Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 9
V
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999
Utlönd
Finnar bíða spenntir eftir úrslitum kosninganna á sunnudaginn:
Þj
II
in orðin bjartsýn
- segir Vellamo Vehkakoski, stjórnmálaskýrandi Helsingin Sanomat
DV, Helsinki:
„Það er mjög erfitt að benda á
beina efhahagslega þýðingu inn-
göngunnar í Evrópusambandið,
ESB. Sumt hefur verið til bóta en
annað ekki. Hins vegar hefur það
gerst að þjóð sem var fræg fyrir
svartsýni er orðin bjartsýn og bar-
áttuglöð. Finnar ákváðu að verða
Evrópubúar á einni nóttu, og eru
staðráðnir í að verða meiri Evr-
ópugbúar en allir aðrir," segir
Vellamo Vehkakoski, stjórnmála-
skýrandi við finnska stórblaðið
Helsingin Sanomat, við DV.
Hún sagðist vel geta viðurkennt
fyrir DV að sjálf hefði hún verið á
móti Evrópusambandsaðild við
þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrir
fimm árum en hefði nú skipt um
skoðun. „Ástandið hér var ansi
Vellamo Vehkakoski.
DV-mynd GK
dapurt eftir fall Sovétríkjanna. At-
vinnuleysið varð meira en 20% og
þjóðartekjurnar féllu álíka mikið.
Nú er efnahagslífið í uppsveiflu
hvort sem það er ESB að þakka eða
ekki," segir Vellamo.
„Nú er það stóra spurningin
hver nýtur góðs af góðærinu í kosn-
ingunum á sunnudaginn. Paavo
Lipponen, forsætisráðherra og leið-
togi Jafnaðarmanna, nýtur trausts
vegna þess að hann er eins og gam-
all, ábyrgur, finnskur bóndi sem
reynir að vera heimsmaður nú þeg-
ar Finnar eiga að taka við for-
mennsku i Evrópusambandinu. Öll
þjóðin er svona. Menn ætla að
standa sig sem fremstir allra Evr-
ópumanna," segir Vellamo.
Skoðanakannanir hafa undan-
farnar vikur bent til að þrír stærstu
flokkarnir njóti nákvæmlega sama
fylgis. Jafnaðarmannaflokkurinn,
Miðflokkurinn og Samlingspartiet
til hægri gætu hver um sig fegnið 22
-24% atkvæða og. þá munu fá at-
kvæði ráða útrslitum um hver verð-
ur stærsti fiokkur landsins. Jafnað-
armenn unnu stórsigur í kosning-
unum 1995 og fengu 28% atkvæða og
63 þingmenn af 200. Nú gætu þeir
Engin lausn
í verkfallinu
Engin lausn er sjáanleg í
kjaradeilu stærsta verkalýðsfé-
lags Færeyja, Starfsmannafé-
lagsins, og landstjórnarinnar, að
því er færeyska blaðið Dimma-
lætting sagði í morgun. Opin-
berar skrifstofur eru lokaðar,
útvarpið sendir ekki út og ferju-
siglingar liggja niðri. Verkfalls-
menn hafa meðal annars um-
kringt færeyska fjármálaráðu-
neytið svo ráðherrann, Kársten
Hansen, kemst ekki til vinnu
hæglega misst forystuna og
Lipponen orðið að víkja úr sæti for-
sætisráðherra.
„Það sérkennilegasta víð þessar
kosningar er að enginn talar um
málefhin. Finnar eiga að gegna for-
mennsku í Evrópusambandinu síð-
ari hluta þessa árs, og fólk lítur á
það eins og íþróttakeppni. Við ver-
um að standa okkur vel, verðum að
vera best, en engum dettur í hug að
tala um stefnu Finnlands innan
Evrópusambandsins. Það er eins og
við séum að fara á Evrópumótið í is-
hokkí, og nú eigi að velja fyrirliða
liðsins," segir Vellamo.'
Vellamo og fleiri stjórnmála-
skýrendur hafa hvað eftir annað
auglýst eftir umræðu um hugsan-
lega inngöngu Finnlands í NATO.
Marga grunar að NATO-aðild sé
skemmra undan en stjórnmála-
mennirnir vilja viðurkenna. Allir
flokkar eru þð sammála um að mál-
ið sé ekki á dagskrá - og ekki orð
um það meir!
„Það verður gaman þegar þessar
kosningar eru afstaðnar. Þá getum
við aftur farið að tala um pólitík,"
segir Vellamo. -GK
Monica
æst vegna
skoðunar
almennings
Monica Lewinsky segir i dag í
viðtali við breska blaðið Express
að hún sé í uppnámi yfir því að
almenningur virðist telja að Bill
Clinton Bandaríkjaforseti hafi
ekki endurgoldið tilfinningar
hennar né tekið virkan þátt í kyn-
ferðislegu sambandi þeirra. Segir
Monica það fjarstæðu. Monica
kveðst jamframt vonast til að
finna hina einu sönnu ást. Hún er
þó ekki viss um að finna nokkurn
nógu hugrakkan.