Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 13 Skammsýni „Fæðuþörfin er mikil. Vilji 10 milljarðar manna nærast eins og Bandaríkja- menn þarf fjórum sinnum meira korn en framleitt er nú.“ Auðvelt er að gagn- rýna stjórnmálamenn fyrir skammsýni. Sama skammsýni veldur þvi lika að menn gagnrýna skort á hugsjónum í ís- lenskri pólitík. Getur verið að spurningin um af hverju íslendingar með sitt litla hagkerfi ættu að beygja sig und- ir takmarkanir Kyoto- samkomulagsins, lýsi skammsýni? Kröfur um síaukinn hagvöxt? Hug- myndir um æ meiri bílanotkun í stað minni orkunotkunar? Kröfur um samþjöppun byggð- ar? Einkavæðing i stað samhjálpar? í hugsjónir? Samkvæmt upplýsingum stofn- ana á vegum Sameinuðu þjóðanna og Worldwatch Institute (virt al- þjóðastofnun í Washington) verða jarðarbúar 6 milljarðar talsins í október 1999; um miðja næstu öld gætu þeir staðið í 8-11 milljörðum. Af núverandi íbúatölu eru 840 millj- ónir vannærðar og 1,2 milljarðar manna komast ekki að hreinu vatni. Heildar framleiðsluvirði hag- kerfanna sautjánfaldaðist árin 1900-1998, en meðaltekjur manna náðu aðeins að fjórfaldast. Eignir og hágnaður risafyrirtækj- anna margfaldaðist og nú eiga 225 rík- ustu menn veraldar 1.600 milljarða þýskra marka, en það er meira en fá- tækari helmingur mannkyns (tæpir 3 milljarðar manna) nær að þéna á heilu ári. Hver borg- ari iðnaðarlanda not- ar 101 kg hráefna á dag. í þriðja heimin- um er talan meira en tífalt minni. Ekkert er eylandið - ekki einu sinni íslenska þjóðin - þegar horft er til hlut- verks og stöðu ein- staklinga eða þjóða í samfélagi manna. Hvað vilja íslenskir stjórnmálamenn í þessum efnum? Örlítið meira af tölum Framtið hagkerf- anna ræðst af því hve vel okkur gengur að koma á sjálfbærri framleiðslu, sjálfbærri nýtingu auð- linda og ná sáttum við síbreytilegt umhverfið, t.d. hvað varðar sam- göngur og orkuöflun. Hagkerfi sam- tímans og neyslumynstur okkar valta yfir vistkerfin - að mati World- watch Institute - og skjótra úrbóta er þörf. Tölur? Fæðuþörfin er mikil. Vilji 10 milljarðar manna nærast eins og Bandaríkjamenn, þarf górum sinn- um meira korn en framleitt er nú. Ellefu af 15 helstu fiskimiðum heims eru ofnýtt. í dag eru til 501 milljón bílar. Ef 10 millj- arðar manna ættu 2,5 milljarða bila þyrfti 180 milljónir tunna af olíu til þeirra á dag. Dags- framleiðslan nú er 67 milljónir tunna. Pappírsframleiðsla hefur sexfaldast á 40 árum og nú minnkar skóglendi jarðar sem svarar 2-3 sinnum flatar- máli íslands á ári, vegna skógar- höggs og náttúrulegra orsaka. Orku- þörf jarðarbúa eykst um 5-10% á ári. Hvað svo? Við nútímamenn erum ágætlega tæknivæddir til þess að breyta þessari þróun. Meginhugmynda- fræði kapítalismans er hins vegar röng. Krafa um síaukinn hagvöxt, um aukinn reikningslegan hagnað, lágmörkun tilkostnaðar og kröfur um aukna einkaeign eru ekki vega- nesti inn í næsta árþúsund. Um þessa fullyrðingu eiga margar rök- ræður að snúast. Og umræðurnar eiga að snúast töluvert (ekki ein- göngu!) um hina stóru drætti heimsmyndarinnar; ásamt með um- ræðunum um okkar eigin mál og tengsl þeirra við umheiminn. Eftir því auglýsi ég hjá flokkun- um og krefst þess að stjórnmál á ís- landi nái líka lengra en til Eyja- bakka, laxveiðifríðinda, kúa, gagna- grunna, sölu ríkisverksmiðja eða lágmarkslauna. Það hæfir upphafi nýrrar aldar betur en nær eintóm- ar dægurmálaumræður. Ari Trausti Guðmundsson Kjallarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur „Eftir því auglýsi ég hjá flokkun- um og krefst þess að