Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 23 DV íþróttir Lasse varö efst- ur í stiga keppni karla. Hann hlaut alls 1465 stig og vann mjög nauman sig- ur. Kjetil Andre Aamodt frá Noregi varð i 2. sæti með 1442 stig. Hermann Maier frá Austurríki varð þriðji með 1307 stig. -SK - sigurinn tekinn af Lewis í einu mesta boxhneyksli sögunnar Lennox Lewis gerði Holyfieid lífið leitt og kom inn mun fleiri höggum en Holyfield. Staurbiindir dómarar voru þeir einu sem komu ekki auga á yf- irburði Bretans og bar- daganum iyktaði með Jafntefli. Á myndunum til hliðar og hér að ofan sést Lennox Lewis þjarma að Holyfield. Reuter Holyfield lyfti ekki einu sinni höndum, reyndi ekki einu sinni að hafa áhrif á dómarana eins og hnefa- leikara er hátt- ur. Hættir Evand- er Holyfield? „Það kemur bar- dagi eftir þennan. Ef hann vill annan bar- daga fær hann annan bardaga," sagði Holyfield eftir slaginn. Hann tjáði sig lítið um bardagann sjálfan af skiljan- legum ástæðum. Alveg kemur til greina að Holyfield hætti á toppnum -SK Lennox Lewis, hnefaleika- kappi frá Bretlandi, hlýtur að vera niðurbrotinn maður eftir bardagann við Evander Holyfield um helgina. Lewis lúskraði ræki- lega á heimsmeistaranum en rænulausir dómarar komu í veg fyrir að Lewis næði að vinna heimsmeistaratitilinn og rændu Bretann titlinum. Verður dóm- gæslan í þessum skemmtilega og harða bardaga að teljast til eins mesta hneykslis í sögu hnefa- leikanna og er þó af nógu að taka. „Ég var rændur“ „Ég var rændur. Ég réð ferð- inni í öllum tólf lotunum. Ég trúi ekki þessari niðurstöðu dómar- anna. Ég vann þennan bardaga og það vita allir nema dómaram- ir tveir sem dæmdu mér í óhag. Ég skil ekki þeirra niðurstöðu og er alveg niðurbrotinn maður,“ sagði Lennox Lewis eftir bardag- ann og bætti við: „Ég er heims- meistari í þungavigt og það veit allur heimurinn sem fylgdist með bardaganum hér og í sjón- varpi. Dómarahneyksli Þegar úrskurður dómaranna þriggja hafði verið lesinn upp púuðu áhorfendur látlaust og sjö þúsund Bretar sem fylgdust með bardaganum í New York létu ófriðlega. Niðurstaða dómaranna var auðvitað hreint hneyksli og til vansa fyrir þessa skemmtilegu íþrótt. Eugenia WiUiams, dómari frá Bandaríkjunum, fékk út lokatöl- umar 115-113, Holyfield í vil. Stanley Christoudoulou frá Suð- ur-Afríku taldi að Lewis hefði sigrað, 116-113. Breski dómarinn Larry O’Connell skilaði úrskurði upp á 115-115. Úrskurður O’Connells er auðvitað hneyksli og úrskurður bandarísku kon- unnar talar sínu máli. Verða er- lendir hnefaleikarar sem berjast um titla viö bandaríska meistara í Bandaríkjunum að rota andstæðinginn ef þeir eiga að fá eðlileg úrslit í bardögum sínum. Miklir yfirburðir Til marks um mikla yfirburði Lennox Lewis má nefna að hann sló Evander Holyfield 348 alvöra- högg í bardaganum en Holyfield sló 130 sambærileg högg í lotun- um tólf. Greinilegt var á Holyfield eftir bardagann að honum var bragð- ið. Þegar lokaflautið gall fagnaði Lewis gíf- urlega en Golf: Kristinn varð í 29. sæti Kylfingurinn Kristinn G. Bjamason varð í 29. sæti á móti atvinnumanna í golfi sem lauk í Austin í Texas í gær. Kristinn lék 54 holur á 220 höggum, 4 höggum yfir parinu sem er góður árang- ur. Par vallarins var 72 högg. Kristinn lék fyrsta hringinn á 71 höggi, þann næsta á 73 höggum og lokahringinn á 76 höggum. -SK ÞiN FRISTUND -OKKAR FAG V INTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is Þeir Tiger Woods og Mike „Fluff“ Cowan eiga varla eftir að ganga saman eftir golfbrautum í framtíðinni. Símamynd Reuter Tiger Woods rak „fimmta bítilinn" Bandariski kylfingurinn Tiger Woods hefur verið mikið í fréttum undanfarið. Á dögunum gerði hann sér lítið fyrir og rak kylfusvein sinn til margra ára en sá heitir Mike „FlufT’ Cowan. Kylfusveinninn er mjög þekktur og vinsæll og fullyrt er að „Ti- gemurn” hafi fundist kylfusveinninn njóta of mikillar athygli á sinn kostnað. Tiger Woods segir sjálfur að hann eigi Cowan, sem oft hefur verið nefndur fimmti bítillinn vegna útlits sins, mikið að þakka og hann vonist eftir vinskap hans áfram þrátt fyrir brottreksturinn. Ósætti þeirra „félaga" varð til þess að Cowen fékk reisupassann. Á dögunum réð Woods nýjan kylfusvein og heitir sá Steve Williams. Hann hefur verið kylfusveinn hjá Raymond Floyd síðustu tólf árin en bar áður kylf- urnar fyrir Greg Norman. Williams segist varla trúa því enn að Tiger Woods hafi haft samband við sig að fyrra bragði. „Ég hef ekki áttað mig á þessu enn. Ég hef ekkert sofið í þrjár nætur. Ég mun þó öragglega ná þessu fljótlega og ég hlakka svo sannar- lega til að fara að vinna með besta kylfingi heims í dag,“ sagði Williams. Clr Evander Holyfield/Lennox Lewis - jafntefli: Tekjur bestu ökumann- anna í Formula 1 kappakstrinum eru eng- in hungurlús. Michael Schumacher er sá tekjuhæsti meö um 230 miíljónir króna fyrir hverja keppni. Þá má geta þess að Schumacher fær 750 milljónir króna á ári fyrir auglýsingu á húfu sinni. Thomas Stangassinger frá Austurríki sigraði í síðustu svigkeppni karla í heimsbikarnum á skíðum um helgina en keppt var á Spáni. Jure Kosir frá Slóveníu varð annar. Kristinn Björnsson var ekki á meðal keppenda vegna þess hversu slakur hann var á síðasta móti. Alexandra Meissnitzer frá Austurríki sigraði í heildarstigakeppni kvenna i heimsbikarn- um á skíðum sem lauk um helgina. Hún hlaut 1672 stig og vann með miklum yfirburðum. Önnur varð Hilde Gerg frá Þýskalandi en hún hlaut 1179 stig. Renate Götschl frá Aust- urriki varð þriðja með 1036 stig, Martina Ertl, Þýska- landi, fjórða með 987 stig og sænska stúlkan Pernilla Wi- berg fimmta með 924 stig. Norðmaður-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.