Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Fréttir DV Skipti á dánarbúi í höröum hnút: Gaf sig út fýrir að vera á vegum skiptaréttar - þóttist ekki vera eitt né neitt, segir Sigurður Pétur Harðarson Siguröur Pétur Harðarson, hjálp- arhella Sophiu Hansen í forræðisdeil- unni við Halim Al, gaf sig út fyrir að vera opinber sýslunarmaður í Kaup- mannahöfn í febrúar sl. í þeim til- gangi að fá hálfsystur Sophiu, Guð- rúnu Á Ásgeirsdóttur, til að selja Sophiu erfðahlut sinn í dánarbúi móður þeirra. í fór með Sigurði var bróðir þeirra Sophiu og Guðrúnar, Guðmundur H. Guðmundsson. Þeir fundu Guðrúnu í Kaupmannahöfn eftir að hafa spurst fyrir um dvalar- stað hennar á skrifstofu félagsmála- stofnunar Kaupmannahafnar og fengu hana síðan til að gera samning við Sophiu Hansen um kaup Sophiu á arfshlutanum. Auk þess fengu þeir hana til að undirrita umboð til bróð- urins til að ráðstafa öðrum arfl sem í hennar hlut kann að koma en fast- eignarhlutanum. DV hefur fengið staðfest að Sigurð- plaggi sem hann ritaði af því tilefni. Þar segir m.a: „Jeg kommer for det islandske kurator samt den islandske sagfórer Ragna Hall som er sagefórer for en del af familien." Sigurður Pét- ur vísar því á bug að hafa sagst vera skiptaráðandi eða að hafa látið það í veðri vaka nokkurs staðar í um- ræddri Kaupmannahafnarferð. DV ræddi við fyrrum sambýlismann Guðrúnar Á. Ásgeirsdóttur, Svend Yde. Hann segir að Sigurður hafl sagst vera frá skiptaréttinum á ís- landi og hann hafi því gefið honum upp núverandi heimilisfang fyrrum sambýliskonu sinnar. DV spurði Ragnar Hall, lögmann Sophiu Hansen, um þetta mál og hvort Kaupmannahafnarforin hefði verið farin með vitund hans eða vilja. Hann óskaði ekki eftir að tjá sig um málið. DV hefur einnig spurt skiptastjóra dánarbúsins, Jóhannes ‘C'mvo,; Efst er samningur millf Sophiu Hansen og Guðrúnar Á. Ásgeirsdóttur þar sem Sophia kaupir erfðahlut Guðrúnar í T úngötu 32. Undir þvf er minnisblað félagsráðgjafa hjá félagsmálastofnun Kaupmannahafnar um heimsókn Sig- urðar Péturs Harðarsonar sem leitaði Guðrúnar í Kaupmannahöfn. í minnis- blaðinu er Sigurður kallaður „kurator" eða skiptastjóri. Þá kemur umboð Guðrúnar til Guðmundar H. Guðmundssonar hálfbróður síns. Neðst er yfir- lýsing Sigurðar um erindi sitt hjá félagsmálastofnun Kaupmannahafnar. Þar segir: „Hendes mor er död. Jeg kommer for det islandske kurator samt den islandske sageförer Ragna Hall som er sageförer for en del af familien. Þetta plagg undirrita Sigurður Pétur og Guðmundur H. Guðmundsson. ur og bróðirinn hafi komið á félags- málastofnunina. DV hefur fengið minnisblað frá félagsráðgjafa þar um heimsóknina. í því er talað um Sig- urð Pétur sem „kurator" eða skipta- stjóra sem kominn sé til Kaupmanna- hafnar til að leiða til lykta erfðamál og fá skjólstæðing stofnunarinnar til að undirrita nokkur skjöl. Sigurður Pétur var beðinn að gera skriflega grein fyrir sér á skrifstofu félags- málastofnunarinnar. DV hefur einnig undir höndum afrit af því Sigurður Pétur Harðarson. Félags- ráðgjafar á Félagsmálastofnun Kaupmannahafnarborgar og vinir systur Sophiu Hansen töldu hann vera á vegum skiptaréttar, eða jafn- vel skiptastjóra sjálfan. Rúnar Jóhannsson, hvort förin hefði verið farin á hans vegum eða dánar- búsins. Hann kvað svo ekki vera. Sjálfur vill Sigurður ekkert um það segja á hvers vegum ferðin var farin. Fordæmum gerninginn Rósa, systir Sophiu, sem stutt hef- ur systur sína dyggilega í forræðis- deilunni við Halim A1 og m.a. farið 43 sinnum með henni til Tyrklands, og Runólfur Vigfús Jóhannsson, lækna- kandídat í Kaupmannahöfn, sonur Guðrúnar, fordæma þennan geming. Með honum hafi verið gripið freklega inn í opinber skipti dánarbúsins og gripið fram fyrir hendur Runólfs og logmanns þeirra, Sigurðar Helga Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, sem saman gæta hagsmuna Guðrún- ar. Þau Rósa, Runólfur og Sigurður Helgi segja að frmnkvæði þeirra Sig- urðar Péturs og bróðurins sé ekki síst ámælisvert í því ljósi að Guðrún er langt leidd af völdum áfengisfikn- ar og alls ófær um að gera sér grein fyrir hagsmunum sínum og taka ákvarðanir um fjárhagsleg mál sín. Með því að fá hana til að undirrita illskiljanlegan samning - verri en drög sem fyrir lágu - um sölu á arfs- hluta sínum til Sophiu Hansen og gefa út umboð til bróðurins til að ganga frá skiptum dánarbúsins að öðm leyti hafi þeir verið að færa sér í nyt ástand Guðrúnar og ráðist