Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Spurningin Hvaöa árstími þykir þér skemmtiiegastur? (Spurt á Suðurnesjum) Ragnar Bogi Petersen verslunar- maður: Mér þykir vorið skemmti- legast. Þá fara blómin og allur gróð- ur að vaxa og það hlýnar í veðri. Bergur Reynisson verslunarmað- ur: Vorið því þá fara dömurnar að fara í bikiní. Þá verður líka hægt að spila fótbolta utanhúss. Jóhann Gunnar Stefánsson versl- unarmaður: Ég er hrifnastur af haustinu því þá byrjar rjúpna- og gæsavertíðin. Síðan er veðrið oft gott og haustlitimir fjölbreytilegir. Guðni Pálsson verslunarmaður: Mér finnst sumarið og haustið skemmtilegust því þá hitnar í veðri. Þá er líka hægt að ferðast meira og ég stefni á að gera meira af því að fara á fjöll í sumar. Ásdis Sigurðardóttir verslunar- maður: Sumarið er skemmtilegast. Þá er hægt að fara meira á hestbak og vera meira úti, þó mér þyki vanta meira af gróðri héma á Suðumesjum. Málfríður Baldvinsdóttir hár- greiðslumeistari: Sumarið er skemmtilegast því þá er svo bjart og oftast hlýrra og betra veður. Lesendur Verðbréfahrun - og hvað svo? Bréfritari telur að umskipti á fjármagnsmarkaði hér leiði til þess að sparnað- ur í bönkum og hvers konar innlánsstofnunum verði bjargvættur almenn- ings. Einar Jóhannsson skrifar: Versnandi afkoma ýmissa stór- fyrirtækja hér á landi em merki þess að ekki er vænlegt fyrir hina almennu fjárfesta - og þá á ég við al- menning sem vill kaupa hlutabréf í stað þess að spara samkvæmt gamla hættinum - að sanka að sér miklu af bréfum í þessum fyrirtækjum. Af- koma sjávarútvegsfyrirtækja mun frekar fara versnandi en hitt á næstu árum ef spár ganga eftir um afkomu þessara fyrirtækja. Umrótið hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og slök afkoma síðustu tveggja ára segir manni að gengi hlutabréfa þar innanborðs sé alltof hátt skráð því afkoman stendur ekki undir mark- aðsverðinu. Og miðað við umsvifin þar hefði afkoman átt að vera mun betri. - Og þegar ekki blæs byrlegar hjá móðurfyrirtæki sjávariðnaðar- ins, ef svo má kalla SH, þá er ekki við því að búast að menn hlaupi eft- ir hlutabréfum í öðrum og smærri einingum í þessum markaðsgeira. Umbrotin hjá Aðalverktökum lofa heldur ekki góðu um framhald- ið. Hvað sem líður góðæri og þrýst- ingi á meiri byggingarframkvæmd- ir hér á þéttbýlissvæðinu sýnist mér að eftirspum eftir lóðum verði ekki eins mikil og margir ætla. Vatnsmýrarsvæðið við og í kring- um Reykjavíkurflugvöll þar sem væntanlega verður byggt að ekki löngum tíma liðnum (því flugvallar- endurbætur verða ekki inni í mynd- inni hjá næsta samgönguráðherra, sem betur fer) mun anna eftirspurn eftir íbúðum um langan tíma. Það er því sýnd veiði en ekki gefin að horfa til verðbréfaeignar í bygging- arbransanum með tilliti til stórauk- inna byggingarframkvæmda vítt og breitt á þéttbýlasta svæðinu hér sunnanlands. Ég spái því og hef fyrir mér tal mér fróðari manna að verðbréfa- markaðurinn kunni að skaðast verulega innan skamms, jafnvel svo að hrun verði. Hvað gera menn þá? Eg tel líklegast að þau umskipti leiði til þess að sparnaður í bönkum og hvers konar innlánsstofnunum verði bjargvættur almennings. Það er líka hinn heilbrigði háttur sem enn tíðkast víðast hvar í hinum vestræna heimi. Það verður líka vænlegasti kosturinn fyrir okkur ís- lendinga verði skipt um gjaldmiðil. En það