Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 17
MIÐYIKUDAGUR 17. MARS 1999 Fenmingargjafahandbók DV 31 Enric Már og Grétar Ali hafa verið vinir frá fæðingu og mæður þeirra eru æskuvinkonur. Þeirra sameiginlega áhugamál er fótbolti og aftur fótbolti. DV-mynd JAK Ennic Már Du Teitsson fenmdist í fynra: Kaþólsk ferming með kínversku ívafi Enric Már á fermingardaginn með Ingu ömmu. Hún klæðist á kínverskan máta en hann íslenska búningnum. Pad var hátíðleg stund þegar kaþólski þisk- t upinn, sr. Jóhannes Gij- sen, fermdi í Krists- | kirkju í Landakoti í fyrra. Meðal fermingarbarn- 'j anna var Enrik Már Ou Teitsson sem er elstur sinna þraeðra. Nokkrum árum áður hafði hann farið til attaris en þá var engin veista haldin. „Ég var í fermingarfræðslu allan veturinn á undan hjá sr. Jakob Rol- land. Reyndar hefst fermingar- fræðslan fyrr í kaþólskunni. hún hófst hjá mér þegar ég var sex ára. Þá voru kvertímar sem ég sótti fyr- ir altarisgönguna sem fór fram þeg- ar ég var átta ára. Eftir altarisgöng- una halda kvertímar áfram en mesta áherslan er lögð á síöasta vet- urinn fyrir ferminguna," segir En- ric Már Du Teitsson. Þegar altaris- gangan fór fram bauð móðurafinn allri fjölskyldunni í kafíi í Perlunni. Enric Már hefur verið kaþólskur frá fæðingu og sama er að segja um fjóra yngri bræður hans. Móðir En- rics Más, Nives Elena Waltersdóttir, hefur verið í kaþólsku kirkjunni frá fæðingu eins og faðir hennar sem er fæddur á Ítalíu. í föðurætt er Enric Már af víetnömsku og kínversku bergi brotinn. Faðir hans er Teitur Minh Phuoc Du frá Víetnam. Eins og alvenja er í hans heimalandi er hann búddatrúar. Enric Már fermdist í Kristskirkju í fyrravor ásamt þeim tólf krökkum sem höfðu verið með honum í ferm- ingarfræðslunni. Biskupinn, sr. Jó- hannes Gijsen, fermdi en það er venja í kaþólsku kirkjunni að bisk- up sjái um þann þátt. Hann getur þó heimilað prestum að ferma ef þannig stendur á. Suma krakkana þekkti Enric Már vel því þeir höfðu verið með honum í barnaskóla. „Ég var í Landakotsskóla frá sex til tólf ára aldurs. Það er mjög góð- ur skóli og ég var mjög ánægður þar,“ segir Enrik Már. Tvaer veislur Fermingarathöfnin fór fram um morguninn og á eftir var boðið til veislu í Kínahofinu í Kópavogi. Þann veitingastað eiga faðir Enrics og fóð- urbræður. Á boðstólum var hlaðborð að kínverskum hætti. í veisluna bauð Enric Már ættingjum sínum. „Þetta var mjög flott veisla. Eftir matinn sát- um við og spjölluðum." Um kvöldið bauð hann vinum sínum heim í mat, auðvitað kin- verskan. „Ég bauð tíu vinum minum um kvöldið. Þeir voru mjög ánægðir því öllum þykir kinamatur góður,“ seg- ir hann. Þegar hann er beðinn um að nefna sinn uppáhaldsrétt stendur ekki á svari. Það er svínakjöt í HoS- in-sósu. Hann keypti sér jakkaföt fyrir ferminguna en klæddist þeim ekki á sjálfan fermingardaginn. Þá var hann í íslenska búningnum sem hann leigði í tilefni dagsins. „Mér finnst íslenski búningurinn mjög flottur og virðulegur. Jakka- fótin keypti ég til að fara í á árshá- tíðina," segir hann. Og óneitanlega er hann glæsilegur í fermingarföt- unum eins og sjá má á myndinni. Enric Már fékk aðallega peninga í fermingargjöf og fyrir þá keypti hann sér tölvu, góða og öfluga vél. Hann segist vera mikill áhugamað- ur um tölvur og tölvuleiki. Stund- um koma vinirnir saman, hver með sína vél, og fara í tölvuleiki. Handbolti og fótbolti En íþróttir eiga hug hans allan. Hann æfir handbolta og fótbolta með Gróttu á Seltjamamesi. Hann æfir með þriðja og fjórða flokki. Á síðasta ári var hann kosinn knatt- spymumaður Gróttu og efnilegasti íþróttamaðurinn á Seltjarnamesi. „Ég æfi svona þrisvar til fjómm sinnum í viku, stundum oftar. Ég hef gaman af báðum greinunum en geri ráð fyrir að ég einbeiti mér að fót- boltanum. Þegar ég fer í framhalds- skóla verð ég að sinna skólanum og þá gengur ekki að æfa tvær greinar. Reyndar er ég betri í fótbolta," segir hann og brosir. m -jáhj STAR NIGHV 4 árstiða svefnpoki. Dupont Thermolite fylling. I950gr. Kuldaþoi -?2^C. Mjöggoðm svefnpcki tyttri og lengri fcrðii vctur. sumar, og haust. DREAM LITE. 3 árstíða svefnpoki. 850gr Halofill fylling, 3ja laga. Þyngd Í700gr. Hitastig IOtil-l3°C. Létturoggóður VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport. Kl Á srsport.is CORTLAND CL FLUGUSTONG 8.6 - 9 fet. Góð flugustöng fyrir byrjendur ogvana. Laxogsilungur^-'" BRITISH FLY REfÞÍÖPERFLY. Fluguhjól. Gotrfijól með diskabremsu. MCKINLEY EIGER 25L. Góður bakpoki i dagsferðir eða styttri gönguferðir. Þægilegar burðarólar og mittisól. .’tarCÉj Raðgreiðslur ÞlN FRÍSTUND - OKKAR FAG SALOMON FRONTSERA 7 GTX. Mjög vandaður gönguskór með Gore-Tex filmu. Vatnsheldur, með öndun. Þykkt nubukleður. Contragrip veltisóli sem endist og endist. Dömu- og herrastærðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.