Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Page 9
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 9 Utlönd Finnar bíða spenntir eftir úrslitum kosninganna á sunnudaginn: Þjóðin orðin bjartsýn - segir Vellamo Vehkakoski, stjórnmálaskýrandi Helsingin Sanomat DV, Helsinki: „Það er mjög erfitt að benda á beina efnahagslega þýðingu inn- göngunnar í Evrópusambandið, ESB. Sumt hefur verið til bóta en annað ekki. Hins vegar hefur það gerst aö þjóð sem var fræg fyrir svartsýni er orðin bjartsýn og bar- áttuglöð. Finnar ákváðu að verða Evrópubúar á einni nóttu, og eru staðráðnir í að verða meiri Evr- ópugbúar en allir aðrir,“ segir Vellamo Vehkakoski, stjórnmála- skýrandi við finnska stórblaðið Helsingin Sanomat, við DV. Hún sagðist vel geta viðurkennt fyrir DV að sjálf hefði hún verið á móti Evrópusambandsaðild við þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrir fimm árum en hefði nú skipt um skoðun. „Ástandið hér var ansi Vellamo Vehkakoski. DV-mynd GK dapurt eftir fall Sovétríkjanna. At- vinnuleysið varð meira en 20% og þjóðartekjumar féllu álíka mikið. Nú er efnahagslífið í uppsveiflu hvort sem það er ESB að þakka eða ekki,“ segir Vellamo. „Nú er það stóra spumingin hver nýtur góðs af góðærinu í kosn- ingunum á sunnudaginn. Paavo Lipponen, forsætisráðherra og leið- togi Jafnaðarmanna, nýtur trausts vegna þess að hann er eins og gam- all, ábyrgur, fmnskur bóndi sem reynir að vera heimsmaður nú þeg- ar Finnar eiga að taka við for- mennsku í Evrópusambandinu. Öll þjóðin er svona. Menn ætla að standa sig sem fremstir allra Evr- ópumanna,“ segir Vellamo. Skoðanakannanir hafa undan- farnar vikur bent til að þrír stærstu flokkamir njóti nákvæmlega sama fylgis. Jafnaðarmannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Samlingspartiet til hægri gætu hver um sig fegnið 22 -24% atkvæða og. þá munu fá at- kvæði ráða útrslitum um hver verð- ur stærsti flokkur landsins. Jafhað- armenn unnu stórsigur í kosning- unum 1995 og fengu 28% atkvæða og 63 þingmenn af 200. Nú gætu þeir Engin iausn í verkfallinu Engin lausn er sjáanleg í kjaradeilu stærsta verkalýðsfé- lags Færeyja, Starfsmannafé- lagsins, og landstjómarinnar, að því er færeyska blaðið Dimma- lætting sagði í morgun. Opin- berar skrifstofur em lokaðar, útvarpið sendir ekki út og ferju- siglingar liggja niðri. VerkfaÚs- menn hafa meðal annars um- kringt færeyska fjármálaráðu- neytið svo ráðherrann, Kársten Hansen, kemst ekki til vinnu sinnar. hæglega misst forystuna og Lipponen orðið að víkja úr sæti for- sætisráðherra. „Það sérkennilegasta við þessar kosningar er að enginn talar um málefhin. Finnar eiga að gegna for- mennsku 1 Evrópusambandinu síð- ari hluta þessa árs, og fólk lítur á það eins og íþróttakeppni. Við ver- um að standa okkur vel, verðum að vera best, en engum dettur í hug að tala um stefnu Finnlands innan Evrópusambandsins. Það er eins og við séum aö fara á Evrópumótið í ís- hokkí, og nú eigi að velja fyrirliða liðsins," segir Vellamo. Vellamo og fleiri stjórnmála- skýrendur hafa hvað eftir annað auglýst eftir umræðu um hugsan- lega inngöngu Finnlands í NATO. Marga gmnar að NATO-aðild sé skemmra undan en stjómmála- mennimir vilja viðurkenna. Allir flokkar eru þó sammála um að mál- ið sé ekki á dagskrá - og ekki orð um það meir! „Það verður gaman þegar þessar kosningar eru afstaðnar. Þá getum við aftur farið að tala um pólitík," segir Vellamo. -GK Monica æst vegna skoðunar almennings Monica Lewinsky segir í dag í viðtali við breska blaðið Express að hún sé í uppnámi yfir því að almenningur virðist telja að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi ekki endurgoldið tilfinningar hennar né tekið virkan þátt í kyn- ferðislegu sambandi þeirra. Segir Monica það fjarstæðu. Monica kveðst jafnframt vonast til að finna hina einu sönnu ást. Hún er þó ekki viss um aö finna nokkum nógu hugrakkan. 'litai oq qóð kaup! AKAI VSG780 AKÁI 6 hausa Long Play • Tvö Scart tengi Nicam Stereó • RCA tengi Super Int. myndkerfi • NTSC afspilun - Upptökumynni • Index leitun Aögeröir á skjá • Hægspilun Sjálfleitari • Fjarstýring AKAI VSG286 2ja hausa Long Play • NTSC afspilun • Scart tengi Upptökuminni • Show View • Fjarstýring Sjálf leitari • RCA tengi VERÐ 22. II TENS^i TVR405 6 hausa Long Play Nicam Stereó Upptökuminni • Sjálfieitari - Show View • RCA tengi • 2 Scart tengi • Fjarstýring VERÐ 26. Jllll AKAI VSG875 SIÐUMULA 2 SÍMI568 9090 www.sm.is VERÐ 39. • 6 hausa Long Play • Nicam Stereó ■ Super Int. myndkerfi ' Upptökumynni ' Sjálfleitari ■ Aðgerbir á skjá ' Hægspilun ■ Index leitun > NTSC afspilun ' Tvö Scart- og RCA tengi ab framan og á baki > Fjarstýring

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.