Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 44 Fermingargjafahandbók DV FermingorgjöFín 1999 SAVO 31 Vondaður skrifborðsstóll. Hæðarstillan- legt, fjaðrondi bak sem hægt er að festa í hvaða stöðu sem er. Parkethjól, sérstak- lega slitsterkt óklæði. 5 óra óbyrgð. Tiiboðsverð oðeins kr. 12.900 flyður nokkur betur? Allir (UMFERÐAR RÁÐ Auður Sveinsdóttir á fermingardaginn. Ferming Auðan SveinsdótC- un Laxness í bókinni Á Gljúfra- steini sem Edda Andrés- 1 dóttir skráði eftir Auði er kafii um ferminguna. : Bókin kom út hjá Vöku- ' Helgafelli árið 19B4. „Fermingin var hálfgerð sorgar- athöfn. Þetta var í fyrsta skipti sem mamma saumaði ekki sjálf á mig kjól. Hún keypti snið og fékk saumakonu til að sauma eftir því. Mér virtist þetta í fyrstu ætla að verða ógurlega tilkomumikill kjóll og flottur í sniðinu. Ég var bamsleg í vexti og hreint ekki með mikinn barm. En þegar ég fór að máta kjólinn virtist ég enn flatari en ég var. Þetta endaði með því að ég fór að hágráta og saumakonan tók það svo nærri sér að hún fór að gráta líka. Um svipað leyti fermdust vin- konur mína, Anna og Kristín. Þær fengu að velja sér skrýtna skó með háum hælum, skreyttum semilíusteinum. Mömmu fannst þeir fáránlegir og valdi mér slétta, svarta, kvarthælaða lakk- skó, með tilliti til þess að þeir gætu enst. Mér fannst þeir ljótir. Mig sem hafði langað svo til að vera stúlkuleg á fermingardaginn. Við gengum til altaris 9. nóvem- ber 1932, daginn sem Gúttóslagur- inn mikli var. Ég hafði verið óbeinn þátttakandi í slagnum all- an daginn. Lögreglumenn báru særða menn inn á lækningastof- urnar í kringum Dómkirkjuna og við stelpumar eltum í hvert skipti. Okkur fannst þetta svo spennandi að við vildum fyrir cilla muni ekki missa af neinu. Um kvöldið var altarisganga fermingarbarna með foreldrum. Af einhverjum ástæðum leið yfir einn karlmann í kirkjunni Ég setti þetta í samband við slaginn og varð alvarlega guðhrædd. -jáhj Markmið fermingarstarfanna Sr. María Ágústsdótt- j ir var formaður ferming- arstarfanefndar þjóð- < kirkjunnar sem lagði fram drög að námskrá fermingarstarfanna und- ir heitinu Með allri speki og skilningi andans. Sar eru lögð fram markmið fermingarstarfanna. Að vekja, kenna og virkja Fermingarstörfin eiga að: • vekja og efla með ungmennunum trú á Drottin Jesúm Krist. • kenna þeim grundvallaratriði kristinnar trúar. • virkja þau í starfi safnaðarins. í samræmi við þetta skal í ferming- arstörfunum höfðað til: • viðhorfa unglinganna, reynslu þeirra, upplifunar og tilfinninga. • þekkingar þeirra og skilnings. • vilja unglinganna, fæmi þeirra og athafnasemi. Þessum markmiðum skal náð með: • fjölbreyttri fræðslu, (s.s. þekk- ingarmiðlun, umræðum, hóp- starfi, verkefnavinnu) • helgihaldi (m.a. í tengslum við fermingartímana og sunnudags- guðsþjónustuna) • þátttöku í safnaðarstarfi og þjón- ustuverkefnum (í söfnuði og kirkjunni í heild) Nánari stefnumörkun Hver söfnuður skal setja sér mark- mið með fermingarstörfum sínum, sem grundvallist á ofangreindum markmiðum íslensku þjóðkirkjunnar. Þar sé tekið mið af aðstæðnm í söfn- uðinum, s.s. lífsháttum unglinganna, starfsmannaíjölda safnaðarins og starfsumhverfi fermingarstarfanna. Markmiðin skulu orðuð eins skýrt og unnt er og tilgreind ítarlega sú niður- staða fermingarstarfanna sem vænst er. Þannig er unnt að meta í lok hvers tímabils hvernig til hefur tekist og setja framhaldsmarkmið í samræmi við það. Rétt er að ítreka að sértæk markmið safnaða skulu vera í fullu samræmi við heildarstefnumörkun ís- lensku þjóðkirkjunnar og að tekið sé mið af því inntaki fermingarstarf- k joaö getur verið pínlegt ef gjöfin fellur ekki í kramið GJAFAKORT °9 gjöfin þín hiltir í mark Gjafakortin gilda i ölium verslunum Kringlunnar nema ATVR. Þau fóst í Byggt og búið í þremur veróflokkum: 2.500 kr„ 5.000 kr. og 10.000 kr. Opib: món,- fim. 10.00 - 18.30 fös. 10.00-19.00 iou. 10.00-18.00 Æskilegt er að stefnumótun vegna fermingarstarfa safnaðarins sé liður í vinnu að safnaðarnámskrá sem til- greini markmið skírnarfræðslu safn- aðarins í heild. Mikilvægt er að fleiri en sóknarpresturinn taki þátt í þeirri vinnu. Skirnarfræðslan er á ábyrgð safnaðarins alls, með sóknarnefnd í broddi fylkingar en prestar safnaðar- ins leiði starfið. Mælt er með að sér- stakur fermingarstarfahópur sé starf- andi í hverjum söfnuði. Nákvæmari markmið eða undirmarkmið Þegar fermingarstörfunum lýkur á fermingarbamið að: • eiga dýpri skilning á boðskap Jesú Krists. • eiga aukna vitund um eigin skírn og köllun til trúar. • hafa fengið jákvæða reynslu af helgihaldi og guðsþjónustlífi. • líta á sjálfan sig sem hluta af söfnuðinum. • vera þátttakandi í æskulýðs- starfi safnaðarins. • geta fengist við siðferðisleg vandamál í ljósi kristinnar trú- ar. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.