Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Fréttir Norðurland eystra: Tvö framboð samfýlkingar- sinna? DV, Akureyri: Sú staða kann að skapast á næstu dögum að ekkert verði úr sameiginlegu framboði Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags undir merki Samfylkingarinnar á Norð- urlandi eystra vegna þeirrar óá- nægju sem uppi er með að Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri í Mý- vatnssveit, leiði lista fylkingarinn- ar. Menn eru nú famir að velta upp þeim möguleika að boðnir verði fram tveir listar „samfylkingar- flokkanna" í kjördæminu, Alþýðu- flokkurinn bjóði fram lista með Sigbjöm í efsta sæti og Alþýðu- bandalagið annan með Örlyg Hnef- il Jónsson eða Svanfríði Jónasdótt- ur alþingismann i efsta sætinu. Kratar myndu þó ganga til slíks verks með „hangandi haus“, enda mjög almenn óánægja innan flokks- ins með að Sigbjörn leiði lista þeirra eða Samfylkingarinnar. „Við sitjum uppi með þá niður- stöðu hvort sem okkur líkar betur eða verr að Sigbjöm varð sigurveg- ari í prófkjöri Samfylkingarinnar og það er okkar vandamál að leysa þetta,“ segir einn viðmælenda DV úr röðum krata. Hann bætti við að hefð væri fyrir prófkjömm innan Alþýðuflokksins og niðurstöður þeirra hefðu ávallt verið virtar. Þessi viðmælandi DV sagði að ef fram færi sem horfði sæi hann ekki annan möguleika í stöðunni fyrir krata en bjóða fram sérlista með Sigbjöm í efsta sæti og Alþýðu- bandalagið myndi þá bjóða fram annan lista, enda væru alþýðu- bandalagsmenn „grjótharðir" á að samþykkja ekki lista með Sigbjörn í efsta sæti. Þótt óánægjan með Sigbjörn í efsta sætinu sé mjög mikil innan Alþýðuflokksins er hún þó mun meiri innan Alþýðubandalagsins og má reyndar segja að þar sé hún algjör og allaballar hafa hver af öðrum lýst því yfir að þeir muni aldrei kjósa slíkan lista. Staðan virðist því vera sú að þótt kratar neyðist til að virða úrslit prófkjörs- ins þá muni alþýðubandalagsfólk ekki gera það og þess vegna bendir ýmislegt til að tvö framboð geti komið fram. Ef Sigbjörn myndi leiða framboð Alþýðuflokks myndi við fyrstu skoðun vera eðlilegast að Örlygur Hnefill Jónsson leiddi framboð Al- þýðubandalagsins, enda hafnaði hann í 2. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar. Margir eru þó þeirrar skoðunar að listinn yrði mun sig- urstranglegri með Svanfríði Jónas- dóttur í efsta sætinu og alþýðu- bandalagsmenn fóru ekkert dult með það fyrir prófkjör Samfylking- arinnar að þeir gætu vel hugsað sér að hún leiddi lista fylkingarinn- ar. Gallinn er einungis sá að Svan- fríður er í Alþýðuflokknum en ekki í Alþýðubandalaginu. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins verðm- kallað saman á næstu dögum og þar verður að fást niður- staða, enda rennur frestur til fram- boðs út eftir hálfan mánuð. -gk Efri röð frá vinstri: Karen Dröfn Kjartansdóttir, V-Landeyjum,18 ára, Halla Rós Arnarsdóttir, Laugardalshreppi, 20 ára, Elín Ósk Jónsdóttir, Þorlákshöfn, 19 ára, Linda Björk Sigmundsdóttir, Selfossi, 18 ára. Neðri röð: Inga Birna Baldursdóttir, V-Eyjafjöllum, 20 ára, Hrafnhildur Ólöf Magnúsdóttir, Biskupstungum, 18 ára, Elín Gíslína Steindórsdóttir, Sel- fossi, 18 ára, Sigurlína Jóhannsdóttir, Selfossi, 19 ára, Sigurbjörg Helga Sigurbjörnsdóttír, Selfossi, 18 ára..Tvær aðrar stúlkur taka þátt í keppn- inni - Sif Gunnarsdóttir, Hveragerði, 19 ára, og Guðmunda Ása Gísla- dóttir, Ölfusl, 18 ára. DV-mynd Eva Sunnlenskar fegurðardísir DV, Hveragerði: Nú styttist í að fegurðarsam- keppni sunnlenskra meyja fari fram. Æfingar hafa staðið yfir að undanfömu á Hótel Örk og hafa 11 stúlkur æft þar. Fegursta stúlka Suðurlands verður síöan kjörin á Hótel Örk miðvikudags- kvöldið 31. mars - daginn fyrir skírdag. Um kvöldið munu ungmeyjarn- ar sýna spánska dansa og matur verður að spönskum hætti. -EH túnan er í fullu fildi, pakkaður af tilboðum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.