Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. MARS 19' Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aóstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sigur Evrópusambandsins Hrun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er þaö bezta, sem komið hefur fyrir sambandið frá upphafi. Loksins verður hreinsað til í stjómkerfi þess og komið á vestrænum reglum um jafnvægi valdanna og um ábyrgð ráðherra á því, sem fram fer í ráðuneytum þeirra. Hér eftir verða völd þings Evrópusambandsins meiri og völd framkvæmdastjórnarinnar minni. Hér eftir neyð- ast framkvæmdastjórarnir til að kynna sér það, sem er að gerast í embættismannakerfi þeirra og sjá um, að góð- ir siðir og góðar vinnureglur séu á oddinum. Þetta þýðir, að Evrópusambandið verður lýðræðis- legra en áður. Það verður líkara stjórnarháttum á Bret- landseyjum, Norðurlöndum og Þýzkalandi. Mandarínar að frönskum hætti eiga ekki lengur upp á pallborðið og allra sízt frekjuhundar á borð við Judith Cresson. Raunar varð það framferði Cresson, sem felldi fram- kvæmdastjómina. Hún hefur allan feril málsins verið persónugervingur hins ýkta hroka og stjómlausu einka- vinavæðingar, sífellt reiðubúin til að bregða fæti fyrir eftirlit og lýsa yfir hreinu borði hjá sjálfri sér. Frábært er að losna við Jacques Santer, formann fram- kvæmdastj órnarinnar. Hann hefur hvorki reynzt hafa burði né siði til að gegna stöðu sinni. Hann lét innra eft- irlit sitja á hakanum og sýndi ekki framtak, fyrr en hann rak endurskoðandann, sem hafði kjaftað frá. Brottrekstur endurskoðandans var komið, sem fyllti mælinn. Þau hrokafullu mistök sýndu, að Jacques Sant- er hafði ekki hugmynd um, hvaða eldar vom að brenna, og ímyndaði sér, að hann gæti áfram rambað ábyrgðar- laus um valdasali Evrópusambandsins. Að vísu var sáð til vandamálsins áður en Santer kom til skjalanna. Það var hinn viljasterki Jacques Delors, sem lengst af mótaði skipulag Evrópusambandsins og kom þar á stjómarháttum mandarína að frönskum hætti. Þeir stjómarhættir verða ekki endurreistir. Sumir framkvæmdastjóranna verða endurráðnir, en enginn þeirra, sem gagnrýndir vom í skýrslunni, er varð stjóminni að falli. Þing Evrópusambandsins, sem kosið er beinni kosningu í löndum bandalagsins, mun herða eftirlit og taka meira fmmkvæði í sínar hendur. Með nýrri skipan mála í hundahreinsuðu Evrópusam- bandi má búast við, að stjórnarhættir þess batni vem- lega og vegur þess vaxi í almenningsálitinu. Þannig mun sambandið mæta nýrri öld með traustum og lýðræðisleg- um innviðum og veita Evrópu ömgga forustu. Evran er byrjuð að stíga sín fyrstu skref sem gjaldmið- ill allrar Evrópu, þar á meðal ríkjanna utan bandalags- ins. Viðræður eru hafnar við ríki Mið-Evrópu um stækk- un bandalagsins til austurs. Hvort tveggja mun ganga betur, þegar búið er að hreinsa til í Bruxelles. Þar sem Evrópusambandið hefur snögglega færst firá frönskum stjómarháttum í átt til engilsaxnesk-skandin- avísk-þýzkra stjórnarhátta, er það orðinn mun girnilegri kostur fyrir ísland og Noreg. Þau em hluti hins pólitíska menningarheims, sem hefur orðið ofan á í Evrópu. Sambandið er samt ekki orðið fullkomið allt í einu. Það er enn merkisberi verndarstefnu gæludýra atvinnu- lífsins á kostnað evrópskra neytenda og kemur sem slíkt fram í deilum á alþjóðavettvangi um frjálsa verzlun. Það styður til dæmis ríkisstyrki til sjávarutvegs. Hrun merkantílistanna í framkvæmdastjóminni bend- ir þó til, að í náinni framtíð muni bera meira á markaðs- hyggju í voldugustu efnahagsstofnun Evrópu. Jónas Kristjánsson „Varðandi strandlengjuna við Skerjafjörð þá munu framkvæmdir við miðborgarbyggð og fiugvöll úti á Skerja firöi láta hinar friðuðu strendur Skerjafjarðar alveg ósnortnar." Reykjavíkurflugvöll- ur og umhverfismál myndum er gert ráð fyrir að stækka tjam- arsvæðið og fá fugla- lífið inn í hverfið og stækka þar með það tilbúna svæði sem verður til afnota fyr- ir þessa fiðruðu gleðigjafa okkar. Þá verður gripið til þeirra ráðstafana sem þarf til að tryggja vatnsstöðu Tjamarinnar og end- urnýjun vatns í henni. Strandlengjan Varðandi strand- lengjuna við Skerja- fjörð þá munu fram- „Það kom á óvart þegar Flug- málastjórn kynnti fyrírhugaðar framkvæmdir sínar við endur- byggingu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni, að gert er ráð fyr- ir að hluti strandarinnar við Nauthólsvík verði lagður undir malarnámur..." Kjallarinn Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur Samkvæmt gild- andi skipulagi er gert ráð fyrir iðnaðar- og athafnasvæði í Vatnsmýrinni. Svæð- ið meðfram NS