Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Fréttir Uppbótarkvóti sem veittur var aðkrepptum útgerðum á Bíldudal leigður burt: Milljónir fyrir ríkiskvóta - eins gott að senda þeim ávísun, segir verkalýðsfélagsformaður Frá Bíldudal þar sem útgerðir dafna vel af sölu ríkiskvóta. Uppbótarkvótinn hefur gefið einstökum útgerðum allt að milljón krónur. Mikil óánægja er meðal Bílddæl- inga vegna uppbótarkvóta trá Jöfiiun- arsjóði sem úthlutað var á nokkra báta á staðnum í upphafi fiskveiðiárs- ins. Kvótanum var úthlutað á skip undir 250 tonnum, en upphaflega hug- myndafræðin að baki kvótanum var sú að hann kæmi einnig til góða byggðarlögum. Flestar útgerðimar á staðnum höíðu þann hátt á að leigja kvótann fyrir 95 tillOO krónur kílóið. Þannig högnuðust eigendur bátanna á ríkiskvótanum um allt að rúmlega milljón krónur hver án þess að skila svo mikið sem ugga á land til vinnslu. Listi með nöfnum 6 báta sem leigt hafa frá sér kvóta sinn gengur manna á milli í héraði, þar sem reiknað er út hversu mikið útgerðimar hafi hagn- ast á kvótasölunni. Tilgreint er að þrír bátar hafi fengið milljón krónur hver fyrir þau 10 tonn sem þeim var úthlutað af þorski undir merkjum byggðastefnu og uppbóta. Aðrir þrír hafi fengið á bilinu 500 þúsund til 750 þúsund krónur fyrir sín tonn. Allir þessir bátar eiga sammerkt að hafa leigt burt kvóta og þannig hagnast um verulegar fjárhæðir. Rétt er að taka fram að fleiri Bíldudalsbátar fengu Jöfnunarsjóðskvóta sem þeir hafa veitt upp í. „Það er alveg eins gott að senda mönnum ávísun í pósti eins og að vera að úthluta þessum kvóta,“ segir Haukur Már Kristinsson, formaður Verkalýðsfélagsins Vamar á Bíldudal, aðspm-ður hvort verkalýðsfélagið hefði ekkert að athuga við það að út- gerðir sætu einar að kvótanum sem ætlaður var til að rétta hlut bág- staddra. Hann segir mikið leigt af kvóta til Bíldudals og þeir sjómenn sem leggja þurfi út háar fjárhæðir í því skyni séu reiðir. „Þessi útfærsla á byggðakvótanum er handónýt og þjónar engum til- gangi,“ segir Haukur Már. Hann segir að vísu aö sumir þeirra báta sem fái þorskkvóta undir þessum formerkjum veiði skiljanlega ekki upp í hann. „Þama er um að ræða rækjubáta sem eðlilega skipta ekki um veiðar- færi til að veiða þennan þorsk. Það liggur beinast við að leigja burt kvót- ann. Þá er ástandið ekki bundið við Bildudal einan heldur er þetta svona um allt land,“ segir hann. Alls nemur umræddur ríkiskvóti 5 þúsund tonnum og er honum dreift um landið. Lög um þennan kvóta vom sett á sínum tíma til að tryggja að atvinna héldist í byggðarlögum sem ættu erfitt vegna kvótasamdrátt- ar. Kvótinn, sem reyndar kallast Jöfn- imarsjóðskvóti, varð m.a. á sínum tíma til að tryggja stuðning þeirra þingmanna sem ekki vildu samþykkja kvótakerfið án þess að þessi vamagli væri til staðar. Sjómenn sem DV ræddi við lýstu málinu sem siðleysi og hneyksli. DV óskaði í síðustu viku eftir upp- lýsingum frá Fiskistofú um viðskipti umræddra báta á Kvótaþingi. Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur Fiski- stofú, treysti sér þá ekki til að veita upplýsingamar að svo stöddu. Því boðsendi DV Fiskistofu bréf með ósk um upplýsingamar með vísan til upp- lýsingalaga. Fiskistofa svaraði síðan spumingum DV, þar sem upplýst er að Amfirðingur BA, sem fékk 10 tonna þorskkvóta frá ríkinu hefði leigt frá sér 55 tonn af þorski á kvóta- árinu fyrir 92 til 104 krónur kílóið. Á móti leigði báturinn til sin 26 tonn af þorski á tæplega 96 krónur. Brynjar BA leigði frá sér rúmlega 30 tonn af þorski fyrir 93-103 krónur kílóið en ekkert tÚ sín. Veltan í þeim viðskipt- um er langt á þriðju milljón króna. Driffell BA leigði frá sér 6,2 tonn af þorski fyrir 87 krónur kílóið en ekk- ert til sín. Jörundur Bjarnason BA leigði frá sér 7 tonn af þorski fyrir tæplega 105 krónur kílóið. Pétur Þór BA leigði frá sér rúmlega 36 tonn af þorski á rúmlega 100 krónur kílóið. Pflot BA leigði frá sér 44 tonn af þorski fyrir 93-95 krónur hvert kíló eða sem samsvarar hagnaði upp á 4,1 milljón króna. Sjómannasamband íslands sendi Fiskistofu bréf í ársbyrjun þar sem farið var fram á að upplýsingar af þessu tagi yrðu gefnar, en hafa enn ekki fengið svar. Þá hafa útgerðar- menn einnig krafist þess sama. -rt Ríkiskvóti til sölu 10.000 kg *Miöaö er w'ð að verö á kg. þorskkvóta sé ÍOO krónur Bönnum erótíkina Fjölgun erótískra dansstaða í Reykjavík veldur stjórnvöldum áhyggjum. Málið hefur verið rætt meðal borg- arstjóra og ráðuneyta. Raunar hafði engin tekið eftir þessari fjölg- un nema blessaðir ráðamennimir, sem vaka og sofa yfir hags- munum okkar og heilsu. Svo ekki sé nú talað um erótíkina. Borgarstjóri og ráð- herra geta bókstaflega ekki sofið af áhyggjum vegna fjölgunar eró- tísku veitingastaðanna og allri erótíkinni sem fylgir þeim. íslending- ar mega éta meira, þeir mega ferðast meira, þeir mega kaupa meira, en þegar kernur að ástarlífi og kynferðislega varhugaverðri lík- amsstarfsemi, er mælirinn fúllur. Auðvitað getað ábyrg stjómvöld ekki setið hjá þegar kynmök eru örvuð og reknir eru sérstakir staðir í Reykjavík, þar sem fram fer erótík, sem er meiri en búið er að samþykkja og leyfa. Þessa óheillaþróun verður að stöðva, og hafa eftirlit með „hvort þessir staðir séu starfræktir, hvar, hver fjöldi þeirra sé og fyrirkomulag starf- seminnar vegna heildarásýndar borgarinnar“, eins og segir i fréttatilkynningu borgarrráðs. Skítt veri með einn og einn þótt hann falli fyrir erótíknni. En það er heildarásýndin sem skiptir máli, það setur blett á borgina og þjóðina og land- ið ef of margir verða erótískir á veitingastöðun- um. Borgin getur ekki leyft það. Hún verður að hafa eftirlitsmenn á hverjum stað, sem fylgist með því að erótíkin sé í hófi og eftirlitsmennimir verða að hafa vald til að reka þá út af þessum stöðum, sem eru orðnir of eró- tískir. Eftirlitsmennimir verða að hafa með sér hitamæla til að mæla erótíkina til að vernda heildarásýnd borgarinnar og fjarlægja þá sem skemma heildarásýndina. Siðferði borgarinnar og stjómvalda er í veði. Ef erótíkin heldur áfram að flæða yfir og almenn- ingur sækir þessa staði og stúlkunum fiölgar sem dansa nektardansa í erótískum stellingum, verða siðgæðisverðir heildarásýndarinnar að gripa í taumana. Fólk getur ekki leyft sér allt. Það verð- ur að hafa vit fyrir því og hamla gegn erótík, sem setur blett á þá heildarásýnd Reykjvíkurborgar, þar sem allt er með felldu á yfirborðinu. í raun og veru ættu borgarstjóri og ráðherrar í framhaldinu að setja reglugerð um samfarir í heimahúsum og hafa eftirlit með getnuðum, sem allir eiga sér uppmna í erótískum stellingum manns og konu, sem hlýtur að setja blett á