er næsta mál á dagskrá í ís- lenskum efnahagsmálum og um leið það brýnasta. Slysafréttir og órétt- mæt gagnrýni - svar við lesendabréfi 11. mars Heiðrún Rósa Sverrisdóttir skrifar: Slys eru alltaf alvarlegur hlutur og óþarfi að lita öðruvísi á þau. í út- varpsfrétt nýlega kl. 16.00 segir að refaskytta sé mikið slösuð og kl. 19.00 að maðurinn hafi fengið hagla- skot í gegnum hægra hné. Þetta kallar Ari (bréfritari í DV 11. mars sl.) nauðaómerkilegar slysafréttir og vill ekki heyra. Ég verð að segja að ég vil frekar búa i þjóðfélagi sem lætur sig varða svona atburði held- ur en þar sem slys þurfa að vera dá- lítið krassandi, helst dauðaslys til að vera talin frétt. Slysið varð þannig að refaskytt- an, sem er bóndi, rann á svelli, missti byssuna og haglaskot hljóp í gegn um hné hans. Hann komst við illan leik ofan af fjalli, 9 km leið, á vélsleða, með fótinn dinglandi við sig og hefði skotið farið í gegn um slagæðar aðeins aftar í hnénu væri hann líklega ekki til frásagnar. Hann var svo heppinn að ná þyrlu- sveitinni sem var þarna við æfingar og var að tygja sig til brottfarar. Óvíst er hvort hann muni nokkurn tíma geta beygt þetta hné framar. Tófan slapp hins vegar og spurn- ing hvort hún muni nú éta lömbin hans með góðri lyst næsta vor. Það gera nefnilega litlu sætu tófumar og ég minni á að refa- og minkaskyttur em ekki að leika sér eins og t.d. ég þegar ég fer á rjúpnaveiðar heldur era þær að verja búfénað sinn og náttúruna. Það era ekki alltaf snyrtilegar að- farir hjá tófunni eða minknum og þeir sem hafa séð dýrbitna kind eða rústir æðarvarps líta kannski öðr- um augum á þessi rándýr en aðrir. Það er góður siður að afla sér upp- lýsinga áður en fullyrt er um hluti og ekki er verra að hlusta vel á þær fréttir sem maður ætlar að gagn- rýna. Verslunin í landinu Enn í dag eru bændur ófrjálsir menn, bundn- ir við risavaxið batterí Búnaðarsambands- ins, segir m.a. í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: Verslun í landinu er samofin byggðasögu íslendinga. Landnáms- menn hafa áreiðanlega stundað ein- hvers konar viðskipti sín á milli sem flokka má undir þessa starf- semi. Verslunarsagan er, finnst mér, dálítið skrautleg á köflum. Á tímum einokunarinnar var til að mynda ekki óalgengt að fólk væri neytt til að kaupa sér soðninguna í ákveðinni verslun á ákveðnum stað. En má ekki segja sömu sögu um kaupfélögin hvaö bændur áhrærir? Bændurnir leggja inn lömb sín til slátrunar á haustin og taka and- virði dilkanna út i nærliggjandi kaupfélagi. Þetta gerðist vitanlega á tímum kaupfélaganna sem nú er búið að leggja af að stærstum hluta. Enn í dag eru bændur liggur mér við að segja ófrjálsir menn, bundnir við risavaxið batt- erí, Búnaðarsambandið, sem á móti stillir ríkisvald- inu upp við vegg. r Á okkar tíð er verðlag frjálst sem á móti hefur leitt til byltingar á sviði verð- lagsmála. Undantekningin frá þessu eru einokunarfyr- irtækin sem starfa í land- inu. Þessi fyrirtæki hafa undantekningalaust staðið sig illa. Og þótt þjónustan sé oft ágæt er dýrt að nota þau. Og það snýr beint að fólkinu, neytendunum. Menn geta nú spurt sig hvort um algjöran við- snúning sé að ræða á viðskiptasvið- inu eða hvort enn sé verslunin æði skrautleg á köflum. DV Háskóli á Akureyri Drifa hringdi: Ráðamenn á Akureyri hugsa ekki dæmið til enda þegar þeir fagna