Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 11
* FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 ¦ * ¦- "'¦ wnning 11 S p e s s i á fullum tanki „Hvernig á að mynda þig fyrir þetta spjall?" spyr um- sjónarmaður Spessa ljós- myndara þar sem hann stendur, eilítið svefdrukkinn að sjá, og horfir yfir myndir sínar af íslenskum bensín- stöðvum sem verið er að hengja upp að Kjarvalsstöð- um. „Svona," segir Spessi og stillir sér upp eins og mynda- stytta og horfir þráðbeint fram fyrir sig. Alveg óvart eru þær líka svona, bensín- stöðvarnar sem hann hefur verið að mynda á ferðum sín- um um landið; ótilhafðar, framsæjar, grafkyrrar, syfju- legar, jafnvel eilitið um- komulausar að sjá. En af hverju bensínstööv- ar? „Sko, ég var að keyra um í Þýskalandi og var dálítið að stúdera bensínstöðvarnar þar. Þá skynjaði ég hve bens- instöðvarnar heima eru skemmtilega „íslenskar". Fyrir utan það hvað mér finnast þær fallegar. Það er allt annað að sjá þær en stöðvarnar í Þýskalandi. Bensínstöðvarnar á íslandi eru einhvern veginn óhannaðar, þær virðast vaxa eins og af sjálfu sér og síðan er ekkert verið að flikka neitt mikið upp á þær. Þær fá að drabbast niður í friði. Þannig varðveita þær stundum í sér 30 ára sögu íslands. Það fannst mér spennandi, að geta sýnt þessa sögu í einni ljósmynd." En hvers vegna þessi mörgu tilbrigði um stefið? „Finnst þér myndirnar of margar?" svarar Spessi. Og er verulega áhyggjufullur á svipinn. „Ég tók raunar einar 200 myndir af bensínstöðvum. Mig langaði að kort- leggja þær gjörvallar, rétt eins og Kári Stef- ánsson er að kortleggja genin. Það var konseptið. Ég hefði ekki getað gert það sama úti í Þýskalandi. Svo valdi ég úr þess- ar 30-40 sem við sjáum hér. Það gefur auga leið að ein eða tvær myndir hefðu ekki haft sömu áhrif. Þetta er eins og í músíkinni; það þarf fleiri en tvær eða þrjár nótur til að tónverk gangi upp." Spessi: „VII sýna þrjátíu ár í einni Ijósmynd! Jafnt á nóttu sem degi Nú er Spessi þekktastur fyrir svart/hvítar ljósmyndir sínar. Hvers vegna fór hann að mynda þessar bensínstöðvar í litum? „Mér fannst það bara hæfa þeim. Svart/hvíta ljósmyndin er orðin svo klassisk; hún upphefur öll viðfangsefni og gerir þau tímalaus. Þú veist að virðulegustu manna- myndirnar eru alltaf svart/hvítar. Litljósmynd- in staðsetur mótífin kyrfilega í tíma, hún segir að svona hafi þessi bensindæla htið út, akkúrat á hádegi þennan ákveðna dag í ágúst 1998. Ég myndaði þær nákvæmlega eins og ég rakst á þær, jafht í rigningu sem sól, á nóttu sem degi. Það er lóðið. Það var útlit þeirra á tilteknu augnabliki sem ég var að dókúmentera og ekk- ert annað." „Nú talar þú um dókumentasjón, en ert að fara að sýna á listasafni," segir umsjónarmað- ur. „Hverju mundirðu svara þeim sem spyrja þig um hið „listræna" í ljósmyndum þínum?" „Fólk heldur einhvern veginn að ljósmynd DV-mynd Einar 01. sé ekki listræn - „artí" - fyrr en búið er að taka hana út úr fókus, láta trukk keyra yfir hana eða hræra í henni með einhverjum öðrum hætti. Mér finnst að hið listræna, hvað sem það nú er, búi í dókúmentasjóninni. Það er sterkasta elementið í ljósmyndinni. Allt veltur þetta á ásetningi þess sem tekur mynd- irnar. Ég tel mig vera myndlistarmann vegna þess að ég vinn verkefhi út frá ákveðnum hstrænum forsendum. Iðn- aðarljósmyndari sem tekur nákvæm- lega eins myndir af bensinstöðvum fyr- ir Olíufélagið eða Skeljung vinnur út frá allt öðrum forsendum. Hans mynd- ir geta verið alveg jafn „góðar" eða „vondar" og mínar. Forsendur okkar eru bara ólíkar. Það er allt og sumt." Sýning Spessa, sem nemist einfald- lega Bensín, hefst að Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20, en i tilefni hennar kemur út stór bók með ljósmyndum hans, sem vænt anlega gefst tækifæri til