braut að 300 m helgunar- svæði hennar, frá Umferðarmiðstöð- inni að Nauthólsvík, er búið að skipu- leggja undir slíka starfsemi. Ef byggt verður upp með þess- um hætti og flug- brautir endurnýjaðar eins og áætlanir standa til, þá er tvennt sem liggur ljóst fyrir. Fyrir það fyrsta verður ekkert eftir af Vatnsmýrinni sem við þekkjum í dag og númer tvö þá verður flugvöllurinn í Vatnsmýri um ófyr- irsjáanlega framtíð. Miðborgarbyggð í Vatnsmýrinni hefði í sjálfu sér svipaðar hreytingar í for með sér. í báðum tilfellum verður skipt um jarð- veg á stórum svæð- um og fuglalifið á Tjöminni verður um alla framtíð háð manninum og þeim ramma sem við ákveðum því. Fyrir fuglalífið í miðbænum yrði miðborgarbyggð í Vatnsmýr- inni betri kostur en flugbrautir og iðnaðarsvæði, þvi í þeim hug- kvæmdir við miðborgarbyggð og flugvöll úti á Skerjafirði láta hin- ar friðuðu strendur Skerjafjarðar alveg ósnortnar. Hagsmunir þeirra sem vUja byggja upp mið- borgarbyggð í Vatnsmýrinni eru að þessi strönd verði látin alveg í friði. Þessi strönd, ásamt Naut- hólsvík, Tjörninni og Öskjuhlíð, munu gera Vatnsmýrina að einu eftirsóttasta hverfi borgarinnar. Það er meðal annars vegna ná- lægðarinnar við þessar nátt- úruperlur að menn trúa að vel muni ganga að selja eignir í Vatnsmýrinni. Ekki síst vegna þessa eru menn tUbúnir að taka þá miklu áhættu sem felst í því að byggja flugvöU fyrir 5 miUjarða í Skerjafirðinum og fá sem greiðslu fyrir verkið byggingarréttinn í Vatnsmýrinni. Það kom á óvart þegar Flug- málastjórn kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir sínar við endur- byggingu ReykjavíkurflugvaUar í Vatnsmýrinni, að gert er ráð fyr- ir að hluti strandarinnar við Nauthólsvík verði lagður und- ir malamámur og þar eigi að vera athafnasvæði þunga- vinnuvéla meðan á fram- kvæmdum stendur. Ef flugvöUur yrði byggður í Skerjafirði þá myndi vegur liggja frá Suðurgötu, á móts við enda AV brautar, þvert yfir ströndina út á flugvöU. Við gerð flugvaUar í Skerjafirði yrði aUt fyUingarefnið flutt sjó- leiðis. Grjótið í brimvarnar- garðana yrði flutt með prömm- um, svo og sjávarmölin sem fyUt yrði með milli garðanna. Þannig myndi ekki einn einasti grjót- eða malarflutningabíU aka um götur borgarinnar vegna framkvæmda við flugvöU úti á Skerjafirði. Friðrik Hansen Guðmundsson Skoðanir annarra Lýðræðisskortur „Svo háttar til að þeir launþegar sem fá laun samkvæmt kjarasamningum hafa ekki kost á að velja sér sjálfir lífeyrissjóð. Verkalýðs- og atvinnu- rekendur ákveða hvaða sjóð launþegar greiða í og skipta með sér stómarsætum lífeyrissjóðanna eftir hinni gamalkunnu helmingaskiptareglu. Þessir launþegar geta því hvorki valið sér sjóði né kosið beint i stjórn þeirra. Hér virðist eitthvað skorta á lýðræðið. Þeim sem standa utan almenna lífeyris- sjóðakerfisins er gert skylt að greiða í Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Fjármálaráðherra skipar sjóðs- stjórn en meirihluti stjórnar þar er skipaður eftir tilnefningu fuUtrúa lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar þessa sjóðs hafa því hvorki bein né óbein áhrif á skipun sjóðsins...Hér virðist aftur eitthvað vera hogið við lýðræðið.“ Sveinn Valfells í Mbl. 17. mars. Gagnstæð sjónarmið ríkisstjórnar „ísland er í hópi sex ríkja sem leggur á það mikla áherslu innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO um þessar mundir að hvers kyns ríkisstyrkir í sjávarútvegi verði aflagðir og þar með öU höft og hindranir í viðskiptum með fisk...í síðustu viku fóru fulltrúar landbúnaðarráðuneytisins íslenska hins vegar á fund í Noregi. Þar lögðu þeir á ráðin ásamt fuUtrúum frá 12 öðrum löndum hvemig koma mætti í veg fyrir það innan WTO að miUi- ríkjaviðskipti með húvömr yrðu gefin frjáls. Þess- ar þjóðir telja að nota eigi innflutningshöft og aðra ríkisstyrki í landbúnaði tU að „viðhalda byggðum til sveita" og til að gæta að „fæðuöryggi", eins og segir í tUkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu. Það er kostulegt að íslensk stjórnvöld skuli á sömu stundu leggja fram algjörlega gagnstæð sjónarmið um gildi frjálsra viðskipta innan WTO.“ Úr Vef-Þjóöviljanum17. mars. Spillt framkvæmdastjórn? „Ég held að fáir skUji þetta þannig að fram- kvæmdastjómin öU verði sökuð um spUlingu. Hins vegar tekur hún sameiginlega ábyrgð á þeirri gagn- rýni sem fram kemur í þeirri óháðu úttekt sem fram fór. Og tU þess að hreinsa borðið taka aUir sameiginlega ábyrgð og síðan verður það meðlima ríkjanna að tilnefna nýja framkvæmdastjórn." Tómas Ingi Olrich í Degi 17. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.