varðanna tveggja á hælinu. Það breytir því þó ekki að í heildina er þetta áhugaverð kvikmynd - þótt sumum kunni að þykja hún fullhrotta- fengin. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Scott Reynolds. Aðalhlutverk: Paolo Rotondo og Rebecca Hobbs. Nýsjálensk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Zack and Reba: Brjálað fólk ★ Öðruvísi myndir með svolítið geggjuðum húmor geta oft verið afar skemmtilegar en þó getur það klikkað eins og annað. í Zack and Reba er farið af stað með ágæta grunnhugmynd sem verður síðan að engu. Zack er ungur maður sem liggur allan daginn í þunglyndiskasti í rúminu, en hann hefur ekki enn náð sér eftir að konan hans dó. Reba varð sjálf fyrir áfalli þegar kærasti hennar framdi sjálfsmorð eftir að hún sagði honum upp, en hann var fyrirliði mðningsliðsins og hetja bæjar- ins. Móður hennar þykja það því léleg býtti þegar ragluð amma Zacks fer að reyna aö koma þeim saman, og í raun er allur bærinn á móti því að krónprinsessa staðarins fari að dúlla sér með svona lúða. Við tekur atburðarás þar sem ástin kemur mikið við sögu, ásamt jarðarför- um, grafarræningjum, predikuram og öðru misbrjáluðu fólki. Með þennan efnivið í höndunum hefði hæfileikafólk getað gert stór- skemmtilega mynd en því miður virðast tómir lúðar hafa verið að verki þannig að úr verður langdregin og ófyndin endaleysa. Þriðja flokks leik- arar sjá síðan um að drepa niður þann litla áhuga sem maður hugsan- lega gæti haft á afdrifum persónanna. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Nicole Bettauer. Aðalhlutverk: Sean Patrick Flanery og Brittany Murphy. Bandarísk, 1998. Lengd: 98 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Species II: Marsbúar enn og aftur jir §t\ \ / . & ðf ★ Fyrsta áhöfnin sem lendir á Mars sækir meðal annars sýni í ,jörðu“ plánetunnar. Þegar síðan skal haldið heim stekkur upp úr einum sýnishólknum ógnvænlegt slím er umbreytir geimföranum í geim- verar. (Hver er munurinn?). Á yfirborðinu er þó engan mun að sjá og geimfaramir ómeðvitaðir um sitt nýja eðli. Það er ekki fyrr en við samfarir sem Marsbúinn tekur við stjóminni og veitir elskandanum kröftuga útreið. Afleiðingin/afkvæmið er ný geimvera og þar sem aðalgeimfarinn (Justin Lazard) er óseðjandi er eins gott að herinn nái honum sem allra fyrst. Önnur hætta vofir þó einnig yfír því vísindamenn hafa klónað geimvera (Natasha Henstridge) í tilraunaskyni. Ef hún og geimfarinn sameinast er úti um okkur öll!!!! Góður vísindaskáldskapur gengur m.a. út á að gera hið ótrúverðuga raunverulegt. Við áhorf Star Wars eða Alien-seríanna samþykkjum við blekkinguna því lítið er um vankanta til að riðla innlifun okkar. í Species II minnir lélegur leikur, fiarstæðukenndar tæknibrellur og lang- sótt erótík okkur á að við eram að horfa á kvikmynd. Þegar innlifunin er engin verður bjánaskapurinn yfirþyrmandi. Species II mistekst með öllu að draga okkur inn í atburðarásina og eftir standa leikarar í vand- ræðalegri baráttu við slím frá Mars! Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Peter Medak. Aðalhlutverk: Michael Madsen, Natasha Henstridge og Marg Helgenberger. Bandarísk, 1998. Lengd: 89 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Forsetamyndir: Hvíta húsið á hvíta tjaldinu Kvikmyndum er jafhan skipt í ákveðnar granntegundir á borð við stríðsmyndir, vestra, glæpona- myndir, ástarmyndir, film noir, hryllingsmyndir og söngvamyndir. Við þekkjum grannlögmál allra teg- undanna og vitum nokkum veginn við hverju er að búast þegar við veljum okkur kvikmynd. Tegund- irnar hjálpa okkur að afmarka áhugasvið okkar auk þess sem við kunnum að velja ákveðna tegund eftir því í hvemig skapi við eram. Flestar tegundirnar eiga sér langa forsögu og eru órjúfanlega tengdar kvikmyndasögunni. Sumar eiga sér þó enn lengri sögu og byggja á frá- sagnaminnum lengst aftur í aldir. Ný kvikmyndategund? Forsetar höfðu fram að tíunda áratugnum verið litt áberandi í