Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Qupperneq 55
lyV" LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Air Force One. Harrison Ford sem er hið mesta hörkutói. þær allar að vinna með eðli og hlut- verk forsetans - en það er jú einmitt það sem réttlætir tegundarheitið. Meira að segja gamanmyndir á borð við Wag the Dog (1997) og Dave (1993) og hasarmyndir sambærileg- ar Absolute Power (1997), Independence Day (1996) og Air Force One (1997) taka virkan þátt í pólitískri umræðu. í síðastnefndu myndinni leikur Harrison Ford for- seta sem er bæði harður í hom að taka (veitir hryðjuverkamönnum enga miskunn) og er mildur fjölskyldu- faðir. Þetta er týpa sem Ford, vinsæl- asti leikari seinni (alira?) tíma, hefur þróað i gegnum feril sinn. Og það er ekki laust við að maður hafi á tilfinningunni að Clinton sé að leika „Ford“ í sínu starfi frekar en Ford Clinton í Air Force One! Áhrif eður ei Það er markvert að í öllum þessum myndum era góðu forsetamir skyldir Clinton í útliti - ef hann er ekki hrein- lega bein fyrirmynd. Slæmu forsetarair eru aftur á móti allir nokkuð eldri og minna á repúblikana á borð við George Bush og Bob Dole. Samkvæmt Hollywood er góði forsetinn myndarlegur maður um fertugt og að sjálfsögðu heiðarlegur en má þó hafa reynt ýmislegt um æv- ina. Og ekki verður annað séð en að repúblikanaflokkurinn sé að bregð- ast við þessari ímynd ef Bush yngri verður frambjóðandi hans líkt og allt bendir til. Ef hann kemst í Hvíta húsið hafa vopnin heldur betur snú- ist í höndum Hollywood sem skóp fyrrnefnda ímynd í stuðningi sínum við demókrata. -bæn hlutverki forseta Forsetamyndir Primary Colors, 1998. Dave (1993) ★★ Kevin Kline leikur Dave sem er keimlíkur forsetanum í útliti en sá síðamefndi fær hjartaáfall í upphafí myndarinnar. Dave er þá fenginn til að taka að sér hlut- verk forsetans og leikur það af mikilli list. The American President (1995) ★★i Michael Douglas leikur for- seta sem nokkru eftir lát eigin- konu sinnar byrjar samband við framakonu sem Annette Bening leikur. Hefja pólitískir andstæð- ingar forsetans í framhaldi árásir á persónu hans. Myndin er leik- stýrð af demókratanum Rob Rein- er og verður að teljast með öfl- ugri stuðningsyfirlýsingum er Clinton hefur fengið í forsetatíð sinni. Primary Colors (1998) ★★★ John Travolta leikur for- setaframbjóðandann Jack Stanton og fer ekki á milli mála að Clint- on er fyrirmynd hans. Þrátt fyrir margvíslega vankanta frambjóð- andans styöur myndin Clinton alla leið í Hvíta húsið. Fjölmargar áhugaverðar aukapersónur er að finna í myndinni, vel útfærðar af stórgóðum leikarahópi. Murder at 1600 (1997) ★★★ Morð er framið í Hvíta hús- inu og lögreglumaðurinn Harlan P.egis (Wesley Snipes) er kallaður á staðinn. Hann mætir mikilli andúð frá starfsmönnum Hvíta hússins og ekki að ástæðulausu - sjálfur forsetinn liggur undir grun. Afbragðs spennu- mynd sem átti meiri at- hygli skilda en hún fékk á sínum tíma. Hollywood gerir Hvíta húsið að vettvandi spennumyndar og brýt- ur heilagleika þess á bak aftur með ofbeldi og kynlífi. Air Force One (1997) ★ ★* Harrison Ford leikur forsetann sem umbreytist í Indiana Jones slagsmálahetju í þessum hasartrylli þýska leikstjórans Wolfgangs Petersens. Rússneskir hryðjuverkamenn hertaka forseta- vélina og þaö er einungis forset- inn sem getur komið farþegunum til bjargar. Ford spurði Clinton í afmælisveislu þess síðamefnda hvort ekki væri hægt að skoða vélina hans. Það reyndist ekki vandamál - frekar en að taka þrautþjálfaða hryðjuverkamenn í bakaríið. Nixon (1995) ★★★ Anthony Hopkins leikur Nixon í mynd leikstjórans Olivers Stones. Líkt og fjölmargar aðrar myndh' hans vakti hún mikla at- hygli og hatrammar deilur. Eitt er víst að repúblikinn Nixon birt- ist ekki sem ljúfmenni i víð- feðmri sýn Stone á lykiltímabil í sögu Bandaríkjanna. -bæn Nixo, 1995. ^ndbðlld 67, Myndband vikunnar I Big Bad Mama fP ★★< Vikan 23. feb - 1. mars. SÆTI 'fyrri j VIKA 1 VIKUR i Á LISTAj TITILL j ; ÚTGEF. j ífStl Skrfan J j TEG. 1 1 2 J J i 2 i MaskOfZorro j Spenna 2 í 1 1 J J 3 j Perfect Murder J J WamerMyndir J J Spenna j 3 NÝ * i 1 j 1 J Blade Myndform j Spenna 4 J j 3 j J i 2 í Odd Couple 2 ; CIC Myndbönd 1 Gaman 5 NÝ í 1 i Small Soldiers ) j CIC Myndbönd J j Gaman 6 i ! 