Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 55
lyV" LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Air Force One. Harrison Ford sem er hið mesta hörkutói. þær allar að vinna með eðli og hlut- verk forsetans - en það er jú einmitt það sem réttlætir tegundarheitið. Meira að segja gamanmyndir á borð við Wag the Dog (1997) og Dave (1993) og hasarmyndir sambærileg- ar Absolute Power (1997), Independence Day (1996) og Air Force One (1997) taka virkan þátt í pólitískri umræðu. í síðastnefndu myndinni leikur Harrison Ford for- seta sem er bæði harður í hom að taka (veitir hryðjuverkamönnum enga miskunn) og er mildur fjölskyldu- faðir. Þetta er týpa sem Ford, vinsæl- asti leikari seinni (alira?) tíma, hefur þróað i gegnum feril sinn. Og það er ekki laust við að maður hafi á tilfinningunni að Clinton sé að leika „Ford“ í sínu starfi frekar en Ford Clinton í Air Force One! Áhrif eður ei Það er markvert að í öllum þessum myndum era góðu forsetamir skyldir Clinton í útliti - ef hann er ekki hrein- lega bein fyrirmynd. Slæmu forsetarair eru aftur á móti allir nokkuð eldri og minna á repúblikana á borð við George Bush og Bob Dole. Samkvæmt Hollywood er góði forsetinn myndarlegur maður um fertugt og að sjálfsögðu heiðarlegur en má þó hafa reynt ýmislegt um æv- ina. Og ekki verður annað séð en að repúblikanaflokkurinn sé að bregð- ast við þessari ímynd ef Bush yngri verður frambjóðandi hans líkt og allt bendir til. Ef hann kemst í Hvíta húsið hafa vopnin heldur betur snú- ist í höndum Hollywood sem skóp fyrrnefnda ímynd í stuðningi sínum við demókrata. -bæn hlutverki forseta Forsetamyndir Primary Colors, 1998. Dave (1993) ★★ Kevin Kline leikur Dave sem er keimlíkur forsetanum í útliti en sá síðamefndi fær hjartaáfall í upphafí myndarinnar. Dave er þá fenginn til að taka að sér hlut- verk forsetans og leikur það af mikilli list. The American President (1995) ★★i Michael Douglas leikur for- seta sem nokkru eftir lát eigin- konu sinnar byrjar samband við framakonu sem Annette Bening leikur. Hefja pólitískir andstæð- ingar forsetans í framhaldi árásir á persónu hans. Myndin er leik- stýrð af demókratanum Rob Rein- er og verður að teljast með öfl- ugri stuðningsyfirlýsingum er Clinton hefur fengið í forsetatíð sinni. Primary Colors (1998) ★★★ John Travolta leikur for- setaframbjóðandann Jack Stanton og fer ekki á milli mála að Clint- on er fyrirmynd hans. Þrátt fyrir margvíslega vankanta frambjóð- andans styöur myndin Clinton alla leið í Hvíta húsið. Fjölmargar áhugaverðar aukapersónur er að finna í myndinni, vel útfærðar af stórgóðum leikarahópi. Murder at 1600 (1997) ★★★ Morð er framið í Hvíta hús- inu og lögreglumaðurinn Harlan P.egis (Wesley Snipes) er kallaður á staðinn. Hann mætir mikilli andúð frá starfsmönnum Hvíta hússins og ekki að ástæðulausu - sjálfur forsetinn liggur undir grun. Afbragðs spennu- mynd sem átti meiri at- hygli skilda en hún fékk á sínum tíma. Hollywood gerir Hvíta húsið að vettvandi spennumyndar og brýt- ur heilagleika þess á bak aftur með ofbeldi og kynlífi. Air Force One (1997) ★ ★* Harrison Ford leikur forsetann sem umbreytist í Indiana Jones slagsmálahetju í þessum hasartrylli þýska leikstjórans Wolfgangs Petersens. Rússneskir hryðjuverkamenn hertaka forseta- vélina og þaö er einungis forset- inn sem getur komið farþegunum til bjargar. Ford spurði Clinton í afmælisveislu þess síðamefnda hvort ekki væri hægt að skoða vélina hans. Það reyndist ekki vandamál - frekar en að taka þrautþjálfaða hryðjuverkamenn í bakaríið. Nixon (1995) ★★★ Anthony Hopkins leikur Nixon í mynd leikstjórans Olivers Stones. Líkt og fjölmargar aðrar myndh' hans vakti hún mikla at- hygli og hatrammar deilur. Eitt er víst að repúblikinn Nixon birt- ist ekki sem ljúfmenni i víð- feðmri sýn Stone á lykiltímabil í sögu Bandaríkjanna. -bæn Nixo, 1995. ^ndbðlld 67, Myndband vikunnar I Big Bad Mama fP ★★< Vikan 23. feb - 1. mars. SÆTI 'fyrri j VIKA 1 VIKUR i Á LISTAj TITILL j ; ÚTGEF. j ífStl Skrfan J j TEG. 1 1 2 J J i 2 i MaskOfZorro j Spenna 2 í 1 1 J J 3 j Perfect Murder J J WamerMyndir J J Spenna j 3 NÝ * i 1 j 1 J Blade Myndform j Spenna 4 J j 3 j J i 2 í Odd Couple 2 ; CIC Myndbönd 1 Gaman 5 NÝ í 1 i Small Soldiers ) j CIC Myndbönd J j Gaman 6 i ! 