að segja frá hér á síð- unni innan tíðar. -AI Töfrar tangódansins Koma íslendingar enn saman á myrkum vetr- arkvöldum til að dansa ástríðuheitan tangó? Það er að minnsta kosti ekki langt síðan það var í tisku. Og þeir sem komið hafa til Finnlands, vita að þar hafa menn þróað alveg sérstakt finnskt, það er hægferðugt og tregablandið, afbrigði af þessum dansi, sem sumir hafa likt við forleik í ástum. Það er, ef hann er vel dansaður. Annars segja mér sérfræðingar að tangó sé afskaplega misskilinn dans eða „ritúal". Til skamms tíma vissi undirritaður ekki að til er tvenns konar tangó. Annars vegar er um að ræða samkvæm- isdansinn, salon tango, sem dansaður er á sömu forsendum og aðrir slíkir dansar, til dæmis polkar, rælar og valsar, þar sem sérhver dansari leggur frjálslega út af tónlistinni og freistar þess um leið að stilla sig inn á óskir dansfélaga síns. Hins vegar er sviðstangó, sýningaratriði sér- staklega samin til opinbers flutnings. Um nokkurt skeið hefur undirritaður verið með undir höndum ýmiss konar tangótónlist á geislaplötum, sem til samans gefa ágæta hug- mynd um mikilvægi hennar fyrir tónlistarmenn nútímans. Tangó er umfram allt argentísk upp- flnning, spratt upp úr fátækrahverfum Buenos Aires-borgar um miðja 19. öld. Það var ekki fyrr en upp úr seinni heimstyrjöld að dansinn komst í tísku meðal argentískra broddborgara; og það miji fyrst og fremst þakka harmoníkkuleikaran- ] um og tónskáldinu Astor Piazzola. Hann tók til brúks fremur frumstæða alþýðutónlistina sem notuð hafði verið til undirleiks dansinum og þróaði upp úr henni eins konar kammertónUst, sem bæði hentaði til dans og sjálfstæðs flutn- ings. Nú er varla tekin upp geislaplata með tang- ótónlist að tónsmíðir. Piazzolas komi ekki við sögu. Plata sellóleikarans Yo Yo Ma, The Soul of the Tango (Sony), er til dæmis ein allsherjar hylling til hins argentínska snillings. Það er ekki einasta að Ma noti sömu tónlistarmenn og léku með Piazzola (sem lést 1992), heldur leikur hann „með" honum, það er hann spilar inn á ókláraðar upptökur með bandóneónleik Pi- Tónlist/geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson azzolas. Platan er einstaklega vel heppnuð; hent- ar bæði til dansa og gaumgæfilegrar hlustunar. Af gengnum tangósnillingum Vilji menn fá keiminn af „upprunalegum" tangóstíl Piazzollas, ættu menn hins vegar að kynna sér plötuna Astor Piazzola - Tango (harmonia mundi), þar sem argentíski tónlistar- maðurinn Pablo Mainetti leikur konsert hans fyrir bandóneón og hljómsveit. Þessi tónlist er út af fyrir sig afbragð, uppfull af tregablöndnum gáska og ljóðrænni innlifun. Einhverjir kannast við sérkennilega kvik- mynd sem breski leiksrjórinn Sally Potter gerði um tangó og nefhist The Tango Lesson. Hún seg- ir frá breskri konu, nefnilega Sally sjálfri, sem fer til Buenos Aires til að búa til kvikmynd um tangó, og verður svo gagntekinn af dansinum að hún vill ólm læra hann. í staðinn býðst hún til að gera dansfélaga sinn Pablo frægan með kvik- mynd sinni. Geislaplata (Sony) var gefin út í tengslum við kvikmyndina, og er auðvitað sneisafull af tangó. Helsti kostur plötunnar er að á henni er að finna gamlar upptökur meö gengn- um tangósnillingum, eins og Carlos Gardel og Piazzola sjálfum, en einnig ýmsan tangósam- setning eftir Potter sjálfa, sem ekki er eins áheyrilegur. Loks langar mig að nefna spánnýja geisla- plötu frá sænsku útgáfunni Caprice, sem nefnist Café 1930. Á henni eru upptökur með flautuleik- aranum Tobias Carron og gítarleikaranum Per Skareng, ekki aðeins tangótónlist (Piazzola, Dyens og Pujol), heldur suður-amerísk og „íber- ísk" tónlist af ýmsu tagi, til dæmis eftir Rodrigo og Villa Lobos. Hér er um að ræða einstaklega smekklegar og vel leiknar útsetningar sem und- irritaður