kvikmyndum en allt annað er upp á teningnum um þessar mundir. Það er svo komið að hugtakið forseta- mynd má teljast gildur meðlimur í félagi kvikmyndategunda. Að vísu má rekja myndimar í ólíkar áttir og til annarra tegunda - en það er jú alkunna að flestar myndir leika á mörkum ólikra tegunda. Kvikmynd- in The American President (1995) er t.d. bæði gaman- og ástarmynd, en umfram allt er hún forsetamynd. Hún er að vinna með hlutverk for- setans og veltir upp þeirri spum- ingu hvað geri persónu að góðum forseta. Hún skoðar hlutverk hans í samfélaginu, mörk einkalífs hans og opinbers lifs, og eðli pólitískrar umræðu í samtímanum. Og hún gengur lengra því hún tekur afstöðu til mikilvægra pólitískra deilumála auk þess sem hún styður við bakið á BiU Clinton. Hann er ljóslega fyr- irmynd forseta/hefiu myndarinnar, sem leikinn er af Michael Douglas meðan óþokkamir era repúblikanir og sækja ímynd sína til þeirra. The American President er því ekki ein- ungis að fialla um forsetann heldur tekur virkan þátt í mótun embættis- ins. Svipaða sögu er að segja um Primary Colors (1998) en í þeirri mynd leikur John Travolta sjálfan BUl Clinton (Jack Stanton) og tekur myndin sterka afstöðu með forset- anum. Mikil fjölbreytni Þótt fæstar forsetamyndanna gangi jafnlangt og The American President og Primary Colors era The American President. Michael Dougias í hlutverki forseta Bandaríkjanna og Martin Sheen, helsti aðstoðarmaður hans. jKlassísk myndbönd 2001: A Space Odyssey © ★★★★ Meistaraverk Stanleys Kubrícks Keir Dullea í hlutverki geimfarans. @megin:Fyrirsögnin hér að ofan er nokkuð villandi því hún gæti rétt eins átt við Paths of Glory (1957), Dr. Strangelove (1964) og A Clockwork Orange (1971), svo nokk- ur dæmi séu tekin. Engu að síður grunar mig að 2001 eigi umfram aðr- ar myndir Kubricks eftir að halda nafni hans á lofti. Myndin verður að teljast ólík öllu öðru sem birst hefur á kvikmyndatjaldinu fyrr og síðar. 2001 hefst á einhverju magnað- asta (og lengsta) upphafsatriði kvik- myndasögunnar. Við hverfum aftur til árdaga mannskepnunnar og fylgjumst með þeim áhrifum sem dularfuU steinplata (hver er hún og hvaðan kemur hún?) hefur á líf apa- hóps nokkurs. í upphafi era apamir grænmetisætur sem mega sín lítt gegn rándýram en með tilkomu steinplötunnar öðlast þeir skUning á verkfæram/vopnum. Þeir fikra sig því upp eftir fæðukeðjunni og taka að beita vopnum i baráttu við aöra apahópa. Við lok atriðisins kastar einn apinn beini/verk- færi/vopni tU himins og breytist það fyrir augum áhorfenda í geim- skip og þar meö erum við komin miUjónir ára fram í timann. Magn- aðasta klipping allra tíma? Árið tvö þúsund og eitt finnst steinplatan á tunglinu og beinir hún manninum tU Júpíters. Fimm manna áhöfn heldur þangað í leyni- lega ferð ásamt Hal, frægustu tölvu kvikmyndasögunnar. Þegar áhöfnin nálgast Júpíter skerst í odda með Hal og áhöfhinni. Tölva og maður takast á í bardaga þar sem vart má greina hver sé mennskari. Áður en yfir lýkur hefur maðurinn tekið enn eitt þróunarstökkið með aðstoð steinplötunnar - þótt ekki veröi fiöl- yrt um eðli þess hér. Rétt er að hafa í huga að myndin var framsýnd ári áður en NeU Arm- strong steig fæti á tunglið. Gefur það áhrifa- miklum tæknibreU- um/-sýn myndarinnar óneitanlega aukið vægi. Það er einnig markvert hversu mikUla vinsælda myndin hefúr notið þvi hún á lítið skylt við geim- sápuna Star Trek eða ævin- týrahasarinn Star Wars. Þess í stað er hún hæggengt táknflæði er varp- ar fram ákaUandi spumingum án þess að leyfa sér þann hroka að þykjast vita svörin við þeim. Sjald- an, ef nokkra sinni, hefur HoUywood miðlað jafn „hreinum" módemisma og í 2001. Það segir aUt sem segja þarf um sniUinginn Kubrick sem nú er aUur. Leikstjóri: Staniey Kubrick. Aöal- hlutverk: Keir Dullea, Gary Lockwood, William Sylvester og Douglas Rain. Lengd: 139 mín. Bandarísk/ensk, 1968. Öllum leyfð. Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.