Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 8
22 Fermingargjafahandbók DV MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 „Mér hefur fundist fermingarfræðslan skemmtileg og fræð- andi. Ég hef lært um guð og svolítið af sálm- um, “ segir Albert Úsk- arsson sem fermist frá Hallgrímskirkju að morgni 5. apríl. Hann telur sig vera trúaðri nú en áður en fræðslan byrjaði. Hann segist jafnframt vera mjög spenntur fyrir ferming- ardeginum og því sem honum tengist. Fæ sæng og kodda í fermingargjöf í þriðja sinn sem við látum ferma - segir Jóhanna Jónasdóttir, móðin Aibents „Albert er yngsta barnið okkar og þetta er í þriðja sinn sem við látum ferma. Við höfum hagað undirbúningi mjög svipað nú og áður,“ segir Jóhanna Jónasdóttir, móðir Alberts. Hún segist stefna að því að hafa undirbúninginn ró- legan og notalegan. Að þeim hjón- um báðum standi stórar fjölskyld- ur og því verður veislan mann- mörg þegar börn eru talin með. „Ég tel að foreldrar geti vel stýrt því hversu mikið umstangið verður í kringum ferminguna. Kostnaður þarf ekki að fara úr böndunum og það þarf ekki að einblína á dýrar gjafir." Hún segir að Albert hafi tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar á undibúningstímanum. „Hann hefur lengi sótt æskulýðs- starf Hallgrimskirkju og er ánægður í því starfi. Okkur finnst það jákvætt og styðjum hann í því með því að mæta með honum í messur á sunnudagsmorgnum meðan ferm- ingarfræðslan hefur staðið yfir,“ segir hún. Albert segir sjálfur hér í viðtalinu að hann muni ekki spila á saxófóninn í fermingarveislunni. Það er þó líklegt ef eldri systirin hjálpar til. „Systir hans hefur verið að hvetja hann til að spila með því að hún leiki undir á píanó. Mér sýnist þau vera komin með gott prógramm fyrir daginn," segir Jóhanna Jónas- dóttir, móðir Alberts. -jáhj - segin Albent Óskarsson „Ég á tvö eldri systkini sem hafa fermst. Mér fannst mjög gaman á þeirra fermingardegi og býst við að mér þyki ekki síður skemmtilegt á minum eigin,“ seg- ir hann og brosir. Að fermast í Hallgrímskirkju finnst honum mjög gott. „Ég er ánægður með mína kirkju,“ segir hann og lítur upp að altarinu. Búið var að skipuleggja tölu- vert vegna fermingarinnar þegar DV spjallaði við hann. „Ég fermist um morguninn, held veislu klukkan þijú og á að vera í myndatöku klukkan sex. Veislan verður í Oddfellowsaln- um við Tjömina. Ég býð ættingj- um og vinum og býst við um 70-80 manns,“ segir hann. Albert hefur lært á saxófón í fimm ár en segist ekki ætla að sýna ættingjunum þá kunnáttu á fermingardaginn, til þess sé hann allt of feiminn. Albert ætlar ekki að kaupa sér- stök fermingarföt heldur leigja ís- lenskan búning í tilefni dagsins. Spariskó verður hann þó að kaupa. „Mér finnst íslenski bún- ingin-inn flottur og sparilegur. Ég verð líklega að kaupa hefðbundna spariskó við hann, annað gengur ekki,“ segir hann og hlær. Albert býst við fullt af gjöfum á fermingardaginn. Hvað hann fær er óvíst utan gjöfin frá foreldrun- um. „Ég fæ góða sæng og kodda frá pabba og mömrnu," segir Albert Óskarsson. -jáhj Færri jólagjafir eftir ferminguna - segin Valgerður Stella Kristjánsdóttin Fermingardagur Val- ! gerðar Stellu Kristjáns- dóttur rennur upp þann 5. apríl. Pa er stóri 1 dagurinn eftir undan- gengna fræðslu í Hall- grímskirkju um kristin- dóminn. „Ég hafði ekki hugsað mikið um trúmál áður. Ég hef gaman af fræðslutímunum og ánægð með efn- ið í bókinni,“ segir Valgerður Stella. Hún hefur svolítið komið nálægt starfi innan Hallgrímskirkju því hún var í barna- og unglingakóm- um. Nú er hún hætt í kómum því handboltinn og fótboltinn, sem hún æfir meö Val, tekur alian frítímEinn þegcir skóla sleppir. Aðspurð segist hún ekki búast við miklum breytingum á lífi sínu við það að fermast. „Ég verð varla fullorðin. Ef eitt- hvað breytist þá fæ ég færri jólagjaf- ir. Þaö er alltaf svoleiðis í fiölskyld- um,“ segir hún og hlær. Undirbúningur dagsins er vel á veg kominn. Valgerður Stella er bú- inn að kaupa sér nýjan kjól og skó. „Þetta er svona síður kínakjóll með stuttum ermum. Hann er há- rauður á litinn. Ég er líka búinn að kaupa svarta sandala. Ég ætla að gera eitthvað við hárið á mér af þessu tilefni," segir hún og bendir á sítt ljóst hárið. „Mamma hefur reyndar stungið upp á því aö ég láti klippa mig og fái alveg nýjan stíl.“ Veislan hennar Valgerðar Stellu verður haldin heima með fimmtíu gestum. Hún veit lítið um væntan- legar fermingargjafir en eina hefur hún fengið. „Ég er búin að fá úlpu frá ömmu og afa. Mig langar voðalega mikið í snjóbretti í fermingargjöf. Ég hef prófað svoleiðis tvisvar og fannst al- veg rosalega gaman,“ segir Valgerð- ur Stella Kristjánsdóttir. -jáhj Styð hana alla leið - segir Soffía Björnsdóttir, móðip Valgepðap „Við höfum rætt ferminguna og það sem henni tilheyrir mjög ítar- lega. Ég spurði hana hvort hún vildi eða ætlaði að fermast. Ég styð hana alla leið vegna þess að hún gerir þetta í fullri einlægni," segir Soffía Björnsdóttir, móðir Valgerðar Stellu. Soffíu finnst þó alltof mikið gert í kringum ferming- ardaginn, sérstaklega hvað varðar gjafir og annað tilstand. Saman- borið við önnur Norðuriönd fari ís- lendingar offari í gjöfum og bruðli. „Mér ofbýður kaupmennskan í kringum fermingu barnanna. Þau eru gerð að skipulögðum mark- hópi í auglýsingaflóði sem engan lætur í friði. Það hefur rignt yfir okkur pósti frá verslunum, veislu- þjónustum, Ijósmyndurum og fleiru í vetur. Hið trúarlega inntak fermingarinnar hverfur í skuggann af eyðslukapphlaupinu," segir Soffía. „Jafnvel þótt maður vilji verjast þessum áhlaupum er mað- ur aldrei laus við alls konar áreiti þegar líður að fermingum á vorin. Það býsnast margir yfir þessu en enginn spyrnir við fótum í von um að við náum áttum í eyðslunni. Kirkjunnar menn hafa reynt að minna fólki á innihaldið en ekki nógu kröftuglega að mínu mati.“ -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.