Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Fenmingapgjafahandbók DV 41 „Kristilegur barnalærdómur eftir lúterskri kenningu" og kom út tólf sinnum á árunum 1877 til 1924. Gert var ráð fyrir að kver þessi væru að miklu leyti lærð utanbók- ar. unglinga á fjórtánda ári Mörg önnur kver voru gefln út á 18. og 19. öld en tvö þeirra fengu uppnefnið tossakver því þau þóttu ekki gera sömu námskröfur og önnur. Annað hét „Lúthers katekismus með stuttri útskýr- ingu. Lærdómsbók handa ófermd- um ungmennum“ eftir Balslev biskup í Rípum. Það kom fyrst út árið 1866 í þýðingu Ólafs Pálsson- ar dómkirkuprests og síðan fjór- um sinnum til 1872. Hitt var „Kristilegur barnalærdómur" eft- ir Klaveness prest í Kristjaníu og kom fyrst út 1899 í þýðingu Þór- halls Bjarnasonar en í sjötta og seinasta sinn 1923. Líf með Jesú Á 20. öld hefur margt annað verið gefið út í þessu augnamiði og prest- ar haft nokkurt sjálfræði um hvaða bækur þeir völdu. Einna útbreidd- ust hafa orðið „Kristin fræði“ eftir Friðrik Hallgrímsson frá 1930, „Veg- urinn" eftir Jakob Jónsson frá 1944, „Kristin trúfræði" eftir Ebbe Arvidsson og Tage Bentzer í þýð- ingu Þóris Stephensen frá 1970 og „Líf með Jesú“ eftir Jan Carlquist og Henrik Ivarsson í þýðingu Ein- ars og Karls Sigurbjömssona frá 1976. B -jáhj Heimild: Merkisdagar á mannsœvinni eftir Árna Björns- son. Pasr breybingar sem fylgja unglingsérunum máta forsendur einstak- j lingsins til að tileinka sér trúna og túlka hana í Ijósi eigin reynslu. Nú hafa ungmennin mögu- leika a að þroska með sér trú sem kölluð hefur verið sameinandi og sið- venjubundin, á leið frá hinni goðsagnakenndu bókstafstrú barnsins. í huga bamsins em trúaratriði og tákn, siðferðisreglur og viðhorf túlkuð bókstaflega og merkingin bundin í frásögnum. Á unglingsár- unum ljúkast augun hins vegar upp fyrir þverstæðum i frásögnum sem kallar á nýja túlkun og stuðlar að nýrri trúarhugsun. Hér er þörf á vandaðri leiðbeiningu svo að efinn taki ekki yflrhöndina. Á leiðinni til heildstæðari trúarþroska verður að gefa glimunni við vitrænar spum- ingar tóm og næði sem fermingar- störfin geta veitt. Mikilvægt er aö leiðsögnin staðnæmist ekki í landi efans heldur færi ungmennunum reynslu af máttugum Guði sem er handan skilgreiningar mannshug- ans. Aukinn félagslegur þroski skapar þörf fyrir persónulegri tengsl við guðdóminn. Guð er ekki lengur bundinn tiltekinni manngerðri mynd heldur er nú hægt að skilja hann og treysta handleiðslu hans og vegsögn. Ungmennin geta séð í Guði vin sem veit hver þau eru og hvert líf þeirra stefnir. Guð er sá sem þekkir þau bet- ur en þau sjálf. Þetta er afar mikil- vægt á fyrsta skeiði unglingsáranna, þegar þörfin fyrir trúnaðartraust og öryggi er sterk. Öryggisleysi og sekt- arkennd ógnar sjálfsmyndinni og því verður lausnarverk Jesú Krists ung- lingnum áþreifanlegt. Kristur tekur á sig byrðina og nálægð hans færir jafnvægi og grið. Unglingamir leitast við að haga lífi sínu í samræmi við þau gildi sem ráða í lífi þeirra og verja ákaft sannfæringu sína og trú þó að hug- myndafræðin sé ekki meðvituð. Hópurinn sem ungmennið tilheyrir hefur mikið að segja um skoðanir þess og mótun til trúar. Mikils metnir einstaklingar geta einnig haft rík áhrif. Á það ekki síst við um fermingarfræðarana en persóna þeirra og viðmót getur haft afger- andi áhrif á tileinkun boðskaparins. Mikilvægi trúarinnar á þessu ald- ursskeiði er ekki sist að hún getur komið á samræmi milli ólíkra áhrifavalda og gildismats og byggt heildstæðan grandvöll undir sjálfs- mynd og viðhorf ungmennanna. Fermingarstörfin eiga að stuðla að þessu og auðvelda dýpkun trúar- skilningsins frá barnatrú til trúar aukins hugarþroska. Heimild: Drög aó námskrá fermingarstarfanna. Höf. sr. Maria Ágústsdóttir. seinast 1882. Hún var í anda upp- lýsingastefnunnar enda upphaf- lega gefin út af Magnúsi Stephen- sen. Eftir dauða Magnúsar varð fhaldsamur nýrétttrúnaður ríkj- andi hér á landi í hálfa öld. Ein af- vuð hans var Helgakver Hálfdan- arsonar sem réttu nafni hét Þroski og trú T Fermingargjafir ^JFUJIFILM FERMINGARTILBOÐ Fotonex 101 ix APS-myndavél Sjálfvirkur fókus Sjálfvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir FUJIFILM NEXIA filma fylgir Verð aðeins 9.990 Sklpholtl 31, Síml 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 PENTAX FERMINGARTILBOÐ Pentax Espio 738G Aðdráttarlinsa, 38-70 mm Sjálfvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Vörn gegn rauðum augum Dagsetning 3 stk. FUJIFILM SUPERIA filmur fylgja Verð aðeins 14.990 Skípholtl 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 ^IFUJIFILM FERMINGARTILBOÐ Fotonex 210ix APS-myndavél, Aðdráttarlinsa, 22,5-45 mm Sjálfvirkur fókus Sjálfvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir FUJIFILM filma fylgir Verð aðeins 15.725 Skipholti 31, Slmi 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 PENTAX FERMINGARTILBOÐ Pentax PC-55 Date 35 mm myndavél Sjálfvirkur fókus Sjálfvirkt Ijósop Sjálfvirkur hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir 3 stk. FUJIFILM SUPERIA filmur fylgja Verð aðeins 7.490 Skipholti 31, Sfmi 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 Stimpilpennar Tilvalin Fermingargjöf Qpiastos Miðar og T æki ehf. Vinsælu fermingarhringarnir, silfur og gull. 9//^ ayf Laugavegi 61 - sími 552 4910 f-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.