á Húseignin Túngata 32 í Reykjavík. Sophia Hansen hefur keypt upp arfshluta allra systkina sinna. Sonur einnar syst- urinnar segir móöur sína hafa verið narraða til að skrifa undir sölu á hennar hluta. garðinn þar sem hann var lægstur. Þau segja að umræddur samningur, sem Guðrún undirritaði í Kaup- mannahöfn þann 19. febrúar sL, við Sophiu Hansen sé þannig orðaður að nánast sé um að ræða sjálfdæmi Sophiu um hvemig hún efnir hann. í stað staðgreiðslutilboðs sem Sophia hafði áður gefið hyggist hún nú skammta Guðrúnu úr hnefa án þess aö nokkur trygging sé fyrir efndum af hennar hálfu. Þóf um búskipti Opinber skipti á dánarbúi Rúnu Guðmundsdóttur hafa staðið í þófi um nokkurt skeið. Deilt var um verðmæti megineignar búsins, sem er meginhluti fasteignarinnar að Túngötu 32 í Reykjavík, og hvernig eigi að ráðstafa henni milli erfingj- anna, sjö bama Rúnu. Sophia Han- sen hefur búið í eigninni, fyrst í skjóli móður sinnar en síðan í skjóli dánarbúsins um árabil. Sigurður Pétur Harðarson hefur ennfremur búið þar, að minnsta kosti með ann- an fótinn, að því er Runólfur, Rósa og lögmaður þeirra segja. í þjóðskrá er hann hins vegar skráður til heimilis annars staðar. Sophia hefur nú eignast arfshlut- deild allra erfingja að eigninni ann- arra en Guðrúnar. Auk eigin arfs- hlutdeildar fékk Sophia arfshluta Jónu Rúnu Kvaran hálfsystur sinn- ar að gjöf frá henni. Hina fimm eignarhlutana hefur hún staðgreitt með rúmum tveimur milljónum króna hvem. Um er að ræða tvær íbúðir í húsinu að Túngötu 32, en sú þriðja, kjallaraíbúðin, er séreign Runólfs, sonar Guðrúnar. Lætur nærri að hún hafi reitt fram rúmar 6 milljónir vegna þessara kaupa og yfirtekið tveggja milljóna króna veð sem á eigninni hvílir. Hlutur Guð- rúnar i dánarbúinu var sá eini sem Sophia hafði ekki enn eignast. Ástæða þess er sú, að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, lögmanns Guð- rúnar, að Runólfur sonur hennar taldi verðið sem í boði var of lágt og vildi ræða málið við hana sjálfa. Áður en af þeim fundi þeirra varð höfðu Sigurður Pétur og Guðmund- ur náð til Guðrúnar. -SÁ Skipti dánarbús Rúnu Guðmundsdóttur: Skiptafundur fljótlega - íhuga aðgerðir, segir lögmaður Guðrúnar „Ég hef fengið í hendur ákveðinn hluta þessara gagna en hver við- brögð mín verða í framhaldinu get ég ekkert um sagt á þessari stundu. Ég mun væntanlega halda skipta- fund í búinu áður en ég aðhefst eitt- hvað frekar," sagði Jóhannes Rúnar Jóhannsson, skiptastjóri dánarbús Rúnu Guðmundsdóttur, í samtali við DV um kaupsamning Sophiu Hansen á erfðahluta systur hennar, Guðrúnar Á. Ásgeirsdóttur og önn- ur gögn úr Kaupmannahafnarför Sigurðar Péturs Harðarsonar. Sigurðm Helgi Guðjónsson, lög- maður Guðrúnar, og Runólfur Vig- fús Jóhannsson, sonur hennar, segja báðir í samtali við DV að drög að samkomulagi hafi verið komin á horðiö í samningaumleitunum Sophiu Hansen og lögmanns henn- ar, Ragnars H. Hall um kaup Sophiu á erfðahluta Guðrúnar í Túngötu 32. Sá erfðahluti var sá eini sem Sophia átti eftir að eignast. Þeir Runólfm aúr heiðskiru lofti Harðarson og Guð- mundur H. Guð- Sophiu, komu frá Sigurður Helgi Kaupmannahöfn Guðjónsson með undirritaðan hæstaréttar- kaupsamning milli lögmaður, lög- Guðrúnar og maður Guðrún- Sophiu á þessum ar Á. Ásgeirs- erfðahluta. Sigurð- dóttur. ur Helgi segir að samningurinn sé mun óhagstæðari skjólstæðingi sín- um en þau drög sem fyrir lágu og að hann íhugi næstu skref í málinu, ekki síst í ljósi ástands Guðrúnar og þess á hversu ósvifinn hátt var gengið fram hjá þeim sem gættu hagsmuna hennar i málinu við öfl- un samningsins. Jóhannes Rúnar Jóhannsson skiptastjóri segist ekki hafa séð um- rædd drög en vitað af þeim. Spurð- ur um afdrif þeirra eftir Kaup- mannahafnarferðina þá séu drögin væntanlega úr gildi fallin. Aðspurð- ur um Kaupmannahafnarsamning- inn vildi skiptastjóri ekki segja ann- að en það að hann væri nokkuð sér- stakur. Auk þess að Guðrún undirritaði fyrrnefndan kaupsamning við Sophiu í Kaupmannahöfn undirrit- aði hún einnig handskrifað umboð til hálfbróður síns, Guðmundar H. Guðmundssonar, til að annast loka- skipti á dánarbúi Rúnu, móður þeirra. Það umboð er dagsett 19. febrúar sl. Fimm dögum síðar, þann 24. febrúar, endumýjaði Guðrún fyrra umboð sitt til Runólfs, sonar síns, til að annast persónuleg mál sín og fjárhagsmál og veitir honum fulla heimild til að taka ákvarðanir um þau. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.