4 j J J 3 i j 0 J Palmetto J j WamerMyndir J ! Spenna 7 í 6 J J í 3 í Kissing A Fool J Myndform J Gaman ) j Spenna J 8 j J 5 j ;« í i J X-Files Movie, The { Skífan J : 9 i 8 j o J j L J Sporlaust J Háskólabíó Spenna 10 i i 10 j . j ! 8 ! Six Days Seven Nights 1 J SamMyndbönd J J Gaman j 11 i 11 i 3 Disturbing Behavior { Skífan j Spenna 12 | 13 i J 1 7 J j 1 J Senseless J . .' Skífan J J Gaman 13 J i 7 j J j 4 J Deep Rising J J Myndform j j Spenna 14 i 12 j ) 1 c 1 i 5 ) j J i 4 i Mafia! j Sam Myndbönd J J Wamer Myndir j Gaman J J Gaman 15 í 9 Avengers 16 i 14 J J { 9 í j j Sliding Doors I j Myndform j j Gaman j 17 NÝ J 1 1 1 i Les Miserables Skrfan 1 Drama 18 i Al j J í 2 í Since You’ve Been Gone ÉÉ$Í' gg J Skífan j J J Gaman J 19 j j 15 { 10 .{ Red Comer { Wamer Myndir 1 Spenna 20 i i fli j J I io ! Hush J Skifan J J Spenna Elsku mamma Fyrir mánuði var hér fjallað um konung B-myndanna, Roger Corm- an, sem var sérfræðingur I því að gera hræódýrar myndir á stuttum tíma, myndir sem þrátt fyrir tíma- og peningaskort höfðu þó nokkurt skemmtanagildi. Þá var jafnframt fjallað um flaggskip hans sem leikstjóra, The Little Shop of Horrors. Bergvík hefur verið að seilast í smiðju hans og endur- útgefið tvær gamlar, klassískar B-myndir frá fyrri hluta átt- unda áratugarins, þar sem hann er í hlutverki framleið- enda, en hann var þá hættur leikstjóm. Báðar eru gerðar fyrir meira (en ekki mikið) fé en hann var vanur að fá í myndir sínar á sjöunda ára- tugnum. í febrúar kom hin skemmtilega og kvikindis- lega Death Race 2000 og nú er það Big Bad Mama. Þetta framtak Bergvíkur- manna er sannarlega lofsvert og vonandi að þeir haldi þessu áfram. Aðalsöguhetja og tit- ilpersóna myndarinnar er Wilma McClatchie, einstæð móðir með tvær stálpaöar dætur á framfæri. í byrjun myndarinnar er hún við það að fara að gifta yngri dóttur sína en snýst hugur á síðustu stundu þar sem hún vill ekki dæma hana til þess að þvo þvotta, elda, vaska upp og þess hátt- ar það sem eftir er ævinnar. Hún leggur því á flótta með dætur sínar og setur stefnuna á Kalifomíu. Á leiðinni slást í för bankaræninginn Fred Diller og svikahrappurinn William J. Baxter sem hoppa í rúm- ið með mömm- unni og dætrum hennar skiptis. Þau raka saman fé á bankaránum en setja að lokum markið of hátt þegar þau ræna dótt- ur auðkýfings og krefjast milljón dollara í lausnargjald. Það er mikill kraftur og leikgleði í þessu stykki sem á óskammfeilinn en jaihframt skemmtilega kurteis- legan hátt flaggar nekt og ofbeldi við hvert tæki- færi og ekki laust við að greina megi camp-húmor í því. Sögupersónumar fara úr fotunum eins oft og hægt er og drepa mann og annan með bros á vör eins og um allsherjar partí sé aö ræða. Þetta er mynd sem veit að hún er ómerkilegt rusl, gengst upp í því og hefur bara gaman af. Angie Dickin- -r son fer á kostum í aðalhlut- verkinu, eins konar kynóðri út- gáfu af Ma Barker og Bonnie Parker. Tom Skerritt stendur sig ágætlega í einu af sínum fyrstu hlutverkmn en Trekkarinn Willi- am Shatner virðist hins vegar úti á þekju (kannski það hafi bara ver- ið meiningin). Að lokum má geta þess að myndin er gerð 1974, þannig að þrátt fyrir að hún geri skamm- laust út á nekt og ofbeldi folnar það í samanburði við kvikmyndir nú- - tímans. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Steve Carver. Aðalhlutverk: Angie Dickinson, William Shatner og Tom Skerrit. Bandarísk, 1974. Lengd: 85 mín. Bönnuð innan 16 ára. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.