heild- arásýnd borgarinnar. Það em takmörk fyrir því hvað fólk má og það er borgarstjómar að halda uppi röð og reglu á veitingastöðum sem kunna að stuðla að erótísku háttemi, sem setur blett á ásýnd borgarinnar, sem setur blett á borgarstjóm, sem setur blett á hið flekklausa samfélag. Dagfari Stuttar fréttir r>v Gómaður Karlmaður um þritugt var í gær handtekinn vegna gruns um að hafa ásamt félaga sínum misþyrmt tæp- lega fimmtugum manni aðfaranótt sunnudags, þvingað manninn til að afsala sér bfl sínum og numið hann á brott frá heimili hans. Enginn handbolti Ríkissjónvarpið mun ekki sýna neina leiki frá yfir- standandi heims- bikarmóti í hand- knattleik í Sviþjóð og er skýringa að leita í miklum kostnaði, að sögn Ingólfs Hannesson- ar, forstöðumanns iþróttadeildar Sjónvarpsins við Netfréttir Morgun- blaðsins. Lögfræðingar til Kína Lögfræðingafélag íslands efhir til hópferðar til Kina 19. apríl til að kynnast kinverskum dómsmálum og kínverska dómskerfmu. Hópur- inn mun 21. apríl heimsækja dóms- málaráðuneytið, þingið og hæstarétt landsins og snæða kvöldverð í boði félags kinverska lögfræðingafélags- ins. Vísir.is sagði frá. Meira borað Borgarráð hefur samþykkt að semja við Jarðboranir hf. um borun tveggja háhitahola árið 1999 á Nesja- völlum fyrir 237,2 milljónir. Morgun- blaðið sagði frá. Ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum á ís- landi, ekki síst breskum, Qölgaði um 2.800, eða um 31%, í febrúar frá sama mánuði í fyrra en alls komu 11.659 ferðamenn til landsins í þeim mánuði. Morgunblaðið sagði frá. Ný heimasíða Framsóknar- flokkurinn á Vesturlandi hefur opnað heimasíðu. Á síðunni gefur að lita upplýsing- ar um frambjóð- endur Framsókn- arflokksins á Vesturlandi auk annars. í efsta sæti listans í kjör- dæminu er Ingibjörg Pálmadóttir heflbrigðisráðherra. Urðu að flýja Hópur íslendinga, sem staddur er á Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Boston, varð að yfirgefa hótel sitt með hraði um miðjan dag í fyrradag þegar eldur kom upp í þvottahúsi í kjallara þess. Moigunblaðið sagði frá. Margir vinna í Reykjavík Akumesingum sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið hefur fiölgað úr 1% af vinnuafli í bænum eða um 20 manns í 8% af vinnuaflinu (u.þ.b. 180 manns) frá þvi í október 1997. Morgunblaðið sagði frá. Gasleki í togara Gasleka varð vart í portúgölskum togara í Hafnarfiarðarhöfn í gær. ís- ienskir löndunarmenn, sem voru að landa úr togaranum, sluppu við eitr- un heilir á húfi en portúgalskur skip- veiji, sem andaði að sér gasinu í lok- uðu rými, var fluttur á slysadefld i al- varlegu ástandi. Vísir.is sagði ffá. Krani féll Byggingakrani féll niður á gang- stétt við Vesturbæjarskólann í Reykjavík í hádeginu í gær. Kran- inn var mannlaus og sömuleiðis gangstéttin. Enginn slasaðist. Frétta- vefur Morgunblaðsins sagði frá. Karlar langlífir ísland er í 10.-11. sæti í heiminum hvað varðar lifslikur kvenna og í fiórða sæti hvað lífslíkur karla áhrærir, að því er fram kemur í ný- útkominni mannfræðiárbók Sam- einuðu þjóðanna fyrir árið 1997. Nýr formaður Halldór Sævar Guðbergsson var kosinn formaður Blindrafélagsins á aðalfundi þess þann 13. mars. Halldór tekur við starfmu af Helga Hjörvar borgar- fufltrúa, sem gaf ekki kost á sér tfl endurkjörs. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.