stjórnmál á íslandi nái lika lengra en til Eyja- bakka, laxveiðifríðinda, kúa, gagnagrunna, sölu ríkisverk- smiðja eða lágmarksiauna.u Menningarhallir á kostnað menningarinnar Þegar alþingiskosningaárið 1999 var rétt gegnið í garð, fóru að heyr- ast raddir frá hinu háa Alþingi um að reisa skyldi menningarhallir á fimm stöðum á landinu. Þetta voru ekki bara raddir, heldur yfirlýsing frá ríkisstjórninnni sjálfri að efla bæri menningarstarfið úti á lands- byggðinni og bæta aðstöðuna þar með því að reisa stór fjölnota menn- ingarhús. Bætir búsetuskilyrðin Þetta hljómar mjög vel. Sérstak- lega nú á þessum síðustu tímum þegar aðstaðan til menningar á höf- uðborgarsvæðinu blómstrar sem aldrei fyrr, samanber tónlistarhús- iö í Kópavogi og fyrirhugaða bygg- ingu annars tónlistarhúss i Reykja- vík, sem á að kosta 3-4 milljarða. Það er óneitanlega mjög gott að heyra að landsbyggðin hefur ekki alveg gleymst. Menn skulu muna að þar fer yfirleitt fram einhver menn- ingarstarfssemi. Öflugt menningar- líf á landsbyggðinni bætir búsetu- skilyrðin og dregur úr fólksflóttan- um til menningarborgarinnar Reykjavikur. Það gefur augaleið. Það er til fjöldinn allur af menn- ingarhúsum úti um allt land. í hverju byggðarlagi býst ég við. Myndarleg félagsheimili, lítil sæt samkomuhús, kirkjur, sjómanna- stofur og nú á síðustu árum hefur sprottið upp fjöldinn allur af menn- ingarkaffihúsum. Landsbyggðin iðar af menningarstarfsemi: Kórar og kvartettar, leiklist og hljóðfæra- sláttur, sinfóníuhljómsveit, mynd- list o.s.frv. En það sem er sameiginlegt öll- um þessum öfl- ugu áhugahópum í listsköpun er fjárskortur og neyðir hann margan lista- manninn, sem oft er aðal driffjöður- in í listastarfinu á staðnum, burt. Alltof margir starfandi lista- menn úti á lands- byggðinni fá allt of litil og í mörgum tilfellum engin laun fyrir vinnu sína. Og hvert fara svo listamennirnir og menningar- forkóflamir? Auðvitað þangað sem möguleikarnir eru meiri til að hægt sé að lifa á listinni. Nefnilega suð- ur. Þegar þetta er skrifað var út- hlutunarnefnd lista- mannalauna að ljúka störfum. Um 170 einstak- lingar fengu úthlutun. Það væri fróðlegt að taka sam- an hve margir þessara listamanna era búsettir úti á landi. Félagsheimilin Það eru til lög mn fé- lagsheimili og félagsheim- ilasjóð sem tryggja sveita- félögunum rétt á ríkis- styrkjum til að byggja fé- lagsheimili og viðhalda þeim og einnig til að styrkja menningarstarf- semi sem fara á þar fram. Þessi lög eru frá 1970. Rík- issjóður veitti á sinum tíma styrki til slíkra hluta. En síðan 1989 hefur það alfar- iö verið á vegum sveitarstjórnanna og nú er búið að leggja félagsheim- ilasjóð niður, en eftir stendur lítill sjóður, menningarsjóður félags- heimila, sem úthlutar eingöngu ferðastyrkjum fyrir listafólk með list sína um landið. Og nú er svo komið að mörg sveitarfélög geta ekki staðið ein og óstudd undir rekstri félagsheimil- anna, né við haldið eða byggt upp gömlu samkomuhúsin og hafa því gripið til þess ráðs að leigja einka- aðilum aðstöðuna. Hafa því mörg menningarhúsin breyst í pitsustaði, vídeóleigur eða eitthvað álíka. Þessar hugmyndir rikisstjómarinnar um menningar- hallirnar komu í framhaldi af því að það er verið að endurskoða lögin um félagsheimil- in, sem þýðir ör- ugglega að taka eigi út ákvæðið um ríkisstyrkina og nota þá í stað- inn í hallirnar fimm. Væri ekki nær að viðhalda lögunum frá 1970 og fara eftir þeim? Ef eitt tónlistar- hús í Reykjavík kostar 3-4 millj- arða, hvað kosta þá fimm menningarhallir úti á