Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 47 i 1 i að vera ein“ - segir Brynja Steinsen hjá Minden Brynja Steinsen og Hrafnhildur Skúladóttir hressar í bragði enda gengur þeim báðum vel í handknattleiknum erlendis. Brynja Steinsen hefur leikið með þýska liðinu Minden í vetur. Hún er ein af efnilegustu leikmönnum íslands í handboltanum og fékk tækifæri til að sýna það í leikjunum á HM í febrúar þar sem hún kom inn í stöðu leikstjórnanda í stað Judit Estergal og Her- dísar Sigurbergsdóttur sem báðar voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Brynja hefur leikið 45 A-landsleiki, þar af verið fyrirliði í 4 þeirra og skorað í þeim 80 mörk. Ákvörðun Brynju um að fara til Minden, sem er i toppbarátt- unni í þýsku b-deildinni, féll liði hennar hér heima, Val, ekki vel i geð en Brynja stóð við ákvörðun sína og samkomulag náðist milli Vals og Minden um að Valur leigði Brynju tO Minden. „Okkur hefur gengið þokkalega vel. Við erum í fimmta sæti og erum í undanúrslitum i bikarnum þar sem ég tel okkur eiga þokkalega möguleika á að komast í úrslitaleikinn. Hóp- urinn er heldur fámennur, við höfum aðeins 11 leik- menn á skýrslu en þetta er mjög góðmennt. Mér gekk ekki mjög vel í byrjun, leikurinn gengur fimmfalt hraðar á við það hvernig þetta er heima þar sem gengið er út frá því að spila hratt. Miðju- maðurinn okkar meiddist og því hef ég fengið fleiri og fleiri tæki- færi með liðinu. Það er brjáluð pressa á manni, ég skaut kannski tvisvar, þrisvar i leik heima en í 1. deildinni í Þýskalandi er ætl- ast til að ég skjóti fimm tfl sex sinnum í leik. Stjórnin hefur ein- hverjar krónur tO að eyða í leikmenn og því eru ágætir leikmenn í öOum stöðum í byrjunarliðinu en fáir varamenn. Stjórnarmenn hafa mikil áhrif á valið í byrjunarliðið og þeirra skoðun er yfir- leitt sú að þær sem fá greitt eiga að spOa. Liðið er því byggt upp á mjög góðum einstaklingum sem því miður ná ekki afltaf að spfla saman sem ein heOd,“ sagði Brynja í samtali við DV. En lífið er ekki bara handbolti, eða hvað? „Ég er ekki að vinna núna en i nóvember fór ég í þýsku- skóla með 15 Rússum en gafst fljótlega upp á því. Það stend- ur til að ég fái vinnu í mars en í dag er ég að gera nákvæm- lega ekki neitt, ég er að æfa - punktur. Félagar mínir i liðinu eru allir í skóla eða að vinna. Það er mjög erfitt að takast á við svona verkefni einn. Ef við tökum sem dæmi Fanney (Rúnarsdóttir) sem leOrnr í Noregi. Hún er með kærastann með sér og svo eru þær Helga (Torfadóttir) og HrafnhOdur (Skúladótt- ir) saman hjá Bryne. Ég var ekki sterk í þýskunni og þjálfarinn talar ekki stakt orð i ensku. En að öðru leyti hef ég það ágætt héma. Ég hef íbúð og bíl og það er ágætlega staðið að liðinu." Hvað með framtíðina? „Ég er mjög óákveðin hvað ég geri næsta vetur. Ég er á leigu- samningi frá Val þannig að ef ég kem heim þá verð ég hjá Val en ef ég fæ gott tilboð og eitthvað að gera þá er aldrei að vita hvað ég geri. Ég fór út tO að prófa þetta, ég vissi að ef ég færi ekki þá myndi ég sjá eftir því það sem eftir væri. Svo þegar maður er kom- inn út þá fer maður að hugsa af hverju ekki að vera lengur? En ég er ekki að græða neitt á þessu eins og karlarnir, maður lifir ekki lengi á þessu. Ætli ég hafi ekki kennaralaun - eitthvað svoleiðis," sagði Brynja Steinsen. -ih Iþróttir „Þaö er erfitt Texti og myndir: Ingibjörg Hinriksdóttir ekki up Helga og HrafnhOdur gengu tO liðs við Bryne, sem er rétt utan við Stavanger, sl. haust en hvernig stend- ur á því að þær hyggja á heimferð eft- ir aðeins eins árs veru í Noregi? „Við erum svo sem ekkert endan- lega búnar að gefa „atvinnumennsk- una“ upp á bátinn og eram ekkert að gefast upp en við ætlum að ljúka námi, ég ætla í Kennaraháskólann og Helga er að fara í sjúkraþjálfun í Há- skóla íslands. Það hefur verið lær- dómsríkt að vera