þreytist ekki á að hlusta á. Samahúsið í Borgarnesi til fyrir- myndar Oft kvarta myndlistarmenn yfir kostnaðinum sem fylgir þvi að halda sýningar, ekki sist þegar markaðurinn er í lamasessi eins og nú. Það er ekki síst kostnaðurinn sem fælir marga Ustamenn frá _því að sýna verk sín úti á landi, því þar _er hagnaraðvonin jafh- vel enn mmm en a höfuðborgarsvæðinu. Safna- húsið í Borgarnesi verðskuldar því sérstakt hrós fyrir þjónustuna sem það veitir listamönnum sem sýna á vegum þess. Þeir fa greidd ýmis útgjöld sem fylgja sýningarhaldinu, auk þess sem Safha- húsið sér um flutning á verkum, prentun og dreif- ingu á boðskorti, tölvuprentaða sýningarskrá, veit- ingar á opnun og yfirsetu á sýningunni en þessir Uðir hafa reynst mörgum listamanni þungir í skauti. Guðmundur Guðmarsson, forstöðumaður Safhahússins, segir að búið sé að skipuleggja sýn- ingar í húsinu fram á haustið; um páskana sýni Guðmundur Sigurðsson málverk, en þar næst sé á dagskrá sýning frá Myndlista-og handíðaskóla ís- lands. í júní sýnir Kristján Jónsson málverk í Samahúsinu en í kjölfarið fylgir sýning á grafik eftir Pál Heimi og loks sýning á Ijósmyndum. Full- yrti Guðmundur að heimsóknir Reykvíkinga í Safhahúsið hefðu aukist til muna eftir að Hval- fjarðargöngin voru opnuð. Þýsk hrifning yfir íslenskum skáldsögum Ekkert lát er á velgengni íslenskra bókmennta úti í hinni stóru Evrópu. Áður hefur verið minnst á viðbrögð ítalskra og spænskra gagnrýnenda við bók Einars Más Guðmundssonar, Englum alheims- ins, en nú berast tíðindi af hrifningu þýskra gagn- rýnenda yfir Svaninum eftir Guðberg Bergsson og Meðan nóttin líður eftir Friðu Á Sigurðardóttur. I bókmenntaþætti í norðurþýska útvarpinu kallaði Andreas Wang Svaninn „bókmenntalega sálarferð fulla af undrum og ævintýrum". í bókmenntaþætti á Bayerischer Rundfunk er Svan- urinn sögð „meinháðsk og barna- leg í senn og nýtir sér sagnahefð íslands sem táknmynd fyrir sam- band sitt við heiminn....stórfeng- leg og leyndardómsfull bók". 1 Berliner Morgenpost segir gagn- rýnandinn Jiirgen Israel um I Svaninn: „Blandan af kaldhæðni og einfeldni, þunglyndi og fjar- lægð og enn fremur þéttleiki and- rúmsloftsins skapa stemningu sem á engan sinn lika og upphefja þessa sögu og gera hana að lista- verki." Um Meöan nðttin líöur segir gagnrýnand- inn Erika Dingeldey: „Fríða Á. Siguröardóttir vek- ur sex kynslóðir íslenskra kvenna til lifsins í þess- ari fjölskyldusögu. Og hún gerir það með því skrautleysi sem okkur virðist hæfa þessu landi sem er okkur svo fjarlægt og framandi. Tungutak höfundarins er þurrlegt, hart og kalt, já, næstum grimmdarlegt, en fullt af forneskjulegri fegurð og óvenjulegum krafti." í útvarpsþætti í Bayerische Rundfunk fjallaði Ruth Fíihner síðan um bók Fríðu og sagði m.a. „...þar hvíslar allt, ólgar og hvín eins og í stormbyljum...Setningarnar í sögu Fríöu Á. Sigurðardóttur eru oft frumlagslausar og mynda slíka hringiðu að lesandinn stendur bein- línis á öndinni." Og kalla Þjóðverjar þó ekki allt ömmu sína þegar setningaskipan er annars vegar. Bókin um Benóný Þrír ágætir skákmenn, þeir Bragi Halldórsson, Helgi Ólafsson og Jón Torfason hafa geflð út bók um Benóný Bene- diktsson sem lengi var í fremstu röö íslenskra skákmanna. Benóný var aukinheldur sér- stæður persónuleiki og varð nánást þjóðsagna- persóna i lifanda lífi, sífelld uppspretta eftir- herma og hyers kyns gamanmála. í bókinni segja ýmsir samferðamenn Benónýs fra kynnum sínum af honum, auk þess sem fjallað er um skákferil hans og kveðskap, en Benóný var ágætlega hagmæltur. Um ákveðinn blaðamann hafði hann eftirfarandi að segja: Lygi og sannleik saman blandarjsvlvirðing og hrósi um kiðjefni og málfar illa vandar/anar kjafta-gónu- skeio.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.