4 j J J 3 i j 0 J Palmetto J j WamerMyndir J ! Spenna 7 í 6 J J í 3 í Kissing A Fool J Myndform J Gaman ) j Spenna J 8 j J 5 j ;« í i J X-Files Movie, The { Skífan J : 9 i 8 j o J j L J Sporlaust J Háskólabíó Spenna 10 i i 10 j . j ! 8 ! Six Days Seven Nights 1 J SamMyndbönd J J Gaman j 11 i 11 i 3 Disturbing Behavior { Skífan j Spenna 12 | 13 i J 1 7 J j 1 J Senseless J . .' Skífan J J Gaman 13 J i 7 j J j 4 J Deep Rising J J Myndform j j Spenna 14 i 12 j ) 1 c 1 i 5 ) j J i 4 i Mafia! j Sam Myndbönd J J Wamer Myndir j Gaman J J Gaman 15 í 9 Avengers 16 i 14 J J { 9 í j j Sliding Doors I j Myndform j j Gaman j 17 NÝ J 1 1 1 i Les Miserables Skrfan 1 Drama 18 i Al j J í 2 í Since You’ve Been Gone ÉÉ$Í' gg J Skífan j J J Gaman J 19 j j 15 { 10 .{ Red Comer { Wamer Myndir 1 Spenna 20 i i fli j J I io ! Hush J Skifan J J Spenna Elsku mamma Fyrir mánuði var hér fjallað um konung B-myndanna, Roger Corm- an, sem var sérfræðingur I því að gera hræódýrar myndir á stuttum tíma, myndir sem þrátt fyrir tíma- og peningaskort höfðu þó nokkurt skemmtanagildi. Þá var jafnframt fjallað um flaggskip hans sem leikstjóra, The Little Shop of Horrors. Bergvík hefur verið að seilast í smiðju hans og endur- útgefið tvær gamlar, klassískar B-myndir frá fyrri hluta átt- unda áratugarins, þar sem hann er í hlutverki framleið- enda, en hann var þá hættur leikstjóm. Báðar eru gerðar fyrir meira (en ekki mikið) fé en hann var vanur að fá í myndir sínar á sjöunda ára- tugnum. í febrúar kom hin skemmtilega og kvikindis- lega Death Race 2000 og nú er það Big Bad Mama. Þetta framtak Bergvíkur- manna er sannarlega lofsvert og vonandi að þeir haldi þessu áfram. Aðalsöguhetja og tit- ilpersóna myndarinnar er Wilma McClatchie, einstæð móðir með tvær stálpaöar dætur á framfæri. í byrjun myndarinnar er hún við það að fara að gifta yngri dóttur sína en snýst hugur á síðustu stundu þar sem hún vill ekki dæma hana til þess að þvo þvotta, elda, vaska upp og þess hátt- ar það sem eftir er ævinnar. Hún leggur því á flótta með dætur sínar og setur stefnuna á Kalifomíu. Á leiðinni slást í för bankaræninginn Fred Diller og svikahrappurinn William J. Baxter sem hoppa í rúm- ið með mömm- unni og dætrum hennar skiptis. Þau raka saman fé á bankaránum en setja að lokum markið of hátt þegar þau ræna dótt- ur auðkýfings og krefjast milljón dollara í lausnargjald. Það er mikill kraftur og leikgleði í þessu stykki sem á óskammfeilinn en jaihframt skemmtilega kurteis- legan hátt flaggar nekt og ofbeldi við hvert tæki- færi og ekki laust við að greina megi camp-húmor í því. Sögupersónumar fara úr fotunum eins oft og hægt er og drepa mann og annan með bros á vör eins og um allsherjar partí sé aö ræða. Þetta er mynd sem veit að hún er ómerkilegt rusl, gengst upp í því og hefur bara gaman af. Angie Dickin- -r son fer á kostum í aðalhlut- verkinu, eins konar kynóðri út- gáfu af Ma Barker og Bonnie Parker. Tom Skerritt stendur sig ágætlega í einu af sínum fyrstu hlutverkmn en Trekkarinn Willi- am Shatner virðist hins vegar úti á þekju (kannski það hafi bara ver- ið meiningin). Að lokum má geta þess að myndin er gerð 1974, þannig að þrátt fyrir að hún geri skamm- laust út á nekt og ofbeldi folnar það í samanburði við kvikmyndir nú- - tímans. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Steve Carver. Aðalhlutverk: Angie Dickinson, William Shatner og Tom Skerrit. Bandarísk, 1974. Lengd: 85 mín. Bönnuð innan 16 ára. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.