hér úti og okkur hef- ur gengið vel. En námið hefur forgang hjá okkur núna svo við erum á heim- leið, ég hef ekki trú á öðru en að við förum út aftur að námi loknu," sagði Hrafnhildur. Skrælar kartöflur Þær stúlkur sem eru að leika með erlendum félagsliðum eru almennt ekki eingöngu í handboltanum. DV lék forvitni á að vita við hvað þær stöflur hefðu starfað sl. ár. Helga sagðist vera að vinna í garð- yrkjustöð fimm daga vikunnar en Hrafnhildur er að vinna í Kartöflu- og grænmetisdreflingu hf. (hennar eigin þýðing). „Ég var að vinna með Helgu en eitt sinn vorum við heflan dag að skera kál og ég fékk svo mikla sinaskeiða- bólgu upp úr þvi að ég gat ekki gripið bolta í viku svo ég varð að skipta um vinnu. Núna vinn ég við að skræla kartöflur.“ Þegar hér var komið í viðtalinu braust út mikifl hlátur en þegar um hægðist var Hrafnhfldur fljót að leið- rétta misskilninginn. „Nei, þetta er ekki eins og þið haldið, kartöflurnar eru skrældar í vél en svo verður kannski smáhýði eftir á kartöflunum og ég er að hreinsa það. Þetta er frá- bær vinna, vinnufélagamir eru mjög skemmtilegir og góður andi á staðn- um.“ En þið hafið báðar sagt upp samningi ykkar við Bryne og hafnað tflboði frá Sola. Þessi fyr- irhuguðu félagsskipti tengjast eitthvað þjálfaran- um ykkar, Einari Guðmundssyni (fyrrum leik- manni Selfoss). „Já, þegar við komum tO Bryne þá var það sett inn í samninginn að Einar yrði þjáifari liðsins. Hann á því stóran þátt í því að við erum hér hjá Bryne og hefur reynst okkur afskap- lega vel og er frábær þjálfari sem allir vOja hafa áfram. En þegar hann sagði upp samningi sínum við félagið, og við vUjum að það komi skýrt fram að hann var ekki rekinn, þá féllu okkar samningar úr gOdi líka þrátt fyrir yf- irlýsingar frá formanni Bryne um annað í norskum dagblöðum. Formað- urinn var fyrst og fremst ósáttur við það að Sola skyldi hafa gert okkur til- boð en þessi félög eru bæði hér á Stavanger-svæðinu og mikill rígur á mifli þeirra," sagði HrafnhOdur. -ih Hrafnhildur Skúladóttir og Helga Torfadótti, landsliðskonur í handknattleik og leikmenn í norska b-deildar liðinu Bryne, hafa staðið sig vel með liði sínu og fengu fyrir skemmstu tilboð um að leika með a-deildar liðinu Sola. Því tilboði höfnuðu þær í síðustu viku, svo og tilboði frá Bryne um áframhaldandi veru hjá félaginu. Eins og komið hefur fram í DV ákváðu þær þess í stað að koma aftur heim til íslands og munu væntanlega báðar leika með FH næsta vetur. Hrafnhildur hefur þegar gengið svo frá málum og Helga telur líklegt að FH verði einnig fyrir valinu hjá sér. Þær stöll- ur, sem eiga samtals 62 landsleiki að baki, munu verða mikill styrkur fyrir FH, Hrafn- hildur hefur \ undanförnum leikjum verið byrjunarliði íslands f stöðu vinstri skyttu en Helga hefur deilt markvarðar- stöðunni með Fanneyju Rúnars- dóttur og Hugrúnu Þor- steins- dóttur. Aðalfundur Skagamanna, gulra og glaöra, verður haldinn í Ölveri klukk- an níu í kvöld. Bandaríska stúlkan Serena Willi- ams vann nokkuð öruggan sigur á Steffi Graf í úrslitaleik á stór- móti kvenna í tennis um helg- ina. Williams sigraði 6-3, 3-6 og 7-5 og tók viðureign þeirra tæpar tvær klukkustundir. Wifliams var viti sínu fjær af gleði efth' sigurinn en þetta er annar sigur hennar á móti atvinnu- manna á ferlinum. „Ég veit núna að ég get unnið allar bestu tenn- iskonur heimsins. Það er mér mikfl hvatn- ing og nú er næsta skrefið að vinna eitt af stóru mótunum,“ sagði Williams. -SK Fulham, undir stjóm Kevins Keegans, landsliðsþjálfara Eng- lands í knattspymu, er á fleygi- ferð í átt að B-deildinni í enska boltanum. Fulham vann Bristol Rovers, 2-3, um helgina og er efst í C-deildinni með 78 stig. Næst kemur Walsafl með 67 stig og í þriðja sæti er Preston North End með 66 stig. Bland í Wl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.