landi? Og verða þá einhverjir pen- ingar eftir til þess að styðja við þá menningu sem fara á fram í þessum höllum? Eða eru þær einungis ætl- aðar sem aðstaða fyrir Sinfóníu- hljómsveit Islands eða Þjóðleikhús- ið, í þau fáu skipti sem þau sjá sér fært vegna peningaskorts að ferðast með list sína um landið. Væri ekki nær að nota hallapen- ingana til að styðja við menningar- starfsemina á hverjum stað, og bæta þannig mannlífið og búsetu- skilyrðin? Menningin býr fyrst og fremst í manninum sjálfum. Ingibjörg Hjartardóttir „Ef eitt tónlistarhús í Reykjavík kostar 3-4 milljarða, hvað kosta þá fimm menningarhallir úti á landi? Og verða þá einhverjir pen- ingar eftir til þess að styðja við þá menningu sem fara á fram í þessum höllum?u Kjallarinn Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur Með og á móti Er rétt að endurráöa Þor- björn Jensson sem lands- liðsþjálfara í handbolta? Orn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ. Uppfyllir öll skilyrði „Þegar rætt er um ráðningu landsliðsþjálfara hlýtur ávallt að vera gengið út frá því að þeir þjálfarar sem til greina koma hafi náð ár- angri með fé- lagslið. Ekki eingöngu með sigrum, heldur hafi þeir einnig sýnt hæfileika til þess að byggja upp lið og til þess að vera liðinu andlegir leið- togar í undir- búningi leiksins, og í öruggri ákvarðanatöku meðan á leik stendur. Þorbjörn Jensson hefur sýnt það og sannað að hann uppfyllir öll þessi skilyrði og í þeim mót- um sem við höfum tekið þátt hafa einstakir leiötogahæfilekar Þorbjarnar gert það að verkum að islenska landsliðið hefur náö árangri, betri en áður hefur þekkst. Nægir þar að nefna sig- urinn á Dönum 1996 og 5. sætið í Kumamoto í Japan 1997. íslenska landsliðið stendur á ákveðnum krossgötum. Eldri leikmenn eru að hætta og yngri að taka við, og ég tel engan vafa á því að Þorbjörn er sá eini rétti til að taka þetta verkefni að sér.“ Liðið á stöð- ugri niöurleið „íslenska landsliðið í hefur verið á stöðugri niðurleið sem hófst með tapinu gegn Ungverj- um í Kumamoto. Alla leikgleði og hugmynda- flug vantar í leik þess og þar hlýtur þáttur þjálfar- anna að vega þungt. Allt virðist lagt upp úr sterk- um og þungum varnarleik til að brjóta niður andstæðing- inn, en minna gert til að byggja upp eigin leik. íþróttir eiga að vera skemmtun, en sú íþrótt sem landsliðið hefur leikið undanfar- iö á lítið skylt viö skemmtun. Leikmennirnir eru margir mjög góðir einstaklingar, en oftar en ekki leika þeir með fýlusvip og aga- og samstöðuleysi hefur oft verið áberandi. Skortur á samæf- ingu hefur ofi: verið viðkvæði þjálfarans þegar leikur liðsins er gagnrýndur. Liðið æfði þó saman í nokkrar vikur síðasta sumar og ef rétt er að þær æfingar hafi að- allega verið þrekæfingar og lyft- ingar - fyrir atvinnumenn sem voru aö koma í sumarfrí - þá hef- ur þeim tíma verið illa varið. Það er grátlegt að horfa uppá þessa þróun á sama tíma og knattspyrnumenn okkar sem lít- ið geta á alþjóðamælikvarða eru í sviðsljósinu og standa sig vel. Þar er litríkur þjálfari á ferð sem ekki velur endilega 11 tekju- hæstu atvinnumennina í liðið, heldur hefur byggt upp lið sem leikur skemmtilegan fótbolta og var ekki hræddur við að gera nauðsynlegar breytingar þar sem jafnvel gömlum stjömum var fórnað. Eitthvað slíkt þarf nú að koma til í handboltanum og því tel ég tímabært að skipta um þjálfara. Viggó, Alli Gísla eða út- lendingur, einhver með ferskar hugmyndir og þor. -VS Þorleifur Ananías- son, fyrrum leik- maöur KA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.