bygg- ingaframkvæmdum við Háskólann í bænum. Þótt ekki sé nema bara með tilliti til launa þeirra sem starfa í byggingaframkvæmdum á Akureyri og eru mun lægri en þeirra fyrir sunnan og reyndar um allt land. Aðal- atriðið er þó hitt að Háskólinn á Ak- ureyri er ekki framtíðarmúsik fyrir einn eða neinn í bænum yfirleitt. Þessi stofnun gefur nákvæmlega ekk- ert af sér fyrir bæjarfélagið. Hér fyrir norðan er hið mesta basl á flestu, eng- inn iðnaður eftir og flest horfið til annarra byggðakjarna. Þessum 414 milljónum sem áætlaðar eru í bygg- ingu 2. áfanga Háskólans er á glæ kastað líkt og í menningarhúsin sem lofað er til landsbyggðarinnar. Allt ómagafyrirtæki en ekki til afrakstrar fyrir nokkra sálu. Eins og þau vantar þó svo sárlega til að halda fólkinu í byggðunum. Valtað yfir aðgerðina Þórarinn hringdi: Ekki verður annað séð af aðgerð lögreglu og tollgæslu vegna smygl- vamings í Goðafossi og gæsluvarð- halds áhafnarinnar en að búið sé að valta yfir aðgerðina. Dómsvaldið er þarna líkt og oft áður óvinur almenn- ings sem vill harðar aðgerðir gegn smyglurum á vímuefnum hvers kon- ar. Satt að segja er óvitað hve mikill hluti vímuefna, þ.m.t. eiturlyfi og dóp svokallað kemur með skipum hingað til lands. Það er ekkert auðveldara en að stinga á sig vímuefnum í töfluformi eða öðru og fara með í land. Það er ekki leitað á skipshöfn er þeir fara frá borði á meðan skip stendur hér við. Það var rétt af lögreglu að kæra úr- skurð dómara í Héraðsdómi. Ekkert um Kaupmannahöfn K.S. skrifar: Nýlega fékk ég fjóra ferðabæklinga á söluskrifstofu Flugleiða við Lauga- veg. Allir bæklingamir voru hver öðr- um betri. Ég saknaði þess hins vegar, að hvergi var orð um borgina fógru við Sundið, Kaupmannahöfn. Þetta finnst mér furðulegt. í þessum frá- bæra bæklingi í fyrra, Út í heim, voru Kaupmannahafnar og hótelum þar gerð mjög góð skil. Nú er þessu ekki að heilsa. Þetta hlýt ég að flokka und- ir meiriháttar vanrækslu. Vilja ekki „raskið" Friðrik skrifar: Maður fer nú að þreytast að heyra um þessi snjóflóð á ísafirði og annars staðar í nágrenninu. Yfirvöld virðast ekki hafa erindi sem erfiði í þeirri viðleitni að firra fólk óþægindum vegna hugsanlegra flóða, og frekar vill fólk dvelja um kyrrt í húsum sín- um, þótt þau séu sýnilega ekki annað en flóðamatur i næsta flóði en að rýma húsin. Það er mikið „rask“ að rýma húsin segja menn þarna vestra og vilja bara sofa á sínu græna þar til yfir lýkur. Auðvitað er það mikið rask að flytja fimm manna fjölskyldu i hvert sinn sem rýma þarf húsin vegna flóðahættu. En þarna vill fólkið búa og eiga hættuna yfir höfði sér. Sumir vilja hugsanlega ekki að menn skipti sér af einu eða neinu, heldur ekki almannavörnum! Sviladeilan og skafmiðinn Unnur skrifar: Mér finnst svilamir fræknu sem héldu upp á afmæli sitt sameiginlega og deildu öllum kostnaði nema skaf- miðanum fræga sem bíllinn vannst út á, vera það hlægilegasta sem fréttir hafa fjallað um það sem af er árinu. Svilinn sem „svindlaði" og seldi bíl- inn og var búinn að eyða stórum hluta andvirðisins er ljóst dæmi um íslendinginn sem ekki má áskotnast fé fyrr en hann hefur eytt því. Já, „þessir íslendingúr", segi ég nú bara eins og sú pólska í Spaugstofunni. Já, hún ætti að sýna okkur afmæli svil- anna og skafmiðann fræga í ljósi fá- ránleikans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.