Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 32
^»46 Fermingangjafahandbók DV MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Fermingin er eitt af saknamentununn í kaþólsku - segir sr. Denis, sóknarprestur í Maríukinkju * í kaþálskri trú er fermingin eitt af sjö sakramentum. Fyrsta sakramentið er skírn- in, þá skriftir, síðan altarisgangan, fermingin, giftingin, prestsvígsla og loks sakra- menti sjúkra. Flestir ná aðeins sex af þessum sjö þar sem prestsvígðir giftast ekki. Samkvaemt kaþólskri trú er fermingaraldur breytilegur en sú hefð hefur myndast hérlendis að ferma unglinga á sama aldri og gert er í þjóðkirkjunni. Biskup kaþólskra fermdi tvö ungmenni um síðustu helgi í Maríukirkju í Breiðholti „Kaþólska fermingin er frábrugð- in þeirri lútersku að því leyti að fermingin telst eitt af sakramentun- um. Sakramentin eru andlegar gjaf- ir guðs og þau era sjö. Það er skírn- in, skriftir, altarisgangan, ferming- in, giftingin, prestsvígsla og sakra- menti sjúkra,“ segir séra Denis, sóknarprestur í Maríukirkju í Breiðholti. Síðasta sunnudag fermd- ust tvö ungmenni frá kirkjunni. Frá þvi sr. Denis tók við starfi sóknar- prests fyrir sjö árum hefur verið fermt á hverju vori. Einnig er fermt í Kristskirkju í Landakoti, Jósefs- kirkju í Hafnarflrði og í kapellum úti um landið. Biskup sér að öllu jöfnu um fermingar en hann getur heimilað sóknarprestum að annast athöfnina. „Fermingin sjálf tekur ekki lang- an tíma í messunni. Athöfnin er fólgin i því að biskup eða prestur leggur hönd yfir höfuð fermingar- barnsins. Gert er krossmark á enni barnsins með krisma, sem er blanda af olífuolíu og balsam,“ lýsir sr. Denis. Biskup eða prestur klæðist rauðum hökli en rauði liturinn er tákn heilags anda, lifandi trúar. Fermingarbörnin klæðast kirtlum en sú venja er alls ekki algild er- lendis. Að lokinni messu er altaris- ganga en það er engan veginn fyrsta altarisganga barnanna þvi þau byrja yflrleitt að ganga til altaris 7-8 ára gömul. Einnig hafa þau gengið til skrifta og því hafa þau gengist undir fjögur af sjö sakra- mentunum þegar fermingin er um garð gengin. Skírnin er það fyrsta. Fullorðnir fermast líka Að sögn sr. Denis er enginn sérstakur aldrn- ætlaður fyrir fermingu í kaþólsk- unni. Böm geti verið yngri og gerist það víða erlendis. Einnig kemur fyr- ir að fullorðnir fermast hérlendis en það gerist venjulega við upptöku nýrra meðlima í söfnuðinn. Kaþ- ólska kirkjan viðurkennir lútersku skímina sem sakramenti en ekki fermingrma þar sem lúterska kirkj- an túlkar fermingu ekki sem sakra- menti. Því hefur það komið fyrir að nýir safnaðarmeðlimir hafi fermst tvisvar, lútersku fermingunni sem A'SUngo SAVANNA 250 ■ “ 2-3 rrianna kúlutjald. Þrír fiberbogar. Stöðúgt í vindi. Þyngd 3.7 kg. SAHARA 250 Flott 2-3 manna kúlutjald m/fortjaldi. Þrír fíberbogar. Mjög stöðugt. 5.1 kg. AVango SHERPA60+ í-wvjtj Mjög vandaður bakpoki, fyrir helgar- og lengriferðir. 60-70 |ítra með stillanlegu baki eftir þörfum hvers og eins. Innbyggð grind. 1.7 kg. ODYSSEY 35 1. Bakpoki fyrir dagsferðir. Ymsir litir. 4 utanávasar. Bólstrað bak. Sr. Denis, sóknarprestur í Maríkirkju í Breiðholti, hefur séð um fermingarfræðslu í vetur. Hann prófar nemendur sína tvisvar á vetri. unglingar og síðar þeirri kaþólsku. Prófað tvisvar á vetri Bömin fermast að undangenginni fermingarfræðslu. Hún stendur yfir allan veturinn eða frá september og fram i mars. Kennt er einu sinni í viku. „Ég nota biblíuna mikið við kennslu en einnig ýmislegt annað. Við vinnum út frá texta biblíunnar í hvert skipti. Það era grunnatriðin en annars spilum við þetta áfram eftir eyranu, allt eftir þvi hvað brennur á börnunum," segir sr. Denis um fermingarfræðsluna. Hann prófar kunnáttuna tvisvar, um jól og að vori. „Þau þurfa að kunna mikilvæg- ustu bænimar. Þær era Faðir vor, Maríubæn, lofgjörðarbæn, rósa- kransbæn (innsk. blm.: Talnaband- ið), iðrunarbæn og svo trúarjátning- una. Þá læra þau sálma, bæði kirkjusálma og Davíðssálma. Ekk- ert af þessu er á latínu heldur allt á íslensku," segir hann. Yfir veturinn er ætlast til að börnin mæti reglulega í kirkju. „Það er nú almennt ætlast til þess í kaþólsku að hver og einn rækti trúna og mæti reglulega í kirkju, ekki frekar þó hann sé að fermast," segir sr. Denis, sóknarprestur í Maríukirkju í Breiðholti. i -jáhj JURA350 U.UUU -5<’C. Góður í sumar- útileguna. Fylling; silicon- hollowfiber. Svartur/orange að innan. 1.6 kg. NITESTAR 300 -10°C. Hlýr og góður fyrir útilegur sumar.vor og haust Fylling; spiral hollow fiber. Blár/grár að innan. 2.0 kg. Strekkpoki fylgir. GEFIIR ÞU GAGNLEGAR FERMINGAR- GJAFIR? MP300 LITE ^ -I0fC. Léttur og fyrirferðalítill göngupoki. 1.5 kg. Grár/svartur að innan. Strekkpoki fylgir. töppuríniv v útfoí&t Biskup kaþólskra fermir venjulega. Hann gerir krossmark á enni fermingar- barnsins með krisma, sem er blanda af ólífuoiíu og balsam.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.